Þjóðviljinn - 27.09.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 27.09.1989, Side 1
Miðvikudagur 27. september 1989 163. tölublað 54. árgangur Sjálfstœðisflokkurinn Forystan í hár saman Þorsteinn einangrast íformannssœtinu. Friðrik Sophusson: EfÞorsteinifinnst óheppilegt að ég leiti sátta í flokknum þá er það bara hans mál *úm vika er til landsfundar gefur ekki kost á sér nema Þor- flokknum kemur stöðugt bct- flokksins. Þrátt fyrir það er talið steinn dragi sig tii baka. Þrátt ur upp á yfirborðið og virðist nær fullvíst að ekki komi til mót- fyrir að ýmsir áhrifamenn í Þorsteinn Pálsson vera að ein- framboðs gegn Þorsteini á fund- flokknum, einkum menn úr at- angrast í formannssætinu þegar inum, þar sem Davíð Oddsson vinnulífínu, hafi lagt hart að Þor- w Agreiningurinn í Sjálfstæðis- ; - - Sonur Palla einn í heiminum. Mynd Kristinn. Frakkland Mítterrand til Islands Til viðrœðna við íslensk stjórnvöld um málefni EFTA og EB Forseti Frakklands Francois Mitterrand hefur boðað komu sína hingað lands þriðjudaginn 17. október til viðræðna við ís- lensk stjórnvöld um málefni Frí- verslunarbandaiags Evrópu og Efnahagsbandalags Evrópu. Ástæða þess að Frakklands- forseti kemur hingað til lands til viðræðna við íslensk stjórnvöld um málefni EFTA og EB er að utanríkisráðherra er formaður ráðherranefndar EFTA auk þess sem forsetinn vill kynna sér af eigin raun sjónarmið íslendinga og sérstöðu þeirra til EB. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í gær að á þessum fundi með Mitterrand væri kjörið tækifæri til að koma sjónarmiðum íslendinga á fram- færi við Frakklandsforseta varð- andi EB eins og raunar hefur ver- ið gert bæði við kanslara V- Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands sem og ráðamenn ann- arra EB-ríkja. -grh steini að draga sig i hlé er formað- urinn óhagganlegur í þeirri ákvörðun sinni að sitja sem fast- ast. Það vakti óskipta athygli þegar Styrmir Gunnarsson skammaði Þorstein í leiðara Morgunblaðs- ins sl. sunnudag fyrir stefnu for- mannsins í kvótamálinu. Þá vakti það ekki síður athygli þegar Frið- rik Sophussyni varaformanni flokksins var lyft upp á stall í Mogganum í gær, en þar viðrar Friðrik þá skoðun sína að ef ekki sé hægt að sættast á það að veiði- leyfi verði seld þá sé rétt að skoða það hvort flokkurinn geti ekki orðið sammála um að handhafar veiðileyfa greiði kostnað ríkisins af kvótakerfinu. Þar er einkum átt við kostnað af fiskrannsókn- um og eftirlit, sem að sögn Friðr- iks nemur um hálfum miljarði. Mogginn lét sér ekki nægja að birta grein Friðriks heldur var með tilvísunarfrétt í hana á fréttasíðu. Þetta er einkum at- hyglisvert í því ljósi að varafor- maður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá Morgunblaðinu fram til þessa. „Með þessu er. ég.að slá af mín- úm sjónarmiðum og að fallast á, í fyrsta skipti, að kvótakerfið eigi að gilda í langan tíma. Þar sem fiokkurinn hefur lýst því yfir að hann ætli að gera gengisskráning- una frjálsari og fiskverð frjálst, má búast við því að gengið breytist og verði í samræmi við kostnaðinn. Þá ætti afkoman í þessum greinum ekki að vera í hættu og því lágmark að þeir sem að fá veiðileyfi greiði kostnaðinn af því að halda þessu kerfi gang- andi,“ sagði Friðrik við Þjóðvilj- ann í gær. Þorsteinn svaraði skrifum Friðriks í DV í gær og sagði þau mjög óheppileg