Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 21
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Föstudagur 22. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 Drawing by Vladimir Nenashev Sovétmenn uppgötva kosti verkfalla Um sama leyti og það er brýnt fyrir okkur að verkföll séu óþörf og úrelt uppgötva sovétmenn nauðsyn hefðbundinnar kjarabaráttu Mörg tíöindi verða nýstárleg frá Sovétríkjunum einmitt vegna þess að þau koma þaðan. Til dæmis fréttirnar af verkföllunum miklu sem kolanámumenn háðu í sumar í nafni kjarabóta (sem ekki síst áttu að koma fram í auknu vöruframboði) og svo af þeim verkföllum sem rússneskir verkamenn hafa lýst yfir í lýðveldum eins og Eistlandi og Moldavíu, til að mótmæla lögum um stöðu tungumáls heimamanna og um kosningarétt, sem þeim finnst að skerði sinn rétt. Hvorki leyfð né bönnuð Margir sem fylgjast með slík- um tíðindum úr fjarlægð hafa ekki gert sér grein fyrir því að verkföll voru eiginlega hvorki leyfð né bönnuð í sovéskri lög- gjöf. Það var ekki gert ráð fyrir þeim. Hitt vissu þeir, sem vita vildu, að hver sá sem hvetti til verkfalla þar í landi hefði (og var þegar svo bar undir) umsvifalaust verið handtekinn fyrir skemmd- arverk eða eitthvað þessháttar. En það var ekkert pláss fyrir verkföll í umræðunni, vega þess að samkvæmt opinberri kenn- ingu var verkalýðurinn við völd í landinu, Kommúnistaflokkurinn gæti hagsmuna hans á allt að því vísindalega „réttan“ hátt og því voru verkföll óþörf. Þegar er- lendir gestir spurðu um vinnu- deilur í Sovétríkjunum fengu þeir það svar að „maður gerir ekki verkfall hjá sjálfum sér“ - og síð- an fór það eftir fyrirframskoðun- um hvers og eins á Sovétríkjun- um hvort hann tók slíkt svart gott og gilt eða ekki. Og hið stalínska stjórnkerfi, sem kenndi sjálft sig við „færiband", var f sjálfu sér ósamrýmanlegt sjálfstæðri verk- lýðshreyfingu sem risi undir því hlutverki að gæta hagsmuna verkalýðs. Sjálfur Lenín sagði Verkföllin í Sibiríu og Úkraínu í sumar leið voru ekki síst yfirlýs- ing af hálfu verkafólks um að það tæki slíkt ástand ekki gilt. Og það er athyglisvert, að þótt sovéskir fréttaskýrendur fjalli kannski um verkföllin í þeim viðvörunartón, að ástandið sé svo viðkvæmt í landinu að harka í vinnudeilum sé blátt áfram hættuleg umbóta- hreyfingunni, þá viðurlienna þeir. fúslega að sovéskt verkafólk þurfi á sjálfstæðri verklýðshreyf- ingu að halda. Það sé rangt að slík hreyfing sé óþörf í landi þar sem öngvir kapítalistar eru og fyrir- tækin í ríkiseign. Og vel á minnst: ekki fer hjá því að sjálfur Lenín sé dreginn inn í dæmið. í grein í vikuritinu Nýi Tíminn nýlega segir, að þegar árið 1920 hafi Lenin gert sér grein fyrir því að það þyrfti að nota verklýðsfélög til að vernda verkamenn „fyrir þeirra eigin ríkisvaldi“. Og grein- arhöfundur bætir við: „Ekki er langt síðan enginn hefði leyft sér að vitna í þessi skrif Leníns“. í jákvæðu Ijósi Vissulega er í skrifum og um- mælum ráðamanna (m.a. Gor- batsjovs) að finna ótta við að ef sá siður gerist útbreiddur að knýja fram kröfugerð með verkföllum, þá geti það orðið háskalegt veikbygðu efnahagslífi, sem hafi þörf fyrir annað en vinnustöðv- anir. En það er samt athyglisvert, hve jákvæða umfjöllun verkföllin í sumar í rauninni fengu í sovésk- um fjölmiðlum, hve langt var gengið í því að túlka þau sem já- kvætt fyrirbæri. Menn skulu hafa það í huga, að það er ekki beinlinis verið að hrósa verkfallsbaráttu heims um ból um þessar mundir. Saman- lögð hægripressan hamrar mjög á því, að verkföll séu úrelt og skaðleg og óréttlát og bitni á þeim sem síst skyldi. Og vinstri- menn eru stundum nokkuð svo ringlaðir í þessum málum - ekki síst vegna þess að einatt eru þeir verkfallaglaðastir sem hafa fyrir- fram einna skásta kjarastöðu meðal launafólks og eiga því ekki von í neinni samúð meðal þeirra sem verst eru settir. Það er því fróðlegt að sjá so- véskan fréttaskýranaa (Gherman Dilizhenskíj í Novoje vremja er hafður í huga) og svo hagfræð- inga (eins og Popov, einn af hug- myndafræðingum perestrojk- unnar) mæla verkfallsréttinum bót sem jákvæðum efnahags- hvata í samfélaginu. En rök- semdir þeirra (og ýmissa ann- arra) eru á þessa leið: Hvatana vantaði Sovéskir verkamenn búa við