Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR ísrael-arabar Stjómarkreppa í Israel? Verkamannaflokkurinn tekur vel í tillögur Mubaraks um skipun í viðrœðunefndir ísraela og Palestínumanna, en Líkúd illa Nokkrar líkur eru nú taldar á stjórnarkrcppu í ísrael vegna ágreinings stjórnarflokkanna þar um tillögur Mubaraks Egypta- landsforseta um viðræður milli Israela og Palestínumanna. Gert er ráð fyrir að viðræður þessar fari fram til undirbúnings kosn- ingum á Vesturbakka og í Gaza. Yitzhak Rabin, landvarnaráð- herra ísraels, sem er í Verka- mannaflokknum, skrapp til Ka- író á mánudag og ræddi tillögur Mubaraks við hann. Komust þeir að samkomulagi um að Egyptar skyldu bjóða ísraelum og Paíest- ínumönnum til viðræðna í höfuð- borg Egyptalands. Vitað er að Mubarak ætlast til að Frelsis- samtök Palestínu (PLO) eigi full- trúa í palestínsku viðræðunefnd- inni, en það hefur Líkúd, sem ásamt Verkamannaflokknum fer nú með stjórn ísraels, ekki tekið í mál hingað til. Hefur Líkúd þeg- ar andmælt því að Egyptar fái að útnefna palestínsku samninga- mennina, því að þeir muni áreið- anlega hafa með í nefndinni ein- hverja PLO-fulltrúa. Rabin vill hinsvegar ekki útiloka þátttöku þeirra og hefur gefið í skyn, að ekkert ætti að vera athugavert við að Egyptastjórn útnefndi menn í palestínsku nefndina eftir að hafa ráðfært sig við bæði ísrael og PLO. Líkúd vill að palestínska nefndin verði einungis skipuð mönnum búsettum á Vestur- bakka og í Gaza. Hefur ágrein- ingurinn þegar valdið ólgu innan núverandi Israelsstjórnar, spm setið hefur að völdum í níu frtán- uði. Ef stjórnarkreppa yrði út af þessu máli og kosningar, er lík- legt talið samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana að Líkúd ynni á. Er álitið að afstaða fsraela al- mennt gagnvart Palestínu- mönnum hafi harðnað af völdum uppreisnar þeirra síðarnefndu á Vesturbakka og í Gaza, sem nú hefur staðið yfir í 21 mánuð. í þeim átökum hafa látið lífið sam- kvæmt talningu ísraelskra. yfir- valda 647 arabar og 42 gyðingar. í tillögum Mubaraks er enn- fremur lagt til að fsrael stöðvi landnám gyðinga á Vesturbakka og í Gaza og stefni að því að láta þessi lönd af höndum í skiptum fyrir frið víð araba. Reuter/-dþ. Klaustrið í Auschwitz Sættir á döfinni Páfagarður leggur til að klaustrið verði lagt niður og bœnahúsfyrir fólk af öllum trúarbrögðum byggt í staðinn Svo er nú að sjá að deilur gyð- inga og kaþólsku kirkjunnar út af nunnuklaustrinu í Auschwitz séu að leysast. í gær var því lýst yfir af hálfu Páfa- garðs, sem annars hcfur verið þögull um mál þetta, að vilji hans væri að klaustrið yrði lagt niður og í staðinn byggt utan búða bænahús fyrir fólk af öllum trúar- brögðum. Yrðu nunnurnar þar til húsa. Páfagarður býðst til að kosta að nokkru byggingu bæna- hússins. World Jewish Congress, al- þjóðasamtök gyðinga, hafa þegar fagnað þessari yfirlýsingu Páfa- garðs og inælt með því við aðila sína að þeir taki að nýju upp sam- bönd við hann. Samtökin lýstu yfir formlegum sambandsslitum við Páfagarð í febr. s.l. vegna máls þessa. Hafði kaþólska kirkj- an í Póllandi þá neitað að standa við samkomulag, gert 1987, þess efnis að klaustrið, þar sem 17 nunnur af Karmelítareglu hafa aðsetur, yrði flutt af staðnum. I Auschwitz voru sem