Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.09.1989, Blaðsíða 9
FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu Dodge Aspen 1979, sjálfskiptur, til niöurrifs. Uppl. I síma 72072 eftir kl. 20.00. Píanókennsla Píanókennari meö langa reynslu getur baett við sig nemendum. Tek byrjendur jafnt sem lengra komna. Staösettur I Heimunum. Næstu strætisvagnaleiðir nr. 2, 8 og 9. Kennslugjald sambærilegt við, tón- listarskóla. - Ásgeir Beinteinsson, sími 33241. Átt þú gamalt baðkar á Ijónsfótum sporöskjulagað, emelerað, sem þú getur lánað í sjónvarpskvikmynd? Ef svo er hringdu þá í okkur í síma 693860 eða 693867. Þvottavél óskast Er ekki einhver sem vill selja þvotta- vél fyrir lítið verð? Ef svo er þá hringið í síma 15059 eftir kl. 16.00. Rafmagnsritvél Message 990CR, hin vinsæla skólaritvél, sem ný, með skúffum, ásamt ritvélarboröi, hækkan- og stækkanlegu, á stálfæti og hjólum til sölu á tækifærisverði. Sími 41289. Hjónarúm til sölu Hjónarúm úr eik til sölu með lausum náttborðum og nýjum spring- dýnum. Uppl. í síma 681455. Óska eftir að kaupa gamaldags sófaborð. Á sama stað eru til sölu tvennir hjóla- skautar fyrir ca. 6 og 12 ára. Uppl. í síma 611354. Reiðhjól óskast Óska eftir að kaupa vel með farið kvenmannsreiðhjól, helst með gír- um. Uppl. I síma 79470. Ég óska eftir ódýru sjónvarpi, má vera svart/ hvítt. Uppl. í síma 673861 eftir kl. 19. Bryndís. Ágæt íbúð í sveit skammt frá kaupstað, til leigu. Raf- magnshitun, sími. Reglusemi áskilin. Góð kjör ef samið er strax. Uppl. í síma 95-22803 eða 95- 22619. Danska stelpu bráðvantar herbergi nálægt Há- skólanum eða í miðbænum. Uppl. í síma 25193. Til sölu Hjónarúm og stórt skrifborð til sölu á „slikk”. Sími 30384 á kvöldin. Óska eftir litlum ísskáp (80-85 cm x 55 cm) og einnig litlu sjónvarpi, hvort tveggja þarf að vera ódýrt. Uppl. í síma 35846 eða 674088. Björg Pálsdóttir. Til sölu Fataskápur með tveimur renni- hurðum í barnaherbergi, verð kr. 2.000, frekar stórt litsjónvarp, verð kr. 10.000, skrifborð (Club 8), verð kr. 4.000, göngugrind, verð kr. 2.000, ruggustóll, verð kr. 3.000, um 40 „Masters” karlar og dýr, verð kr. 3.000. Uppl. í síma21784 eftir kl. 18. Gefins 2 springdýnur í hjónarúm og svefn- bekkur fæst gefins. Uppl. í síma 21885. Til sölu 4 negld snjódekk, 13", 2 á felgum. Uppl. í síma 611762. Vantar gallajakka helst slitinn, en má vera heill. María, sími 18959. Til sölu alls konar húsgögn þ.á m. ísskápur, eldhúsborð, síma- borð, stólar og margt, margt fleira. Uppl. í síma 34931 eftir kl. 18 alla daga. Til sölu tekkhjónarúm, eitt náttborð, 2 stól- ar, borð og lítill skápur. Verð: Til- boð. Uppl. í síma 16457. Til sölu 4 „original” dekk og felgur af Lödu sport. Verð kr. 10.000. Uppl. í síma 25010. Til sölu eins árs gamalt kvenhjól og 10 gíra Peugeot hjól. Unnur eða Óttar, simi 21339. íbúð óskast Ung stúlka óskar eftir litilli íbúð eða herbergi með góðri aðstöðu. Ör- uggum mánaðargreiðslum heitið. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma 74212 e. kl. 19. Ódýrar bókahillur óskast Óska eftir að kaupa litlar, ódýrar bókahillur í unglingaherbergi, helst hvítar eða sem má mála. Vinsam- legast hringið í síma 681331 á skrif- stofutíma (Olga) eða í síma 36718 á kvöldin (Sara). Óska eftir innihurð ca. 70x2, sléttri (ekki fulningahurö). Uppl. í síma 76805. Óska eftir húshjálp hálfan daginn. Uppl. í síma 33063. Til sölu Lada 1300 árg. '87, ekinn 30.000 km. Góður bíll. Verð eftirsamkomulagi. Uppl. í síma 84006. Yfirstærðir Notuð og ný föt í yfirstærðum til sölu á sanngjörnu verði. Uppl. í síma 19131 