Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Fjármagnsskatturinn Enskukunnáttu ábotavant Eitthvað virðist enskukunnáttu viðskiptaséníanna sem gefa út yikuritið Vísbendingu vera áfátt. I grein sem birtist í síðasta tölu- blaði Vísbendingar og ber yfir- skriftina „Skattar þar og hér", er m.a. fjallað skatta á fjármagns- tekjur og birt með tafia úr tínia- ritinu Financial Times sem hefur verið þýdd á íslensku. í Financial Times er taflan um staðgreiðslu skatta á vaxtatekjur í Efnahags- bandalagslöndunum, en sama tafla er í Vísbendingu um Skatta á vexti. Þarna er vitaskuld stór munur á. Yfirskrift töflunnar í Financial Times 9. febrúar í ár er „Europe- an Witholding Tax Regimes", en witholding tax þýðir stað- greiðsluskattur. Hvað skatta af fjármagnstekjum varðar þá er ís- land eina landið innan OECD sem ekki hefur verið með skatt af vaxtatekjum. Staksteinar Moggans voru fljótir að hagnýta sér vankunn- áttu viðskiptaséníanna og birtu töfluna og greinina úr Vísbend- ingu til að reyna að ná höggi á stefnu ríkisstjórnarinnar, en eins- og kunnugt er hefur nefnd nýlega skilað frá sér tillögum um slíkan skatt og fer það mjög fyrir brjóst íhaldsins. Hvort misskilningur inn í Vísbendingu var af van- kunnáttu eða af ráðnum hug geta menn svo velt fyrir sér. ^Sáf Alexej Kankov, Olga Makova og Alexander Abcanov segjast mikið geta lært af starfsemi Æskulýðssambands (slands. Mynd: Jim Smart. Æskulýðsstarf Sovésk ungmenni í heimsókn Ungtfólk íSovétríkjunum bindur miklar von- ir við perestrojku nýtast þeim heimafyrir. Fyrir utan marga og forvitnilega fundi með fulltrúum ÆSÍ, hefðu þau Adögunum voru í heimsókn hér á landi þrjú sovésk ungmeiuii í boði Æskulýðssambands ís- lands. Þetta voru þau Alexander Abcanov, ritari Moskvudeildar Æskulýðssambands koinmún- ista, Alexej Kankov, starfsmaður Sovéska æskulýðssambandsins og Olga Makova, stúdent í fjármál- aháskóla Moskvu. Þau segja æskufólk Sovétríkjanna binda miklar vonir við perestrojku Gor- batsjofs, en fólk sé almennt farið að gera sér grein fyrir að perest- rojkan sé langtíma verkefni. Til- gangur heimsóknar þremenning- anna til íslands var að kynnast starfsemi ÆSÍ og efla tengsl á inilli þjóðanna. Á blaðamannafundi sem ÆSÍ boðaði til vegna heimsóknar So- vétmannanna, sögðust ung- mennin hafa kynnst mörgu for - vitnilegu í starfi ÆSÍ sem myndi Lánskjör Ný visitala Seðlabankinn hefur gefið út lánskjaravísitölu sem gildir fyrir októbermánuð. Er hún 2640 og hefur hækkað um 2,17% frá sept- embermánuði. Umreiknað til árshækkunar hefur breytingin verið þessi: í síðasta mánuði 29,3%, síðustu 3 mánuði 16,7%, síðustu 6 mánuði 21,6% og síð- ustu 12 mánuði 16,6%. -ÞH kynnst í þessari ferð athygli- sverðu landi, þjóð og sögu hér á íslandi, sem kæmi að notum í skilningi þeirra á fólkinu sem hér byggi- Þau sögðu að nú glímdi perest- rojkan við nokkur meginvand- amál í sovéskum þjóðarbúskap. Pólitísk endurreisn væri á fullum skriði, en í efnahagsmálum væru miklir erfiðleikar fyrir og þar gengju endurbætur hægar. Engu að síður hefði grundvöllur perest- rojkunnar verið lagður og ekki yrði hægt að snú við til fyrri tíma í Sovétríkjunum. Það kom fram í máli þeirra að ungt fólk byndi miklar vonir við perestrojkuna. Um þessar mund- ir væri erfitt að sjá hvort markmið perestrojkunnar næðu öll fram að ganga, en fólk væri í vaxandi mæli farið að gera sér grein fyrir því að perestrojkan væri langtím- averkefni. Umbætur í efnahags- lífinu gerðust ekki á einum degi. Þá sögðust ungmennin telja að ungt fólk notfærði sér aukið mál- frelsi í kjölf ar glasnost og fengi nú meiri upplýsingar um sögu þjóð- ar sinnar en áður, og væri forvitið að-vita hvað hefði gerst í fortíð- inni. Glasnostið skilaði sér líka í auknum upplýsingum um það sem væri að gerast í Sovétrfkjun- um í dag. -hmp Allar götur síðan 1938 þegar .