Þjóðviljinn - 26.09.1989, Page 5

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Page 5
VIÐHORF komið í Evrópubandalagið týrir árið 2010 Pétur Edvardsson skrifar ísland Ekki er rétt að einfalda um of og alltaf er best að fara að öllu með gát. Þetta er ekki íhaldssemi heldur almenn skynsemi. Nú virðist hins vegar að þessi var- kárni sé notuð sem afsökun fyrir þá sem vilja ekki samþykkja eitthvað sem þeir ekki skilja. Að undanförnu hefur Þjóðviljinn boðið upp á hreinan áróður gegn Evrópubandalaginu (vissujega mjög flókin stofnun það...) með því að birta eina greinina á fætur annarri eftir fólk sem virðist hreinlega ekki þekkja umræðu- efnið nógu vel og skrifar af slíkri örvæntingu og sannfæringu að skrif þess verða eins ósönn og ósmekkleg og sjálfur kosninga- áróðurinn til Evrópukosninga í júní sl. Hér ætla ég þó ekki að skrifa ítarlega grein um EB, held- ur aðeins að leiðrétta nokkrar „rangtúlkanir” sem koma fram í gein eftir Jón Gunnarsson í Þjóð- viljanum 17. ágúst s.l. Federalismi: Sameining án miðstýringar Byrjum á tilvitnun Jóns í Hjör- leif Guttormsson: „í EB nýtur sú skoðun meirihlutafylgis, að bandalagið verði að stjórnmála- legri heild, og vitaskuld hlýtur utanríkis- og varnarmálastefna að falla að þeirri heild.” Þetta er hárrétt. Flest aðildarlönd EB vilja stefna hægt og með gát að sameiningu Evrópu. Sú stefna sem á erlendu máli kallast „federalismi” felur í sér samein- ingu í eina stórnmálalega heild án miðstýringar og er í beinni and- stöðu við þjóðernishyggju eða „nationalisma”, enda yrðu ein- ingarnar í hugsanlegri stjórn- málalegri heild ekki endilega þjóðríkin eins og við þekkjum þau nú, heldur jafnframt menn- ingarleg svæði. T.d. væru Vallón- ía og Katalónía frekar grunn- einingar heldur en Belgía og Spánn. Þó svo að aðildarríki EB séu ekki á sama máli um hvernig skuli fari að því, þá eru þeir búnir að samþykkja grundvallarstefnu „federalisma”. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér innihald þessarar stefnu nánar, vil ég benda á að lesa bækur ítalska rithöfundarins Altiero Spinelli um „federal- isma” og þá sérstaklega tillöguna sem hann lagði fyrir Evrópu- þingið og var samþykkt þar 14. febrúar 1984. Varnarmál: Evrópa og NATO Greinarhöfundur segir í grein sinni að Vesturevrópubandalagið (Western European Union eða WEU) komi til með að „sinna varnarmálum EB”. Það er greini- legt að Jón skilur ekki alveg póli- tískt samhengi milli NATO, WEU og EB. WEU var stofnað 1954, þegar Varnarmála- bandalag Evrópu (European De- fence Community, sem í raun fól í sér grundvöll fyrir sam- evrópskan her) datt upp fyrir vegna andstöðu einhverra EB- landa. Hingað til hefur WEU gert lítið meira en að staðfesta þá stefnu í evrópskum varnarmálum sem hefur verið notuð í Evrópu- deild Atlantshafsbandalagsins (Nato Eurogroup). Þannig getur aukin evrópsk samvinna í varnarmálum t.d. aldrei verið fyrirstaða fyrir inngöngu íslands í EB (ekki einu sinni fyrir vinstri menn) þar sem ísland er hvort eð er í NATO. En kannski eru vinstrimenn nú að ráðast gegn EB til að fá útrás fyrir vangetu þeirra til að vera sjálfum sér samkvæmir varðandi Atlants- hafsbandalagsaðild. Aðildarríki