í kvöld. Glimákra vefstóll til sölu. Uppl. í síma 26538 og 13297. Til sölu blár Klippan svefnsófi, 4 mán. Selst á hálfvirði. Uppl. í síma 36982. Einstæð móðir Ég er einstæð móðir með 2 börn (MS sjúklingur). Mig vantar allt til heimilis, tæki, húsgögn og flest annað til heimilisnota. Uppl. á skrifstofutíma í síma 681310. Nýjung frá Banana Boat Sólbrúnkufestir fyrir Ijósaböð. E- vítamíngel, græðir exem, psoriasis, ör. Hárnæringarúði, upplitar, lýsir. Græðandi varasalvi. Aloe Vera gel úr töfrajurtinni sem inniheldur yfir 50 ví- tamín og steinefni. Heilsuval, Lauga- vegi 92 (Stjörnubíóplaninu), póstkröfusími 626275, 11275. Hödd, Barónstíg, Árbæjar-, Borgar- og Garðsapótek, Baulan, Borgarfirði, Stúdíó Dan, ísafirði, Ferska, Sauðár- króki, Hlíðarsól, Sigríður Hannes- dóttir, Ólafsfirði, Heilsuhornið, Akur- eyri, Snyrtist. Hilma, Húsavík, Bláa lónið, Grindav., Heilsubúðin, Hafnar- firði, Bergval, Kópav. Heilsuval er einnig með: Megrun, svæðanudd, vítamíngreiningu, orkumælingu, hár- rækt með leiser, rafmagnsnuddi og „akupunktur”. Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um minjar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- band í síma 91 -52502 á milli kl. 14 og 18 alla daga. Sjóminjasafn fslands. í Kolaportinu geta allir selt nánast hvað sem er. Pantið sölubása í símum 621170 (kl. 16-18) og 687063 (á kvöldin). Útveg- um afgreiðslufólk ef óskað er. Selj- endur notaðra muna fá núna sölu- bása á aðeins kr. 1.500. Kolaportið - alltaf á laugardögum. íbúð óskast Fulloröin hjón vantar 3ja-4ra her- bergja íbúð til leigu, helst í austur- hluta borgarinnar. Upplýsingar í síma 29151 eftir kl. 20.00, Kristín. Reprómaster óskast Notaður reprómaster óskast. Upplýs- ingar í síma 651484. Handband og viðgerðir á nýjum og gömlum bókum. Fagmað- ur. Upplýsingar í síma 23237. Hjartkær eiginmaður minn Guðni Ársælsson Hrísateigi 43 verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 22. september kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar - Guðrún Jóhannesdóttir Stéttarsambandsfundur Búfé og þjóðvegir Eðlilegt að Vegagerð- in girði og haldi við girðingum meðfram þjóðvegum Ásýnd sveitanna hefur afger- andi áhrif á viðhorf þéttbýlisbúa til bændastéttarinnar. Því fagnar fundurinn „Hreinir hreppar” ohg þeim árangri sem þar hefur náðst og hvetur til áframhaldandi starfs. Svo segir í ályktun aðalfundar Stéttarsambands bænda um umhverfismál. Fundurinn taldi og að lausa- ganga búfjár með þjóðvegum og þau slys, sem af henni hljótast, hafi mjög neikvæð áhrif á viðhorf til bænda. Verði að leita allra leiða til að stemma stigu við þeirri hættu og tryggja, að Vegagerð ríkisins girði og haldi við girðing- um meðfram fjölförnustu vegum eða samfelldum svæðum, sem að þeim Iiggja. Sveitarstjórnir eru hvattar til þess að nýta sr heimild laga um takmarkanir á lausagöngu bú- fjár, eftir því, sem við á. Fundur- inn taldi að víðtækt samstarf, bænda, sýslumanna, sveita- stjórna, Vegagerðar ríkisins og þeirra stofnana og félaga, sem vinna að landvernd og skógrækt væri nauðsynlegt til a tryggja skynsamlegt skipulag þessara mála. -mhg Lífeyrissjóður bœnda Uggvæn- legar horfur Brýnt er að endur- skoða lögin um líf- eyrissjóðinn Staða Lífeyrissjóðs bænda er slæm og fer versnandi. Koma þar til áhrif samdráttar í búvöru- framleiðslunni. Þeim fer sí- fækkandi, sem greiða í sjóðinn, en hinum fjölgar með hverju ári, sem eiga rétt á greiðslum úr hon- um. Ákvæði annars kafla laga um Lífeyrissjóð bænda falla úr gildi um næstu áramót, en þau eru byggð á hliðstæðum forsendum og lífeyrisréttindi