Þjóðviljinn - 26.09.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Síða 1
Þriðjudagur 26. september 1989 162. tölublað 54. órgangur Reykjavík Aldraðir í kuldanum Kristín Á. Ólafsdóttir: Þrettan hundruðfjörutíu og níu aldraðir á biðlista eftir húsnœði og annarri þjónustu hjáFélagsmálastofnun. Þaraf 600 íbrýnniforgangsróð. Meirihlutinn hefur hagað sér eins og nýríkir framagosar sem hafa bœði gleymt foreldrum sínum og börnum Nú eru 1349 Reykvíkingar á biðlistum aldraðra eftir hús- næði eða annarri þjónustu hjá Félagsmálastofnun borgarinnar og þar af 164 hjón. Af þeim eru um 600 manns sem eru í brýnum forgangi. A núverandi kjörtíma- bili hefur almennum leiguíbúðum ætluðum öldruðum fjölgað um 29 en að öðru leyti hefur meirihluti sjálfstæðismanna ekki staðið fyrir neinni fjölgun húsnæðis ætl- uðu öldruðum hvort sem um er að ræða vistheimili, verndaðar þjónustuíbúðir eða leiguíbúðir með húsvörslu. Aftur á móti hef- ur verið lögð áhersla á söluíbúðir fyrir aldraða. Að sögn Kristínar Á. Ólafs- dóttur borgarfulltrúa metur Fé- lagsmálastofnun ástandið þannig að 592 einstaklingar þurfa úrbæt- ur strax og ekki síðar en á næstu 12 mánuðum. Af einstökum um- sóknum til stofnunarinnar sækja 146 einstaklingar um dvöl á hjúkrunarheimili, þar af 18 hjón. 239 einstaklingar þar af 32 hjón eru á biðlista eftir plássi á vist- heimilum í eigu borgarinnar og 207 og þar af 26 hjón sem bíða eftir plássi í þjónustuíbúðum eða vernduðum þjónustuíbúðum í eigu borgarinnar. Þessar upplýsingar komu fram á borgarstjórnarfundi í kjölfar fyrirspurnar frá borgarfulltrúum minnihlutans um hversu margir aldraðir eru á biðlistum eftir húsnæði og annarri þjónustu og hversu margar leiguíbúðir sér- staklega ætlaðar þeim hafa verið teknar í noktun á vegum borgar- innar á yfirstandandi kjörtíma- bili. - Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavík- ur hagað sér eins og nýríkir fram- agosar sem hafa bæði gleymt for- eldrum sínum og börnum. Bið- listar aldraðra hjá Félagsmála- stofnun ásamt biðlistum barna eftir dagvistun lengist á meðan að óþrjótandi fjármagni er dælt í hina ýmsu minnisvarða ss. í ráðhús og veitingahús á Öskju- hlíð. - Þetta er mikill smánarblettur á borginni sem á eftir að stækka ef ekki kemur til stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum. Sérstak- lega þegar horft er til þess að fram til aldamóta mun Reykvík- ingum 70 ára og eldri fjölga um tæplega tvö þúsund frá því sem nú er. Inní þessari fjölgun er þó ekki tekið tillit til búferlaflutn- inga fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Að sögn Kristínar er þó að vísu ekki hægt að saka meirihlutann í borgarstjórninni að hafa setið að- gerðalaus með öllu í málefnum aldraðra. Komin er hreyfing á uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er mjög aðkallandi, en um 150 manns eru á brýnum for- gangslista eftir plássum þar. Kristín sagði að á síðustu árum hafi verið unnið á vegum borgar- innar að breytingum í heima- þjónustu og það nýja fyrirkomu- iag sé að komast í framkvæmd í von um að það skili betri þjón- ustu. Kristín sagði að meirihlut- inn hefði ekki sinnt þeim fjöl- mörgu öldruðum sem búi í ó- tryggu leiguhúsnæði. Þetta fólk þyrfti á öruggu leiguhúsnæði að halda hvort sem er í þjónustu- íbúðum borgarinnar, á vist- heimilum eða í íbúðum sem hafa verið keyptar í nágrenni þjónust- umiðstöðva. -grh Skák Kaii Þorsteins íslandsmeistari Helgi sigraði á Egils- stöðum. Jóhann í fjórða sœti í Hollandi Karl Þorsteins varð íslands- meistari í skák en íslandsmeistar- amótinu lauk um helgina. Karl hlaut 9 vinninga en Jón L. Árna- son varð í öðru sæti með 8 vinn- inga. Þröstur Þórhallsson fékk 7 vinninga, Björgvin Jónsson 6 og hálfan og Hannes Hlífar Stefáns- son sex. Helgi Ólafsson sigraði á Helg- arskákmótinu á Egilsstöðum. Hann og Bent Larsen hlutu báðir sex vinninga af sjö mögulegum en Helgi sigraði á stigum. í þriðja og