og sagðist hann sannfærður um að landsfundur- inn hafnaði þessum hugmyndum. „Ef Þorsteini finnst þetta óheppilegt þá er það bara hans sjónarmið. Ég svara því einungis þannig, að það eina sem mér gekk til, var að reyna að ná mála- miðlun á milli þeirra manna sem skilja að kvótakerfið þarf að vera áfram, en eru á öndverðum meiði, vegna þess að annar hóp- urinn vill að veiðileyfi séu seld, en hinn hópurinn telur að þeir sem að hafa unnið við útveg eigi einir að fá leyfi til veiðanna, án þess að greiða fyrir það,“ sagði Friðrik. Þessi orð Friðriks eru athyglis- verð í ljósi þess að Morgunblaðið skammaði Þorstein fyrir það að í stað þess að leita sátta í flokknum lýsti hann yfir afgerandi afstöðu og hafnaði alfarið hugmyndum um sölu veiðileyfa eða auðlind- askatt. „Það er enginn samningur á milli mín og Morgunblaðsins í þessu máli, enda var greinin send inn á Morgunblað á fimmtudag en leiðarinn birtist ekki fyrr en á sunnudag,“ sagði Friðrik. „En hitt er annað mál að svo vili til að sjónarmið okkar í málinu hafa farið saman, og ég held að það verði að teljast undantekning að Morgunblaðið dragi minn taum en ekki annarra. Ég ber enga ábyrgð á leiðaraskrifum Morgun- blaðsins og varðandi þennan á- kveðna leiðara vil ég segja að for- maður Sjálfstæðisflokksins hefur fullt leyfi til þess að segja skoðun sína, hvenær sem er og hvar sem er, án þess að spyrja Morgun- blaðið um leyfi. Þá vil ég bæta því við að ég er stuðningsmaður Þor- steins Pálssonar sem formanns flokksins og mun beita mér fyrir endurkjöri hans.“ „Ég býst ekki við neinu upp- gjöri á landsfundinum, einkum vegna þess hve stuttur tími er til stefnu," sagði framámaður í Sjálfstæðisflokknum við Þjóð- viljann í gær. „Landsfundurinn er fyrst og fremst karnival og á öðr- um degi nennir enginn að fara í átök. Ætli Þorsteinn slampist ekki í gegn einsog Geir á sínum tíma.“ -Sáf Kvikmyndir Eftirlit til óþurftar FriðrikÞór Friðriks- son: Þekkist hvergi nema á íslandi að kvikmyndahátíðir séu undir eftirliti - Við viljum náttúrlega helst •eggja kvikmyndaeftirlitið af því það gefur augaleið að það er ekki listinni til framdráttar að vera undir eftirliti komin. Enda þekk- ist það hvergi í heiminum að kvik- myndaeftirlit skoði þau verk sem sýnd cru á kvikmyndahátíðum, sagði Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður sem á sæti í undirbúningsnefnd fyrir Kvikmyndahátið Listahátíðar. Kvikmyndaeftirlitið hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum tíðina. Það skoðar allar kvikmyndir sem sýndar verða á Listahátíð í næsta mánuði og hefur því úrslitavald um það hvort myndirnar þyki sýningarhæfar. Menn minnast enn hneykslisins þegar eftirlitið bannaði kvikmyndina Veldi til- finninganna á fyrstu kvikmynda- hátíðinni árið 1978. Leikstjórinn Nagisa Oshima hafði hvarvetna hlotið mikið lof fyrir myndina en íslendingum, einum Vestur- landabúa, var ekki leyft að sjá hana. - Þetta jafnast á við að eftirlit væri sett á aðrar listgreinar ss. rit- skoðun bókmennta. Þá fylgir þessu mikill kostnaður og má gera ráð fyrir að Kvikmyndaeftir- litið kosti Listahátíð um 200 þús- und krónur. í okkar tilfelli er rík- ið að vísu að borga ríkinu en það maríti til dæmis bjóða fleiri gest- um á hátíðina og leggja kvik- myndaeftirlitið niður, sagði Frið- rik Þór Friðriksson. -þóm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.