Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR ísraelar í Rómönsku Ameríku Ýmsar ástœður leiddu tilþess að ísrael hefur á undanförnum árum átt drjúganþátt íað efla harðstjórnir Mið-Ameríku með þvíað seljaþeim vopn og þjálfa heri þeirra og leyniþjónustur Gúatemalskir hermenn - þykkja milli Bandaríkjanna og Gúatemala varð til þess að síðarnefnda ríkið útvegaði sér hernaðaraðstoð frá (srael. Isambandi við örvæntinsar- kenndar tilraunir stjórnar Kól- ombíu til að hnekkja veldi eitur- lyfjahringanna þarlendis hafa vakið athygli ásakanir á hendur ísraelskum hernaðarsérfræðing- um, þess efnis að þeir hafi þjálfað einkahersveitir kókaínbarón- anna, jafnvel með vitund ísrael- skra ráðamanna. í framhaldi af því hafa mjög komið til umræðu samskipti Israels og rómansk- amerískra ríkja, einkum miðam- erískra. yfirleitt. Þrír ísraelar hafa öðrum frem- ur verið tilnefndir af þeim, sem sagðir eru hafa stundað þessa iðju í þjónustu kólombísku eiturlyfjahringanna. Þeir eru Yair Klein, undirofursti í ísra- elska varaliðinu, Amatzia Shuáli og Mike Harari. Sá síðastnefndi var lengi framarlega í Mossad, leyniþjónustu ísraels. Þeir Klein og Shuáli eru meðal stjórnenda ísraelsks fyrirtækis að nafni Ha- dashot (Spjótsoddur), sem flytur út hernaðarlega tæknikunnáttu og hernaðarútbúnað af ýmsu tagi. Vitað er að þeir félagar hafa starfað í samráði við ísraelska stjórnarerindreka í Rómönsku Ameríku, og það bendir frekar til þess að ísraelskum stjórnvöldum hafi verið sæmilega kunnugt um athafnir þeirra í þeim heims- hluta. Klein heldur því fram að hann hafi ekki þjálfað aðra Kól- ombíumenn en bændur til sjálfs- varnar gegn skæruliðum. Hann og fleiri ísraelar hafa þjálfað her- sveitir, er beitt hefur verið gegn skæruliðum, í öðrum löndum Vesturálfu, svo að ekki er nema sennilegt að hann hafi byrjað Kólombíuvist sína sem þjálfari hjá stjórnarhernum. Viðskiptin mest við Gúatemala Ut frá því er ekki nema líklegt að Klein hafi komist í kynni við kókaínhringana og gengið í þjón- ustu þeirra, enda ekki ástæða til annars en að ætla að þeir hafi borgað honum vel. Að óöldinni í Kólombíu hafa í mörg ár staðið margir aðilar, sem stundum stríða allir gegn öllum, en gera stundum tveir eða fleiri tíma- og/ eða svæðisbundin bandalög. Nú herjar stjórnarherinn á eiturlyfj- ahringana, en stundum hafa a.m.k. aðilar innan hans verið í bandalagi við þá í hernaði gegn vinstrisinnuðum skæruliðum. í gegnum slík sambönd gæti Klein hafa komist í kynni við kókaín- hringana og ráðist í þjónustu þeirra, er lokið var verkum hans fyrir stjórnarherinn. Mest hafa þó ísraelsk viðskipti af þessu tagi vestanhafs verið við ríki Mið-Ameríku og einkum við Gúatemala, eftir því sem best er vitað. Þessum ríkjum selur ísrael vopn og annað til hernaðar í stór- um stíl og leggur þeim þar að auki til kennara og þjálfara, svo að varningurinn nýtist þeim sem best. Frá því um miðjan s.l. ára- tug hafa ísraelsk umsvif af þessu tagi í Mið-Ameríku verið áber- andi mikil. Líka til kontra Síðan þá hefur ísrael flutt út til Gúatemala meira af vopnum og öðrum hernaðarútbúnaði en nokkurt annað ríki á þessu tíma- bili. M.a. hafa ísraelar á þessu árum selt Gúatemalaher létt, sjálfvirk skotvopn, stríðsflugvél- ar, brynvarða bfla til flutnings AÐ UTAN fótgönguliði, varðbáta, eld- flaugar, léttar kanónur og tölvu- kerfi, er notuð hafa verið með miklum árangri við að snuðra uppi skæruliða, stuðningsmenn þeirra og