Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 5
rncn th aí'1 cfd tnrrro I VAl X AJ XArXVJ OJI JVE/ X X XIX: Herinn Gróðalind SÍS r og Ihalds Ólafur Ragnar Grímsson: Kemur vel til greina að kaupa Regin og eignast meirihluta í íslenskum aðalverktökum Eg vil bara endurtaka það sem ég hef áður sagt, að mér finnst það vel koma til greina að ríkið eignist meirihluta í íslenskum að- alverktökum, sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra um það hvort Ríkissjóður hyggð- ist kaupa Regin, dótturfyrirtæki Sambandsins. - Mér finnst mjög óeðlilegt að nokkrar fjölskyldur úr innsta hring Sjáfstæðisflokksins noti ásamt Sambandinu herinn sem gróðalind. í gegnum tíðina hefur Sambandið ásamt aðeins örfáum aðilum í Sjálfstæðisflokknum sópað til sín gífurlegum fjárhæð- um í viðskiptum sínum við her- inn. Þetta er auðvitað mjög óeðli- legt ástand, sagði Ólafur Ragnar. Umræða um kaupin á Regni komu upp í kjölfar sölunnar á Samvinnubankanum og bágbor- innar skuldastöðu Sambandsins. Ólíklegt er talið að Ríkissjóður komi Sambandinu til hjálpar nema með því að kaupa dóttur- fyrirtæki þess og þykir Reginn þá hvað fýsilegasti kosturinn. -þóm Tómstundaskólinn Sturlunga og glæpamyndir Við sitjum hér sveittar við að innrita nýja nemendur, sagði Vilborg Harðardóttir skólastjóri Tómstundaskólans, en skólinn er að hefja vetrarstarfið í næstu viku. Meðal nýjunga sem boðið er upp á er Niðurlag Sturlunga þar sem Indriði G. Þorsteinsson kennir og Að rata um peninga- frumskóginn. Undanfarin ár hefur Tóm- stundaskólinn boðið upp á um- fjöllun um íslendingasögur og hafa námskeiðin endað með ferð um söguslóðir. Námskeiðið hjá Indriða verður með sama móti og fjallar hann þar um hnignun Sturlunga, bardagana og annað af því tagi. Segja má að nokkur skyldleiki sé með námskeiði Indriða og öðru sem Viðar Víkingsson verð- ur með en það nefnist Gullöld glæpamyndanna - frásagnar- tækni og heimssýn. Hagnýt námskeið njóta ávallt mikilla vinsælda og í vetur verður boðið upp á tvö ný af þeirri gerð- inni. Annað nefnist Að rata um peningafrumskóginn sem Friðrik' Halldórsson stýrir. „Það er ætlað öllum þeim sem ekki skilja fjár- málasíðu Morgunblaðsins," sagði Vilborg. Hitt nefnist Fars- eðlaútgáfa og fargjaldaútreikn- ingur, en þar leiðbeinir Ingibjörg Sverrisdóttir. Að sjálfsögðu býður skólinn upp á fjölmörg önnur námskeið sem verið hafa áður á dagskrá. -ÞH Fundur Hvor segir satt? Þeir Þorsteinn Pálsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa eldað grátt silfur saman að und- anförnu vegna fyrirætlana þess síðarnefnda um að skattleggja fjármagnstekjur. Nú gefst tæki- færi til að hlýða á þá saman á fundi sem Samtök sparifjár- eigenda efna til á sunnudaginn. í frétt frá félaginu segir að markmiðið með fundinum sé að fá sjónarmið stjórnmálamanna á skattlagningu fjármagnstekna og leyfa sparifjáreigendum að koma með fyrirspurnir. Fundurinn hefst kl. 14 í Súlna- sal Hótel Sögu með stuttum framsöguerindum en kl. 14.40 hefjast hringborðsumræður undir stjórn Ingva Hrafns Jóns- sonar þar sem þátttakendur auk þeirra Ólafs og Þorsteins verða Jón Sæmundur Sigurjónsson frá Alþýðuflokki, Steingrímur Her- mannsson frá Framsóknarflokki og Þórhildur Þorleifsdóttir frá Kvennalista. -ÞH Stjórn íslenskra bókaútgefenda. Mynd Kristinn íslensk bókmenntaverðlaun Miljón króna verðlaun ið hefðuð varla getað fundið betri afmælisgjöf til okkar sem lesum bækurnar, sagði Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra á blaðamannafundi, þegar stjórn Félags íslenskra bókaútge- fenda tilkynnti stofnun „íslensku bókmenntaverðlaunanna“, sem forseti íslands afhendir. Eru þessi verðlaun, sem nema einni miljón króna og verða veitt í fyrsta skipti 15. janúar næstkomandi, stofnuð í tilefni þess að Félag íslenskra bókaútgefenda á hundrað ára af- mæli á þessu ári. Jón Karlsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, skýrði frá tilhögun þessara verðlauna. Verða þau jafnan veitt í árslok fyrir frumsamið íslenskt rit af hvaða tagi sem er, sem komið hefur út á árinu. Hver sá sem gef- ur út bækur á þess kost að til- nefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita og skal hann greiða tilnefningar- gjald til verðlaunasjóðsins fyrir hverja bók, en það verður 30 000 kr. á þessu ári. Eiga þessi framlög að verða stofn verðlauna