Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 4
Böðvar Bragason lögreglustjóri er á beininu Harðræði mætt með hagræðingu Að undanförnu hafa boristfréttir um aukinn fjölda af brota og ofbeldis ýmiskonar á götum borgarinnar. Þær hafa beint kastljósinu að störfum lögreglunnar og hvað hún hef ur á prjónum til að stemma stigu við þessari þróun. Er þarna kannski verið að mála skrattann á veginn til að þrýsta á yfirstjórn peningamála til að láta af hendi aukið fjármagn til löggæslunnar? Þeirri spurningu og fjölmörgum öðrum er varða störf lögreglunnar svarar Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavíká Beininu í dag. & Eru þessar fréttir um aukið of- beldi og afbrot í Reykjavík raun- verulegar fréttir eða liður í kjara- baráttu lögreglunnar? - Ég held umræðan um þessar upplýsingar sem fram hafa komið sé liður í starfi okkar að miðia upplýsingum um ástandið í borg- inni til almennings. Kjarabarátta Iögreglumanna er síðan sérmál eins og kjarabarátta allra annarra í landinu. Þú vilt ekki meina að þarna sé verið að mála skrattann á vegginn til að fá aukið fjármagn frá hinu opinbera til löggæslumála? - Nei, ég lít svo á og reyndar eru þessar upplýsingar unnar af yfirstjórn lögreglunnar í því skyni að upplýsa og uppfræða almenn- ing og stjórnvöld og ekki í neinum öðrum tilgangi. Hvaða áform hefur lögreglan á • prjónunum til að stemma stigu við þessari þróun? - Lögreglan hefur engin sér- stök áform um breytingar á starfsaðferðum. Hins vegar er mér engin launung á því að ég hef í fjárlagatillögum mínum fyrir árið 1990 sagt að ég þyrfti að fá minnst 23 ný stöðugildi til að geta sinnt Iöggæslu í borginni með sæmilegum hætti. En eins og vit- að er nær löggæslusvæði Reykja- víkurlögreglunnar alla leið uppí Hvalfjörð. Hefur þú einhverja von um að fá heimild fyrir þessum stöðugild- um? - Ég vonast til þess að þeir sem halda um pyngjuna taki þeim rökum sem ég hef borið fram. Hvaða rök eru það? - Þau eru varðandi umferð- armálin sem eru mjög alvarlegur málaflokkur og ofarlega á verkef- nalistanum. Þar hef ég fært rök að því og nefnt þróun mannafla í umferðardeild seinni árin að 11 manna aukning í þeirri deild væri viðunandi. Lögreglumenn halda því fram að forvarnarstarfi lögreglunnar sé ekki sinnt sem skyldi sökum manneklu. Er það svo? - Forvarnarstarfið á íslandi er alveg nýtt starf. Nýtt í þeim bún- ingi sem það er í dag. Forvamar- starfi var sinnt hér á árum áður í formi afbrotavarna. Fyrirtæki og einstaklingar fengu upplýsingar um það hvernig þau gætu hagað sér. Það sem við erum að tala um núna er það að reyna að fram- kvæma á íslandi eitthvað af því sem menn í mörg ár eru búnir að framkvæma til dæmis á Norður- löndunum í forvörnum. Við erum farnir af stað í þessum efn- um, viijum auka starfsemina og ég hef beðið um tvær nýjar stöður í forvarnardeild beint af þessum sökum. Síðan geri ég mér vonir um að það verði hægt að tengja eftirlitið með veitinga- og vín- veitingahúsum forvarnarstarf- inu. Auka þar í vissum skilningi forvarnir í landinu. Því ekki virð- ist nú af veita varðandi veitinga- hús. Hvernig er háttað samstarfi lögreglunnar við aðra aðila svo sem borgaryfirvöld og félags- málastofnanir í forvarnarstarf- inu? - Ég geri mér vonir um að við séum á réttri leið þar. Við höfum í gangi samstarfsnefnd við kjörna fulltrúa í borgarstjórn og starfs- menn borgarinnar og við höfum komið á í gegnum hina nýju for- varnardeild því sem ég vil kalla gott samstarf við þá sem vinna að félagsmálum í Reykjavík. Þannig að samskipti lögregl- unnar við þessa aðila hafa að þínu mati verið