WEU og EB eru ekki þau sömu, þannig að WEU þyrfti að fá formlegt umboð frá EB til að geta tekið að sér varnarmál þess og EB er ekki slík stofnun að hún fari að afsala sér vald til ákvarðanatöku í hvaða formi sem er. Austurríki og Tyrkland Þá snýr Jón sér að umsóknum Austurríkis og Tyrklands. Hann segir aðild Austurríkis „með öllu óvissa” og langar mig að vita hvar hann hafi fengið þær upplýsing- ar.... Því hingað til hefur það ekki gerst að umsókn lýðræðis- legs Evrópuríkis hafi verið hafn- að. Vissulega tekur það sinn tíma að fá fulla aðild og ekkert nýtt ríki verður tekið inn fyrir 1993, en enginn, nema kannski Jón, er í vafa um að Austurríki sé að fara inn í EB. Varðandi Tyrkland, þá er það auðvitað mjög jákvætt að . skilyrði fyrir inngöngu þeirra skuli vera að þeir virði mannréttindi og sýnir þetta í verki að EB reynir að minnsta kosti að verða að „Evrópu fólks- ins” og tekur ekki inn hvaða lönd sem er til þess aðeins að stækka neytendamarkað til handa stór- fyrirtækjunum. Norðurlöndin og EB „Eftir 1992,” segir Jón (og sýnir þar með hversu mikið hann er búinn að fylgjast með, vegna þess að allir eru löngu farnir að tala um 1993 í stað 1992), „munu önnur lög gilda um innri vinnu- markað EB en gilt hafa á Norður- löndum.” Jón virðist ekki gera sér grein fyrir því að í Evrópu hafa alltaf verið önnur lög í gildi en á Norðurlöndunum og eina breytingin eftir ’93 er að þá verða þau samræmd. „Um þau lög munu Danir engu ráða,” segir Jón þá, og vísar til þeirrar staðreyndar að Danir eru aðeins 2% af borgurum EB, en „gleymir” að í ráðherranefndinni (sem í dag er valdamest innan EB) hafa Danir sama fulltrúa- hlutfall og öll hin löndin, nefni- lega einn ráðherra af tólf. (Má ég minna Jón á að einmitt Danir unnu hið svokallaða „bjórdósa- mál” gegn EB fyrir dómstólum EB...) En þar fyrir utan er það ekki mjög árangursrík stefna hinna Norðurlandanna að sitja fyrir utan EB og kvarta yfir hvað Dan- ir hafa lítil völd innan EB, í stað þess að fara inn og taka höndum saman til að styðja þeirra góðu málefni. Og þetta er ekki dæmi um „if you can’t beat them, join them”-stefnuna, heldur afleiðing þess hvað heimurinn okkar verð- ur æ minni og málefnin æ yfir- þjóðlegri. Hvað þýðir t.d. í dag fyrir eitt þjóðþing að taka ákvörðun um umhverfisvernd án þess að vera í samfloti við önnur lönd, fyrst aðalumhverfisvanda- málin nú eru í höfunúm og há- loftunum...? það er ekki pólitísk tilviljun að græningjar á íslandi eru fylgjandi EB-aðild... Um ytri landamæri EB fullviss- ir Jón okkur fyrst um að „þeirra skal gætt af sameiginlegum EB gæsluliðum”, og svo í næstu setn- ingu um að „ekkert hefur verið ákveðið um þetta”. Auðvitað getur aðeins önnur staðhæfingin verið rétt og hér er það sú fyrri. En nú þegar hefur verið ákveðið að einstakar þjóðir fái sérstaka meðferð (eins og t.d. Ítalía vegna mikillar hættu á eiturlyfja- flutningi frá Afríku á bátum) þó svo að smáatriði séu ekki ennþá frágengin. Um gagnkvæman kosningarétt Norðurlanda í sveitarstjórnar- kosningum segir Jón hetta: „ís- lendingur sem neytir kosninga- réttar í Danmörku nú, er að kjósa í Danmörku. En ekki eftir 