Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 15
Salarkynning neðanjarðar. verða mun verri en áður þegar báðar álmurnar væru orðnar að safnhúsi, enda var reiknað út að við þessa nýsköpun safnsins myndi húsrými fyrir sýningarsali aukast um 82%. Segja mátti að „miðpunktur" Louvre-hallarinn- ar væri mitt á milli álmanna tveggja, og stakk Pei upp á því að hafa þar eins konar forstofu og miðstöð safnsins neðanjarðar: myndu menn þar ganga niður í mikil salarkynni með miðasölu, fatageymslu, veitingastöðum, verslunum og alls kyns þjónustu en síðan væru greiðfærir gangar með rúllustigum í þrjár áttir, til álmanna tveggja og til ferhyrndu byggingarinnar. Pei var þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt væri að þessi þungamiðja safnsins væri mjög vel sýnileg og laðaði fólk til sín án þess þó að trufla þá heild sem höllin myndaði þrátt fyrir allt, og því stakk hann upp á að reisa stóran glerpýramída fyrir ofan forsalinn og hafa í kringum hann torg fyrir fótgangandi menn. Nefndarfundurinn, þegarþess- ar tillögur voru kynntar í fyrsta sinn, varð í meira lagi storma- samur, og síðan hófst þegar í stað mikil herferð í blöðum stjórnar- andstöðunnar - og reyndar fleiri - gegn glerpýramídanum. Beind- ist gagnrýnin gegn öllu: pýramí- danum sjálfum, því að útlending- ur skyldi hafa verið valinn til að endurskipuleggja Louvre-safnið og jafnvel gegn endurskipulagn- ingunni sem slíkri. Nefndin heimtaði þegar í stað að gert yrði einhvers konar líkan af pýramíd- anum í fullri stærð til að unnt væri að dæma um hann, en menn biðu þó ekki eftir því og fundu honum flest til foráttu: væri hann eitthvert fornaldarskrýmsl, graf- hýsi aftan úr öldum fyrir Mitter- rand forseta, sem háðblað eitt kallaði „Mitterramses fyrsta", og prjálhús sem ætti alls ekki við á þessum sögufræga stað. Ýmsir arkitektar og reyndar fleiri gagnrýndu að þetta verk skyldi hafa verið falið Kínverja frá Bandaríkjunum og rifjuðu upp nöfn ýmissa annarra útlendinga sem svipuð verkefni hefðu verið falin á stjórnartímum Mitterr- ands: væri þetta tilræði við franska menningu. Loks fannst sumum endurskipulagningin vera gerð í röngum anda: yrði safnið þannig gert að e.k. kaupstefnu með nýbyggingum og innréttingum í „flugvallarstiT. Töldu sumir að réttara væri að skipta Louvre-safninu í margar deildir, sem yrðu hver um sig nánast því að sérstöku safni með sérinngangi. Deilur magnast Fljótlega urðu þessar deilur að gamalkunnum illdeilum milli hægri og vinstri manna: vörðu vinstri menn tillögurnar og höfðu að því að vinna menn til fylgis við tillögurnar. Þrátt fyrir þessa andstöðu var hafist handa um nýskipun Louvre-safnsins: framkyæmdirn- heldur kátbroslegra deilna um „vinstri og hægri fornleifafræði“: áttu fylgismenn hinnar fyrr- nefndu að beina athyglinni eink- um að gömlum ruslahaugum, gröfum og slíku til að finna þar vegsummerki um „lífið sjálft" en fylgismenn hinnar síðarnefndu að hafa fyrst og fremst áhuga á múrveggjum og öðrum bygginga- leifum. En árangur þessa upp- graftar var mjög mikill á öllum sviðum, og er vafalaust mest um það vert að undir „Ferhyrnda garðinum" fundu menn miklar leifar af kastalanum sem hafði verið reistur þarna um 1200 og staðið þangað til farið var að reisa núverandi höll. Ákveðið var að byggja neðanjarðarhvelfingu undir „Ferhyrnda garðinum" til að varðveita þessar leifar í tengs- lum við safnið, þannig að al- Glerpýramídinn. með sér fjölmarga nútímalista- menn, eins og tónskáldið Pierre Boulez, en hægri menn skáru upp herör gegn þeim og beittu þá fyrir sig ýmsum íbúasamtökum, svo og menningarfrömuðum, sem sumir hverjir töldust þó vinstri sinnað- ir. Eftir þeim bréfum að dæma sem blöð fengu var meiri hluti Parísarbúa andvígur tillögunum í byrjun. En það