Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Erlendir ferðamenn Fleiri en landsmenn Ferðamálaráð segir að um 300 þúsundferðamenn gœtu komið hingað um aldamót. Aukning síðustu 5 ára 60% amkvæmt upplýsingum Ferð- amálaráðs Islands hefur er- Sigurður A Friðþjófsson Þjóðviljinn Sáfi fréttastjóri Sigurður Á. Friðþjófsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Þjóðvilj- ans. Sigurður er Hafnfirðingur, fæddur 1951. Hann hefurgefið út fimm bækur: skáldsögur, smá- sagnasafn, ljóðabók og samtals- bók um unglinga í vanda. Hann á alllanga reynslu í blaðamennsku að baki og kom til starfa við Þjóð- viljann fyrir tæpum fjórum árum. Sigurður var um skeið umsjónar- maður Sunnudagsblaðs og Helg- arblaðs Þjóðviljans frá því það fór að koma út í fyrrasumar. lendum ferðamönnum sem koma til íslands fjölgað um 60% frá ár- inu 1984. Það ár komu 85.200 er- lendir ferðamenn til landsins en í ár er áætlað að um 135 þúsund erlendir ferðamenn heimsæki ís- land. Ferðamálaráð telur að heildarvelta ferðaþjónustunnar í ár verði á bilinu 9-10 milljarðar króna og ef vel til takist í framtíð- inni, verði vægi ferðaþjónustu í þjóðarbúskapnum svipað og sjávarútvegs í byrjun næstu aldar. Síðasti stjórnarfundur núver- andi stjórnar Ferðamálaráðs var haldinn í gær. Á blaðamanna- fundi sem ráðið boðaði til af þessu tilefni sagði Pétur J. Eiríks- son, stjórnarfulltrúi, að auðvitað fylgdu aukinni ferðaþjónustu á- kveðinn vandamál, eins og í öllu sem gert væri, þegar hann var spurður hvort sveiflur í tekjum af ferðaþjónustu sköpuðu ekki vanda. Pétur sagði markvisst unnið að því að draga úr þessum sveiflum og í að dreifa ferða- mannastraumnum yfir allt árið. Árangur hefði náðst í þessum efnum. Ferðamannastraumurinn hæfist nú fyrr en áður og endaði seinna og náðst hefði að selja ís- land sem ferðamannaland yfir vetrarmánuðina í meira mæli en áður. Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs, sagði mikla aukningu hafa átt sér stað á þeim sem notfærðu sér ferðaþjónustu bænda og væri hægt að tala um þreföldun í þeim efnum á síðustu 3-4 árum. Bændur byðu upp á margt fleira en gistingu, tam. hestamennsku og veiðiferðir. Sveitarfélög væru farin að gera sér grein fyrir þeim tekjuauka sem ferðaþjónusta gæti haft í för með sér. Þá sagði Kjartan íslend- inga ferðast meira um landið en almennt væri haldið og væru þeir um helmingur skráðra gesta á hótelum landsins. En skráningar hótela væru í raun eina mælistik- an sem hægt væri að styðjast við varðandi ferðagleði fslendinga innanlands. Hátt verð á bílaleigubflum er Ferðamálaráði áhyggjuefni. Kjartan sagði Ferðamálaráð hafa talað fyrir daufum eyrum um þau mál við stjórnvöld. Að sögn Pét- urs er verð bflaleigubfla geysi- legur þröskuldur í ferðamálum þjóðarinnar. Þeir væru tolllagðir eins og einkabílar, en í Dan- mörku og víðar væri lægri tollur á bflum ætluðum til leigu en einka- bílum. Þetta væri mikið atriði fyrir landsbyggðina vegna þess að þeir sem ferðuðust um á bfl, ferð- uðust öðruvísi en þeir sem færu um í hópferðum. Fólk á eigin bfl færi í fleiri landshluta og dreifðist meira um landið og notaði frekar þjónustu eins og ferðaþjónustu bænda. Fram kom á blaðamannafund- inum að um 