Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar__ ___________KLIPPT OG SKQRIÐ Raunir Þorsteins Pálssonar Fyrir nokkru hélt Sjálfstæöisflokkurinn ráöstefnu þar sem hann reyndi aö finna sér stefnu í sjávarútvegsmálum - nánar tiltekið: gera það upp við sig meö hverskonar stýringu á fiskveiðum flokkurinn treysti sér til aö mæla. Af frásögnum af ráðstefnu þessari mátti ráöa aö mjög ands- tæö sjónarmið væru innan flokksins um þetta mál og þarf þaö í sjálfu sér ekki aö koma neinum á óvart. Ekki heldur þaö aö bersýnilega var uppi talsveröur ágreiningur milli formanns Sjálfstæöisflokksins, Þorsteins Pálssonar, og varaformann hans, Friöriks Sophussonar, um þessi mál. Hinsvegar ráku menn upp stór augu þegar Morgunblaöiö birti haröoröan leiðara á sunnudaginn þar sem Þorsteinn Pálsson var gagnrýndur fyrir að taka þá afstööu á ráö- stefnunni aö vísa algjörlega frá sér hugmyndum um sölu veiðileyfa eöa auðlindaskatt. Einnig fékk Þorsteinn á baukinn fyrir að vera ekki til viöræöna um það, að meö upptöku kvótakerfisins hefði verið tekið upp einskonar lénsskipulag : Eins og margir hafa bent á fengu þeir menn sem af tilviljun stóðu í útgerð á tilteknum tíma sjóinn, sameign þjóöarinnar, aö léni, og sá lénsréttur hefur veriö aö breytast í einskonar eignarhald án þess aö nokkur fái rönd við reist. En aðalinntak gagnrýninnar var það, aö Þorsteinn Pálsson heföi ekki staðiö sig í því hlutverki formanns „aö vera sáttasemjari milli ólíkra sjónarmiða". Blaðiö segir að fiskveiöistjórnin sé viökvæmasta og erfiðasta deilumál í landinu og aö „með því aö taka svo ákveöna afstööu í upphafi sjávarútvegsráðstefnunnar hefurformaður Sjálf- stæöisflokksins gert sér erfiðara um vik en ella aö leiða máliö til lykta þegar til landsfundar kemur.“ Þessi leiðari hefur aö sjálfsögöu farið mjög fyrir brjóstiö á formanni Sjálfstæöisflokksins og hann hefur haft uppi yfirlýsingar um þaö í fjölmiðlum aö Morgunblaöiö og rit- stjóri þess Styrmir Gunnarsson komi Sjálfstæöisflokkn- um ekkert viö! Sem er reyndar ekki ný kenning, en jafn undarleg alltaf samt: ekki síst þegar til þess er tekið aö Morgunblaðið, sem stynur þungan undan of miklu aö- sendu efni, hefurgert Þorstein aö föstum greinahöfundi á opnum sínum. Hér skal engum getum aö því leitt hvort þetta mál allt ber vitni um einhverskonar samblástur gegn Þorsteini Pálssyni sem formanni Sjálfstæöisflokksins, sem gæti reynst honum erfiður þegar á landsfund kemur. Hitt er Ijóst að það er ekki lítið áfall fyrir Þorstein aö fá þann dóm í sínu blaði að hann dugi ekki sem sáttasemjari. Það hefur verið ein eftirlætiskenning á þeim bæ, aö Sjálfstæöis- flokkurinn sem slíkur ætti að vera vettvangur málamiðl- ana í þjóöfélaginu. Og þegar formanninum mistekst gjörsamlega að bræöa sitt lið og þess ólíku hagsmuni saman á ráðstefnu um afmarkað málefni, þá hljóta fleiri en ritstjórar Morgunblaösins að spyrja: hvað þá um landsmálapakkann allan? Og hvað með samstarfsmögu- leika við önnur pólitísk öfl í landinu, sem eru enn til, hvaö sem líður útbreiddri óskhyggju Flokksins stóra? Það er athyglisvert, að þegar Þorsteinn Pálsson vísar frá sér hugmyndum um sölu veiðileyfa, þá gerir hann það undir þeim formerkjum að hann vilji sem minnst afskipti ríkisins af þessum málum. Þarna er óbeint komið að mikium höfuðverk Sjálfstæðismanna: þeir vilja trúa því að í öllum greinum sé kenningin