Þjóðviljinn - 26.09.1989, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Qupperneq 6
ERLENDAR FRETTIR Tillögur Mubaraks I tíu atriðum Tillögur þær, sem Hosni Mu- barak, Egyptalandsforseti, hefur lagt fyrir Israelsstjórn við- víkjandi fyrirhuguðum kosning- um á Vesturbakka og I Gaza, eru að sögn í tíu atriðum. (Þær hafa að vísu ekki enn verið birtar opin- berlega.) Tillagan um kosningar er frá ísraelsstjórn komin, og er gert ráð fyrir að í þeim kjósi Pal- estínumenn fulltrúa til viðræðna við Israela um takmarkaða sjálf- stjórn Palestínumanna á ofan- nefndum svæðum. Atriðin tíu eru: 1. Allir íbúar Vesturbakka og Gazaspildu skulu hafa kosninga- rétt og kjörgengi í kosningunum, þar með taldir íbúar Austur- Jerúsalem. 2. Þeir skulu hafa fullt frelsi til kosningabaráttu fyrir kosningar og meðan á þeim stendur. 3. ísrael samþykki að alþjóð- legir aðilar hafi eftirlit með kosn- ingunum. 4. ísrael skuldbindi sig fyrir kosningar til þess, að virða úrslit þeirra. 5. ísraelsstjórn skuldibindi sig til þess að í framhaldi af kosning- unum verði gert endanlegt sam- komulag á grundvelli samþykkta Sameinuðu þióðanna 242 og 338, þess efnis að Israel fái frið, en láti í staðinn af höndum hersetin lönd. 6. ísraelsher verði ekki á Vest- urbakka og í Gaza meðan kosið er. 7. Engir ísraelar komi inn á Vesturbakka eða til Gaza á kjör- dag, að frátöldum landnemum og þeim sem hafa þar störfum að gegna. 8. Nefnd skipuð fulltrúum bæði ísraela og Palestínumanna sjái um undirbúning kosninganna og ljúki því verki á ekki lengri tíma en tveimur mánuðum. 9. Bandaríkin ábyrgist að stað- ið verði við ákvæði allra atrið- anna að ofan og ísrael lýsi því yfir fyrirfram að það samþykki ákvæðin og framfylgi þeim. 10. Landnám á hersetnu svæð- unum verði stöðvað. Reuter/-dþ. ísraelskir hermenn handtaka Palestínumann í Gaza - koma tillögur Egypta til með að leiða til friðar? START Nýtt fmmkvæði Sovétmanna Líklegt að eftirgjöf þeirra í veigamiklum atriðum verði til að sam- komulag náist um helmingsfækkun langdrœgra kjarnaflauga Sovétríkjastjórn Gorbatsjovs hefur enn einu sinni leyst úr hnút í afvopnunarviðræðum risa- veldanna, í þetta sinn með því að gefa verulega eftir viðvíkjandi langdrægum kjarnavopnum. Viðræður um þessi vopn hafa Iengi staðið yfir I Genf og í níu mánuði hefur hvorki gengið né rekið í þeim. Bandaríkjastjórn hefur undanfarið auðsýnt þessum viðræðum tiltölulega lítinn áhuga og Bush forseti í staðinn einkum beint athygli sinni að viðræðun- um í Vín um hefðbundinn vopna- búnað. Hnúturinn leystist í tveggja daga viðræðum utanríkisráð- herra risaveldanna, þeirra James A. Baker og Eduards Shevardna- dze, í Wyoming um s.l. helgi. Mestu máli skiptir þar að sovéska stjórnin samþykkir nú að haldið sé áfram með viðræðurnar um fækkun langdrægra kjarnavopna (START), jafnvel þótt sam- komulag náist ekki um varnar- kerfi gegn kjarnaflaugum úti í geimnum. Hingað til hefur so- véska stjórnin staðið fast á því, að ekki kæmi til greina að fækka langdrægum kjarnavopnum iiema því aðeins að téð varnar- kerfi yrðu bönnuð. Shevardnadze sagði Baker einnig á fundi þeirra að Sovét- menn hefðu ákveðið að rífa rat- sjárstöðina í Krasnojarsk í Síber- íu, en stöð þessi hefur lengi verið Bandaríkjastjórn þyrnir í augum. Bandaríkjamenn halda því fram, að stöðin sé brot á gagnflauga- sáttmálanum (ABM) frá 1972 og hafa