kunnugt er illræmdustu útrýmingarbúðir nasista og voru myrtar þar um fjórar miljónir manna. Flest af því fólki var gyðingar. Til klaustursins var stofnað á staðn- um 1984 í þeim yfirlýsta tilgangi að nunnurnar bæðu fyrir sálum þeirra, sem þar voru myrtir. Gyð- ingar litu svo á, að með þessu væru kaþólikkar að helga sér staðinn. Leiddi þetta til þess að samskipti gyðingdómsins og ka- þólsku kirkjunnar urðu stirðari Glemp kardínáli - ummæli hans urðu sem olía á eldinn. en nokkru sinni fyrr eftir heimsstyrjöldina síðari. Jozef Glemp kardínáli, æðsti maður pólsku kirkjunnar, hefur af þessu tilefni sakað gyðinga um að reyna að hefja sig yfir aðra aðila deilunnar og haldið því fram að Samningur EB og Póllands Samningur milli Evrópu- bandalagsins og Póllands um við- skipti og samvinnu í efna- hagsmálum var undirritaður í gær. Er gert ráð fyrir því í samn- ingnum m.a. að EB létti smám- saman hömlum af pólskum innf- lutningi og að Pólverjar greiði fyrir kaupsýslumönnum frá EB- löndum í sínu landi. Pólskir emb- ættismenn hafa fagnað samn- ingnum sem upphafi nártari sam- skipta við EB, en telja ekki að hann sem slíkur muni breyta miklu fyrir þá til batnaðar. Hun Sen til Taílands Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, flaug í gær til Taí- lands til viðræðna við forsætis- ráðherrann þar, Chatichai Cho- onhavan. Er þetta þriðja heim- sókn Huns Sen til Taílands á þessu ári. í næstu viku fara síð- ustu víetnömsku hersveitirnar burt úr Kambódíu og óttast margir að eftir það muni stríðið milli Kambódíumanna innbyrðis blossa upp af endurnýjuðum ofsa. Mun erindi kambódíska forsætisráðherrans vera að reyna að hindra það, en Taíland styður skæruliðasamtök þau sem gegn Kambódíustjórn berjast. Savimbi kom ekki Jonas Savimbi, leiðtogi upp- reisnarhreyfingarinnar UNITA í Angólu, mætti ekki eins og von- ast hafði verið til á ráðstefnu átta Afríkuleiðtoga í Zaire um Angó- lumál. Leiðtogarnir sömdu þó áætlun með það fyrir augum að binda enda á borgarastríðið í Angólu, en óvíst er hvað verður úr því fyrst Savimbi kom ekki. í júní samdist um vopnahlé í stríð- inu en það fór út um þúfur. gyðingar stjórnuðu fjölmiðlum Vesturlanda og notuðu þá til að koma andpólskum áróðri á fram- færi. Margir gyðingaleiðtogar töldu þessi ummæli vitna um gyð- ingahatur. Reuter/-dþ. Sovétríkin Sjálfsstjómarhreyfing í Úkraínu Krefst víðtœkrarsjálfsstjórnar og endurskipulagningarSovétríkjanna. Áhrif frá baltnesku löndunum og Samstöðu Imörgum sovétlýðveldum eru sem alkunna er komnar til sög- unnar svokallaðar alþýðufylking- ar, sem bera það nafn með réttu af því að þær njóta mikils fylgis, sérstaklega þær í baltnesku lönd- unum. Aðrar slíkar hreyfingar hafa verið stofnaðar a.m.k. að nokkru eftir fyrirmyndum það- an, t.d. sú sem komin er á daginn í Úkraínu. Um næstsíðustu helgi héldu þessi samtök, sem tekið hafa sér heitið Rúkh (það þýðir einfald- lega hreyfing) stofnþing sitt í Kíef. Auk fyrirmynda frá baltnesku lönduunum er um að ræða einhver sambönd milli Rúkh og pólsku Samstöðu. Adam Michnik, þekktur forustu- maður í Samstöðu, var gestur á stofnþinginu og flutti ræðu við áköf fagnaðarlæti fulltrúa og gesta, sem alls voru um 1500 tals- ins. Hann fordæmdi „stórvelda- þjóðrembu“ og lýsti yfir samúð Samstöðu með