lakari kjör en starfsbræður þeirra íþróuðum iðnríkjum. Það er ekki vegna þess að forstjórastéttin og skriffinnarnir séu öllum kapítal- istum gráðugri fyrir sinn hatt, heldur vegna lakara almenns ást- ands í efnahagslífi og lakari stjórnun þess. Og svo vegna þess að verkamenn vantar hvata til að vinna betur og óháð samtök til að berjast fyrir rétti sínum. Dilizhenskíj vitnar í franskt fyrirtæki sem sérhæfði sig í að setja niður vinnudeilur án þess að til átaka kæmi. En talsmenn þessa fyrirtækis, sem vann að „friði á vinnumarkaði" halda því fram, að ef það tækist að koma þessum friði á fyrir fullt og allt - þá mundi það leiða til stöðnunar og hningunar í efnahagslífi. Og tækju margir fræðimenn undir þetta mat: kröfugerð verka- manna væri eitt af því sem ýtti hressilega undir tækniframfarir og betri skipulagningu fram- leiðslunnar. Dilizhenskij heldur áfram á þessa leið: „Kapítalistinn kann að vera hinn gráðugasti arðræningi, en hann breytir í raun eftir sínum hagsmunum með það fyrir augum að vinnuafl hans sé í góðu lagi og unnt sé að tryggja gæði framleiðslunnar og að hún fari fram ótrufluð. í sovéskum iðnfyr- irtækjum er ekki um að ræða harða árekstra stéttahagsmuna, arðræningjar og einkaeigendur eru horfnir - en horfin eru einnig efnahagsleg hagsmunatengsl starfsmanna við raunverulegan árangur framleiðslunnar. Aðeins sá árangur sem passar við þann leik sem menn kalla „áætlun og skýrsla um framkvæmd hennar“ er látinn skipta máli. Hrúgur af kolum, sem ekki hafa verið flutt burt og sífellt er að kvikna í, og hlaðist höfðu upp við námurnar í Kúsbas eru tákn um þetta kerfi: Það sem skipti máli var að senda skýrslu um að svo og svo mörg tonn hafi verið grafin úr jörðu, en enginn lætur sig neinu varða hvað verður svo um þessi kol. Meiningarlaus vinna af þessu tagi leiðir til kæruleysis um stöðu og þarfir þeirra sem verkin vinna. Og kæruleysi vinnandi manna um sinn hag (vegna þess væntanlega að þeim finnst ekki að þeir fái neinu um breytt - áb) ræður miklu um hnignun atvinnulífs- ins.“ Gamalt og nýtt í málflutningi Þessi klausa er dæmigerð fyrir margt sem um þessi mál er sagt í Sovétríkjurmm nú um stundir: Þar er ekki gleymt að skjóta á kapítalismann - en í næsta erindi er á það minnt sem hann hefur fram yfir hið hátimbraða sovéska miðstýringar- eða tilskipana- kerfi: tryggingu fyrir því að fyrir- tækjum getur ekki verið sama um það hvað verður um þann varn- ing sem menn hafa skotið út fyrir verksmiðjuhliðin. Um leið er verið að viðurkenna að ein helsta goðsögn Sovétríkjanna um sjálf sig er reist á sandi: semsagt sú að þar sé óþarft að gera sér rellu út af hagsmunaárekstrum af því að þar sé búið að samræma alla hagsmuni. Hagsmunaárekstrar séu að sönnu öðruvísi en í kapít- alismanum - en engu að síður af- drifaríkir. Og þá sé um að gera að snúa þeim krafti sem í þeim býr til nytja: verkföll námamannanna, segir sá sami Dilizhenskij, geyma í sér „geypilegt skapandi bylting- arafl“. Hreyfing að neðan Þá er átt við það, að perest- rojkan hafi til þessa ekki skilað þeim efnahagslegum árangri sem vonir stóðu til m.a. vegna þess, að „bylting að ofan á sér sín tak- mörk“. Það er ekki nóg að stjórn- in eða flokkurinn taki ákvarðanir og skipt sé um menn á mörgum póstum. Meira þarf til. Og hagsmunabarátta til dæmis kola- námumanna getur komið að haldi einmitt í þessu samhengi: hinir sovésku fréttaskýrendur leggja áherslu á það að kröfur kolanámumanna hafi verið pólit- ískar með þeim jákvæða hætti að þær tóku undir margt það sem perestrojkumenn eru að paufast við. Popov hagfræðingur segir: „Nú er það ljóst að hægt er að skekja kerfið með aðgerðum neðan frá. Fólkið er að vakna. Sama hvaða mælikvarði er á lagður - þetta var sigur fyrir verkamennina, fyrir alþýðuna. Þeir sem töpuðu voru kolaráðu- neytið, borgaryfirvöld á hverjum stað og opinberu verklýðsfélög- in“. Og áttu ekki betra skilið segir Popov - ráðuneytið sem ekki hafði gefið námunum það sjálfstæði sem perestrojkan gerir ráð fyrir, borgarstjórnir fyrir vöruskort og húsnæðisskort og verklýðsfélögin fyrir að hafa ekki gert neitt til að hjálpa verka- mönnum í þeirra þrengingum. Finnst ykkur þetta ekki meira en fróðlegt?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.