— núverandi vinnulöggjöt var samþykkt sem lög frá Alþingi hef- ur verið þegjandi samkomulag á milli aðila vinnumarkaðarins að ekki verði hróflað við henni neina með samþykki beggja aðila. Á þessum tíma hefur aðeins einu sinni verið reynt að einhverju marki að leggja fram tillögur til breytinga á vinnulöggjöfinni og það var árið 1976 þegar þáver- andi félagsmálaráðherra dr. Gunnar Thoroddsen lét semja frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur sem ætlunin var að leggja fram á Alþingi þá um veturinn. En andstaða verka- lýðsfélaga við frumvarpið varð þess valdandi að það komst aldrei á málaskrá þingsins og hefur ekk- ert til þess spurst síðan. Á þessum rúmlega fimmtíu árum sem liðin eru frá setningu laganna um stéttarfélög og vinnu- deilur hafa þó annað slagið heyrst þær raddir úr herbúðum atvinnu- rekenda að brýnt sé að endur- skoða lögin í takt við breyttan tíð- aranda. Sérstaklega hafa þessar raddir orðið háværar þegar fá- mennir hópar launamanna hafa beitt sér af hörku gegn viðsemj- endum sínum og getað, ef til verkfalls skyldi koma, stöðvað eða lamað starfsemi stærri hópa sem standa fyrir utan viðkomandi Akall um helsi ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 vinnudeilu. Þessi hljóð úr her- búðum atvinnurekenda hafa þó aldrei verið nema í nösunum á þeim því engar breytingar hafa verið gerðar á vinnulöggjöfinni og í dag er ekkert sem bendir til að hróflað verði við henni þó svo að formaður Vinnuveitendasam- bands íslands telji þörf á því og einnig Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Ástæðan er sú hin sama og var árið 1976 að hvorki Alþýðusamband íslands né hin einstöku félög innan þess vilja breytingar á núverandi vinn- ulöggjöf, og þar við situr. Aukin völd til sátta En hvað er það núna sem kallar á endurskoðun vinnulöggjafar- innar og hverju þarf að breyta að mati Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra: - Ég er þeirrar skoðunar að tryggja þurfi betur en nú er að hagsmunir heildarinnar ráði, en ekki hagsmunir fámennra hópa og að ríkissáttasemjari fái aukin völd þanhig að hann geti til dæm- is frestað verkföllum þegar þann- ig stendur á. Aðspurður hvort endurskoðun vinnulöggjafarinnar hafi komið inná borð ríkisstjórnarinnar sagði Steingrímur svo ekki vera, heldur væri þetta sín persónulega skoðun og búin að vera lengi. En finnst forsætisráðherra vera meira lag til breytinga nú en oft áður? - Það verður að vísu aldrei gert nema með samþykki aðila vinn- umarkaðarins og í samráði við þá. Ef innan þeirra raða er mikil andstaða við endurskoðun og breeytingar á vinnulöggjöfinni verður ekkert gert. En að hinu leytinu finnst mér vera meira lag til að gera breytingar á þessari rúmlega fimmtíu ára löggjöf á sama tíma og ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að gera stórtækar kerfisbreytingar í peningamál- um, landbúnaðarmálum og svo framvegis, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Að mati Einars Odds Krist- jánssonar formanns Vinnu- veitendasambands íslands hefur öll umræða um vinnulöggjöfina verið feimnismál hingað til og tími til kominn að vekja athygli á henni og þeim agnúum sem áíög- unum eru í nútímaþjóðfélagi. - Ég hef reynt að benda mönnum á að allur þessi her - kostnaður og sú mikla vinna við samninga- og samningagerð hafi skilað okkur litlu og þá sérstak- lega til þeirra sem lægst hafa launin. Þá er mér engin launung á þeirri persónulegu