kom líka fljótt í ljós, að hér var ekki um að ræða venjulegar deilur milli vinstri og hægri manna: eftir að hafa rætt við Ieoh Ming Pei snerist Gaull- istinn Jacques Chirac, borgar- stjóri í París, persónulega á sveif með tillögum hans og þótt hann yrði að fara mjög varlega til að Horft á höllina úr glerpýramídanum. kljúfa ekki stjórnarandstöðuna í þessu hitamáli, studdi hann þær eftir megni. Leit hann svo á að nýskipun Louvre-safnsins yrði lyftistöng fyrir höfuðborgina og tillögur Peis væru snjöll lausn á flóknu vandamáli. Þegar líkanið var loks reist stuðlaði það frekar ar voru svo umfangsmiklar, að gerðar voru áætlanir um marga áfanga, og átti að byrja á því að byggja miðstöðina og glerpýram- ídann. En jafnframt gripu menn tækifærið til að framkvæma víð- tækan fornleifauppgröft á svæð- inu, og varð þetta að tilefni til menningur ætti þess kost að skoða þær. Síðasti þátturinn Öllum þessum verkum miðaði nokkuð vel áfram, en árið 1986 var síðasti þátturinn í togstreitu- farsanum kringum nýsköpun Louvre-safnsins. Vegna stöðugr- ar andstöðu hægri manna við áætlunina gripu sósíalistar til þess rétt fyrir þingkosningarnar í mars það ár að flytja fjármálaráðu- neytið burt úr nyrðri álmu hallar- innar og byrja á framkvæmdum þar við að breyta salarkynnunum í safnhús. Gerðu þeir ráð fyrir að eftir það yrði ekki aftur snúið, hverjar sem niðurstöður kosning- anna yrðu. En þær leiddu til þess að hægri stjórn tók við völdum og varð Balladur fjármálaráðherra, en hann var harðvítugur and- stæðingur nýsköpunar Louvre- safnsins: lét hann það verða eitt sitt fyrsta verk að flytja fjármál- aráðuneytið aftur inn í höllina með ærnum tilkostnaði og reyndi með öðrum slíkum ráðum að trufla framkvæmdir. Chirac, sem þá var forsætisráð- herra, var í slæmri klípu, því hann var hlyntur nýsköpuninni sem fyrr og hafði menningarmála- ráðherrann með sér. Reyndu þeir í sameiningu að finna einhverja málamiðlun, en það kom fyrir ekki: Balladur var harður í sinni andstöðu þó svo að almenningsá- litið væri smám saman að snúast. Er ekki fjarri lagi, að klaufa- skapur af þessu tagi, sem kom fram í mörgum öðrum málum iíka, hafi átt stóran þátt í ósigri hægri manna í forsetakosningun- um tveimur árum síðar. Þá urðu þeir að hrökklast frá völdum og hafa ekki borið sitt barr eftir það, en í staðinn kom vinstri stjórn. Öllum framkvæmdum við Louvre-safnið var þá flýtt á ný og fór svo að þrátt fyrir allar tafirnar var fyrsta áfanganum lokið í apríl í vor, tæpu ári eftir að upphaflega hafði verið ráðgert, og voru þá glerpýramídinn, neðanjarðar- miðstöðin og hvelfingarnar vígð við hátíðlega athöfn og opnuð al- menningi. Dómur almennings Þegar menn fengu loks að sjá þessar umdeildu framkvæmdir voru undirtektirnar harla já- kvæðar. Glerpýramídinn sjálfur, sem er í sömu hlutföllum og pýr- amídinn mikli í Gizeh, 21,64 m hár og 35,42 m breiður með rúm- lega 51 gráðu halla, er ákaflega stílhreinn: er leikur ljóssins í gler- inu með alls kyns litbrigðum á hinum ýmsu stundum dagsins og endurspeglast jafnframt í vatns- flötum lauga og gosbrunna sem eru umhverfis pýramídann. Þar eru einnig þrír smærri glerpýra- mídar. Svæðið umhverfis, milli álmanna tveggja, sem áður var ruglingslegt og illa hirt bflastæði og ónýtt fyrir gangandi fólk, er nú orðið að göngutorgi, þar sem menn geta nú í fyrsta skipti notið útsýnisins til hallarinnar og pýr- amídanna. Þegar komið er inn um dyrnar á glerpýramídanum, er gengið niður í forsalinn, sem er risastór og fær ijós í gegnum glerveggi pýramídans: þar er einnig alveg nýtt og nokkuð óvænt útsýni til álmanna beggja. Til hliðar við forsalinn er stór bókabúð fyrir utan póstkortasölu og slíkt, og Föstudagur 22. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.