hinum nýju sam- tökum. Þetta þarf ekki á óvart að koma. Samskipti Póllands og Úkraínu hafa verið mikil og náin svo að segja frá stofnun pólska ríkisins og þess rússneska, sem fyrst leit dagsins ljós á því svæði er síðar var nefnt Úkraína. Á milli þjóðanna hefur öldum sam- an verið fyrir hendi djúp gagn- kvæm tortryggni og stundum beinlínis hatur, en það hefur ekki breytt því að pólsk menningar- áhrif í Ukraínu hafa verið og eru enn mikil. Þau eru raunargrund- völlur þjóðernislegrar sérstöðu Úkraínumanna; sú sérstaða þró- aðist fram er land þeirra var hluti af litháísk-pólska ríkinu og var þannig pólitískt aðskilið frá stór- furstadæminu Moskvu, er varð kjarni núverandi rússnesks stór- veldis. Því fer fjarri að innan Rúkh sé full samstaða um að hverju skuli stefna. Þar er róttækur armur, sem krefst fulls sjálfstæðis fyrir Úkraínu, þ.e. að landið gangi úr Sovétríkjunum. En á stofnþing- inu varð ofan á að svo langt skyldi ekki gengið, heldur krafist fullveldis, þ.e. víðtækrar sjálfs- stjórnar. Yrði þetta niðurstaðan með Úkraínu, annað fjölmennasta so- vétlýðveldið með yfir 50 miljón- um fbúa, er varla við því að búast að önnur sovétlýðveldi myndu sætta sig við neitt minna. Það myndi þýða að það samband lýð- velda, sem Sovétríkin eru, yrði miklu lausara í sér en hingað til hefur verið. Enda er gert ráð fyrir því í kröfum Rúkhþingsins að svo verði. Af öllum þjóðernismálum So- vétríkjanna er það úkraínska við- kvæmast, því að ljóst er að vegna efnahagslegs mikilvægis landsins gætu Sovétríkin varla haldið áfram að vera til, í þeirri mynd sem við þekkkjum þau, ef Úkra- ína segði skilið við þau. Sovésk stjórnvöld gera sér þetta vita- skuld ljóst og hafa tekið það ráð að fara að Rúkh með gát, komið þannig til móts við kröfur hreyfingarinnar um aukin rétt úkraínskunnar. Að hyggilegt sé fyrir þau að taka samtökin alvar- lega sýnir ekki aðeins stofnþing þeirra, heldur og um 100,000 manns sem mættu á fjöldafundi skipulögðum af þeim í mánaðar- byrjun. Var sá fundur haldinn til að mótmæla frumvarpi stjórn- valda til nýrra laga um kosningar til æðstaráðs Úkraínu og annarra ráða þar. Rúkh telur frumvarpið ekki nógu lýðræðislegt, m.a. vegna þess að því sé ætlað að tryggja að háttsettir menn í kommúnistaflokknum verði því sem næst sjálfkjörnir. Samhliða þessum hræringum í stjórnmálum er komið rót á trú- arlíf Úkraínumanna. Kaþólsk kirkja landsins, sem á sér rætur í litháisk-pólskri fortíð þess og hef- ur í samræmi við það verið illa séð af sovéskum stjórnvöldum, er farin að láta að sér kveða á ný og í lok s.l. mánaðar sagði úkraínska rétttrúnaðarkirkjan skilið við patríarkann í Moskvu, höfuð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn- dþ. Verslunarmannafélag Suðurnesja Allsherjar- atkvæðagreiðsla Samþykkt hefur veriö aö viöhafa allsherjarat- kvæöagreiöslu um kjör fulltrúa á 17. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna sem haldiö verður 13.-15. október n.k. Kosið er um 4 fulltrúa og 4 til vara. Framboöslistum sé skilað til formanns kjör- stjórnar, Þórarins Péturssonar, Fífumóa 1B, Njarövík, eigi síöar en kl. 18 miðvikudaginn 27. september n.k. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja með- mæli. Kjörstjórn 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.