Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Friðaiverðlaun til forsetans í fyrri viku geröust þau tíðindi, að Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands var sæmd friðarverðlaunum frá stofnuninni Together for Peace Foundation. Tvær merkiskonur aðrar eru sæmdar verðlaunum þessum, þær Nancy Reagan fyrrum forsetafrú og Raísa Gorbatsjoya forsetafrú í Sovét- ríkjunum. Þegar verðlaunin voru afheht tengdi frú Fanfani, fulltrúi þeirra sem verðlaunin veita, þau ekki síst við leiðtoga- fundinn í Reykjavík 1986 en með þeim fundi hefði hafist nýtt tímabil í samskiptum austurs og vesturs og friðarþróun í heiminum. Ætla mætti að hér hefðu þau tíðindi gerst sem eru fyrir- varalaust talin jákvæð og uppörvandi og ekki ef ni í deilur. En nú er ekki því að heilsa. Ástæðan er sú að í fyrri viku birti Morgunblaðið leiðarastúf þar sem lagt er út af þessari verð- launaveitingu á mjög ósmekklegan hátt. Þar segir: „Vigdís Finnbogadóttir fær að sjálfsögðu verðlaunin vegna þess að hún er forseti íslands, ríkis sem er aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Með aðild sinni að banda- laginu hafa íslendingar lagt sinn skerf af mörkum til sam- starfs ríkja í öflugustu friðarhreyfingu , sem hefur verið kom- ið á fót." Málgagni utanríkisráðherra, Alþýðublaðinu, fór sem fleirum: því blöskraði þessi túlkun. í leiðarastúf sagði blaðið að nær væri Morgunblaðinu að biðja forsetann afsökunar á þessari klausu því blaðið hefði „látið að því liggja að mál- flutningur forsetans sé ekki sjálfstætt framlag hennar til eflingar friðar á jörðunni." En Morgunblaðið vísar því frá sér með nokkru yfirlæti í nýjum leiðarastúf um helgina að eitthvað sé við túlkun þess að athuga og ítrekar þann skiln- ing að forsetinn fái verðlaun í viðurkenningarskyni fyrir þá utanríkisstefnu sem byggir á aðild að Nató. „Vér einir vitum" stendur þar. Þetta væri allt hlægilegt ef það væri ekki ógn dapurlegt um leið. í fyrsta lagi er það meira en skrýtin kenning að telja að Gorbatsjov og Reagan hafi valið ísland að fundarstað vegna þess að íslendingar voru góðir strákar í Nató. (Nýjar fregnir í Morgunblaðinu greina reyndar frá því, að trú bandarísku forsetahjónanna á stjömuspár hafi ráðið miklu um það.) í annan stað: eigum við að halda áfram túlkuninni og segja að ef Vigdís forseti fær f riðarverðlaun sem í raun eru verðlaun til íslenska ríkisins fyrir að vera í friðarbandalaginu Nató - fær Raísaforsetafrú þá hliðstæð verðlaun í viðurkenningarskyni fyrir að hennar ríki hefur forystu fyrir Varsjárbandalaginu - sem hlýtur þá að vera friðargæslufélag líka? Það er hlægilegt hve langt Morgunblaðið er enn reiðubúið að ganga til að minna í tíma og ótíma á þá eftirlætiskenningu sína að Nató sé mesta friðarhreyfing í heiminum. Og þetta upphlaup núna síðast verður vart skýrt með öðru en því, að leiðarahöfundur blaðsins sé undarlegum harmi sleginn yfir því að sú friðarþróun sem var að hefjast á Reykjavíkurfund- inum 1986 sé með einum og öðrum hætti að grafa undan þeim forsendum sem hernaðarbandalögin tvö hafa vísað til sér og vígbúnaði sínum til réttlætingar. Enginn veit hvað átt hef ur fyrr en misst hefur varð einhverjum að orði þegar búið var að kippa andskotanum út úr sálmabók íslensku þjóðkir- kjunnar. En það er dapurlegt að með þessum útleggingum sínum gerir Morgunblaðið í raun lítið úr framgöngu Vigdísar forseta á alþjóðlegum vettvangi - bæði þegar hún var æðstur gestgjafi leiðtogafundarins fyrir þrem árum og þegar hún hef ur með öðrum