Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 7
Bátur frá Grænfriðungum gerir kafbátsmönnum sem ætla að prófa nýja eld- flaug lífið leitt. Þegar bandaríska orustuskipið lowa reyndi að sigla inn á höfnina í Kiel töfðu Grænfriðungar fyrir og Ijósköstuðu þá merki andstæðinga kjarnorkuvopna á skrokk skipsins. Slíkir atburðir fá menn stund- um til að gleyma því, að Græn- friðungar eru mjög öflug og vel búin samtök. Skrifstofur þeirra í 20 löndum og níu skip þeirra eru í góðu sambandi innbyrðis um gervihnött og búin öflugu tölvuk- erfi. Starfið er samræmt frá aðal- skrifstofu Grænfriðunga í Am- sterdam. Um 500 mgnns eru í föstu starfi hjá samtökunum og eru þeirra á meðal færir vísinda- menn sem og vanir sölumenn og markaðsfræðingar. Öflug tengsli Grænfriðunga við fjölmiðla halda vel við athygli manna á samtökunum og tryggja þeim sívaxandi tekjur. í Norður- Ameríku hafa framlög manna til Grænfriðunga aukist úr miljón dollara árið 1980 í 27,5 miljónir í fyrra. í Vestur-Þýskalandi styðj- ast Grænfriðungar við 400 þús- und manna stuðningshóp, og borgar hver meðlimur amk. 50 mörk árlega í félagsgjald. Samtökin urðu til upp úr mót- mælum gegn tilraunum með kjarnorkuvopn á Aleutaeyjum árið 1971,- komu þar við sögu bæði umhverfisverndarmenn og andstæðingar Víetnamstríðsins sem þá geisaði enn. Einn frægasti sigur þeirra var sá, að Frakkar hættu við tilraunir sínar með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu við Mururoa 1974. David McTaggart kom mjög við sögu þeirrar herferðar - það var og hann sem síðar stýrði umdeildari aðgerðum eins og baráttu Græn- friðunga gegn selveiðum á norðurslóðum. Það var svo árið 1979 að Græn- friðungar urðu alþjóðleg samtök með því skipulagi sem að ofan var lítillega frá greint. Hinar ýmsu deildir þeirra samræma aðgerðir sínar á árlegum fundi „trúnaðar- manna“. En miðstýring er ekki mikil í samtökunum. Það getur bæði leitt til þess að einhverjir Grænfriðungar beiti grófari að- ferðum en aðrir - en veik mið- stýring gerir það einnig auðveld- ara fyrir samtökin að sveigja undan skaðabótakröfum. Því oft eru Grænfriðungar ákærðir fyrir spellvirki og lagabrot. Að brjóta lög Grænfriðungar afneita að sönnu ofbeldi (en það gera ekki þeir umhverfisverndarmenn sem róttækastir teljast). En það er ljóst, að ekki gætu þeir lagt til aðgerða sem um munar í almenn- ingsálitinu nema með því að brjóta lög einstakra ríkja - hvort sem þeir trufla siglingar herskipa og hvalbáta eða loka vegum fyrir bílum sem flytja eitraðan úrgang. Grænfriðungar segjast oftast nær fá upplýsingar sínar um hinn eða þennan umhverfisháskann úr gögnum sem allir eigi aðgang að. En stundum njóta þeir góðs af „leka“ úr ráðuneytum - eins og þegar þeir komust 1984 í breska leyniskýrslu um plútóníumúr- gang sem demba átti í Atlantshaf- ið. áb byggði á Spiegel. íslendingar hafa á undanförn- um misserum sýnt mjög tvíbenta afstöðu til umhverfisverndarsam- taka eins og Grænfriðunga. Þeg- ar þeir spilla fyrir íslenskum af- urðum á mörkuðum vegna hval- veiða, velja menn þeim hin verstu orð og rifja óspart upp þær bú- sifjar sem þeir hafa gert Græn- lendingum og öðrum smáum veiðiþjóðum. En þegar þeir sömu Grænfriðungar leggja sig fram um að stöðva tilraunir með kjarnorkuvopn eða losun eitur- efna í sjó, þá höfum við ekki ástæða til annars en hrópa húrra fyrir þeim garpskap. Kafbáti strítt í ágúst leið voru Grænfriðung- ar í fjölmiðlum með „jákvæðum“ hætti ef svo mætti að orði kveða. Lítill bátur frá bandarískum Grænfriðungum dansaði lengi dags í kringum kjarnorkukafbát- inn Tennessee skammt fyrir utan ströndum Florida. En kafbátur- inn átti að gera tilraun með nýja gerð af eldflaugum, sem bera kjarnorkuvpn heimsálfa í milli. Tókst Grænfriðungum m.a. að stökkva um borð í kafbátinn og draga fána með viðvörunartákn- um um háskalega geislavirkni að hún á turni hans. Þessar truflanir urðu til þess að hætt var við til- raunina. Grænfriðungar komu því til skila í leiðinni að á þeim tíma þegar stjórnmálamenn væru já- kvæðari í garð afvopnunar en verið hefur lengi, þá vildu þeir virkja almenningsálitið gegn rándýrum áætlunum um aukinn vígbúnað í höfunum, sem enn eru í gangi. Að sjálfsögðu sáu Græn- friðungar til þess að sjónvarps- fréttamenn í þyrlu gætu filmað vel og rækilega viðureign bátkríl- is þeirra við kafbátströllið - rétt eins og þegar smábátar frá þeim reyndu að koma í veg fyrir að bandaríska orustuskipið Iowa (58 þúsund smálestir) kæmist í höfn í Kiel fyrr í sumar. Ævintýri og háski Grænfriðungar koma þannig einatt fram sem Davíð gegn Go- líat, hið góða gegn hinu illa. Þeir hafa lent í mörgum