1992. Þá er hann að kjósa í EB. Og munu kosningalög EB heimila það?” Þetta er hreinasta bull! Fyrst og fremst hafa kosningar til Evrópuþings (sem hafa verið til í mörg ár) ekkert að gera með kosningar til þjóðþings einhvers EB-lands, og engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á því fyrirkomulagi eftir 1993 eða síðar! En þó að svo væri, þá eru sveitarstjórnarkosningar ennþá eitthvað allt annað heldur en kosningar til þjóðþings. EB og fjármálin: Slangan sem ekki bítur Jón talar um gjaldeyrissamein- ingu og hversu slæm hún sé. En ég spyr: Væru afleiðingar mjög slæmar fyrir íslensku krónuna ef hún yrði tengd inn í „gjaldeyris- slönguna EB”? Sú „slanga” virk- ar þannig, að um leið og gjald- miðill eins lands ferð að víkja meira en visst leyfilegt prósentu- stig af ákveðnu meðalgengi gagn- vart ECU (European Currency Unit sem er samevrópskur gjald- miðill), þá eru hin löndin skuld- bundin til að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hann fari aftur inn fyrir þau leyfilegu mörk... (Nafnið kemur til vegna þess að línurit af sveiflum ákveð- ins gjaldmiðils innan efri og neðri marka í kringum meðalgengi lítur út eins og slanga.) Slangan hefur m.a. leitt til þess að meðal- verðbólga í EB var komin niður í 3% árið 1986. EB og menningarmál Hann nefnir sjónvarpslög EB sem „kveða á um að a.m.k. 50% sjónvarpsefnis í EB löndum skuli framleitt innan EB” en gleymir að þetta er gert til að vernda eigin menningu (sbr. fjölda af íslensk- um lögum í svipuðum tilgangi) og eru margir sammála um að und- anfarin ár hefur þetta leitt til þess að tungumál minnihlutamenningar- félaga eins og t.d. Katalóníu, Ir- lands og Wales hafa aldrei fengið eins mikinn stuðning undir lands- lögum eins og þau fá nú undir EB lögum (sbr. skoðanakannanir um stuðning við EB hjá minnihluta- menningarfélögum og smá- þjóðum). Þegar Jón talar um „LINGUA” kerfi EB, veit hann greinilega ekki hvað hann er að tala um. LINGUA er ekki kerfi til að samræma tungumála- kennslu í skólum EB að einum og sama staðli, heldur áætlun sem á að gera ungu fólki kleift að læra tungumál annarra Evrópulanda en þeirra sem eru að jafnaði oft- ast kennd, og þá fyrir utan ram- ma venjulegra skóla. (Ef Jón hef- ur virkilega áhuga á að kynna sé LINGUA-áætlunina, þá er til góður bæklingur um hana hjá Æskulýðssambandi íslands!) En fyrst Jón er að nefna eitt prógramm sem menntamála- stefna EB hefur leitt af sér fyrir ungt fólk, því nefnir hann þá ekki fleiri? (Eða hefur hann fyrir til- viljun heyrt einhvers staðar um „LINGUA”?) Því nefnir hann ekki ERASMUS, PETRA, EURYDICE, EURYCLEE, COMMETT (sem í maí sl. var opnað aðildarríkjum EFTA og þar með íslandi) eða YOUTH FOR EUROPE? Jón biður um „eina stað- festingu” á því að EB leggi áherslu á í menningarmálum að „aðstoða minni samfélög sem eiga f vök að verjast” en er samt þegar búinn að nefna nokkur dæmi sjálfur (án þess að vita það þó, þar sem hann hefur ekki haft fyrir því að kynna sér þau); sjón- varpslöggjöf EB. LINGUA áætl- un EB... en við getum bætt við sem dæmi: miljarðar og miljarðar ECU sem er dælt í að skapa atvinnutækifæri tengd svæðis- bundnum lífsháttum á svæðum