Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.09.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Shevardnadze um efnavopn Eyðum þeim öllum Leggur til að risaveldin eyði efnavopnabirgðum sínum að mestu eða öllu jafnvel áður en alþjóðlegur sáttmáli um bann við slíkum vopnum hefur verið undirritaður Talsverður skriður virðist vera að komast á viðræður um af- vopnun, ef marka má ummæli æðstu manna risaveldanna síð- ustu daga. í ræðu fluttri yfir alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag bauð Bush Banda- ríkjaforseti upp á það fyrir hönd Bandaríkjanna að þau eyddu 80 af hundraði efnavopnabirgða sinna, ef Sovétríkin eyddu það miklu af sinum efnavopnum að þau yrðu ekki á þeim vettvangi yfirsterkari Bandaríkjunum, og í ræðu á sama þingi í gær gekk Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, skrefi lengra og lagði til að risaveldin bæði eyddu efnavopnum sínum að mestu eða öllu leyti. í ræðu sinni lagði Bush til að risaveldin framkvæmdu þessa efnavopnaeyðingu þegar áður en nýr alþjóðlegur sáttmáli um bann við efnavopnum og um eyðingu þeirra hefði gengið í gildi. Forset- inn sagði einnig, að Bandaríkin væru reiðubúin að eyða öllum efnavopnabirgðum sínum á tíu ára tímabili eftir að öll ríki, sem möguleika hefðu á að framleiða efnavopn, hefðu undirritað sátt- mála um algert bann við slíkum vopnum. I ræðu sinni fagnaði Shevar- dnadze ummælum Bandaríkja- forseta og kvað Sovétríkin reiðu- búin að ganga enn lengra í gagn- kvæmum ráðstöfunum á þessum vettvangi áður en alþjóðlegur sáttmáli um bann við efnavopn- um hefði verið undirritaður af öllum hlutaðeigandi. Skyldu risa- veldin bæði þegar skuldbinda sig til að hætta allri framleiðslu á efnavopnum, eyða efnavopna- birgðum sínum að mestu eða öllu, í von um að það greiddi fyrir útrýmingu slíkra vopna um heim allan og lýsa því yfir að þau myndu undir engum kringum- stæðum beita efnavopnum. Talið er að Bandaríkin eigi um 30.000 smálestir af efnavopnum, Sovét- menn segjast eiga um 50.000 smálestir af þeim en sumir vest- rænir sérfræðingar um þessi efni halda því fram að efnavopna- birgðir Sovétríkjanna séu marg- falt meiri. Raunar er það svo að viðvíkj- andi efnavopnum stendur ekki fyrst og fremst á Bandaríkjunum og Sovétríkjunum að afvopnast. Þriðjaheimsríki ýmis eiga efna- vopn, hafa sum beitt þeim og sýna tregðu á að útrýma þeim, kalla þau mótvægi fátækari ríkja Bush - boðið upp á eyðingu 80 af hundraði efnavopna Bandaríkj- anna. við kjarnavopn stórveldanna. Shevardnadze vék ennfremur að leiðtogafundi risaveldanna, fyrirhuguðum næsta vor eða Shevardnadze - fagnaði um- mælum Bandaríkjaforseta og bætti um betur. sumar, og kvað vonir standa til að þá hefði náðst samkomulag um fækkun langdrægra kjarnavopna. Reuter/-dþ. Líbanon Von um frið - en veik Arababandalagið býður Líbanonsþingi til ráðstefnu í Saúdi-Arabíu, en kristnum og múslímum ber mikið í milli Fyrir tæpri viku var enn einu sinni gert vopnahlé í stríðinu í IJbanon, í þetta sinn á milli stjórnar kristinna landsmanna annarsvegar og Sýrlendinga og lí- banskra bandamanna þeirra hinsvegar. Var það Arababanda- lagið, sem í þetta sinn stillti til friðar, og hefur það auk þess boð- ið Líbanonsþingi til Saúdi- Arabíu, þar sem ætlunin er að það komist að samkomulagi, er bindi enda á 14 ára grimma borg- arastyrjöld. Vonir um að það takist eru enn heldur daufar, enda ber þing- mönnum mikið á milli. Múslímar í þeirra hópi vilja