ævintýrum, sumum lífshættulegum - eins og þegar tékknesk lögregla skaut á liðsmenn þeirra þegar þeir voru að hengja á reykháfa vígorð gegn því súra regni sem drepur skóga í Bæheimi og víðar. Grænfriðung- ur lét lífið þegar franskir leyni- þjónustumenn sökktu skipi Grænfriðunga í höfn á Nýja- Sjálandi, en það skip var á vett- vang komið til að trufla tilraunir Frakka með kjarnorkuvopn á Kyrrahafi. Grænfríðungar era orðnir stórveldi Grœnfriðungar leika einatt Davíð gegn Golíat, enþeir eigameira undir sér en margir ætla. ísland á bókaþingi Nú hefur verið ákveðið að ís- land verður aðal viðfangsefnið á „Bok och Bibliotek”, bóka- og menningarþinginu í Gautaborg árið 1990. Síðastliðinnsunnudag lauk menningarhátíðinni sem haldin var í ár og komu 60.000 manns þá fjóra daga sem hún stóð yfir. Það voru 850 aðilar sem sýndu og var ísland með eigin sýningarbás í fyrsta skipti. Bóka- samband (slands kynnti íslensk- ar baekur og íslenska höfunda og Norræna húsið veitti upplýsingar um íslenska menningu og þjóð- félag. íslenska deildin vakti mikla at- hygli. Meðal gesta voru sænski forsætisráðherrann, Ingvar Carlsson og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, en hann var sérstakur gestur hátíðarinn- ar. Menntamálaráðherra kynnti norræna bókmenntadagskrá „Nyskrivet i Norden”, þar sem rithöfundarnir Einar Kárason frá íslandi, Dag Solstad frá Noregi, Kristina Lugn frá Svíþjóð, Rosa Liksom f rá Finnlandi og Dea T rier Mörch frá Danmörku lásu úr verkum sínum.. „Bok och Bibliotek”-þingið var nú haldið fimmta árið í röð. Auk rithöfunda og bókaútgefenda frá Norðurlöndum voru rithöfund- arnir Friedrich Durrenmatt, Naw- al El-Saadawi, Nadine Gordimer, Peter O’Donnell, Yasar Kemal, Jackie Collins, Tahar Ben Jel- loun og Maurice Sendack gestir hátíðarinnar. Eitt Norðurlandanna hefur ver- ið kynnt sérstaklega á hverju ári. ( ár var það Danmörk og næsta ár verður það ísland eins og fyrr segir. Bókaþingið verður haldið dagana 13. til 16. september 1990. - Með þátttöku íslands gefst einstakt tækifæri til að kynna bókmenntir og menningu lands- ins fyrir fjölda áhugasamra gesta, segja Anna Einarsdóttir hjá Bókasambandi (slands og Lars-Áke Engblom, forstjóri Nor- ræna hússins, en þau undir- bjuggu þátttöku íslands í ár. Skipuleggjendurnir hafa mik- inn hug á að hlutur íslands verði sem veglegastur og efli um leið hinn norræna svip bóka- og menningarhátíðarinnar. Fimmtudagur 21. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Frá Islandsdeildinni í Gautaborg: Sigurður Svavarsson, Halldór Guðmundsson, Anna Einarsdóttir og Einar Kárason. Aðeins 3,8% miðstjórnarmanna á móti stjórnarmynduninni Vegna athugasemda frá Hjör- leifi Guttormssyni í blaðinu í gær varðandi stuðning miðstjórnar Alþýðubandalagsins við stjórn- armyndun með Borgaraflokkn- um tel ég rétt að eftirfarandi komi fram: Föstudaginn 8. september þeg- ar greidd voru atkvæði um þátt- töku í ríkisstjórn eru 68 atkvæðis- bærir miðstjórnarmenn skráðir á viðverulista. Samkvæmt lögum Alþýðubandalagsins er mið- stjórn ályktunarhæf sé helmingur miðstjórnarmanna mættur. Fundurinn var því fullkomlega ályktunarhæfur þar sem full- skipuð miðstjórn telur 106 full- trúa. Það voru 4, eða aðeins um 3,8% miðstjórnarmanna sem voru á móti stjórnarþátttökunni, sé röksemdafærslu Hjörleifs beitt á þann veginn, aðrir mættir mið- stjórnarmenn studdu hana eða sátu hjá. Fram hefur komið hve margir miðstjórnarfulltrúar sóttu fund- inn á föstudagskvöld. Á laugar- dag mættu skv. mætingarlista 64. Um 30 höfðu boðað forföll þar sem þeir voru bundnir við ýmis skyldustörf annars staðar, þ.á m. helmingur þingmanna Alþýðu- bandalagsins. Hinsvegar var þess ekki kostur að fresta fundinum frekar, en miðað við þann tíma sem hann er haldinn var fundar- sókn góð. Þá má geta þess að auk þeirra miðstjórnarmanna sem sátu fundinn var nokkur hópur flokksmanna sem ekki á sæti í miðstjórn sem sat fundinn meira og minna báða dagana og tók þátt í öðrum störfum fundarins en atkvæðagreiðslum. Ég veit ekki hvort ástæða er til að miklast sérstaklega yfir stuðn- ingi miðstjórnarmanna við stjórnarþátttökuna. Það er hins vegar ástæða til að gefa því gaum að í skoðanakönnun sem gerð var eftir að núverandi stjórn var mynduð kemur fram að hlutfalls- lega á stjórnin flesta stuðnings- menn og fæsta andstæðinga í röðum stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins. Niðurstaða mið- stjórnarinnar virðist því endur- spegla vilja stuðningsmanna flokksiris og er það vel. Reykjavík 19. september Svanfríður Jónasdóttir, form. miðstjórnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.