Þjóðviljinn - 26.09.1989, Side 12

Þjóðviljinn - 26.09.1989, Side 12
"■SPURNINGIN" Viltu leyfa hömlulausan innflutning á landbúnað- arvörum? Sigríður Gottskálksdóttir, háskólanemi Ja, ég verð eiginlega að segja það. Eg er með tvö börn og fjöl- skyldu og finnst verðlagið svo æðislega hátt. Ég er nýflutt frá Bandaríkjunum og finnst munur- inn alveg ótrúlegur. Halla B. Sigurðardóttir, stöðumælavörður Ég hef nú lítið hugsað út í það og er nokkuð sama. Þó vil ég auðvit- að að verð á matvælum lækki frá því sem nú er. Bjarni Gunnarsson, menntaskólakennari Nei, það verður að halda uppi landbúnaði til að hægt sé að búa í landinu. Engilbert Runólfsson, sölustjóri Ekki hömlulausan. Það má flytja talvert inn en það verður að vera innan skynsamlegra marka og alls ekki hömlulaust. Matthías Viðar Sæmunds- son, bókmenntafræðingur Nei, ég er á móti því. Ætli við verðum ekki að halda áfram að lifa í þessu landi og því er nauðsynlegt að hafa eigin land- búnað. Á þessari vatnslitamynd Guðrúnar Indriðadóttur má sjá hvernig Nes stofa, fjós og hlaða litu út á fyrri hluta aldarinnar. Nesstofa Mekka íslenskrar lyfjafræði íslensk lyfja- og lœknisfrœði mun eignast minjasafn og húsnœði undir E ndurbyggingar á húsum að Nesi við Seltjörn hafa staðið að yfir síðustu misseri. Þar var ís- lenska landlæknisembættið stofn- að árið 1760 og á íslensk lyfja- fræði sögu sína að rekja til fyrsta íslenska apóteksins í Nesi. Vegna þessa hefur Nesstofa gjarna verið kölluð Mekka íslenskrar lyfja- fræði. Upphafið að þessum endur- byggingum má rekja til ársins 1985 þegar fslenska lyfjafræði- safnið var stofnað. Safnið hefur frá upphafi átt við húsnæðisvand- amál að stríða og hafa eigur þess verið geymdar á ýmsum stöðum. Þegar stjórn safnsins barst síðan tilboð um kaup á húseign við hliðina á Nesstofu ásamt 1000 fermetra eignarlóð var því tekið fegins hendi. Húsið sem um ræðir var sam- byggt fjós og hlaða, reist sumarið 1929. Fjósið er 118 fermetrar að flatarmáli, ásamt kjallara og risi. Hlaðan var hinsvegar svo illa far- in að ekki þótti svara kostnaði að lagfæra hana og því er hún nú í endurbyggingu frá grunni. Heildar gólfflötur byggingarinn- ar er 746 fermetrar og hafa endurbyggingarnar þegar kostað 16,5 miljónir. Engu að síður er talsvert enn í land að klára safnið að utan sem innan. En það verður ekki eingöngu lyfjafræðisafn í húsinu. Um sama skrifstofur sínar að Nesi við Seltjörn leyti og byggingar hófust voru stéttarfélögin sem að safninu standa að athuga húsakaup fyrir skrifstofur sínar. Þetta eru Apó- tekarafélag íslands, Lyfjafræð- ingafélag Islands og Stéttarfélag íslenskra lyfjafræðinga og var ákveðið að hvert um sig fengi 100 fermetra til afnota í húsinu auk aðgangs að fundaaðstöðu í safn- inu. Þá hefur Læknafélag íslands einnig í hyggju að koma upp minjasafni í Nesi. Þannig má bú- ast við að innan fárra ára verði hin myndalegasta húsaþyrping í Nesi, vöggu íslenskrar lyfja- og læknisfræði, á einhverjum falleg- asta stað Stór-Reykjavíkur- svæðisins. -þóm Hér er fjósið til vinstri, en hlöðuna þurfti að byggja frá grunni, og er hún gerbreytt frá þvf sem áður var. Mynd^Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.