hverju sinni. Fyrir 1. september ár hvert skal síðan skipuð tíu manna dóm- nefnd, og eiga eftirtaldir aðilar að tilnefna einn fulltrúa hver: Félag íslenskra bókaútgefenda, Rit- höfundasamband íslands, Hag- þenkir, Alþýðusamband íslands, Bandalag háskólamanna, Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja, Sjómannasamband íslands, Bún- aðarfélag íslands, Vinnuveitend- asamband íslands og Embætti forseta íslands. Á þessi nefnd að velja tíu athyglisverðustu bækur ársins úr þeim flokki bóka sem útgefendur hafa tilnefnt, og skal hún hafa Iokið störfum sínum eigi síðar en 5. desember. Þann dag tekur síðan til starfa fimm manna nefnd, sem fulltrúar Félags fslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambands fslands, Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Embættis forseta íslands eiga sæti í. Skal hún útnefna verð- launabókina fyrir 15. janúar. Við tilhögun þessarar verðlauna- veitingar hefur að nokkru verið tekið mið af Finlandia- verðlaununum finnsku. En tekið var fram að kerfinu yrði e.t.v. breytt síðar, eftir því sem reynslan gæfi tilefni til. Heimir Pálsson benti síðan á, að þótt dómnefndir fjölluðu um bækurnar, ætti almenningur einnig kost á því að hafa áhrif á verðlaunaveitinguna, því at- kvæðaseðlum verður dreift í Bókatíðindum FÍB, og fær hann þannig tvö atkvæði á móti fimm atkvæðum dómnefndarmanna. Svavar Gestsson lagði loks áherslu á, að það væri jákvætt að fleiri en opinberir aðilar sæju um verðlaunin. Vonuðust menn til að þessi verðlaun yrðu auglýsing fyrir bækur og ykju umræður. f þetta skipti má búast við því að upp undir fjörutíu bækur verði tií- nefndar til verðlaunanna og tekur fyrsta nefndin til starfa 1. október. e.m.j. Hverra hagsmuna gætir Ragnheiður? Yfirlýsing frá Leó Ingólfssyni Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum að undanförnu hefur kastast í kekki milli Félags íslenskra símamanna og Rafiðn- aðarsambands Islands vegna meintra tilrauna síðarnefndu samtakanna til að tæla til sín fé- lagsmenn þeirra fyrrnefndu. Leiddi þessi deila til þess að ein- um félagsmanna FIS var vikið úr félaginu. Sá brottrekni, Leó Ingólfsson, hefur ekki tjáð sig um málið fyrr en nú að hann sendir frá sér svo- fellda yfirlýsingu: „Ekki nenni ég að eltast við allan vaðalinn úr Ragnhildi Guð- mundsdóttur, formanni Félags ís- lenskra símamanna, eða ruglið um umslög, eyðublöð og frí- merki, sem hún virðist hafa feng- ið á heilann, en snerta auðvitað ekkert kjarna málsins. Hins vegar er það alltaf til leiðinda þegar farið er rangt með einfaldar tölur og mikilvægar staðreyndir dregnar undan. Ég tel því rétt að eftirfarandi komi fram: Fyrir það fyrsta eru símsmiðirnir sem gengið hafa í Rafiðnaðarsamband íslands, ekki 80 talsins heldur 120. í öðru lagi er það alls ekki upp- haf þessa máls, að símsmiðirnir fengu bréf á liðnu sumri eins og Ragnhildur Guðmundsdóttir vill láta fólk halda þótt hún sjálf viti miklu betur. Það rétta er að í júlí í fyrra höfðu nær fjórir tugir sím- smiða skrifað Pósti og síma bréf og óskað flutnings yfir á ráðning- arkjör skv. kjarasamningi Raf- iðnaðarsambands íslands. Þessi bréf urðu svo rúmlega hundrað áður en lauk. í framhaldi af þessu var um miðjan ágúst í fyrra hald- inn fjölmennur fundur símsmiða í FÍS þar sem kosin var fimm manna nefnd til þess að vinna að framgangi málsins. Um þennan fund var Ragnhildi Guðmunds- dóttur fullkunnugt þótt hún vilji bersýnilega helst gleyma honum núna. Að endingu er rétt að rifja það upp, að þegar rafeindavirkjar hjá ríkinu stóðu í sínu stríði hér um árið, þá mættu þeir fullum skiln- ingi, velvilja og jafnvel stuðningi hjá starfsmannafélögum útvarps og sjónvarps. Félag íslenskra símamanna með Ragnhildi Guð- mundsdóttur í broddi fylkingar beitti sér hins vegar af alefli gegn yfirlýstum vilja og hagsmunum rafeindavirkja og gekk þar í lið með samninganefnd ríkisins og forsvarsmönnum Pósts og síma. Þann leik á greinilega að endur- taka núna við símsmiðina. Virðandi fyrir sér Ragnhildi Guðmundsdóttur uppstillta öðru sinni þétt við hlið samninga- nefndar ríkisins og forráðamanna Pósts og síma, er ekki að furða þótt símsmiðir og aðrir rafiðnað- armenn spyrji í forundran „Hverra hagsmuna er konan að gœta???“ Leó Ingólfsson Föstudagur 22. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.