Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN Hvernigheldurðuað leikurinnfari ámilli landsliðs íslands og Tyrklandsífótboltaí dag? Arnar Ævarsson nemi: Ég held aö hann fari 2-1 fyrir ís- land, gæti trúaö því að okkar lið sé betra nú en síðast. HaukurJakobsson nemi: Hann fer 3-1 fyrir ísland, þetta verður algert burst og Tyrkjar- ánsins verður hefnt. Gunnþór Hákonarson bæjarstarfsmaður Akureyri: Ég held að leikurinn fari 2-1 fyrir ísland. Gísli Ólafsson nemi: Leikurinn fer 2-0 fyrir ísland. Núna erum við komnir með 1. deildar menn í landsliðið. Hjalti Reynisson atvinnulaus: Ég held að það verði jafntefli. Annars fer það íslandi betur að tapa. G-samtökin voru stofnuð af nokkrum gjaldþrota einstak- lingum, en við leggjum annan skilning í hugtakið gjaldþrot en gert er opinberlega því við tökum inn í samtökin fólk sem komið er í greiðsluþrot og lítum svo á að það sé í raun gjaldþrota, sagði Grétar Kristjónsson, formaður G- samtakanna, Samtaka gjaldþrota einstaklinga. Samtökin voru stofnuð 9. okt- óber í fyrra en opnuðu skrifstofu að Bæjarhrauni 16 í Hafnarfirði um síðustu mánaðamót. Samtök- in eru með símatíma tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 11 til 14 og síminn er 652277. Þangað getur fólk sem á í erfiðleikum vegna vanskila hringt og skráð sig í samtökin eða pantað viðtals- tíma. Hugsjónastarf Við heimsóttum Grétar á skrif- stofuna í gær til þess að fræðast nánar um þessi samtök, sem sennilega eru einu sinnar tegund- ar í heiminum. „Ég hef oft verið spurður hversvegna ég ákvað að stofna þessi samtök og ætíð orðið fátt urn svör. Sannast sagna veit ég ekki hversvegna ég gerði það. Ég hafði sjálfur lent í því að fara í gegnum gjaldþrotameðferð þótt ég yrði ekki gerður gjaldþrota að nafninu til. Eg er eftir sem áður jafn gjaldþrota því á mér hvíla skuldir sem ég hef ekki getað staðið í skilum með og mun ekki Mörgum má forða frá gjaldþroti Grétar Kristjónsson, formaður G-samtakanna: Bankarnirfara bara fram á að vita hver ábyrgðarmaðurinn er, en ekki hvort lántakandi geti staðið í skilum Grétar Kristjónsson: í samtökunum eru t.d. eldri hjón sem hafa verið borin út með lögregluvaldi eftir gjaldþrot. Mynd Jim. G-samtökin geta greitt. Það var margt sem hjálpaðist að; eigið vanmat á að- stæðum, óheppni og auk þess lenti ég í slagtogi með mönnum sem reyndist ekki treystandi. Sennilega er þetta hugsjónastarf, en konan hefur haft orð á því að ég verði að fara að éta þessa hug- sjón því þetta hefur nánast verið fullt starf síðan skrifstofan var opnuð, en fram til þessa hefur öll vinna verið sjálfboðavinna." Spjall okkar er stöðugt truflað af símhringingum. Einn hringir og segist ekki geta greitt félags- gjöldin í samtökunum. Grétar segir honum að hafa engar áhyggjur af því, engum sé úthýst úr samtökunum þólt hann geti ekki greitt félagsgjöld. Hann segir honum að rífa rukkunina og henda henni í körfuna, svo þegar honum hafi verið hjálpað til að rétta úr kútnum geti hann rétt öðrum hjálparhönd. Fólk andlega niðurbrotið „Á þessum stutta tíma sem lið- inn er frá opnun skrifstofunnar hefur okkur tekist að hjálpa nokkrum einstaklingum að leysa sín mál. Fólkið sem til okkar leitar er oft andlega niðurbrotið. Það hefur fram til þessa ekki get- að talað við neinn um sín mál. Oft er fjölskyldan blönduð í málið, þvf nánir ættingjar hafa skrifað upp á skuldbindingar og eru ábyrgðarmenn að lánum. Kröfu- hafar eru oft margir og fólk vant- ar heildarsýn yfir fjármál sín. í slíkum tilvikum skortir oft að tekið sé á málinu í heild og komist að samkomulagi við kröfuhafa. Við höfum því haldið fundi með kröfuhöfum, skuldurum og ábyrgðarmönnum þar sem dæm- ið er skoðað í heild sinni. Það hefur stundum leitt til þess að ábyrgðarmenn hafa greitt hluta af því sem þeir hafa skrifað upp á til þess að bjarga viðkomandi skuldara frá gjaldþroti, því það tapa allir á gjaldþrotinu." Grétar segir áberandi hvað fólk hefði fengið takmarkaða ráðgjöf. Sumir hafi leitað til lög- fræðinga .en þeir oft á tíðum ekki viljað taka mál viðkomandi að sér, eða það sem verra er, hafa tekið það að sér en ekkert gert í málinu. Þá segir Grétar mjög al- varlegt hvernig bankar hegði sér. Þeir fari aldrei fram á greiðslu- áætlun eða kanni hvort lánþeginn geti staðið undir skuldbinding- um, það eina sem þeir spyrji um hver sé er ábyrgðarmaður. Of mikil harka „Það er hægt að koma í veg fyrir fjöldann allan af þessum gjaldþrotum ef skynsamlega er staðið að þessu. Margt af þessu fólki hefur einfaldlega ekki kunn- að að lifa í þessu vísitölulandi. Þá er líka alltof mikil harka í inn- heimtuaðgerðum, að ekki sé tal- að um þegar að gjaldþroti er komið. I samtökunum er fólk sem hefur verið borið út með lög- regluvaldi, þar á meðal fullorðin hjón. Nú er verið að endurskoða lög um gjaldþrot og við gerum okkur von um að þau verði manneskjulegri en þau eru nú.“ Grétar sagði mjög mikilvægt fyrir samtökin að hafa lögfræðing á sínum snærum en fram til þessa hafa samtökin ekki haft ráð á því. Það hefur verið leitað til opin- berra aðila um fjárstuðning en enn sem komið er hefur ekkert komið út úr því. Grétar sagði þó að samtökin mættu skilningi þannig að hann vonaðist til þess að slíkur stuðningur fengist. Þá ræddi hann nýlega við formann Órators, félags laganema, og sagðist hann vonast eftir sam- starfi við þá, það væri beggja hag- ur því laganemar þyrftu raun- veruleg verkefni til þess að glíma við og G-samntökin hefðu nóg af þeim. Þá er einnig í deiglunni samstarf við MFA um námskeið í rekstri heimilis. Þetta hvoru- tveggja er þó enn á umræðustigi en Grétar sagðist bjartsýnn á að samkomulag næðist við þessa að- ila. Á þriðjudagskvöldum eru samtökin með opið kaffihús og er reynt að bjóða þangað gestum sem uppfræða félaga um ýmis mál sem snerta gjaldþrot. Lög- fræðingur úr fjármálaráðuneyt- inu hefur heimsótt samtökin á slíkt kaffikvöld og einnig fulltrúi frá Alþýðusambandinu. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.