skoðun minni að völd verkalýðsfélaganna eru rosalega dreifð og mundi heldur kjósa að heildarsamtök þeirra væru sterkari fyrir vikið. Engu að síður er það staðreynd að við í VSÍ munum aldrei hvetja til pó- litískrar baráttu fyrir breytingum á löggjöfinni í andstöðu við samtök launamanna, sagði Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ. Ekki stóra málið En hvað finnst Ásmundi Stef- ánssyni forseta Alþýðusambands íslands um þessar raddir sem í BRENNIDEPLI koma uppá yfirborðið annað slagið og vilja endurskoðun á vinnulöggjöfinni? Telur hann þörf á einhverjum breytingum frá því sem nú er? - Ég held tæplega að breyting- ar eða endurskoðun á vinnu- löggjöfinni sé stóra málið í dag. Heppilegasta aðferðin við lausn kjaradeilna er sú að viðkomandi aðilar vinni saman á frjálsum grundvelli eins og verið hefur. Þessi umræða um breytingar eða endurskoðun hefur komið skringilega upp í gegnum tíðina og yfirleitt þegar fámennir hópar hafa beitt sér af hörku gegn við- semjendum sínum. Hjá okkur í ASI hefur tiltölulega lítið verið um átök smáhópa og ofast nær gengið vel að ná samstöðu um niðurstöðu, sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Sömu skoðunar er Björn Grét- ar S vcinsson formaður verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn í Horna- Tómt mál er að tala um endurskoðun eða breytingar á núverandi vinnulöggjöfá meðan ekki ersamstaða umþað á meðal aðila vinnu- markaðarins. Þó er greinilegur vilji meðal forustumanna VSÍað skerða mannréttindi launamanna frá þvísem nú er firði sem jafnframt á sæti í fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bands íslands. - Ég sé enga stóra ástæðu til að breyta vinnulöggjöf- inni. Hins vegar virðist mér greinilegur vilji hjá forystu- mönnum VSÍ að skerða mann- réttindi launamanna frá því sem nú er. í sjálfu sér skilur maður sjónarmið þeirra í sínum aumingjaskap þar sem þeir virð- ast ekki valda starfi sínu, og eina ráðið sem þeim dettur í hug er að fá því framgengt að frelsi verka- lýðsfélaga og launamanna verði skert. En ákvörðunarrétturinn verður áfram hjá hverju einstöku verkalýðsfélagi og verður ekki færður til neinna heildarsama- taka launamanna. Við viljum frjálsa verkalýðshreyfingu, en ekki að hún sé í fjötrum sam- kvæmt hugmyndum þeirra VSÍ- manna, sagði Björn Grétar Sveinsson. Séu hugmyndir þeirra Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra og Einars Odds Krist- jánssonar formanns VSÍ bornar saman við þær sem var að finna í áðurnefndu frumvarpi dr. Gunn- ars Thoroddsens frá árinu 1976 kemur í ljós að þeir eru sammála því sem stóð í frumvarpinu að auka völd forustu ASÍ og einnig vald ríkissáttasemjara. Því til við- bótar vildi dr. Gunnar skerða verkfallsréttinn til muna frá því sem er í núgildandi vinnulöggjöf. Sextíu solarhringa frestur Samkvæmt frumvarpi dr. Gunnars Thoroddsens var gert ráð fyrir því að sáttasemjari geti frestað boðaðri vinnustöðvun í allt að fimm sólarhringa telji hann líkur á að samkomulag sé í höfn. Óheimilt verði að semja um skemmri uppsagnarfrest en tvo mánuði í stað eins, og boðun- arfrestur verkfalls verði lengdur úr sjö sólarhringum í tíu. Þá átti félagsmálaráðherra að fá vald til að fresta verkfalli sem bundið var við einn vinnustað eða fámennt verkalýðsfélag sem ekki taldi fleiri en hundrað félagsmenn í allt að sextíu sólarhringa. Þó var það tekið fram í frumvarpinu að ekki megi beita þessu ákvæði nema einu sinni í hverri vinnudeilu. Þá mátti samkvæmt frumvarpinu ekki hefja samúðarvinnustöðvun fyrr en frumvinnustöðvunin hefði staðið í fjórtán sólarhringa. -«rh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.