andófsmenn í borgum. Hondúras, Kostaríka og Salva- dor hafa einnig keypt talsvert af vopnum frá ísrael og notið þaðan hernaðarráðgjafar og sérfræðik- unnáttu við að betrumbæta skipulagið á leyniþjónustustofn- unum sínum. En hvað þessu við- víkur eru Bandaríkin sem kunn- ugt er helsti stuðningsaðili Hond- úras og Salvadors, svo að þar hef- ur minna farið fyrir ísraelum. Það á einnig við um utanaðkom- andi aðstoð við níkaragvönsku kontrana, en einnig þeim kvað Ísrael hafa miðlað vopnum og fleiru, einkum þegar Bandaríkja- þing hefur verið með kontrana á hornum sér og stöðvað til þeirra bandaríska hjálp. Milligöngu- maður í þessum viðskiptum ísra- ela og kontra er sagður hafa verið sá einkar greiðvikni höfðingi Noriega valdsmaður í Panama, væntanlega þá gegn þokkalegum umboðslaunum. Rétt er að taka það fram að best er að umgangast lesningu um þessi umsvif Israels í Rómönsku Ameríku og annarsstaðar með vissri varúð. ísraelar sjálfir reyna að leyna þeim af fremsta megni svo að um þetta er margt á huldu. Á hinn bóginn eru þeir aðilar, sem sjá ísrael og „síonismanrí* á bakvið nándar nærri hvert tré, eins og Bandaríkjamenn Kúbani um langt skeið, ef þeir gera það þá ekki enn. Gyðingahatrið gam- alkunna er ekki utan þess leiks. ísraelsher í miklu áliti Margt hefur stuðlað að því að koma í kring viðskiptum þessum. Her og leyniþjónusta ísraels njóta viðurkenningar sem ein- hverjar snjöllustu stofnanir af þessu tagi í heimi og ísraelskar hernaðarvörur standa vart neinum að baki í gæðum. Vegna þess er ekki nema eðlilegt að sóst sé eftir ísraelskum hertólum og ísraelskum sérfræðingum til að kenna kaupendum á þau, svo og til að þjálfa heri og leyniþjónust- ur. í annan stað hefur efnahagur ísraels lengstum verið að sligast undir gífurlegum herkostnaði og því þykjast fsraelar ekki hafa efni á að hafna viðskiptum, sama hver söluvaran er og kaupendur. í þeim efnum hafa ísraelar þó vart verið óprúttnari en gengur og gerist. Tiltölulega mikil einangrun ís- raels á alþjóðavettvangi gerir og að verkum að það telur sig ekki hafa tök á að vera mjög vant að virðingu sinni er um viðskiptavini er að ræða. Suður-Afríka og Taí- van, sem einnig eru einskonar al- þjóðlegir paríar, eru þannig stór- kaupendur ísraelskra vopna. Ríki þau rómanskamerísk, sem ísraelar skipta mest við í þeirri grein verslunar, hafa ekki heldur sem best orð á sér. * I andstyggilegasta lagi Af þeim hefur einkum Gúate- mala orðið hornreka í alþjóða- samskiptum. Her- og dauða- sveitir þess lands eru í andstyggil- egasta lagi, jafnvel með verra móti á miðamerískan mælik- varða, og hafa að baki líklega enn meiri afköst í manndrápum og pyndingum en hliðstæðar stofn- anir annarra Mið-Ameríkuríkja. Þar er þó í hæsta lagi um stigs- en ekki eðlismun að ræða. En þegar á stjórnarárum Geralds forseta Ford tóku Bandaríkin að draga úr hernaðaraðstoð við Gúate- mala og stöðvuðu hana loks að öllu eða mestu. Um þessa ráða- breytni olli að nokkru - a.m.k. á stjórnarárum Carters - óánægja Bandaríkjamanna með gegndar- DAGUR ÞORLEIFSSON laus hryðjuverk hers og lögreglu Gúatemala. En líka er þess að gæta að Gúatemalamenn líta á sig sem stóra bróðurinn í miðamer- ísku ríkjafjölskyldunni, hafa eftir því meira sjálfsálit en aðrar þjóð- ir þar og brugðust því verr en grannarnir við téðum umkvört- unum Bandaríkjamanna. í Gú- atemala er þjóðernishyggjan raunar áberandi andbandarísk, líkt og í Mexíkó. Þetta leiddi svo