Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 26. september 1989 162. tölublað 54. árgangur Reykjavík Aldraðir í kuldanum Kristín Á. Ólafsdóttir: Þrettan hundruðfjörutíu og níu aldraðir á biðlista eftir húsnœði og annarri þjónustu hjáFélagsmálastofnun. Þar af 600 íbrýnniforgangsröð. Meirihlutinn hefur hagað sér eins og nýríkir framagosar sem hafa bœði gleymt foreldrum sínum og bórnum Nú eru 1349 Reykvíkingar á biðlistum aldraora eftir hús- næði eða annarri þjónustu hjá Félagsmálastofnun borgarinnar og þar af 164 hjón. Af þeim eru um 600 manns sem eru í brýnum forgangi. A núverandi kjörtíma- bili hefur almennum leiguíbúðum ætluðum öldruðum fjölgað um 29 en að öðru leyti hefur meirihluti sjálfstæðismanna ekki staðið fyrir neinni fjölgun húsnæðis ætl- uðu öidruðum hvort sem um er að ræða vistheimili, verndaðar þjónustuíbúðir eða leiguíbúðir með húsvörslu. Aftur á móti hef- ur verið lögð áhersla á söluíbúðir fyrir aldraða. Að sögn Kristínar Á. Ólafs- dóttur borgarfulltrúa metur Fé- lagsmálastofnun ástandið þannig að 592 einstaklingar þurfa úrbæt- ur strax og ekki síðar en á næstu 12 mánuðum. Af einstökum um- sóknum til stofnunarinnar sækja 146 einstaklingar um dvöl á hjúkrunarheimili, þar af 18 hjón. 239 einstaklingar þar af 32 hjón eru á biðlista eftir plássi á vist- heimilum í eigu borgarinnar og 207 og þar af 26 hjón sem bíða eftir plássi í þjónustuíbúðum eða vernduðum þjónustuíbúðum í eigu borgarinnar. Þessar upplýsingar komu fram á borgarstjórnarfundi í kjölfar fyrirspurnar frá borgarfulltrúum minnihlutans um hversu margir aldraðir eru á biðlistum eftir húsnæði og annarri þjónustu og hversu margar leiguíbúðir sér- staklega ætlaðar þeim hafa verið teknar í noktun á vegum borgar- innar á yfirstandandi kjörtíma- bili. - Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavík- ur hagað sér eins og nýríkir fram- agosar sem hafa bæði gleymt for- eldrum sínum og börnum. Bið- listar aldraðra hjá Félagsmála- stofnun ásamt biðlistum barna eftir dagvistun lengist á meðan að óþrjótandi fjármagni er dælt í hina ýmsu minnisvarða ss. í ráðhús og veitingahús á Öskju- hlíð. - Þetta er mikill smánarblettur á borginni sem á eftir að stækka ef ekki kemur til stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum. Sérstak- lega þegar horft er til þess að fram til aldamóta mun Reykvík- ingum 70 ára og eldri fjölga um tæplega tvö þúsund frá því sem nú er. Inní þessari fjölgun er þó ekki tekið tillit til búferlaflutn- inga fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Að sögn Kristínar er þó að vísu ekki hægt að saka meirihlutann í borgarstjórninni að hafa setið að- gerðalaus með öllu í málefnum aldraðra. Komin er hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er mjög aðkallandi, en um 150 manns eru á brýnum for- gangslista eftir plássum þar. Kristín sagði að á síðustu árum hafi verið unnið á vegum borgar- innar að breytingum í heima- þjónustu og það nýja fyrirkomu- lag sé að komast í framkvæmd í von um að það skili betri þjón- ustu. Kristín sagði að meirihlut- inn hefði ekki sinnt þeim fjöl- mörgu öldruðum sem búi í ó- tryggu leiguhúsnæði. Þetta fólk þyrfti á öruggu leiguhúsnæði að halda hvort sem er í þjónustu- íbúðum borgarinnar, á vist- heimilum eða í íbúðum sem hafa verið keyptar í nágrenni þjónust- umiðstöðva. -grh Skák Kari Þorsteins íslandsmeistarí Helgi sigraði á Egils- stöðum. Jóhann í fjórða sœti í Hollandi Karl Þorsteins varð íslands- meistari í skák en Islandsmeistar- amótinu lauk um helgina. Karl hlaut 9 vinninga en Jón L. Árna- son varð í öðru sæti með 8 vinn- inga. Þröstur Þórhallsson fékk 7 vinninga, Björgvin Jónsson 6 og hálfan og Hannes Hlífar Stefáns- son sex. Helgi Ólafsson sigraði á Helg- arskákmótinu á Egilsstöðum. Hann og Bent Larsen hlutu báðir sex vinninga af sjö mögulegum en Helgi sigraði á stigum. í þriðja og fjórða sæti urðu Guðmundur