6.000 ársstörf sé að finna í ferðaþjónustu, þegar litið sé á hana í víðum skilningi. Kjart- an sagði ekki mögulegt að beita tæknibrellum til að fækka þessum ársstörfum og ef fjöldi ferða- manna héldi áfram að vaxa, myndi störfum í ferðaþjónustu fjölga næstu áratugina. -hmp Pétur J. Eiríksson og Kjartan Lárusson hjá Ferðamálaráði eru bjart- sýnir á framtíð ferðamannaiðnaðar á íslandi. Mynd: Kristinn. Aðventistar Skóli og menningar- miðstöð vígð Aðventistar vígðu á föstudag nýja skólabyggingu og menn- ingarmiðstöð sem þeir eru að reisa í Fossvogi, en byggingin er nú fokheld. Byggingafram- kvæmdir hófust í október í fyrra þannig að vel hefur miðað áfram enda hefur safnaðarfólk unnið í sjálfboðavinnu við bygginguna. Aðventistar hafa starfrækt barnaskóla í Reykjavík allt frá ár- inu 1929 en sá skóli hefur lengst af búið við ófullnægjandi hús- næði. Með nýju byggingunni verður skólanum búið húsnæði sem uppfyllir nútíma kröfur og þarfir slíks skóla. í húsinu á einnig að verða menningarmiðstöð með aðstöðu til námskeiðahalds, fyrirlestra- flutnings, tónleika, mannfunda og félagsstarfs af hvers kyns tagi. Arkitekt hússins er Knútur Jeppesen. Urval kaupir Útsýn Ferðaskrifstofan Úrval hefur keypt ferðaskrifstofuna Útsýn og voru samningar þar að lútandi undirritaðir á laugardag. Urval er nú orðin stærsta ferðaskrifstofan en stærstu hluthafar Úrvals eru Eimskip og Flugleiðir. Samvinn- uferðir Landsýn eru nú næst stærsta ferðaskrifstofan en voru stærstir áður. Sjóbjörgun í gær hófst ráðstefna yfirmanna sjóbjörgunarstöðva við N- Atlantshaf að Hótel Sögu. Þátt- takendur eru frá stjórnstöðvum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kan- ada, Danmörku, Frakklandi, Færeyjum og Noregi en Land- helgisgæsla íslands og Slysavarn- afélagið eru gestgjafar. Auk þess sitja ráðstefnuna fulltrúar frá IMO-Alþjóða Siglingamáia- stofnuninni, Flugmálastjórn, Pósti- og síma og Siglingamála- stofnun. Aðalmarkmið ráðstefn- unnar er að styrkja samvinnu og samband þessara aðila við björg- un á úthafinu, kynnast aðferðum og útbúnaði hvers annars við leit og björgun og gera tillögur til úr- bóta varðandi leit og björgun á sjó. Ráðstefnunni lýkur á mið- vikudag. Skilnaðarhópur Fræðslu- og umræðunámskeið fyrir fólk sem hefur staðið í skiln- aði hefst á næstunni. Námskeiðið byggir á fræðslu um skilnað og er vettvangur til að miðla gagn- kvæmum skilningi og reynslu. Með þessu á að auka innsæi og skilning þannig að losni um meinlokur og togstreitu. Félags- ráðgjafarnir Nanna K. Sigurðar- dóttir og Sigrún Júlíusdóttir munu stjórna námskeiðinu og veita þær upplýsingar og skrá nið- ur þátttakendur í síma 25770 frá kl. 10-12. Einnig er hægt að gefa skilaboð í símsvara í sama síma- númeri á öðrum tíma. Nýjung frá Apple Komin er á markaðinn ný ferða - tölva frá Apple og nefnist hún Macintosh Portable Tölvan er með 2 Mb innra minni og 40 Mb innbyggðan harðan disk. Raf- hlaða sem fylgir tölvunni endist til að knýja hana í allt að 12 klukkustundir miðað við venju- lega notkun. Til þess að nýta ork- una sem best slokknar á harða disknum sé hann ekki notaður í ákveðinn tíma. Minni rafhlaða er einnig í tölvunni til þess að allt haldist í innra minni tölvunnar þegar skipta þarf um rafhlöðu. 