Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Eglægi öld ur í SÍS-málunum Ég, Skaöi, man þá tíö aö Framsókn og SÍS voru helstu óvinir okkar Sjálfstæðismanna. Það var mjög skemmtilegur tími með pústrum og kjaftshöggum við kirkjur og danshús og öðrum heiðarlegum pólitísk- um ástríðum. Þá hefðu menn fyrr étið ömmu sína en kaupa kex hjá vitlausum aðila: sjálfur var ég einu sinni flengdur til blóðs fyrir að kaupa pund af sykri í Kaupfélaginu (það var styttra að hlaupa þangað en til Þorsteins kaupmanns). Og það var föðurbróðir minn hann Gísli út- gerðarmaður, sem mælti þessi fleygu orð þegar stungið var upp á því við hann aö hann keypti sambandsbensín úr Essótanki: Nei, þá ek ég heldur bensínlaus! Nú eru allir góðir siðir af lagðir, eins og menn vita, og varla að menn blaki auga þótt einhver segist vera ofbeldisanarkisti sem ætlar að hleypa út hænsnum og minkum - hvað þá meir. Því kom það mér nokkuð á óvart, þegar ég hitti hann Garra á Tímanum í bænum í gær, að hann gekk fram hjá mér snúðugt og tók ekki undir kveðju mína og höfum við þó dreypt á sömu pyttlu á hestaþingi og soleiðis. Andskoti ertu fúll, Garri, sagði ég. Maður er ekkert að kankast á við Sjálfstæðislúsablesa þessa dag- ana, sagði hann kalt og ákveðið. Hvernig stendur á því? spurði ég sisona. Hvernig stendur á því? hváði Garri. Ertu út úr kú? Hefurðu verið laminn í hausinn? Hvað gengur á? spurði ég sárasaklaus eins og fjallalamb fyrir slátrun. Það gengur það á, að þið íhaldsmenn viljið slátra SÍS. Æ þú meinar það, sagði ég. Nú hvað, þú getur ekki ætlast til þess að allir séu sáttir við að Landsbankinn reddi SÍS frænda svona líka rausnarlega án þess að nokkur æmti né skræmti. Þið hafið aldrei litið samvinnuhreyfinguna réttu auga, sagði Garri. Þið hafið blimskakkað á hana glyrnum haturs og heiftar frá upphafi vega. Þið vilduð svelta þingeysku frumkvöðlana í hel eins og Bretar Búana í Afríku. Þið báruð það út að Jónas frá Hriflu væri Ijótur og dópisti og snargeggjaður. Þið sögðuð að Vilhjálmur Þór væri stór- svindlari með vinnukonuútsvar... Nei, hvaða vitleysa, sagði ég, það voru kommarnir, maður, sem aldrei gátu séð hann Villa greyið í friði. Kommar eða íhald, mig gildir það einu, sagði Garri, þetta eru allt saman erlendar öfgastefnur sem vilja kveða niður þá íslensku hugsun sem samvinnustefnan er. Jæja góði, sagði ég. Eg er enginn góði þinn, sagði Garri. Ég les Morgunblaðið þitt og þar er það boðað að koma skuli í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Sam- vinnubankann. Þar er með rósaflúri hvatt til þess að Samvinnuhreyf- ingin verði sett á hausinn. Ekkert er athugavert við að Sambandið verði gjaldþrota, stendur þar skýrum stöfum. Samvinnuhreyfingunni verði útrýmt með pólitískum ráðstöfunum. Þetta er ekkert annað en Auschwitzstefna íhaldsins gegn sínum mótstöðumönnum eins og ég tók skýrt fram í Tímanum mínum á þriðjudaginn. Vér samvinnumenn erum ykkar gyðingar og Þorsteinn Pálsson er ykkar Hitler! Æ láttu ekki svona drengur, sagði ég. Mér þykir gott ef hann Steini Páls er hann sjálfur, hvað þá einhver annar. Og er það ekki hann Sverrir minn Hermansson sem er að redda þessu fyrir ykkur og yfirtaka Samvinnubankann á, tja hvað skal segja - góðu verði. (Ég vildi ekki espa ólukku manninn og talaði því varlega.) Hræsni, fláttskapur og undirferli! æpti Garri. Elsku vinur, sagði ég, Skaði, alræmdur mannasættir. Vfst andar stundum köldu til SÍS í mínum flokki. En vita skaltu að það er eins með okkur og SÍS og valinn og rjúpuna. Þegar Sjálfstæðisfálkinn hefur klófest Sambandsrjúpuna og fer að rífa hana í sig, þá gerist það áður en hann kemur að hjarta hennar að hann man að hann er í rauninni hennar bróðir. Og þá fellir fálkinn tár og iðrast þess sem hann gjörði eða ætlaði að fara að gjöra.. Ég meina að Sambandið verður að vera í sambandi svo efnahagslífiö sé í sam bandi og Seðlabankinn úr sambandi við 2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ í Föstudagur 22. september 1989 ILL MEÐFERÐ Á SÍS BER VOTT UM GRIMMT OG GUÐLAUST HJARTA Morgunblaðið, málgagn Sjálf-. stæðisflokksins, hefur upplýst að meðal ráðamanna flokksins fari fram umræður um að flokkurinn beiti sér fyrir því að samvinnu- hreyfingin verði við fyrsta tæki- færi gerð að ösku í gasofnum íhaldsins. Leiöarí Tímans ÚR ÖSKUNNI í ELDINN Ég hef verið framsóknarmaður síðan í barnæsku. Alltaf kosið flokkinn. Nú er ég búinn að fá nóg. Davíð Oddsson er minn maður. Morgunblaöið ÞÆR GETA ÞÁ GENGIÐ AFTUR Til hvers að setja slík lög (um frjálsan útvarpsrekstur) ef ís- lenskum útvarpsstöðvum er hvorki gert kleift að lifa né deyja? Morgunblaöiö MIKIL ER TRÚ ÞÍN FRÆNDI Þjóðinni þarf að stjórna. Ríkis- stjórn á að stjórna. Alþýöublaðið FLYTJUM NORÐUR! Ekki verður komið í veg fyrir fok- lyktar- og sjónmengun. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar GLÆPIR BORGA SIG EKKI Hælbrotinn þjófur með hangi- læri. Fyrírsögn í Morgunblaóinu LENGI ER VON Á EINUM Þess má að lokum geta að Shelley (Winters leikkona) segir reyndar líka frá nokkrum sjarmörum, sem hún svaf ekki hjá. Pressan ÞAÐ BJARGAST EKKI NEITT... Hættulegast er að veikjast þar sem margir læknar eru saman komnir. Sjúkdómapistill Pressunnar HVAÐ UM FOLANA? Rauðsokkur munu ekki verða hrifnar af þessari kvikmynd, en stúlkurnar sem leika í henni gera það af innlifun og eru jafnfrjáls- legar og ungar merar. Kynningarbæklingur frá Stöð tvö TÍMINN ER PENINGUR Fyrir skömmu ætlaði Svavar að kaupa sig inn í auglýsinga- og kvikmyndagerðarfyrirtæki í borginni. Þegar til kom reyndist framlagið ekki vera beinharðir peningar heldur auglýsingatími á Stöð 2. Pressan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.