flalldórsson og Ásgeir Þór Árna- son. Jóhann Hjartarson tapaði í gær fyrir Piket í Tillburg í Hollandi. flann er nú í fjórða sæti með fjóra vinninga. Kasparov er í fyrsta sæti, Kortsnoj öðru sæti og Sax í þriðja sæti. _sáf Fjármagnsgróða- skatturinn Meirihluti á þingi fyrir skattinum Fjörugurfundur sparifjáreigenda á Sögu Mikill fjöldi sótti fund Samtaka sparifjáreigenda um skattlagn- ingu vaxtatekna sem haldinn var á Hótel Sögu á sunnudag. Frummælendur á fundinum voru þeir Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Ólafur Nilsson endurskoðandi. Aukþeirra Ólafs Ragnars og Þorsteins tóku Steingrímur Hermansson forsæt- isráðherra og þingmennirnir Þór- hildur Þorleifsdóttir og Jón Sæ- mundur Sigurjónsson þátt í hringborðsumræðum. Ólafur Ragnar benti á að ís- land væri eina OECD landið þar sem vaxtatekjur væru skattlagðar enda væri það rétttlætismál að þær tekjur væru skattlagðar eins- og aðrar tekjur. Þá lagði hann áherslu á að verið væri að tala um skatta af vaxtatekjum en hvorki af höfuðstól né verðtryggingu. Steingrímur sagði meirihluta fyrir fjármagnsskattinum á Al- þingi og Jón Sæmundur sagði Al- þýðuflokkinn hlynntan skatt- lagningu vaxtatekna þar sem það væri réttlætismál. Þórhildur Þor- leifsdóttir sagði Kvennalistann fylgjandi hugmyndinni, en hún taldi tímasetninguna ekki rétta. Þorsteinn Pálsson var eini stjórnmálamaðurinn á fundinum sem var alfarið á móti skattlagn- ingu á vaxtatekjur. Ólafur Ragnar Grímsson og Þorsteinn Pálsson deildu ákaft um réttmæti þess að vaxtatekjur yrðu skattlagðar eiiisog aðrar tekjur. Steingrímur Hermannsson lét það þó ekki á sig fá og sagði meirihluta fyrir því á Alþingi. Mynd Jim Smart. Landbúnaður Nauðsynlegur en óvinsæll Endaþótt almenningsálitið sé nokkuð neikvœtt gagnvartlandbúnaði er yfirgnœfandi meirihluti fylgjandiframleiðslu semflestra tegunda. Óánœgja með verð en ekki gœði Tæplega 85% þjóðarinnar er fylgjandi þeirri stefnu að framleiða skuli sem flestar teg- undir landbúnaðarvara hér á landi en aðeins 11% er á móti. Hinsvegar hefur meirihluti al- mennings neikvætt viðhorf gagnvart stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum á meðan að- eins sjötti hver maður hefur já- kvætt viðhorf í garð þeirrar stefnu. Þetta kemur fram í niðurstöð- um sem kynntar voru á formann- aráðstefnu Neytendasamtakanna um helgina. Gerð var könnun um viðhorf almennings til landbún- aðar og var úrtakið 1200 manns. Náðist í 868 og 106 neituðu að svara þannig að svörin voru 762. Ekki var teljandi munur á við- horfi almennings til stefnu stjórnvalda í iðnaði og sjávarút- vegi þannig að landbúnaðurinn skar sig nokkuð úr. Spurt var „Finnst þér að við eigum að framleiða sem flestar tegundir landbúnaðarvara á ís- landi?" Já, sögðu 84,6% að- spurðrá, eða 88,7% þeirra sem tóku afstöðu en 10,8% aðspurðra svöruðu neitandi, eða 11,3% þeirra sem afstóðu tóku. Þarsem svörin við þessari spurningu voru svo einhlít var ekki teljandi mun- ur á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu. Þá var spurt hvort fólk væri fylgjandi því að flytja inn land- búnaðarvörur ef það yrði til þess að lækka verð og voru tæplega 70% þeirra sem tóku afstöðu á móti því. Talsverður munur var á afstöðu fólks á eða utan höfuð- borgarsvæðisins og einnig var yngra fólk fremur hlynntara innf- lutningi. Þeir sem leyfa vildu inn- flutning voru helst fylgjandi inn- flutningi á grænmeti og kart- öflum en síst á mjólk og kinda - kj öti. Einnig var athuguð afstaða fólks til gæðanna. Kom fram að flestir voru ánægðir með gæðin, eða allt frá rösklega 60% á kart- öflum og kindakjöti uppí rúm- lega 90% á mjólk og eggjum. Allt aðra sögu var að segja af verði á matvælum en þar var verðið almennt ekki talið nógu hagstætt. Það var einna helst að fólki fannst verð á svínakjöti nógu hagstætt, eða um 30% þeirra sem tóku afstöðu. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.