Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 1
■■■ ■■■ ■ ■ Fimmtudagur 21. september 1989 160. tölublað 54. árgangur Flugstöðin 5 miljarða kosningavíxill /stað miljarðsþarfþjóðin að borga 5 miljarða íflugstöðvarbruðlMatta Matt. ÓlafurRagnar Grímsson: Stœrsta fjárfestingarhneykslið hérá landi. Verður lagður á Matthíasarskattur? Islendingar þurfa að greiða 4,5 til 5 miljarða króna vegna Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar, en ekki um 1 miljarð einsog talað var um í upphafi. Þetta kom í ljós þegar fjármálaráðuneytið gerði úttekt á þessum kosningavíxli Sjálfstæðis- flokksins. „Flugstöðvardæmið er hrika- legt. Við hófum nánari skoðun á Flugstöðinni vegna þess að nú þegar stefnir í 40 miijóna króna halla á Flugstöðinni í ár, þrátt fyrir það að forráðamenn hennar hafi fullyrt að hún yrði rekin með 8 miljóna króna tekjuafgangi. Þá kom í ljós að skuldir íslensku þjóðarinnar vegna Flugstöðvar- innar í erlendum lánum nema nú þremur og hálfum miljarði króna. Síðan er ljóst að til þess að viðhalda byggingunni á næstu 20 árum, framkvæma nauðsynlegar endurbætur og viðhald, þarf að greiða rúmlega 1 miljarð í viðbót. Þá er dæmið orðið 4,5 - 5 miljarð- ar króna, sem er það viðbótarfé sem íslendingar verða að greiða í þessa flottræfilsfjárfestingu Sjálf- stæðisflokksins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra við Þjóðviljann í gær. Rekstrartekjur af Flugstöðinni eru í ár 325 miljónir króna en ár- leg útgjöld á næstu árum nema 455 miljónum króna og skiptast þannig að 315 miljónir fara í af- borganir og vexti af erlendum lánum sem Sjálfstæðisflokkurinn tók til þess að byggja Flugstöð- ina, 60 miljónir í viðhald á næstu árum og rekstrarkostnaður er 80 miljónir. Arlegur halli er því 130 miljónir ef ekkert verður að gert. Á næstu 20 árum nemur því hall- inn 2,5 miljörðum króna, eða rúmlega þrisvar sinnum meira en öll framlög til fatlaðra á ísiandi og rúmlega miljarði meira en all- ar niðurgreiðslur á algengustu matvælum þjóðarinnar. „Við stöndum þvf frammi fyrir vandamáli í ríkisfjármálunum vegna Flugstöðvarbyggingarinn- ar sem jafnast helst á við land- búnaðarvandann að stærðar- gráðu. Þetta var gjöf Sjálfstæðis- flokksins til íslensku þjóðarinnar og svo stoltir voru þeir af þessu verki sínu að Matthías Á. Mathiesen og frambjóðendur flokksins í Reykjanesumdæmi gerðu það að kosningamynd Fótbolti Pátur af- greiddi Tyrki PéturPétursson sýndi að hann verðskuldar fyllilega landsliðssœti með því að skora bœði mörklslands í 2-1 sigri Pétur Pétursson, „týndi sonur- inn“ í íslenska landsliðinu, sýndi og sannaði í leiknum gegn Tyrkjum í gær að hann á svo sannarlega heima í þessum hópi. Hann hefur verið úti í kuldanum hjá Sigfried Held sl. tvö ár en nú þegar hann er hættur með lands- liðið valdi Guðni Kjartansson greinilega rétt með því að tefla Pétri fram í sókn íslendinga. Pét- ur skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum og hafa Tyrkir enn ekki náð að sigra ísland í knatt- spyrnu. „Það kom ekki annað til greina en að vinna þennan leik þarsem Pétur Pétursson skorar hér fyrra mark sitt á mjög snyrtilegan hátt. Hann fékk góða sendingu frá Ásgeiri Sigurvinssyni, lagði knöttinn rólega fyrir sig og sendi hann af öryggi framhjá markverði Tyrkja. Mynd-þóm. þetta var kveðjuleikur Ásgeirs - og jafnvel einnig minn síðasti landsleikur. Við áttum að sjálf- sögðu skilið að sigra og ég hefði jafnvel getað skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar," sagði Pétur Pétursson í sigurvímu að leik loknum. Símamenn Ekki samleið með BSRB Páll Þorkelsson: Hagsmunum okkar betur borgið innan Rafiðnaðar- sambandsins en Félags símamanna. Úrsagnir okkar úrfélaginu að okkar frumkvœði og engra annarra Astæða þess að símsmiðir vilja frekar vera innan Raflðnað- arsambandsins en Félags síma- manna er einfaldlega sú að við teljum hagsmunum okkar betur borgið þar hvort sem um er að ræða laun, félagslegar aðstæður eða menntun. Allar fullyrðingar um að verið sé að draga okkur á asnaeyrunum út um allan bæ eiga ekki við nein rök að styðjast, sagði Páll Þorkelsson símsmiður. Að sögn Páls er það ekki rétt sem formaður Félags símamanna hefur haldið fram, að 80 símsmið- ir hafi sagt sig úr félagi síma- manna. 