á jákvæðu nótunum? - Þau hafa verið það eftir því sem ég veit. Ég leyfi mér að nefna nýjasta átakið okkar í þessum efnum sem var opnun úthverfa- stöðvar í Breiðholti. Þar komu starfsmenn félagsmáladeildar mjög inní það mál ásamt fjöl- mörgum öðrum. Ég tel þessa starfsemi okkar í Breiðholtinu vera mjög merkan áfanga í lög- gæslustarfinu í borginni og von- andi vísir að því sem við kunnum að gera í framtíðinni. Hefur lögreglan skýringu á or- sökum þess að fjöldi afbrota og ofbeldis hefur farið vaxandi í borginni og hver er þáttur félags- legra og efnahagslegra aðstæðna í þessum efnum? - Það er ekki lítið spurt. Það er náttúrlega enginn vafi á því að þetta munstur tekur breytingum eins og allt annað í lífi fólks. Það þarf ekki að telja upp fyrir okkur hér allar þær breytingar á þjóðfé- laginu sem verða á hverju einasta ári. Ég tek bara fjölmiðlabylting- una síðustu. Haldið þið að hún hafi ekki haft einhver áhrif á hegðunarmunstur? Guð hjálpi okkur. Þannig að við erum kann- ski að horfa á það sem er eðli- legur vöxtur og verkir í hverju þjóðfélagi. Ég er ekki viss um að það hafi orðið einhverjar stökk- breytingar sem kallað er í þessum efnum á seinni árum. Við höfum tilhneigingu til þess að láta svo- lítið leiðast af umræðunni. Það megum við ekki gera. Við verð- um að reyna að láta leiðast af réttum upplýsingum um fjölda afbrota og svo framvegis. Það sem við höfum af slíku bendir ekki til stökkbreytinga. Er einhver sérstakur þáttur í þessum efnum sem er þér meira áhyggjuefni en aðrir? - Eg get ekki gert svona í fljótu bragði gert upp á milli. Maður hefur almennar áhyggjur af þess- ari þróun en ég treysti mér ekki á þessari stundu til að taka neinn einn málaflokk út úr beinlínis í þessu efni. Hvaða áhrif hefur bjórinn haft á störf lögreglunnar? Merkir hún einhverjar breytingar á hegðun- armunstri fólks frá því sem áður var? - Það er misjafnt hverju menn svara. Sumir telja sig hafa orðið vara við breytingar í betri átt og aðrir ekki. Ég vil ekki kveða upp neinn úrskurð um það. Ég veit bara að áfengismagnið hefur aukist og ég hef fram að þessu talið að aukning á neyslu áfengis væri nú ekki til þess að bæta hegðun manna. Hafa fleiri verið teknir grunað- ir um ölvun við akstur eftir til- komu bjórsins? - Nei. Égheld að þettasé mjög svipað hlutfall og verið hefur. En það segir kannski ekki alla sög- una. Löggæslan eða þungi eftir- litsins hefur náttúrlega áhrif þarna og það er staðreynd að við höfum orðið að draga saman starfsemi á ýmsum sviðum og þar á meðal í umferðareftirliti. Það er engin launung að við höfum orð- ið fyrir skerðingu á því vinnu- framlagi sem við getum haft til eftirlits á síðustu tveimur árum. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að það sé svo komið að það verði ekki lengra gengið í niðurskurð- arátt og þess vegna hef ég lagt það til að við snúum til baka og að á næsta ári fái ég aukningu um tuttugu og þrjá starfskrafta. Ég styð þetta líka með rökum að við bættum við okkur nágranna- byggðum hér án þess að fá sam- svarandi aukningu í stöðugildum. Er það ekki rétt að lögreglan hefur fengið lækni til starfa í að- allögreglustöðinni um helgar til að taka blóðsýni úr ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun við akstur? - Jú, við höfum sem betur fer reynt að mæta þessu harðræði með hagræðingu og eitt af því er að hafa lækni hér til staðar sem flýtir fyrir allri afgreiðslu þessara mála. Menn þurftu áður fyrr að bíða uppá slysavarðstofu í hálf- tíma, klukkutíma ef ekki lengur. Nú er það fyrir bí og hægt að af- greiða málin hér á skjótan og ör- uggan