krafist þess að hún yrði rifin fyrir undirritun START- samnings. Sovétmenn telja fyrir sitt leyti að varnarkerfi úti í geimnum (stjörnustríð Reagans) sé brot á téðum sáttmála. Shevardnadze bauð einnig upp á að stýriflaugum um borð í her- skipum yrði haldið utan við START-viðræðurnar, en hingað til hafa Sovétmenn viljað láta fyrirhugaðan START-samning ná til þeirra einnig. Fyrirhugað er að ná samkomu- lagi um að fækka langdrægum kjarnavopnum í eigu risaveld- anna um helming. Fréttaskýr- endur komast svo að orði, að eftir þetta mikla eftirgjöf af hálfu so- vésku stjórnarinnar geti Banda- ríkjastjórn varla hliðrað sér hjá því að ganga til samkomulags í þessu mikilvæga máli. Talið er að fækkun langdrægra kjarnavopna verði eitt meginmálið í viðræðum þeirra Bush og Gorbatsjovs, er þeir hittast á næsta ári. Fyrir utanríkisráðherrafund- inn í Wyoming hafði Gorbatsjov tilkynnt Bush bréflega um þetta nýja frumkvæði af hálfu Sovét- ríkjanna til að greiða fyrir START-samningi. Reuter/-dþ. Hryðjuverkamenn grönduðu UTA-vél Franska gagnnjósnaþjónustan, DST, hefur verið til kvödd að grafast fyrir um orsakir þess að frönsk farþegaflugvél af gerðinni DC-10 og í eigu flugfélagsins UTA fórst yfir Sahara í s.l. viku. Eng- inn vafi er nú talinn á að flugvélin hafi tæst sundur af völdum spren- gingar í mikilli hæð. Allar líkur eru á að hér sé um hryðjuverk að ræða. Menn hafa hringt og lýst ábyrgð á hendur líbönskum samtökum, sem nefn- ast Heilagt stríð íslams, og stjórnarandstæðingum í Tsjad. En eins víst er talið að þær hring- ingar hafi verið gabb. 170 manns fórust með vélinni og hafa lík um 80 þeirra fundist. Ólíklegt er talið að fleiri finnist, þar sem margir farþega munu hafa tæst gersam- lega í sundur við sprenginguna auk þess sem mörg lík eru horfin undir eyðimerkursandinn, en sandfok er að jafnaði mikið á þessum slóðum. Meirihluti far- þega var Afríkumenn, en einnig voru með vélinni margir franskir borgarar og menn af fleiri þjóð- um. Sovétríkin Oriagaríkt flokksþing að ári Þörfer bráðrar lausnar á efnahagsvandamálum sem ógna perestrojku Gorbatsjov á þjóðfulltrúaþinginu nýja - almenningi finnst breytingar í lýðræðisátt miðlungi mikils verðar ef neysluvörur vantar í verslanir. Aráðstefnu miðnefndar so- véska kommúnistafiokksins í s.I. viku, er gerð var samþykkt um aukna sjálfstjórn til handa so- vétlýðveldunum, gerðist það einnig að af 11 fullgildum fulltrú- um í stjórnmálaráði flokksins létu þrír af setu þar. Þeir eru Vladímír V. Sjerbítský, leiðtogi flokksins I Úkraínu og stjórnmálaráðsfull- trúi síðan 1971, Víktor M. Tsje- bríkov, fyrrum æðsti maður KGB og Víktor P. Níkonov, ritari kommúnistafiokksins um akur- yrkjumál. Tveir þeir fyrstnefndu voru þungavigtarmenn í ráðinu (Sjer- bítský hafði setið í því lengur en nokkur annar af þeim sem nú eiga þar sæti) og eru meðal liðs- odda íhaldssamari manna í flokknum. Er því talið að það hafi verið að tilstuðlan Gorbat- sjovs forseta að þeir létu af störf- um í ráðinu og hafi hann með því verið að styrkja stöðu pere- strojkusinna. Við það beitir Gor- batsjov einskonar salamiaðferð, ýtir íhaldssamari mönnum úr á- hrifastöðum smátt og smátt. Um- deilt er hvaða þýðingu afsögn þessara þriggja úr stjórnmála- ráðinu hafi, og fréttaskýrendum ber saman um að íhaldsmenn séu enn sterkir í miðnefnd og flokks- apparatinu yfirleitt, svo að