um lágmarksafskipti ríkis- valds lausnarorðið eina. En sjálf vitneskjan um fiskstofn- ana sem takmarkaða auðlind kallar hinsvegar á róttæk afskipti almannavaldsins af fiskveiðum - svonefnd frjáls samkeppni einstaklinga hefur engar hömlur í sér geymdar sem kæmi í veg fyrir að sjórinn væri þurrausinn á skömmum tíma. Á flökti milli kenningar og veruleika í þessu stórmáli magnast svo sú ringulreið og það stefnu- leysi sem einkennir allt atferli Sjálfstæðisflokksins í þess- um málum. ÁB Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi stilla sér upp fyrir framan Flugstöðina fyrir síðustu kosningar: sjáið þið hvað við erum dugleg... Við erum ábyrgir Stundum hafa hægri flokkar hér og þar i heiminum unnið kosningasigra út á það eitt að hamra oft á degi hverjum í öllum tiltækum fjölmiðlum á einu ein- földu vígorði. Og það er þetta vígorð hér: Við erum þeir einu sem kunna að fara með peninga. Ábyrgðarleysið, - það eru hin- ir. vinstrimenn og miðjumenn og það pakk allt. Til dæmis munum við ekki bet- ur en að Kristilegir í Vestur- Þýskalandi hafi unnið þann kosn- ingasigur sem dugði þeim til stjórnarforystu einmitt með þessu einfalda ráði sem áðan var um getið. Reyndin er samt allt önnur. Sukk til hægri Ólafur Ragnar fjármálaráð- herra var á dögunum að minna okkur á dýrkeyptan kosningavíx- il Sjálfstæðismanna, á Flugstöð- ina sem varð að feiknalöngum miðgarðsormi sem ætlar að svel- gja í sig fimm miljarði í taprekst- ur og afborganir af lánum á næstu árum. Það er kannski ókurteisi að minnast á það, en ekki munum við betur en leiðarahöfundar Tímans og Alþýðublaðsins hafi endilega viljað eigna sínum mönnum Flugstöðina - þeas. áður en menn fóru að reikna dæmin. En það er sama: einmitt Sjálfstæðisflokkurinn lagði sig allan fram um að eiga gripinn, eins og myndin sem hér fylgir með minnir á. Svavar Gestsson minnti líka á það um daginn að þegar Sjálf- stæðisflokkurinn stýrði ríkis- stjórn hér fyrir skemmstu í hinu mesta góðæri, tókst samt að reka ríkissjóð (á árunum 1986 til 1987) með átta miljarða króna halla (á verðlagi því sem nú gildir). Við- skiptahallinn við útlönd var og gífurlegur - eins þótt þjóðarfram- leiðslan hefðí sjaldan eða aldréi tekið jafnstóran kipp. Og þetta er ekkert einsdæmi. Arfleifð Reagans Þegar Reagan forseti í Banda- ríkjunum lét af embætti voru menn um stund með nokkrar glýjur í augum út af því, að hann hafði viljað kveðja söguna sem friðarhöfðingi og var orðinn til- tölulega samstiga mótleikara sín- um í heimstaflinu, Gorbatsjov Sovétforseta, í samningum og til- lögum sem greiddu fyrir afvopn- un. Menn sáu því ekki fyrr en seinna hve grátt þetta átrúnað- argoð fjölmargra hægrimanna hafði í rauninni leikið sinn þjóð- arbúskap, sitt fólk. Dálkahöfundurinn Russel Baker hefur minnt á það, að for- setaefni og aðrir frambjóðendur í Bandaríkjunum hafa jafnan þurft á einhverjum skálki að halda, einhverju skuggalegu afli, sem hefur skapað Skelfilegt Ástand, sem er Ógn við Bandaríkin. Stundum voru það andskotans kommúnistarnir sem höfðu skapað Ástandið, stundum fjöl- miðlarnir, eða þá djöfuls egg- hausarnir (menntamennirnir) - að ekki sé talað um Kerfið, sem var einatt skrifað með stórum staf eins og til að koma í veg fyrir að menn efuðust um að svo skelfi- lega útlínulaust kvikindi væri til. En, segir Baker, það var Reag- an sem var fyrstur til að berjast