Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 16
Af hverju heitir Seðlabankinn ekki Krummaskuö? Hvað heita holtin og hæðirnar, mýrarnar og móarnir sem höfuðborgin hefur falið innan um mannvirki sín? svo vitanlega veitingasalir af ýmsu tagi, fyrirlestrasalir og margvísleg þjónusta. Þar sem sú álma, þar sem fjármálaráðuneyt- ið var til húsa (það flutti ekki endanlega fyrr en í sumar), er ekki enn komin í-notkun, er nú gengið úr anddyrinu í tvær áttir, og kemur þá í ljós tilgangur litlu pýramídanna: þeir lýsa upp.þessa ganga og rúllustiga. . 1 Tvær leiðir Úr þessum forsal eru þannig tvær leiðir að sfingsinum, sem horfir á þetta allt með sömu dul- ráðu augum og áður. Önnur liggur til hægri og kemur upp þar sem áður var aðalinngangur safnsins á syðri álmitnni miðri: geta menn |>ar farið gámalkunna og hefðbundna leið gegnum sýn- ingarsalina, framhjá stiganum þar sem Sigurgyðjan frá Samo- þrake trónir, upp í „Ianga salinn" meðfram Signu, eða niður, fram hjá Venus frá Miló og niður í hvelfinguna að sfingsinum. Hin leiðin liggur hins vegar beint áfram og inn í „undirheimaver- öldina" með leifunum af kastala Filipusar Ágústusar frá því um 1200. Þar ganga menn á þeim stað sem áður var botn síkisins og horfa upp eftir múrunum: þótt ekki séu eftir nema undirstöðurn- ar eru þeir samt sjö metra háir. Tvær hliðar kastalans eru varð- veittar í hvelfingunni, og er gengið fram hjá þeim og síðan í gegnum múrinn fram hjá undir- stöðum hins sívala kastalaturns, og þá er komið inn í gotneskan sal sem talinn er vera frá dögum Lúðvíks helga. Á þessari leið sér maður skyndilega opnast dyr of- arlega í vegg til hliðar við múrinn, og blasir þar sfingsinn við. Endurskipu- lagning En þessi leið liggur einnig upp í efri hæðirnar í byggingunni um- hverfis „Ferhyrnda garðinn". Þar er röð af sýningarsölum sem búið er að endurskipuleggja, en það er fyrsti liðurinn í mjög umfangs- mikilli endurskipulagningu sýn- ingarsalanna yfirleitt. Hafa þessir salir að geyma franska málaralist frá miðöldum ogfram á 17. öld og er lýsingin þar einkum mjög hag- anlega gerð, en auk þess hafa orðið þær breytingar frá því sem áður var, að nú eru sýnd fjölmörg málverk, sem áður voru í geymslum safnsins, ekki síst nokkur mjög stór verk, sem menn hafa ekki haft mikinn smekk fyrir að undanförnu en þörf er á að endurmeta. Fær mað- ur við þetta talsvert aðra hug- mynd um þróun franskrar málar- alistar en maður hafði áður. Við þetta bætist, að skipuleggjendur' safnsins hafa leyft sér að hafa þarna glugga sem almenningur hafði engan aðgang að áður og birtist þar alveg nýtt útsýni yfir höllina og umhverfi hennar. En þótt hér hafi verið unnið mikið starf, er þetta aðeins fyrsti áfanginn. Nú er eftir að ganga frá nyrðri álmunni, þar sem fjármál- aráðuneytið var til húsa, og taka hana í notkun: eiga þar að vera bæði sýningarsalir og húsnæði fyrir bókasafn. Og svo er eftir að Ijúka endurskipulagningu sýn- ingarsalanna í heild. Gert er ráð fyrir að þetta verk taki nokkur ár í viðbót, og er því spáð að næstu áföngum verði lokið 1992 og 1993, en öllu verkinu ekki