Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 22.09.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR Að leggja heiminn að fótum sér Pelle sigurvegari (Pelle erobreren), sýnd í Regnboganum. Dönsk, árgerð 1988. Leikstjóri: Bille August. Fram- leiðandi: Pcr Holst. Handrit: Bille August, eftir skáldsögu Martins Anderscns Nexös. Kvikmyndataka: Jörgen Persson. Aðalhlutverk: Pelle Hvenegárd, Max Von Sydow. Eftir að hafa sigrað heiminn í hálft annað ár er kvikmyndin um Pelle sigurvegara loks komin hingað á hjara veraldar. Og því- líkt kvikmyndaverk! Pelle sigur- vegari er meistaraverk hinnar blómlegu kvikmyndagerðar Dana um þessar mundir. Hún er upplifun sem má ekki fara fram- hjá kvikmyndaáhugamönnum. Pelle sigurvegari segir frá lífs- baráttu hins níu ára gamla pilts og rosknum föður hans í Danmörku skömmu fyrir síðustu aldamót. Þeir eru sænskir innflytjendur og hyggja á bjartari framtíð handan við sundið. Þegar ekkert annað en strögl og vosbúð tekur við á sveitasetri nokkru hugsa þeir enn hærra og byggja sér drauma um að flytjast til Vesturheims. Myndin lýsir svo tilraunum feð- ganna - og þá sérstaklega Pelle - til að láta drauminn rætast og öðl- ast betra líf, sigra heiminn. Myndin gerist í smáu samfélagi á tíma sem var líkast til flestum Norðurlandabúum erfiður. Engu að síður er hún þverskurðarmynd af þeirri þjóð sem byggði Dan- mörku um síðustu aldamót og gerir fulla grein fyrir því þjóðfé- lagsástandi sem var ríkjandi á þessum tíma. Feðgarnir eru fá- Kvikmynda- sýningar MÍR Kvikmyndasýningar MÍR eru hafnar að nýju í bíósal félagsins að Vatnsstíg 10. Verða sýningar kl. 16 á hverjum sunnudegi í vet- ur og sýndar gamlar og nýjar so- véskar kvikmyndir. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingum MIR er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. tækir Svíar og er þeim nokkur vorkunn í danskri lífsbaráttu. Þeir líða nokkuð fyrir fordóma í þeirra garð sem eiga sér sögu- legar skýringar. En Pelle sigur- vegari er umfram allt sönn þjóðfélagslýsing þarsem þeir sem minna mega sín eru skotspónn hinna voldugri. Myndin er gerð eftir einum hluta skáldsögu Martins Ander- sens Nexös. Því miður hef ég ekki lesið söguna en hún hlýtur einnig að vera stórbrotin, því annars hefði kvikmyndin aldrei orðið það heldur. Epísk frásagnarað- ferð er snilldarlega úr garði gerð og sagan sem lýsir hinu góða og illa í mannlegu samfélagi verður geysilega heillandi fyrir margra hluta sakir. Pelle sigurvegari er dæmigerð epík. Kvikmyndinerílengralagi, með tilkomumiklum fallegum senum og inní söguna spannast nokkrir hliðarþræðir. Kvik- myndataka Jörgens Perssons er kapítuli útaf fyrir sig í þessu stór- brotna kvikmyndaverki. Varla þarf að fara mörgum orðum um að Max Von Sydow gæðir föður Pelle ógleymanlegu lífi í myndinni. Maður sem sér vonir sínar bresta hverja af ann- ari og hefur að lokum litla trú á að hann geti látið drauma sína ræt- ast. Hann hefur þó ekki brjóst í sér til að draga úr syni sínum og hvetur hann til að fara aðra leið en hann valdi sj álfur - sigra heim- inn. Pelle Hvenegárd er þó senu- þjófurinn í hlutverki nafna síns. Börn hafa í auknum mæli verið í aðalhlutverkum kvikmynda síð- ustu misseri og hefur Bille August gert talsvert af því að stýra börnum í myndum sínum. Pelle Hvenegárd verður örugg- lega í hópi hinna eftirminnileg- ustu. Með þessari kvikmynd er það fyrst og fremst leikstjórinn Bille August sem sigrar enn einu sinni. Nostalgíu-dúó hans um ungling- ana í Zappa og Tru, háb og kær- lighed eru í hópi betri kvikmynda frá Danmörku í seinni tíð. Pelle sigurvegari fer enn lengra, enda var tilgangurinn að sigra heiminn en ekki bara heimalandið. skipti Holmes og Watsons, en þó meö fullri viröingu fyrir sögum A. C. Doyles. Caine hefur loks valið sér hlutverk af kostgaefni og Kingsley er ekki verri en sem Ghandhi á sínum tíma. Góð hugmynd og ágætlega útfærð. Prýðis góð skemmtun. Regnboginn The Dawning (Dögun) Athyglisvert og vel gert drama frá Bret- landi. Hopkins, Howard (í sínu síðasta hlut- verki), Pidgeon og Simmons gera þessa mynd að sannkallaðri perlu þótt lítið fari fyrir henni. A Cry in the Dark ★★★★ (Móðir fyrir rétti) Mynd um fórnarlömb náttúrunnar og jafnvel enn frekar fórnarlömb mannlegs samfélags þegar það tekur á sig hina grim- mustu mynd. Schepisi teflir fram náttú- runni gegn almenningi og fjölmiðlum þann- ig aö úr verður einhver áhrifamesta kvik- mynd sinnar tegundar í langan tíma. Mynd sem allir hafa gott af að sjá. Laugarásbíó The Bear ★★★ (Björninn) Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart með þessum óð sínum til náttúrunnar en það verður ekki frá honum tekið að myndin er listavel gerð. Falleg og rómantísk mynd og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- lífi. Aðalleikararnir fara á kostum! Sherlock and Me ★★ (Sherlock og ég) Hártinn breskur húmor um hlutverka- Cohen and Tate ★ (Cohen og Tate) Roy Scheider leikur í verri kvikmyndum með hverju hlutverkinu. Hér er hann barnaræningi í heldur spennusnauðum þriller. Hvað kemur næst? K-9 ★ James Belushi er afskaplega þreytu- iegur í þessari slöppu gamanmynd. Hund- urinn getur litið gert að því hvað myndin er kjánaleg, ekkert frekar en aþinn sem var með Clint Eastwood hér um árið. Nú bíðum við bara eftir að sjá næstu buddy-mynd því Pelle Hvenegárd og Max Von Sydow í hlutverkum feðganna sem ætla sér að sigra heiminn Indy í þriðja sinn hyggju að gera fleiri kvikmyndir þó aldrei að segja aldrei í þessum um Indiana Jones, en þeir ættu bransa. Spyrjið bara Connery. Einsog venjulega lendir Indy í ótrúlegustu hrakningum. Þriðja kvikmynd Stevens Spiel- bergs og George Lucas um ævin- týri forneifafræðingsins Indiana Jones verður frumsýnd hér á landi í dag. Sem fyrr er það Harrison Ford sem leikur fræðimanninn og harðjaxlinn með hattinn. Að þessu sinni lendir hann í ógöngum með föður sínum fyrir leikinn er af Sean Connery. Einn- ig bregður við atriði úr æsku Indys en River Phoenix fer með hlutverk hans á unga aldri. Kem- ur þar ýmislegt fram sem gefur skýringar á sérvisku dr. Jones. Þá er vitanlega kona í spilinu en hún er ekki öll þarsem hún er séð - sannkölluð femme fatale. Spielberg og Lucas hafa ekki í alltaf reyna þeir að skipta um partner. Stól- arnir voru ágætir. Bíóhöllin Batman ★★ Vinsældirnar eiga greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sinar fyndnu hliðar þegar Jókerinn sþriklar og sprellar en annars nær Batman ekki uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba- singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú mikið sagt. Lethal Weapon II ★★ (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur söguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Licence to Kill ★★★ (Leyfið afturkallað) Ein besta Bond-myndin í langan tíma. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp í Bond-ímyndinni með góðum árangri. The Gods Must Be Crazy II ★ (Guðirnir hijóta að vera geggjaðir 2) Ágæti fyrri myndarinnar var einkum. snjallri og frumlegri hugmynd að þakka. Því er ekki fyrir að fara hér heldur er, einsog alltof oft, reynt að notfæra sér vinsældir fyrri myndarinnar til að gera aðra eins. Á sér sínar góðu hliðar en þær hverfa fyrir hinum verri. Her Alibi ★★ (Með allt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunverulegu sögu og skáldskapar rithöf- undarins en atriðin með Rúmenum og þar með talið lokaatriðið heldur hugmynda- snauð. Bíóborgin Batman ★★ Vinsældirnar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sínar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar og sprellar en annars nær Batman ekki uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba- singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú mikið sagt. Lethal Weapon II ★★ (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskaþ. Ekk- ert er þó verra en steingeldur söguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Forever Friends ★★ (Alltaf vinir) Um margt ágæt lýsing á langvarandi vin- áttu tveggja ólikra kvenna. Agætlega leikin, sérstaklega er Midler hrífandi í einni buddy-myndinni enn. Myndin reynir hins- vegar aö segja alitof mikið, einsog dæmi- gerð væmin míní-sería, og veldur hún ekki þessum mikla söguþræði. Háskólabíó Survival Quest ★ (Upp á líf og dauða) Misheppnuð spennumynd með einum rugl söguþræðinum enn. Állt saman heldur rýrt í roðinu og segir auglýsingaplakatið allt sem segja þarf. Stjörnubíó Magnús ★★★ Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jafnframt í hópi betri kvikmynda sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sína vel Uþp til að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðþersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluö skemmtimynd fyrir alla aldurs- hóþa. Baron Múnchhausen ★★★ (Ævintýri Múnchhausen) Ævintýri barónsins af Miinchhausen eftir lygasögum R. E. Rasþe gætu varla fengið betri meðferð en hjá fyrrum Monty Python fólkinu undir stjórn Terry Gilliam. Sannkölluð fantasía sem allir geta haft gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda- fríkin. Svona eiga ævintýri að vera. Föstudagur 22. september 1989 ;NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.