Þjóðviljinn - 26.09.1989, Page 2

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Page 2
FRETTIR Erlendir ferðamenn Fleiri en landsmenn Ferðamálaráð segir að um 300þúsund ferðamenn gœtu komið hingað um aldamót. Aukning síðustu 5 ára 60% Samkvæmt upplýsingum Ferð- amálaráðs Islands hefur er- Sigurður Á Friðþjófsson Þjóðviljinn Sáfi fréttastjóri Sigurður Á. Friðþjófsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Þjóðvilj- ans. Sigurður er Hafnfirðingur, fæddur 1951. Hann hefur gefið út fimm bækur: skáldsögur, smá- sagnasafn, ljóðabók og samtals- bók um unglinga í vanda. Hann á alllanga reynslu í blaðamennsku að baki og kom til starfa við Þjóð- viljann fyrir tæpum fjórum árum. Sigurður var um skeið umsjónar- maður Sunnudagsblaðs og Helg- arblaðs Þjóðviljans frá því það fór að koma út í fyrrasumar. Úrval kaupir Útsýn Ferðaskrifstofan Úrval hefur keypt ferðaskrifstofuna Útsýn og voru samningar þar að lútandi undirritaðirá laugardag. Úrval er nú orðin stærsta ferðaskrifstofan en stærstu hluthafar Úrvals eru Eimskip og Flugleiðir. Samvinn- uferðir Landsýn eru nú næst stærsta ferðaskrifstofan en voru stærstir áður. Sjóbjörgun í gær hófst ráðstefna yfirmanna sjóbjörgunarstöðva við N- Atlantshaf að Hótel Sögu. Þátt- takendur eru frá stjórnstöðvum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kan- ada, Danmörku, Frakklandi, Færeyjum og Noregi en Land- helgisgæsla íslands og Slysavarn- afélagið eru gestgjafar. Auk þess sitja ráðstefnuna fulltrúar frá IMO-Alþjóða Siglingamála- stofnuninni, Flugmálastjórn, Pósti- og síma og Siglingamála- stofnun. Aðalmarkmið ráðstefn- unnar er að styrkja samvinnu og samband þessara aðila við björg- un á úthafinu, kynnast aðferðum og útbúnaði hvers annars við leit og björgun og gera tillögur til úr- bóta varðandi leit og björgun á sjó. Ráðstefnunni lýkur á mið- vikudag. Skilnaðarhópur Fræðslu- og umræðunámskeið fyrir fólk sem hefur staðið í skiln- aði hefst á næstunni. Námskeiðið byggir á fræðslu um skilnað og er vettvangur til að miðla gagn- kvæmum skilningi og reynslu. Með þessu á að auka innsæi og skilning þannig að losni um meinlokur og togstreitu. Félags- lendum ferðamönnum sem koma til íslands fjölgað um 60% frá ár- inu 1984. Það ár komu 85.200 er- lendir ferðamenn til landsins en í ár er áætlað að um 135 þúsund erlendir ferðamenn heimsæki ís- land. Ferðamálaráð telur að heildarvelta ferðaþjónustunnar í ár verði á bilinu 9-10 milljarðar króna og ef vel til takist í framtíð- inni, verði vægi ferðaþjónustu í þjóðarbúskapnum svipað og sjávarútvegs í byrjun næstu aldar. Síðasti stjórnarfundur núver- andi stjórnar Ferðamálaráðs var haldinn í gær. Á blaðamanna- fundi sem ráðið boðaði til af þessu tilefni sagði Pétur J. Eiríks- son, stjórnarfulltrúi, að auðvitað fylgdu aukinni ferðaþjónustu á- kveðinn vandamál, eins og í öllu sem gert væri, þegar hann var spurður hvort sveiflur í tekjum af ferðaþjónustu sköpuðu ekki vanda. Pétur sagði markvisst unnið að því að draga úr þessum sveiflum og í að dreifa ferða- mannastraumnum yfir allt árið. Árangur hefði náðst í þessum efnum. Ferðamannastraumurinn hæfist nú fyrr en áður og endaði seinna og náðst hefði að selja ís- land sem ferðamannaland yfir vetrarmánuðina í meira mæli en áður. Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs, sagði mikla aukningu hafa átt sér stað á þeim sem notfærðu sér ferðaþjónustu bænda og væri hægt að tala um þreföldun í þeim efnum á síðustu 3-4 árum. Bændur byðu upp á margt fleira en gistingu, tam. ráðgjafarnir Nanna K. Sigurðar- dóttir og Sigrún Júlíusdóttir munu stjórna námskeiðinu og veita þær upplýsingar og skrá nið- ur þátttakendur í síma 25770 frá kl. 10-12. Einnig er hægt að gefa skilaboð í símsvara í sama síma- númeri á öðrum tíma. Nýjung frá Apple Komin er á markaðinn ný ferða - tölva frá Apple og nefnist hún Macintosh Portable Tölvan er með 2 Mb innra minni og 40 Mb innbyggðan harðan disk. Raf- hlaða sem fylgir tölvunni endist til að knýja hana í allt að 12 klukkustundir miðað við venju- lega notkun. Til þess að nýta ork- una sem best slokknar á harða disknum sé hann ekki notaður í ákveðinn tíma. Minni rafhlaða er einnig í tölvunni til þess að allt haldist í innra minni tölvunnar þegar skipta þarf um rafhlöðu. 10 tommu skjár er á tölvunni og gef- ur hann mjög skarpa mynd, en með aukabúnaði er hægt að tengja tölvuna við aðra tölvuskjái eða sjónvarp. Lyklaborðið er af fullri stærð en þar sem venjulega er talnaborð er „mús á hvolfi“. Hægt er að flytja músina yfir með örfáum handtökum sé notandinn örvhentur. Einnig er hægt að fá venjulega mús við tölvuna og hestamennsku og veiðiferðir. Sveitarfélög væru farin að gera sér grein fyrir þeim tekjuauka sem ferðaþjónusta gæti haft í för með sér. Þá sagði Kjartan íslend- inga ferðast meira um landið en almennt væri haldið og væru þeir um helmingur skráðra gesta á hótelum landsins. En skráningar hótela væru í raun eina mælistik- an sem hægt væri að styðjast við varðandi ferðagleði lslendinga innanlands. Hátt verð á bílaleigubflum er Ferðamálaráði áhyggjuefni. Kjartan sagði Ferðamálaráð hafa talað fyrir daufum eyrum um þau mál við stjórnvöld. Að sögn Pét- urs er verð bílaleigubíla geysi- legur þröskuldur í ferðamálum þjóðarinnar. Þeir væru tolllagðir eins og einkabflar, en í Dan- mörku og víðar væri lægri tollur á bflum ætluðum til leigu en einka- bflum. Þetta væri mikið atriði fyrir landsbyggðina vegna þess að þeir sem ferðuðust um á bfl, ferð- uðust öðruvísi en þeir sem færu um í hópferðum. Fólk á eigin bíl færi í fleiri landshluta og dreifðist meira um landið og notaði frekar þjónustu eins og ferðaþjónustu bænda. Fram kom á blaðamannafund- inum að um 6.000 ársstörf sé að finna í ferðaþjónustu, þegar litið sé á hana í víðum skilningi. Kjart- an sagði ekki mögulegt að beita tæknibrellum til aðfækkaþessum ársstörfum og ef fjöldi ferða- manna héldi áfram að vaxa, myndi störfum í ferðaþjónustu fjölga næstu áratugina. -hmp lyklaborð með talnaborði á sín- um stað. Þá hefur ýmiskonar sér- búnaður verið hannaður fyrir tölvuna. Kvöldskóli fyrir kjötiðnaðarmenn Ákveðið hefur verið að hleypa af stokkunum endurmenntunar- námskeiðum fyrir kjötiðnaðar- menn í formi kvöldskóla á vegum Félags íslenskra kjötiðnaðar- manna. Telur stjórn félagsins brýna þörf á endurmenntun kjöt- iðnaðarmanna þar sem ekki er boðið upp á kennslu í faginu í menntakerfinu. Stjórnin telurþví menntakerfið ekki samtíða