121 hafi sótt um flutning til Rafiðnaðarsambandsins og þar af hafi 100 sent inn uppsagn- arbréf, ódagsett, til samninga- nefndar símsmiða. Það var gert samkvæmt ábendingum starfs- mannastjóra Pósts og síma til þess að losna undan kjarasamn- ingi FÍS þar sem kjarasamningar Rafiðnaðarsambandsins og BSRB eru ekki lausir á sama tíma. - Málið er að við eigum bara ekki samleið með félögum innan BSRB í okkar kjarabaráttu, hvort sem það eru birgðaverðir, skrifstofufólk eða einhverjir aðr- ir. Við höfum árangurslaust reynt að vinna að hagsmunamálum okkar innan félagsins en án áran- gurs. Árið 1986 fengum við það í gegn að hvert aðildarfélag innan BSRB getur samið fyrir sig sjálft en reyndin hefur orðið sú að FÍS hefur alltaf fylgt BSRB að mál- um, væntanlega til þess að for- maður FÍS geti sýnt formanni BSRB stuðning sinn,“ sagði Páll Þorkelsson. Þá sagði Páll það alrangt að Leó Ingólfsson hefði átt frum- kvæðið að aðstoða símssmiði til að því að ganga úr FÍS heldur hefðu símsmiðir leitað til hans um aðstoð þar sem hann hefði aðstoðað rafeindavirkja sömu er- inda á sínum tíma. -grh Þetta var síðasti leikur íslend- inga í undankeppni heimsmeist- aramótsins og var þetta jafnframt fyrsti sigur landans í riðlinum. ís- land hlaut því sex stig í keppninni en eftir þennan sigur eru Austurríkismenn nánast öruggir með að fylgja Sovétmönnum í úr- slitakeppnina. Leikurinn í gærkvöld var eins mikil andstæða leiksins gegn A- Þjóðverjum á dögunum og hugs- ast getur. Hann var ekki einungis fjörugri og skemmtilegri fyrir áhorfendur heldur var allt önnur stemmning og barátta í íslenska liðinu og það gerði gæfumuninn. Eftir viðburðaríkan fyrri hálf- leik tókst Pétri að skora strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks og bæta síðan öðru marki við um miðjan hálfleikinn. Þegar fáeinar mínútur voru til leiksloka tókst Tyrkjum að minnka muninn eftir að einn leikmanna þeirra hafði augljóslega slegið knöttinn með hendinni. Línuvörðurinií veifaði en lét flaggið síðan síga og markið var dæmt gilt. Þetta mark skipti engu máli og þriðji sigur íslands á Tyrkjum í aðeins fjórum leikjum var í höfn. Allt íslenska liðið lék mjög vel að þessu sinni og þá sérstaklega Ás- geir, Pétur og Bjarni í markinu. -þóm Sjálfstæðisflokksins í kjördæm- inu að mynda alla frambjóðendur fyrir framan Flugstöðina undir boðskapnum: Sjá þær gjafir sem við færum yður.“ Ólafur Ragnar sagði að til þess að standa undir þessari skulda- súpu yrði annaðhvort að stór- hækka gjöldin á hvern einasta farþega sem fer um Flugstöðina, eða leggja gífurlegar byrðar í auknum gjöldum á flugfélögin og fyrirtækin sem eru með rekstur í Flugstöðinni, nú eða leggja sér- stakan skatt á alla landsmenn til þess að borga þessa skuldasúpu upp. „Og væri þá við hæfi að kenna hann við Matthías Á. Mathiesen og kalla hann sérstakan Matthí- asarskatt. Stærðargráða þess skatts á ári næstu árin yrði þriðj- ungur af þeim eignaskatti sem menn eru búnir að rífast um í allt sumar. Þetta er niðurstaðan af hinni merku fjármála- og fjárfest- ingarstjórn Sjálfstæðisflokksins. Enn eitt dæmið um þá arfleifð sem þeir félagar Matthías Á. Mathiesen og Þorsteinn Pálsson og Sjálfstæðisflokkurinn skilja eftir þegar þeir hverfa burtu. Þetta er auðvitað orðið stærsta hneykslið hér á landi í opinberum fjárfestingum, því þjóðinni var sagt að hún þyrfti aðeins að borga miljarð. Nú mun hún þurfa til viðbótar við allt annað að borga næstum 5 miljarða á næstu 20 árum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -Sáf Námstefna III meðferð á bömum Hjúkrunarfræðingar sem fást við heilsugæslu og barnahjúkrun efna til námstcfnu um illa með- ferð á börnum á íslandi og hefst hún kl. 9 f dag, fimmtudag, í Borgartúni 6 með ávarpi heilbrigðisráðherra. Á námstefnunni verða fjöl- margir fyrirlesarar, innlendir og erlendir, og koma þeir úr heilbrigðisstéttum jafnt sem úr röðum félagsráðgjafa og annarra stétta sem þurfa að glíma við illa meðferð á börnum í starfi sínu. Meðal annars munu fulltrúar fjölmiðla, heilsugæslu, sjúkra- húsa og Iöggjafarvalds reifa hvað gert er og hvað hægt er að gera til að vinna gegn slæmri meðferð á börnum. í frétt frá hjúkrunarfræðingum segir að námstefnan sé haldin vegna þess að þeir telji opna og málefnalega umræðu best fallna til að draga úr hættunni á því að börn sæti slæmri meðferð sem er alvarlegt vandamál í þjóðfé- laginu. Námstefnan stendur fram á kvöld og hefst aftur kl. 9 í fyrra- málið. Henni lýkur um hádegis- bilið á morgun. _þjj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.