þar sem fólk er farið að flytja burtu vegna atvinnuleysis. Kaflinn sem heitir „Menning- in, íslandsklukkan og Uffe” fær mann til að hugsa hvort Jón sé ekki í raun sjálfstæðismaður, í raunverulegri merkingu þess orðs. Stærsti misskilningur greinarinnar er líklegast þessi (sem Jón deilir raunar með mörg- um íslendigum, kannski vegna þess að ísland var ekki lagt í rúst fyrir 50 árum): EB var upphaf- lega ekki stofnað af efnahags- ástæðum, til að vernda stórfyrir- tæki og stórhagsmunaaðila. Auðvitað hafa stórfyrirtækin nýtt sér hugsjónina um sameinaða Evrópu, og gert sér grein fyrir möguleika þess fyrir löngu. En í upphafi voru það aðrar hug- myndir sem lágu að baki stofnun- ar EB. Hugmyndir um sam- einaða Evrópu voru þegar til staðar eftir fyrstu heims- styjöldina. 1923 lagði austur- rískur stjórnmálamaður (Van Coudenhove Kalergi) til að stofnuð yrðu „Bandaríki Evr- ópu”; og 1929, í frægri ræðu á fundi Þjóðabandalagsins í Genf, hvatti franski utanríkisráð- herrann ríkisstjórnir Evrópu til að stofna með sér „Bandalag Evrópu” innan ramma Þjóða- bandalagsins. En það þurfti eina styrjöld til í Evrópu áður en menn gerðu sér fyllilega grein fyrir þeirri hættu sem óblönduð þjóðernishyggja felur í sér. í maí 1950 var ítarleg tillaga kynnt, unnin af Robert Schuman (utanríkisráðherra Frakklands) og Jean Monet, sem fól í sér stofnun yfirþjóðlegs bandalags utan um fransk-þýskan kola- og stáliðnað. Hugmyndin á bak við þetta var að það væri til lítils að þvinga upp á Þýskaland einhliða takmörkunum og eftirlitsráð- stöfunum, á meðan algjörlega sjálfstætt Þýskaland gæti ennþá ógnað friðinum í Evrópu. Eina leiðin út úr þessu var að taka Þýskaland inn í stjórnmálalega og efnahagslega evrópska heild. Með þessu var einnig verið að fylgja eftir hugmyndum Churc- hills frá því 1946, þegar hann lagði til í ræðu í Zúrich að stofnuð yrðu „Bandaríki Evrópu”. Menn vildu koma í veg fyrir að Evrópu- löndin færu aftur í stríð, og til þess var besta leiðin sú að skapa efnahagsleg tengsl á milli land- anna. Þannig varð Efna- hagsbandalagið til og átti að leiða til frekari stjórnmálalegrar sameiningar og að lokum til evr- ópskrar stjórnarskrár. Ég hvet Jón hér með, og alla þá sem hafa áhuga, til að lesa bækur eftir og um Jean Monet og þá sérstaklega þá hugmyndafræði sem liggur á bak við sameinaða Evrópu. Upphaflega var hug- sjónin um sameinaða Evrópu hugsjón um friðarstefnu og er kominn tími til að vinstra liðið á íslandi fari að gera sér grein fyrir því! En til að geta barist fyrir Evr- ópu fólksins og á móti Evrópu stórhagsmunaaðila verður maður að vera orðinn hluti af Evrópu. Það er rétt að „skeið þjóð- ríkjanna er löngu á enda runnið” og það er einnig ljóst að skeið federalisma tekur við. Fyrir mig persónulega er það svo líica alveg á hreinu að í síðasta lagi árið 2010 verður ísland orðið að aðildarríki EB, og þá kannski (!) rétt á undan fyrsta Austur-Evrópu- ríkinu.... ,Fyrir mér er það alveg á hreinu að í síðasta lagi árið 2010 verðurls- land orðið að aðildar- ríki EB og þá kannski réttáundan fyrsta Austur- Evrópu- ríkinu!” Þriðjudagur 26. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.