fyrr en 1997. Safngestir hafa samt nóg að skoða í bili, og fleiri geta einnig þegar tekið til óspilltra málanna: það er liður í þessari nýsköpun Louvre-safusins, að rannsókna- stofur þess hafa fengið fullkomn- ari tæknibúnað en nokkrar slíkar stofnanir annars staðar í heimin- um, og er nú farið að rannsaka ýmis tæknileg leyndarmál lista- manna á fyrri tíð. e.m.j. Þegar ég var að komast á þann aldur um 1960 að fá áhuga á þeim deildum jarðar sem voru utan seilingarfæris bjó ég við of- anverðan Laugaveg. Útsýni mitt takmarkaðist þar við samfellda húsaröð sem náði nokkurn veg- inn hringinn upp Hverfisgötu og Laugaveg frá Hlemmi að Höfða- túninu þar sem Fíladelfíusöfnuð- urinn reisti síðan stórhýsi, beygði svo niður með Skúlagötu þar sem bæjarblokkirnar voru og hin- ar blokkirnar, sveigði loks til suðurs eftir Rauðarárstíg uns hringurinn lokaðist við Hlemm. Skúlagötublokkirnar girtu fyrir sjávar- og fjallasýn til norðurs en sunnan í móti voru Holtin, heldur óyndislegt atvinnuhverfi sem maður átti ekkert erindi inn í nema þegar maður fór upp á Framvöll og kom við í leiðinni og sníkti vínarbrauðsenda í brauð- gerð Mjólkursamsölunnar. Mað- ur kunni skil á götum í æ stærri radíus út frá heimili sínu og svo fór maður að heyra um fjarlæga staði eins og Vogahverfið sem sogaði til sín æ fleiri kunningja, enda var það breiðholt þess tíma. Nafnlaust landslag Á sumrin fóru sumir í sveit og þar var allt fullt af örnefnum, hver mishæð í landslaginu átti sér nafn. Þetta var alger andstæða borgarlífsins sem ég ólst upp í. Þar voru engin örnefni, bara götuheiti og númer. Að vísu var til stórt hús niðri við sjó sem við strákarnir þorðum ekki að nálg- ast vegna reimleika og hét Höfði og örfá önnur hús áttu sér nöfn, svo sem Norðurpóllinn þar sem Hverfisgatan hverfur inn í Lauga- veginn og húsið að Rauðará sem frímúrararnir eru búnir að múra yfir fyrir löngu. Einhvern veginn hugsuðum við strákarnir lítið út í þennan skort á örnefnum, slík kennileiti heyrðu sveitinni til. Við höfðum nóg að gera að fylgjast með vaxt- arverkjum borgarinnar sem voru ekki síður átakanlegir en þeir sem hrjáðu okkur sjálfa. Löngu seinna fóru þær hugsan- ir að leita á mig að áður en öll þessi hús urðu til hafi verið lands- lag á þessu nesi sem borgin hefur hægt og bítandi verið að þekja. Borgaryfirvöld höfðu raunar tekið upp þann leiða sið að breiða yfir þessi gömlu kennileiti með því að gefa þeim ný nöfn eins og þegar Klambratún breyttist í Miklatún. Á þessu má sjá að við þessir vesalingar sem erum bornir og barnfæddir Reykvíkingar og eigum okkur engar minningar um fjöll og dali í fjarlægri sveit þar sem alltaf var sól, við máttum þola það að vera sviptir lands- laginu sem við uxum upp úr. Og það sem ekki var hægt að byggja yfir fékk ný nöfn. ■ Þar sem háir hólar... En nú getum við tekið gleði okkar að nýju því Örn og Örlygur hafa gefið út heilan fjögurra binda bókaflokk um Reykjavík og í Iokabindinu sem er nýkomið út er ma. að finna loftmyndir af öllu höfuðborgarlandinu þar sem merkt eru inn á eldri og yngri ör- nefni, bæjaheiti og önnur kenni- leiti. Nú