Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 3
Um ERRÓ— frá ERRÓ Þá er ERRÓ kominn heim. 2000 ERRÓAR öllum að óvörum ofan í algjört plássleysi listarinnar á íslandi. Heilt Erró-scape í gjöf handa forviða Reykvíkingum (og öðrum landsmönnum) sem vita upp á sig ræktarleysið og áhuga- leysið gagnvart heimsfrægum og margverðlaunuðum listamannin- um. Gjöfin spannar allan feril listamannsins, allt frá æsku- verkum, teikningum og frum- skissum til fullgerðra heims- frægra málverka, ...auk ýmissa muna og bréfa sem sýna okkur hvað listamaðurinn hefur verið að hugsa, hvert han hefur verið að fara eða hvað hann hefur ver- ið að dreyma... Og meðan þjóðin situr og er að ná sér eftir óverðskuldaðan heiður, er ástsælasti listamaður hennar farinn austur í réttir með erlendum vinum sínum, - bros- andi út í annað... Síðan, að lokn- um rúningum og réttum, ætlar hann aftur út til sinna heima. Hann ætlar sem sagt ekki, - þræl-aðspurður af íslenskum fréttamönnum, að segja heiðurs- plássi sínu lausu í nafla heims- listarinnar, og eyða kyrrlátu ævi- kvöldi í þessu indæla þjóðfélagi okkar. Listamaðurinn kann ágætlega við sig þar sem hann býr, þökk fyrir, fínir restaurantar í París og gott og glaðlegt fólk í Tælandi. Síðan um síðustu helgi eru Reykvíkingar (og aðrir lands- menn) vöknuðu upp við það að á forsíðum dagblaðanna voru eng- ar dínamíttúbur, engin stríð, eng- in gjaldþrot, engir fellibyljir... heldur var verið að fjalla um list og notað til þess stórt letur, - þá hafa menn talað um list á íslandi. í heita pottinum í Sundhöllinni, að bíða eftir strætó, í vinnunni, í bankanum. Fyrirvaralaust, mitt í öllum barningnum er þessi þung- lynda, úrkula þjóð, sem ýmsir héldu að væri nú fokið í flest skjól fyrir, farin að ræða um list. Að vísu tala sumir um list í fram- reiknuðum tölum og tengja er- lendu gengi, en engu að síður eru tölurnar listtengdar. Sumir tala um tveggja milljarða virði list, aðrir segja hana (listina) miklu meira virði í sýningarsölum vest- an hafs. Einni lítilli leiðréttingu vildi ég samt koma á framfæri til félaga minna í heita pottinum frá því núna í vikunni. Nefnilega þá að sýning sú sem nú stendur yfif á verkum ERRÓS í vestursal Kjar- valsstaða, er ekki fyrrnefnd „þjóðargjöf’ listamannsins til Reykjavíkurborgar, heldur persónuleg haustsýning og sölu- sýning listamannsins á 107 verk- um. Þá voru það heldur ekki hin 2000 gjafaverk sem seldust upp á augabragði við opnunina, fyrir tvo milljarða króna. Þau eru ekki til sölu. Á sýningunni á Kjarvals- stöðum, sem hefur þegar slegið öll aðsóknarmet, eru 107 olíu- málverk, auk gullfallegs verks sem Erró hefur málað fyrir borgarleikhúsið. Þar af 79 smá- myndir (33x46 sm), gerðar árin 1986 og 1987 og um 30 stærri verk (þó ekki risastór yei;k og ekki myndraðir) unnin á árunum 1980-1988. Eins og fyrri daginn er hér um að ræða verk sem sett eru saman úr brotabrotum af myndheimi nútímamannsins. Ýmis stef úr eldri verkum koma fyrir aftur og aftur í nýjum og nýjum sam- héngjum. (Menn eru farnir „að kannast við sig). Þarna eru brot úr heimsþekktum málverkum listasögunnar í myndrænni harm- oníu við fígúrur teiknimynda- sagnanna eða auglýsingamyndir. Ptóiaðu Græðandi varasalvi Heilsuval. Laugavegi 92. S: 626275 oj! 11275 öfugt við það sem ýmsir halda, þá „hermir” listamaðurinn þó aldrei eftir hinu upprunalega listaverki þar sem það hangir í unaðslegum upprunaleik sínum í Louvre eða einhverju öðru heimsþekktu safninu, heldur er það margútjöskuð eftirprentunin í flatneskju sinni og efnisleysi sem listamaðurinn hefur áhuga á að setja í verk sín. M.ö.o. lista- maðurinn afbakar vísvitandi „heimild” sína í samræmi við markmið sín. Kaosin, glundroðinn og skipu- lagsleysið í „samhrúgunni” sem virðist við fyrstu sýn mæta þeim sem gengur í salinn er við nánari athugun vandlega skipulögð og úthugsuð myndsýn (og heims- sýn). Hins vegar er ekkert óeðlilegt við það að fólki finnist það vera á valdi hinnar algeru ringulreiðar, hversu vandlega samansett hún er, draumsins (eða martraðar- innar eftir atvikum) og telji sig vera að tapa áttum. Reyni því að halda dauðahaldi í veruleikalín- una sína, missa ekki samhengis- þráðinn og lenda í hringiðu hinna fjöldamörgu og ólíku „tíma og rýma” salarins. „í athöfninni að mála,” segir Erró, „felst ákveðin ævintýraþrá; í aflestri myndmálsins leit að stöðugleika... Fyrir mig er mál- verkið eins konar ferðalag gegn- um form, rými og stíla...” Heimur okkar er fullur af myndum. Andstæðum, mót- sagnakenndum myndum sem streyma alls staðar að okkur. í miklu magni. Heimur okkar er líka barmafullur af upplýsingum. Og