fjórða sæti urðu Guðmundur Halldórsson og Ásgeir Þór Árna- son. Jóhann Hjartarson tapaði í gær fyrir Piket í Tillburg í Hollandi. Hann er nú í fjórða sæti með fjóra vinninga. Kasparov er í fyrsta sæti, Kortsnoj öðru sæti og Sax í þriðja sæti. _sáf Ólafur Ragnar Grímsson og Þorsteinn Pálsson deildu ákaft um réftmæti þess að vaxtatekjur yrðu skattlagðar eiiisog aðrar tekjur. Steingrímur Hermannsson lét það þó ekki á sig fá og sagði meirihluta fyrir því á Alþingi. Mynd Jim Smart. Landbúnaður Nauðsynlegur en óvinsæll Endaþóttalmenningsálitiðsénokkuðneikvœttgagnvartlandbúnaðier yfirgnœfandimeirihluti fylgjandiframleiðslu semflestra tegunda. Óánœgja með verð en ekki gœði Fjármagnsgróða- skatturinn Meirihluti á þingi fýrir skattinum Fjörugurfundur sparifjáreigenda á Sögu Mikill fjöldi sótti fund Samtaka sparifjáreigenda um skattlagn- ingu vaxtatekna sem haldinn var á Hótel Sögu á sunnudag. Frummælendur á fundinum voru þeir Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Ólafur Nilsson endurskoðandi. Auk þeirra Ólafs Ragnars og Þorsteins tóku Steingrímur Hermansson forsæt- isráðherra og þingmennirnir Þór- hildur Þorleifsdóttir og Jón Sæ- mundur Sigurjónsson þátt í hringborðsumræðum. Ólafur Ragnar benti á að ís- land væri eina OECD landið þar sem vaxtatekjur væru skattlagðar enda væri það rétttlætismál að þær tekjur væru skattlagðar eins- og aðrar tekjur. Þá lagði hann áherslu á að verið væri að tala um skatta af vaxtatekjum en hvorki af höfuðstól né verðtryggingu. Steingrímur sagði meirihluta fyrir fjármagnsskattinum á Al- þingi og Jón Sæmundur sagði Al- þýðuflokkinn hlynntan skatt- lagningu vaxtatekna þar sem það væri réttlætismál. Þórhildur Þor- leifsdóttir sagði Kvennalistann fylgjandi hugmyndinni, en hún taldi tímasetninguna ekki rétta. Þorsteinn Pálsson var eini stjórnmálamaðurinn á fundinum sem var alfarið á móti skattlagn- ingu á vaxtatekjur. Tæplega 85% þjóðarinnar er fylgjandi þeirri stefnu að framleiða skuli sem nestar teg- undir landbúnaðarvara hér á landi en aðeins 11% er á móti. Hinsvegar hefur meirihluti al- mennings neikvætt viðhorf gagnvart stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum á meðan að- eins sjötti hver maður hefur já- kvætt viðhorf í garð þeirrar stefnu. Þetta kemur fram í niðurstöð- um sem kynntar voru á formann- aráðstefnu Neytendasamtakanna um helgina. Gerð var könnun um viðhorf almennings til landbún- aðar og var úrtakið 1200 manns. Náðist í 868 og 106 neituðu að svara þannig að svörin voru 762. Ekki var teljandi munur á við- horfi almennings tii stefnu stjórnvalda í iðnaði og sjávarút- vegi þannig að landbúnaðurinn skar sig nokkuð úr. Spurt var „Finnst þér að við eigum að framleiða sem flestar tegundir landbúnaðarvara á fs- landi?“ Já, sögðu 84,6% að- spurðra, eða 88,7% þeirra sem tóku afstöðu en 10,8% aðspurðra svöruðu neitandi, eða 11,3% þeirra sem afstöðu tóku. Þarsem svörin við þessari spurningu voru svo einhlít var ekki teljandi mun- ur á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu. Þá var spurt hvort fólk væri fylgjandi því að flytja inn land- búnaðarvörur ef það yrði til þess að lækka verð og voru tæplega 70% þeirra sem tóku afstöðu á móti því. Talsverður munur var á afstöðu fólks á eða utan höfuð- borgarsvæðisins og einnig var yngra fólk fremur hlynntara innf- lutningi. Þeir sem leyfa vildu inn- flutning voru helst fylgjandi inn- flutningi á grænmeti og kart- öflum en síst á mjólk og kinda - kjöti. Einnig var athuguð afstaða fólks til gæðanna. Kom fram að flestir voru ánægðir með gæðin, eða allt frá rösklega 60% á kart- öflum og kindakjöti uppí rúm- iega 90% á mjólk og eggjum. Allt aðra sögu var að segja af verði á matvælum en þar var verðið almennt ekki talið nógu hagstætt. Það var einna helst að fólki fannst verð á svínakjöti nógu hagstætt, eða um 30% þeirra sem tóku afstöðu. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.