get ég fræðst um það að þar sem áður stóð hin illræmda Höfðaborg hét þar áður Rauðar- ármýri og að skammt þar frá - þar sem er íþróttasvæði Ármanns - hafa einhvern tíma verið mó- grafir því þar heitir Rauðarár- grafir. Svo sé ég líka að á Hlemmi hefur áður fyrr verið vatnsþró og margt tleira ma iesa út úr þessum loftmyndum. Ég hafði ekki síður gaman af að rýna í myndir af hverfinu sem ég bý í núna, Bakkahverfi í Breiðholti. Það stendur reyndar á Móholti og sunnan undir því holti var Grafarmýri en Lamba- stekkur norðan til. Og hólarnir sem ég gekk stundum á þegar ég var einn af frumbyggjum Breiðholts og Hólahverfið var enn á teikniborðinu, þeir heita Hvarfshólar. Ég heyrði það haft eftir Magnúsi heitnum Kjart- anssyni að af þeim hólum hefði verið mest víðsýni innan borg- armarkanna, þaðan sást allur Reykjanesfjallgarðurinn og -skaginn, Snæfellsnesið, Esjan og önnur fjöll til norðurs, upp í Mos- fellssveit og austur í Hengil og Hellisheiði. Nú sést bara inn um næsta eldhúsglugga. Sem leiðir hugann að því að framar í þessu sama lokabindi er að finna svonefndar panorama- myndir af fjallahringnum sem umkringir borgina, að Snæfells- nesinu frátöldu. Þar er hver tind- ur nafngreindur, allt frá Geir- mundartindi í Ákrafjalli suður undir Keili (sem þó er ekki hafð- ur með af einhverjum ástæðum). Mér sýnist myndirnar vera teknar úr Hallgrímskirkju og því er til- valið að fara með bókina þangað upp og nota hana sem útsýnis- skífu. Vaxtarverkirnir kortlagðir í bókinni. er líka hægt að fylgj- ast með áðurnefndum vaxtar- verkjum höfuðborgarinnar. Þar eru birt kort, uppdrættir og myndir frá hinum ýmsu tímum í sögu borgarinnar, allt frá árinu 1715 þegar Hans Hoffgaard kapt- einn á íslandsförum teiknaði uppdrætti af Reykjavík og 20 öðrum höfnum hérlendis. Á þessum myndum má sjá þróun byggðarinnar í Kvosinni. Forv- itnilegast er þó að bera saman myndir af bæjarhlutum sem tekn- ar eru fyrir eða í stríðinu annars vegar og hins vegar meðan bókin var í vinnslu. Þær myndir sýna vel hversu stórstígar breytingarnar hafa verið á borginni á til þess að gera skömmum tíma. Loks er í bókinni rakin saga byggðar í Reykjavík frá tímum Ingólfs og Hallveigar fram á okk- ar daga. Og þar er einnig kafli með myndum af skreytingum sem finna má á mörgum eldri húsum í miðborginni. Eins og áður sagði er þetta lok- abindið í bókaflokki sem ber samheitið Reykjavík - Sögustað- ur við Sund. Fyrstu þrjú bindin eru uppflettirit þar sem fræðast má um götur, hús, bæjarhluta og forn kennileiti sem raðað er upp í stafrófsröð. Eru þau bindi eftir Pál Líndal. Þetta síðasta bindi er hins vegar eftir Einar S. Arnalds og er það eins konar lykill að hin- um þremur. Það var ekki ætlunin að skrifa gagnrýni um bókina heldur að- eins að vekja athygli á henni þvf það er fengur að henni fyrir þá sem áhuga hafa á fortíð og nútíð Reykjavíkur. Og þótt hún svari mörgum spurningum vakna líka aðrar, svo sem eins og þessi: Af hverju heitir Seðlabanka- húsið ekki eftir örnefninu sem næst því er - Krummaskuð? -)>H 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.