aldraðra laun- þega í stéttarfélögum. Við gerð kjarasamninga í vor lýsti ríkisstjórnin yfir, við fulltrúa launþega, að hún myndi beita sér fyrir framlengingu laga um eftir- laun til aldraðra launþega innan ASÍ. Með hliðsjón af þeirri yfir- lýsingu og því, að lagasetning um annan kafla Lífeyrissjóðs bænda hefur ætíð tengst þeim lögum, telur Stéttarsambandið brýnt, að ákvæði um annan kaflann verði einnig framlengd. Brýnt er og að lögin verði endurskoðuð með hliðsjón af þeirri niðurstöðu, sem verða kann hjá stjórnvöldum um líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn, verði sú hugmynd að veruleika. Þá verði athugað hvernig unnt sé að tengja starfsemi sjóðsins öðrum stofnunum landbúnaðar- ins með hagræðingu í huga. Fól fundurinn stjórn Stéttarsam- bandsins að skipa þriggja manna starfshóp til að athuga málið og gera tillögur um lausn þess í sam- ráði við stjórn Lífeyrissjóðs ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýdubandalagið á Selfossi og nágrenni Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 23. september kl. 10 árdegis að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á landsfund. 4. Önnur mál. Stjórnln Alþýðubandalagið I Kópavogi Haustferð í Þórsmörk 30. september 1989 Laugardaginn 30. september fer ABK haustlitaferð í Þórsmörk. Farið verð- ur frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður um Ölfus, Flóa, Holt, Rangárvelli og Landeyjar allt austur yfir Markarfljót undir Eyjafjöllum. Þaðan er farinn 25 kílómetra langur vegarslóði inn í Þórsmörk. Gist verður í skála Ferðafélags íslands í Langadal. Gengið verður á Valahnúk að venju og þeir sprækari fara fram í hella og heim um Húsadal. Þeir sem skemmra ganga skoða nágrenni skálans sem er víða skógi vaxið með skjólgóðum lautum. Um kvöldið sitja menn saman og gera sér gaman. Á sunnudag verður skoðað Slyppugil og þeir göngusnörpu skreppa upp í Tindfjöll á Þórsmörk. Haldið verður heim á leið klukkan 14 og komið við í Básum og i Merkurkeri. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnu- dagsins. Athugið að þátttaka er öllum velkominl! Tilkynnið þátttöku í höfuðstöðvar flokksins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði ABH verður haldinn í Skála- num, Strandgötu 41, fimmtudaginn 21. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Starfið í vet.ur Undirbúningur fyrir kosningaár. Útgáfumal og fleira. 2. Bæjarmálin og helstu framkvæmdir. Fyrirliggjandi afgreiðslumál á næsta bæjarstjórnarfundi. Magnús Jón Árnason bæjarmálafulltrúi reifar málin. Félagar og þá sérstaklega allt nefndarfólk ABH er hvatt til aö mæta á fundinn. Formaður Alþýðubandlagið Hafnarfirði PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Forval Póst- og símamálastofnunin hyggst láta leggja Ijósleiöarastreng frá Akureyri um Húsavík, Pórshöfn, Vopnafjörö til Egilsstaða, um þaö bil 350 km. Verkið felur í sér lögn á strengnum ásamt frágangi og á því aö vera lokið í septemb- er 1990. Óskaö verður eftir tilboðum í verkið í einingum, milli 100 og 150 km langar, þannig að hægt veröi að semja við einn verktaka um eina eða fleiri einingar. Til verksins þarf sérhæfðan bún- að (plóg, kapalvagn o.s.frv.). Nánari upplýsing- ar um framkvæmdirnar veita Páll Jónsson og Jóhann Örn Guðmundsson í síma 91-26000. Þeir sem óska eftir að gera tilboð í fyrrgreind verk sendi upplýsingar um vinnuvélakost sinn og fyrri verk til Póst- og símamálastofnunar, Tæknideild, Landsímahúsinu, 150 Reykjavík, merkt: Forval Ljósleiðaralögn 1990, fyrir 1. okt- óber n.k. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.