10 tommu skjár er á tölvunni og gef- ur hann mjög skarpa mynd, en með aukabúnaði er hægt að tengja tölvuna við aðra tölvuskjái eða sjónvarp. Lyklaborðið er af fullri stærð en þar sem venjulega er talnaborð er „mús á hvolfi". Hægt er að flytja músina yfír með örfáum handtökum sé notandinn örvhentur. Einnig er hægt að fá venjulega mús við tölvuna og lyklaborð með talnaborði á sín- um stað. Þá hefur ýmiskonar sér- búnaður verið hannaður fyrir tölvuna. Kvöldskóli fyrir kjötiðnaðarmenn Ákveðið hefur verið að hleypa af stokkunum endurmenntunar- námskeiðum fyrir kjötiðnaðar- menn í formi kvöldskóla á vegum Félags íslenskra kjötiðnaðar- manna. Telur stjórn félagsins brýna þörf á endurmenntun kjöt- iðnaðarmanna þar sem ekki er boðið upp á kennslu í faginu í menntakerfinu. Stjórnintelurþví menntakerfið ekki samtíða þeim kröfum sem gerðar eru til kjöt- iðnaðarmanna í dag. Umræðan sem upp kom síðastliðið vor um_ sýnatöku á kjötvörum í verslun- um hefur einnig átt stóran þátt í ákvörðun stjórnarinnar og verð- ur eitt af markmiðum endur- menntunarinnar að kjötiðnaðar- menn standi betur að vígi þar sem kröfur neytenda hafa aukist á undanförnum árum. Sjávarafurðir og ull til Kóreu í dag hefst í Seoul í Suður-Kóreu vörusýningin Evrópsk fram- leiðsla og eru íslendingar meðal þátttakenda. Fyrirtækin sem taka þátt í sýningunni eru Álafoss, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamtök lagmetis, Sjávaraf- urðadeild Sambandsins, Mar- bakki og Seifur. Linda Péturs- dóttir, ungfrú heimur, mun taka þátt í að kynna íslensku vörurnar og kemur hún m.a. fram í sjón- varpi þar sem ungfrú Suður- Kórea ræðir við hana. Sigurgeir M. Sigurgeirsson og Hjalti Einarsson klippa á borðaog opna Setbergsskóla formlega. Þeir setjast í forskóladeild skólans í vetur. Mynd Kristinn Dagheimili og skóli í Hafnarfirði Á föstudag var mikil vígsluhátíð í Hafnarfirði. Þá var vígt nýtt dagheimili við Hjallabraut og hlaut það nafnið Garðavellir og auk þess var vígður nýr grunnskóli, Setbergsskóli. Garðavellir eru stærsta dagvistarstofn- unin í Firðinum, 606 fermetrar að stærð. Það var Hagvirki sem vann verkið samkvæmt alútboði. (stað hefðbundinna deildaskiptinga verð- ur starfseminni skipt í dageiningar, morguneiningar og síðdegiseining- ar. Fjöldi plássa á heimilinu eru rúmlega 110. Forstöðukona er Mar- grét Pála Olafsdóttir. Setbergsskóli er í nýju íbúðarhverfi og er ætlaður fyrir nemendur frá 6 ára aldri til 9. bekkjar. Skólanum er skipt í tvo byggingaráf anga, þann sem nú er tekinn í notkun og er 2115 fermetrar að stærð og seinni áfanga sem verður 1374 fermetrar. í vetur verða í skólanum um 200 nemendur í 11 bekkjardeildum á aldrinum 6-12 ára. Skólastjóri er Loftur Magnússon. Arkitekt er Björn Hallsson en bygg- ingarverktaki Reisir. Tónleikar í Kristskirkju Sönghópurinn Ensamble L'hom- me Arme heldur í kvöld tónleika í Kristskirkju í Landakoti sem hefjast kl. 21. Flutt verða verkin Missa Papae Marcelli eftir G.P. Palestrina, Stabat Mater eftir O. Lassus og Miserere Mei eftir G. Allegri. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriöjudagur 26. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.