Gorbatsjov verði að fara að með fyllstu gát í „hreinsunum“ sínum, til þess að þeir snúist ekki sam- einaðir og öndverðir gegn hon- um. Lígatsjov skákað Meðal þeirra, sem taka nú sæti sem fullgildir stjórnmálaráðs- menn í stað hinna þriggja brott- gengnu, eru Vladímír Krjútsj- kov, núverandi æðsti maður KGB, sem staðið hefur fyrir meiriháttar viðleitni til þess að gefa þeirri kunnu stofnun mann- eskjulegri ímynd, og Jegor Stro- jev, talsmaður breytinga í land- búnaði. Er talið að með tilfærslu hans upp í stjórnmálaráð sé verið að gefa honum möguleika á að vega á móti völdum Jegors Lígat- sjovs í landbúnaðarmálum. Lígatsjov, sem er formaður flokksnefndarinnar um akur- yrkjumál, er helsti foringi íhalds- manna í flokknum og hann hefur ekki farið leynt með, að hann hafi margt við tillögur Gorbatsjovs um nýjungar í landbúnaðarmál- um að athuga. Hann hefur tekið skýrt fram að hann vilji viðhalda skipulagi landbúnaðarins í ríkis- og samyrkjubú lítt skertu. Á miðnefndarráðstefnunni var einnig samþykkt að halda næsta þing sovéska kommúnistaflokks- ins, það 28. í röðinni, í okt. 1990, en áður hafði verið fyrirhugað að það yrði ekki haldið fyrr en vorið 1991. Gorbatsjov mun hafa viljað halda þingið þegar næsta vor, en íhaldsmenn mótmælt því, að það yrði haldið fyrr en fyrirhugað hafði verið. Niðurstaðan virðist því vera málamiðlun. „Við þurfum nýtt blóð...“ Hér er um að ræða óvenjulega ráðstöfun og mun hafa verið gerð með hliðsjón af miklum og ill- leysanlegum vandamálum, eink- um viðvíkjandi þjóðernum og efnahag. f sjálfu stjórnsýslukerfi ríkisins hefur Gorbatsjov í krafti hins nú valdamikla forsetaemb- ættis sterka stöðu, en því fer fj arri að flokksskútan láti jafn auðveld- lega að stjórn hans. Umbóta- stefna hans í efnahagsmálum hef- ur ekki borið tilætlaðan árangur, þvert á móti hefur ástandið í þeim efnum versnað. Gorbatsjov fer ekki Ieynt með, að hann stefni að gagngerum breytingum á flokks- kerfinu. „Við þurfum nýtt blóð inn í allar nefndir. í þeim verður að vera frumlegasta og dugleg- asta fólkið og einungis það, sem hollast er perestrojku,“ sagði hann á miðnefndarráðstefnunni. Talið er að Gorbatsjov hyggist á næsta flokksþingi koma í kring mestu „hreinsun" sinni til þessa, nota það til að ná endanlegum yfirtökum í flokknum og skerða áhrif íhaldsmanna meira en nokkru sinni hefur verið gert hingað til, frá því að hann kom til valda. Perestrojkusinnar telja sennilega að ekki verði seinna vænna, ef bjarga eigi perest- rojku. Vaxandi óánægja almenn- ings með skort á neysluvörum boðar ekkert gott fyrir hana. Fólk almennt er farið að taka vfg- orðum glasnosts og perestrjoku tómlega. Maðurinn á götunni segir að einu gildi hverjir séu á hinum og þessum valdastólum, bara ef vörur komi f verslanir. Því fer fjarri að úrslitin á kom- andi flokksþingi séu ráðin. Báðir aðilar, perestrojkusinnar og íhaldsmenn, koma til með að nýta tímann fram að þingi sem best til liðssöfnunar og annars undirbúnings. Rétt er að taka fram að línurnar á milli fylkinga eru ekki skýrar. Meðal perest- rojkusinna eru menn misjafnlega róttækir og hin fylkingin er ekki heldur einlit, auk þess sem marg- ir eru á milli fylkinga og óráðnir. En örlagaríkt gæti það þing orð- ið. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN;Þriðjudagur 26. september 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.