undir þeim gunnfána að það væri ríkisstjómin sem væri hið illa afl í samfélaginu, sem öllu spillti og fordjarfaði. Þessi áróður gekk vel í Bandaríkjamenn, enda munu þeir eiga sér tölverða hefð í að vantreysta stjórnvöldum - jafnvel mun sterkari en þá van- traustshefð er sem hefur verið við lýði hjá íslendingum. Og Reagan lét sem hann hefði í fullu tré við Stjórnina - hann var hinn snari og úrræðagóði minkur í rugluðu hæsnabúi pólitíkusanna. Og síðan vakna Bandaríkja- menn upp við vondan draum. Reagan og hans menn hafa rekið sinn búskap af því sjaldgæfa ábyrgðarleysi, að fjárlagahallinn, sem var ærinn fyrir, þrefaldaðist, og Bandaríkjamenn gerðust skuldugasta þjóð heimsins. Þetta gerðist m.a. með því móti að þeim sem best voru settir var hyglað með skattalækkunum ( og höfðu þó ótal smugur áður til að koma sér undan sköttum eins og nærri má geta). Annað dýrt ábyrgðarleysi sem velt er yfir á þá sem síðar koma er tengt því, að allt var látið reka á reiðanum í kjarnorkuiðnaði og ekki síst í k j arnorku vopnaframleiðslunni. Þar hefur hlaðist upp vandi í nauðsynlegum stórviðgerðum á gömlum verksmiðjum og brýnum ráðstöfunum til að losna með sæmilega viðunandi hætti við geislavirkan úrgang sem metinn er á meira en hundrað miljarði dollara. í þriðja lagi nefna bandarískir dálkahöfundar ( m.a. Anthony Lewis í New York Times) það hneyksli sem kennt er við „spari- fé og lán“. Sem fyrrgreindur Ant- hony Lewis kallar ógeðslegt dæmi um það hvernig einkaaðilar fengu að maka krókinn á kostnað almennings. En Reagan og hans menn hleyptu óprúttnum þrösk- urum í sparifé landsmanna með þeim hætti að gífurlegar fúlgur, ríkisábyrgðar, gufuðu upp í ljós- fælnum viðskiptum og sukki. Kostnaðurinn af þessu ævintýri leiðir til aukaútgjalda fyrir bandaríska skattgreiðendur sem nema munu að minnsta kosti hundrað miljörðum dollara á næstu tíu árum - og þó eru öll kurl hvegi nærri komin til grafar. Og svo mætti áfram halda. Lömun Þetta leiðir allt saman til þess, segir Anthony Lewis, að fólk er svo lamað af vonbrigðum með stjórnmálamenn, að öngvir stjórnmálamenn þora að reyna neitt nýtt. Og þegar George Bush blæs nu í hérlúðra gegn eiturlyfj- um ( sem nú eru Ovinurinn sem skapar Skelfilegt Ástand eftir að Rússar duttu úr því hlutverki), þá taka menn þeim nauðsynlega hernaði með fyrirvara miklum. Ekki endilega vegha þess að Bandaríkjamenn vilji ekki greiða þá skatta sem þarf til að berjast við eiturlyfjafaraldurinn, heldur af því að þeir treysta því ekki að peningunum verði varið eins og til stóð. Gáum að þessu. ÁB Miklir framtíðarvíxlar þlÓÐVILJINN Síðumúla 6'108 Reykjavík Sími: 68133 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson. Aftrir blaftamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr), Jim Smart(ljósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason.ÞorfinnurÖmars- son (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrífstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiftsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaftur: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síftumúla 6, Reykjavfk, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Sfmfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verft í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaft: 140kr Askriftarverö á mánufti: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.