hátt. Nýlega var birt ný reglugerð um sölu áfengis í veitingahúsum sem tekur gildi 1. október. Hvaða áhrif mun hún hafa á opnunar- tíma þeirra staða sem fyrir eru og þeirra sem ætlunin er að opna á næstunni? - Ég get nú ekki fullkomlega svarað þessu vegna þess að það er í mótun hvernig haldið verður á málum í framhaldi af reglugerð- inni sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt reglu- gerðinni er gert ráð fyrir þrenns- konar viðveruhúsum, það er að segja veitingahúsum, skemmti- stöðum og hótelum. Það er Ijóst að svokölluðum veitingastöðum er ætlað að hafa opnunartíma til klukkan hálftólf virka daga og síðan til eitt um helgar. Skemmtistaðirnir aftur á móti geta sótt um leyfi til þess að hafa opið til klukkan eitt og þrjú og hótelin hafa sama tíma. Það sem gerir öllum aðilum erfitt fyrir í þessu sambandi er að skilgreina hvað er veitingahús og hvað er skemmtistaður. Þetta virðist hafa vafist fyrir mönnum í mjög mörg ár og þrátt fyrir nýja reglugerð er þetta óskilgreint ennþá. Þess vegna hef ég tekið höndum sam- an við borgaryfirvöld um að við reynum að komast að niðurstöðu í þessum efnum, helst fyrir 1. okt- óber. Undir hvað flokkast krárnar (pöbbar)? - Þarna kemurðu að kjarna málsins. Deilan stendur um það að mínu viti hvort ölkrámar eigi að teljast til veitingahúsa eða skemmtistaða. Það er augljóst að þeir vilja telja sig til skemmtistaða því það gefur þeim lengri opnunartíma. Hefur lögreglan orðið vör við merkjanlegar breytingar á neyslu fikniefna hvað varðar tegundir þeirra og/eða aldurshópa? - Þróun fíkniefnamála á ís- landi fylgir nokkuð því sem gerist annars staðar í veröldinni. Við erum má segja nokkrum árum kannski á eftir nágrannaþjóðum okkar í þessu en kannski ekki. En munstrið er það sama og það er að verða merkjanleg breyting núna í þá veru að kókaínið er að koma hingað eftir að hafa flætt yfir Bandaríkin og er núna að nema land suður í Evrópu og hér norðar í álfunni. Varðandi ald- urshópana vil ég ekki fullyrða neitt í því efni. Ég held að því miður sé þetta svo að það sé ekki um neina aðra þróun að ræða hér en annars staðar þar sem um er að ræða hæga og bítandi þróun og aukningu. Er flkniefnalögreglan nægilega í stakk búin til að mæta þessari holskeflu kókaíns? - Það er mjög erfitt að svara þessu og tengist í raun og veru spurningunni um það hvenær menn hafa næga löggæslu. Ég ef- ast um að nokkur þjóð hafi getað svarað þessu og við getum það ekki heldur. Ég held að það svar sem hægt er að gefa sé það að hlutfallslega stöndum við sæmi- lega miðað við nágrannaþjóðir okkar. Hver er hlutur kvenna í lög- regluliði borgarinnar í dag? - Ég hef ekki nákvæmar tölur en ég gæti ímyndað mér að þær væru um tuttugu. Við höfum haft ágæta reynslu af störfum kvenna í lögreglunni og ekkert nema mjög gott að segja um framlag þeirra. Eru konur að sækja I sig veðrið innan lögreglunnar? - Já, mér sýnist kvenfólk vera að því eins og reyndar allsstaðar í þjóðfélaginu og það er af hinu góða. Karlpeningurinn hefur svo sannarlega setið á hlut kvenna frá upphafi vega. Að lokum Böðvar. Er það van- þakklátt starf að vera lögreglu- stjóri I Reykjavík? - Þessu get ég ekki svarað al- mennt en ég skal svara fyrir sjálf- an mig. Ég væri ekki í þessu starfi nema af því ég hef áhuga á að sinna því sæmilega. Auðvitað verð ég fyrir aðfinnslum eins og allir þeir sem sitja í umdeildum störfum eða í störfum sem kunna að vera umdeild. Ég mundi kunna því illa og halda að eitthvað væri að ef einhverjir fyndu ekki að mínum störfum. -grh 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.