hætti lagt því f rumkvæði lið sem stuðlar að menningarlegri og friðsamlegri sambúð þjóða. Það er gert lítið úr forsetaembættinu sem einskonar vélrænu viðhengi við utanríkisstefnu misviturra ríkisstjórna. Og það er líka gert lítið úr okkur öllum sem fannst að þjóðin öll, með Vigdísi í broddi fylkingar, væri gestgjafi mestu valdamanna heims fyrir þrem árum - hvað sem mönnum annars fannst um eðli og atferli hernaðarbandalaga. ÁB bandalags»^f útínatoin^JII -fl^sfe^ ^ •>> Tveggja heiöurs- höfunda saknað Nýlega gaf menntamálaráðu- neytið út bækling á ensku, um þrjátíu síður, og er hann ætlaður til kynningar á íslenskum bók- menntum erlendis. Þar fara fyrst nokkrar greinar en aftast í bækl- ingnum er listi yfir nokkra helstu rithöfunda og skáld á hverju tímabili íslenskrar bókmennta- sögu og segir reyndar ekki annað af þeim en nöfn þeirra eru nefnd. Nú ber það til tíðinda að tveir höfundar í heiðurslaunaflokki al- þingis, þeir Guðmundur Daníels- son og Indriði G. Þorsteinsson eru ekki á þeim lista og hefur þetta orðið að hitamáli, fyrst í Tímanum og svo Morgunblað- inu. Að vísu tekur Guðmundur Daníelsson þessari uppákomu með gamansemi: hann segir á þá leið í stuttu viðtali við Morgun- blaðið að líklega hafi stórmenni eins og þeir Indriði ekki komist fyrir í svo litlu kveri og væntan- lega verði gefið út sérstakt kver umþásíðar. Indriði G. Þorsteins- son er aftur á móti óllu myrkari í máli: honum þykir þetta nafna- mál svo stórt að hann slær því fram í viðtali að hér sé í fyrsta lagi út gefin á bæklingi „stefna Al- þýðubandalagsins í listum". Og í öðru lagi segir Indriði að engu sé líkara en sjálft einræðið illt og grimmt sem sé nú á hröðum flótta úr kommúnistaríkjunum hafi leitað hingað til íslands og sest að í bókmenntabæklingi Svavars menntamálaráðherra. Það er ekki lengi verið að gifta hana Möngu. Má nú klippari áður en lengra er haldið trufla svolítið þennan harmleik: það er ekki lengi gert að fínna þriðja skáldið úr „heiðurslaunaflokki Alþingis" sem vantar á fyrrgreindan lista - sem vissulega er gloppóttur. En það er nafn hins ágæta skálds Jóns Helgasonar. Og verður erf- itt að flokka hann með þeim „borgaralegu" skáldum sem Ind- riði G. heldur að kommar alls- konar vilji þegja í hel. Annars lítur sú röksemda- færsla, að í bæklingnum hafi kommar fylkt sér gegn „borgara- legum" höfundum, út á þessa leið, eins og Morgunblaðið mat-" reiðir hana eftir Tímanum: „í dagblaðinu Tímanum á laugar- daginn kom fram að í nýju riti menntamálaráðuneytisins á ensku til kynningar á íslenskum bókmenntum, sé hlutur borgara- legra rithöfunda fyrir borð bor- inn og meira gert úr hlut vinstri- sinnaðra rithöfunda. Til dæmis sé hvergi getið í ritinu tveggja höf- unda sem eru í heiðurslauna- flokki Alþingis, Guðmundar Daníelssonar og Indriða G. Þor-' steinssonar, og aðeins lítillega minnst á látna öndvegishöfunda eins og Tómas Guðmundsson, Guðmund G. Hagalín og Gunnar Gunnarsson." Lítið lagðist fyrir kappana á Morgunblaðinu að þurfa að láta Tímann miðla sér þessari visku. En hvað um það: hér er um ásak- anir að ræða sem eru gjörsamlega út í hött og lengra en það. Og ekki bara vegna þess sem fyrr segir um listann sem á vantar Indriða, Guðmund og Jón Helgason. Ekki niðursoðin bókmenntasaga Það er reyndar alveg rétt, að það er aðeins lítillega minnst á Tómas, Hagalín og Gunnar Gunnarsson í greinum í marg- nefndu kynningarkveri. Réttara sagt: það er ekkert um þá fjallað, þeir eru barasta nefndir á nafn. En svo er og um ótal höfunda