þeim kröfum sem gerðar eru til kjöt- iðnaðarmanna í dag. Umræðan sem upp kom síðastliðið vor um t sýnatöku á kjötvörum í verslun- um hefur einnig átt stóran þátt í ákvörðun stjórnarinnar og verð- ur eitt af markmiðum endur- menntunarinnar að kjötiðnaðar- menn standi betur að vígi þar sem kröfur neytenda hafa aukist á undanförnum árum. Sjávarafurðir og ull til Kóreu f dag hefst í Seoul í Suður-Kóreu vörusýningin Evrópsk fram- leiðsla og eru íslendingar meðal þátttakenda. Fyrirtækin sem taka þátt í sýningunni eru Álafoss, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamtök lagmetis, Sjávaraf- urðadeild Sambandsins, Mar- bakki og Seifur. Linda Péturs- dóttir, ungfrú heimur, mun taka þátt í að kynna íslensku vörurnar og kemur hún m.a. fram í sjón- varpi þar sem ungfrú Suður- Kórea ræðir við hana. Pétur J. Eiríksson og Kjartan Lárusson hjá Ferðamálaráði eru bjart- sýnir á framtíð ferðamannaiðnaðar á íslandi. Mynd: Kristinn. Aðventistar Skóli og menningar- miðstöð vígð Aðventistar vígðu á föstudag nýja skólabyggingu og menn- ingarmiðstöð sem þeir eru að reisa í Fossvogi, en byggingin er nú fokheld. Byggingafram- kvæmdir hófust í október í fyrra þannig að vel hefur miðað áfram enda hefur safnaðarfólk unnið í sjálfboðavinnu við bygginguna. Aðventistar hafa starfrækt barnaskóla í Reykjavík allt frá ár- inu 1929 en sá skóli hefur lengst af búið við ófullnægjandi hús- næði. Með nýju byggingunni verður skólanum búið húsnæði sem uppfyllir nútíma kröfur og þarfir slíks skóla. í húsinu á einnig að verða menningarmiðstöð með aðstöðu til námskeiðahalds, fyrirlestra- flutnings, tónleika, mannfunda og félagsstarfs af hvers kyns tagi. Arkitekt hússins er Knútur Jeppesen. Sigurgeir M. Sigurgeirsson og Hjalti Einarsson klippa á borða og opna Setbergsskóla formlega. Þeir setjast í forskóladeild skólans í vetur. Mynd Kristinn Dagheimili og skóli í Hafnarfirði Á föstudag var mikil vígsluhátíð í Hafnarfirði. Þá var vígt nýtt dagheimili við Hjallabraut og hlaut það nafnið Garðavellir og auk þess var vígður nýrgrunnskóli, Setbergsskóli. Garðavellireru stærsta dagvistarstofn- unin í Firðinum, 606 fermetrar að stærð. Það var Hagvirki sem vann verkið samkvæmt alútboði. í stað hefðbundinna deildaskiptinga verð- ur starfseminni skipt í dageiningar, morguneiningar og síðdegiseining- ar. Fjöldi plássa á heimilinu eru rúmlega 110. Forstöðukona er Mar- grét Pála Olafsdóttir. Setbergsskóli er í nýju íbúðarhverfi og er ætlaður fyrir nemendur frá 6 ára aldri til 9. bekkjar. Skólanum er skipt i tvo byggingaráfanga, þann sem nú er tekinn í notkun og er 2115 fermetrar að stærð og seinni áfanga sem verður 1374 fermetrar. í vetur verða í skólanum um 200 nemendur í 11 bekkjardeildum á aldrinum 6-12 ára. Skólastjóri er Loftur Magnússon. Arkitekt er Björn Hallsson en bygg- ingarverktaki Reisir. Tonleikar í Kristskirkju Sönghópurinn Ensamble L‘hom- me Arme heldur í kvöld tónleika í Kristskirkju í Landakoti sem hefjast kl. 21. Flutt verða verkin Missa Papae Marcelli eftir G.P. Palestrina, Stabat Mater eftir O. Lassus og Miserere Mei eftir G. Allegri. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. september 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.