hraða. Og sérfræðingum sem flokka (í skúffur). Erró safnar myndum. Hefur safnað myndum héðan og þaðan af jarðarkringlunniía.m.k. 40 ár. Raðar þeim svo saman, hrúgar stundum saman og setur á svið út frá andstæðum og spennu. Menn geta auðvitáð skoðað verk (endurmetins) Errós eins og þeim hentar. Eins og bíómynd, vfdeóspólu, eða teiknimynda- sögu ef þeim býður svo. Það er allavega engin þörf á að þekkja „Ferðalag gegnum form, _ rýmiogstíla.” listasöguna eða uppruna allra myndbrotanna og skírskotana listamannsins til neyslu - og fjöl- miðlaheims okkar, til að geta heimsótt sýningar hans. Hins vegar er því nú svo komið að margir þekkja heimslistasög- una nær eingöngu í gegnum brot af henni í verkum Errós. Aftur-á- bak, ef svo má segja. Koma svo í erlent safn og sjá kannski Tyrk- neska baðhúsið eftir franska málarann Ingres og segja: „Nei sko,... þarnaer myndin sem Erró málaði”. Hugsanlegt er að þarna sé kominn vísir að séríslenskri listsöguskoðun, sem gæti svo breiðst út með tíð og tíma. „Þó svo að frummerking myndanna sé skýr í huga lista- mannsins og að samsetningamar hafi sína innri rökhyggju, eru túlkunarmöguleikum áhorfand- ans lítil takmörk sett. í raun er lestur viðkomandi myndverka ekki síst háður þekkingu, menn- ingu og andagift áhorfandans... ”. (Ur grein Gunnars Kvaran í sýningarskrá). Verkin eru m.ö.o. eins og ein- hver sagði að spænsk krá væri; maður æti það sem maður kæmi með með sér. Þeir sem halda að Erró hafi ekkert að segja um listina, eða að lífsnautnamaðurinn Erró kjósi eingöngu að ræða um matar- gerðarlist, ættu að lesa persónu- legar vangaveltur hans um list og stíl sem Gunnar Kvaran hefur tekið saman, í sýningarskránni. Þar veltir listamaðurinn m.a. fyrir sér hvort stfll sinn „ákvarðist af upphleðslu mynda og mót- sagnakenndri samsetningu”, eins og margir vilji gefa í skyn. Og segir svo: „Ef ég færi að skil- greina innra gangverk málverka minna er ég hræddur um að þau glötuðu öllum sínum leyndar- dómum fyrir mér. Ef maður er á annað borð að mála, er það ef- laust vegna þess að maður skynjar dularfull tengsl við sitt eigið tjáningarform. Þannig spyr ég mig aldrei ákveðinna spurn- inga, einfaldlega til að viðhalda lönguninni til að mála. Margir halda því samt fram að til sé eiginlegur Erró-stíll; hvort sem ég tileinka mér ítalskt barokk eða kalda fagurfræði 20. aldarinnar, þá einkennist myndir mínar af minni skrift, mínu myndmáli.” Nújþegar 2000 samastaðslausir ERRÓAR hafa verið settir inn á fjárveitingardrög borgarinnar fýrir þarnæsta ár, þá hefur ýms- um þótt brýnt að reyna að finna ERRÓ sjálfum samastað í ís- lenskri listarsöguhefð, tengja hann eldri meisturum... Fáum blandast hugur um að myndir hans séu ekki beinlínis sprottnar upp undan Esjunni og að þar sé heldur ekki beinlínis að finna neinar sjálfsævisögulegar tilvís- anir. Þar sé varla nokkurt íslandstengdara efni heldur en geimfararnir sem einhvern tím- ann eiga að hafa komið til fslands að æfa sig fyrir tunglgönguna... Reyndar hafa Islendingar, a.m.k. fram til þessa dags, átt bágt með að skilja forsendur fyrir frægð Erós í útlandinu. Skýringin á því hve erfiðlega hefur gengið að setja Erró inn í íslenska lista- sögu er að miklu leyti sú að þegar Erró segir skilið við ísland á 6. áratugnum gengur hann beint inn í evrópska (meginlands) listhefð súrrealisma og dadaisma, sem hefur aldrei gætt á íslandi. En nú virðist svo sem menn hafi leyst vandamálið með Erró og stað hans í hinni íslensku list- hefð. Þökk sé ekki ómerkari mál- ara en meistara Kjarval og fram- sýni hans fyrir hálfri öld, þegar hann gaf drengstaula austur á Kirkjubæjarklaustri beyglaðar túpur með kreistu af lit í og búta ,af dúk... Meistari Kjarval vissi sínu viti... P.s. Er nú von til þess að ekki leki fleiri vatnsrör á Korpúlfsstöðum? Auður Ólafsdóttir YEISTUAÐ ÍPLANDS- Nóma Landsbankans er þjónusta sem léttir undir með námsmönnum. VISA-kert, I BANKANUM ER NÁMA afhending skjala vegna LÍN, sveigjanlegri afborganir lána, 100.000 krána fyrirEjIinámsfólk. námsstyrkur og hátt námslokalán er meðal þess sem sækja má í Námuna. tNáman er ný fjármálaþjónusta í Landsbankanum, sérstaklega ætl- uð námsfólki frá 18 ára aldri. Því ekki að hefjast handa nú þegar og sækja í námu Landsbankans. Með því að skapa þér gott orð í Landsbankanum - þó í litlu sé, leggurðu grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. Allar nánari upplýsing- ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Yið bjóðum námsfólk velkomið. Nýttu þér námuna. LANPSBANKI í S L A N D S ----L ---- N • Á • M • A • N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.