til þess að Gúatemala varð sér- staklega mikið komin upp á ísra- el um hernaðarleg viðskipti. Þessum umsvifum ísraela í Mið-Ameríku er að verulegu leyti stjórnað frá Mexíkóborg, og að sumra sögn hafa gyðingar þar, sem margir eru áhrifamiklir um viðskipti, verið ísraelskum stjórnarerindrekum hjálplegir við að koma þeim í kring. Sums- staðar í Mið-Ameríku, ekki síst í Kostaríku, hafa gyðingar og tals- verð áhrif í fjár- og viðskipta- málum. Víst er um það að Kost- aríka hefur frá upphafi ísra- elsríkis hins nýja haft allnáin sambönd við það og stundum gengið fram fyrir skjöldu til að auðsýna því vinsemd. 1982 flutti Kostaríka þannig sendiráð sitt í ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Launaði ísrael það að sögn með aukinni aðstoð við Kostaríku, þar á meðal á hernaðarsviðinu. Hernaðaraðstoð við herlaust land Kostaríka hefur að vísu að formi til engan her; hann var lagður niður þar 1948 til tryg- gingar lýðræði í landinu, og má kalla þá ráðstöfun eðlilega með hliðsjón af sögu Rómönsku Am- eríku. En uggur um að sandinist- abyltingin í Níkaragva breiddist út suður yfir landamærin leiddi til þess að á yfirstandandi áratug endurskipulögðu og þjálfuðu Ko- staríkumenn varðliðasveitir sínar svo, að kalla má að þær séu orð- nar að einskonar her. Til þess fengu þeir peninga og vopn frá Bandaríkjunum og vopn og þjálf- ara frá ísrael. Við þetta má bæta að Mið- Ameríkuríkjum þykir viður- hlutaminna að taka við aðstoð frá smáríki eins og ísrael en frá Bandaríkjunum, en jafnvel bestu vinir þeirra í miðamerísku smá- ríkjunum tortryggja risaveldið í norðri og hafa andúð á því. „Palestínun“ indíána? Samfara þessum viðskiptum við ísrael kvað hafa þróast fram í Mið-Ameríku veruleg aðdáun á því, og þá sérstaklega her þess og leyniþjónustu. „ísraelski her- maðurinn er fyrirmynd okkar,“ á Benedicto Lucas García, æðsti maður Gúatemalahers, að hafa sagt 1981. Einkum finnst miðam- erískum herforingjum mikið til koma hversu sterk tök ísraelar hafa á Palestínumönnum á Vest- urbakka og í Gaza. Intifadan hef- ur varla breytt því áliti þeirra að ráði. Hún hefur ekki losað um tök ísraela á svæðum þessum, svo teljandi sé, og á því 21 mánaðar tímabiii, sem liðið er frá því að hún hófst, hafa verið drepnir í henni eitthvað á áttunda hundrað manns, flestir þeirra arabar. Á svona löngum tíma er þetta ekk- ert uggvænlegur sláturreikningur á miðamerískan mælikvarða. Gúatemalskir herforingjar kváðu hafa komist svo að orði, að mikið snjallræði væri að „palest- ínera“ indíána landsins. Með því er væntanlega átt við að komið sé á indíánana svo vel heppnuðum þrælatökum að líkur á mótþróa af þeirra hálfu, hættulegum fyrir valdhafa, verði hverfandi. Um helmingur - og kannski rúmlega það - íbúa Gúatemala eru enn indíánar að máli og menningu, þótt þeir hafi í aldanna rás marga þrautina mátt þola af hálfu vald- hafa og yfirstéttar landsins. Gú- atemalskur hástéttarmaður, kunnugur á Norðurlöndum, sagði eitthvert sinn við málvini sína þaðan: „Það er ekki ósvipað með indíánana okkar og elginn í Svíþjóð. Það verður að skjóta þó nokkuð af þeim öðru hvoru, ann- ars fjölgar þeim um of.“ Drjúgur þáttur sögu Gúatemala eru upp- reisnir indíána eða annar mótþrói af þeirra hálfu við stjómvöld og yfirstétt. Á síðustu áratugum hafa vinstrisinnaðar skæmliða- hreyfingar sótt til indíánanna stuðning og liðsstyrk. Föstudagur 22. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.