aðra - og kemur það ekki málinu við hvort þeir eru „borgaralegir" eða andborgaralegir eða hvar annarsstaðar menn vilja raða þeim undir bókmenntasólunni. Það er heldur ekkert fjallað um Þórberg Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum eða Guðmund Böðvars- son í þessu kveri. Það er minnst á Ólaf Jóhann Sigurðsson í einni setningu. Það er hvorki fjallað um Jón úr Vör né Matthías Jo- hannessen, hvorki um Stein Steinarr né Hannes Sigfússon. Vangaveltur um að mönnum sé gert í kveri þessu hátt eða lágt undir höfði eftir einhverjum pól- itískum lit ná því hvergi fótfestu. Blátt áfram vegna þess að höf- undar ritsins eru bersýnilega ekki að gera minnstu tilraun til þess að sjóða niður íslenska bókmennta- sögu á svosem 30 blaðsíðum. í kverinu er ein grein um fornbók- menntir okkar, önnur um Hall- dór Laxness og tvær fjalla mestan part um umbrot í íslenskri skáld- sagnagerð á seinni áratugum, hefð og módernisma og það allt. Síðan er örstutt grein um barna- bókmenntir. Þetta þýðir m.a. að þjóðskáld 19. aldar eru ekkí á dagskrá, heldur ekki neitt að ráði íslenskar bókmenntir á fyrri hluta okkar aldar (nema Halldór Lax- ness), leikritagerð er sleppt, ljóðagerð er mjög vfkjandi fyrir prósa, og það sem sagt er um skáldsagnagerð lýtur mest að þeim sem hafa sagt skilið við raunsæishefðina eða beinlínis ris- ið gegn henni. Fleiri leiðir, vitanlega Það hefur vafalaust verið alveg rétt hjá aðstandendum þessa bæklings að hafna því fyrirfram að reyna að sjóða niður bók- menntasöguna í þetta litla pláss sem þeir höfðu og kæfa allt í skylduupptalningum á öllum þeim mætu höfundum sem við sögu hafa komið. Þar með er vit- anlega ekki sagt, að þeir hafi val- ið hina einu réttu leið til að minna útlenda aðila á íslenskar bók- menntir - að sjálfsögðu er hægt að nálgast það verkefni á margan annan hátt en hér hefur verið gerður. Nýjungar andspænis hefð - þetta er vitaskuld mikið eftir- lætisviðfangsefni hjá bókmennta- fræðingum, en það getur verið leiðingjarnt að einblína um of á það. En hvað sem því líður: mikl- ar rokur um það, að í þessu kynn- ingarkveri sé rekinn skæruhern- aður hinna rauðu gegn borgara- legum höfundum - þær eru svona álíka nærri sanni og ef einhverj- um hefði dottið í hug að mikil pólitísk hægrisveifla hefði riðið yfir landið þegar horfið var frá vinstrihandarakstri í umferðinni hér um árið. ÁB Þjóðviliihn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími:68133 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur PállJónsson. Rltstjóri: Arni Bergmann. Fréttastlórl:SigurðurA.Friðþjófsson. Aðrlrblaðamenn:DagurÞorleifsson, EliasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Lilja Gunnarsdðttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (iþr.), Þröstur Haraldsson. Skrflstofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Oiga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir. S(mavar8la:SigríðurKristjánsdóttir,ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjórl: Jóna Sigurdðrsdóttir. Útbrelðslu- og afgrefðslust|örl: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardðttir, Halla Pálsdðttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrin Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sloumúla 6, Reykjavfk, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Simfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprenthf. Verð ílausasolu: 90 kr. Nýtt Holgai blnð: 140 kr Askriftarvorð á mánuðl: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.