láta ganga fyrir að gerðar séu breytingar á pólit- ísku kerfi Líbanons, eins og það Sovéska stjórnmálaráðið 11 valdhafar Allir rosknir og reyndir en enginn öldungur Hér fer á eftir listi yfir þá sem eru fullgildir fulltrúar í stjórnmálaráði sovéska kommúnistaflokksins eftir að skipt var um menn í nokkr- um sætum þar á ráðstefnu miðnefndar flokksins í s.l. viku. Vegna yfirfærslu valda frá flokki til ríkis í Sovétríkjunum er stjórnmálaráðið að vísu ekki eins valdamikið og áður var, en mjög valdamikið þó og eftir sem áður valdamesta stofnun kommúnistaflokksins. Af11 aðal- mönnum í ráðinu er Gorbatsjov nú sá eini, sem kjörinn var I ráðið á tíð Brezhnevs, og níu fulltrúa komu ekki í ráðið fyrr en á tíð Gorbatsjovs. Nú er ekki öldungaræðinu fyrir að fara þar á bæ, því að allir eru ellefumenningarnir fæddir eftir byltingu, sá elsti 1920. Enginn ungæð- isbragur er þó enn á ráðinu, því að allir núverandi fullgildir fulltrúar í því eru komnir yfir fimmtugt. Þeir eru: Míkhaíl Gorbatsjov, fæddur 1931, forseti Sovétríkjanna og aðalrit- ari kommúnistaflokksins. Við síðarnefnda embættinu tók hann 11. mars 1985 og varð þar með valdamesti maður Sovétríkjanna. Hann hefur átt sæti í stjórnmálaráðinu frá því í okt. 1980. Níkolaj Ryzjkov, fæddur 1929, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Stjórnmálaráðsmaður síðan í apríl 1985. Vítalíj Vorotníkov, fæddur 1926, forseti rússneska sambandslýð- veldisins (hins eiginlega Rússlands). Stjórnmálaráðsmaður frá því í des. 1983. . Lev Zajkov, fæddur 1923, flokksleiðtogi í Moskvu. I stjórnmálaraði frá því f mars 1986. Jegor Lígatsjov, fæddur 1920, formaður landbúnaðarmálanefndar miðnefndar kommúnistaflokksins. í ráðinu frá því í apríl 1985. Níkolaj Sljunkov, fæddur 1929, formaður félagshagfræðideildar miðnefndarinnar. í ráðinu frá því í júní 1987. Eduard Shevardnadze, fæddur 1928, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. f stjórnmálaráðinu hefur hann átt sæti frá því í júlí 1985. Aleksandr Jakovlev, fæddur 1923, formaður alþjóðamálanefndar miðnefndar. í ráðinu frá því í júní 1987. Vadím Medvedev, fæddur 1929, formaður hugmyndafræðinefndar miðnefndarinnar. í ráðinu frá því í sept. 1988. Júríj Masljukov, fæddur 1937, formaður áætlananefndar ríkisins. Kjörinn aðalfulltrúi í stjórnmálaráði í þ.m. Vladímír Krjútsjkov, fæddur 1924, forstjóri KGB. Kjörinn aðalfull- trúi í stjórnmálaráði í þ.m. ^ var fyrir stríðið, með það fyrir augum að völdin verði að miklu leyti yfirfærð frá kristnum til múslíma. Kristnir þingmenn, sem flestir styðja Michel Aoun, herstjóra og stjórnarformann kristinna, krefjast þess hinsvegar að Sýrlandsher fari úr landi, áður en nokkuð annað sé ákveðið. Múslímar telja að undirrót stríðs- ins hafi verið misrétti kristnum í hag, en kristnir kenna um íhlut- unum útlendinga. Síðast var kosið á Líbanons- þing 1972. Þá voru þingmenn 99, en nú hefur þeim fækkað niður í 73 vegna dauðsfalla. Araba- bandalagið hefur lagt fram til- lögur sem umræðugrundvöll og er í þeim gert ráð fyrir að múslím- ar, sem nú munu vera í meirihluta ílandinu,fáia.m.k. helmingpóli- tískra valda og að framkvæmda- valdið færist frá forseta til ríkis- stjórnar. Samkvæmt valdaskipt- ingu þeirri, er í gildi var fyrir borgarastríðið, hefur forseti framkvæmdavald og skal vera af trúflokki Maroníta. Enn er ekki fullvíst hvort kristnir Líbanonsþingmenn mæta á ráðstefnuna í Saúdi-Arabíu. Reuter/-dþ. Ungverjaland Stjómarandstæðingar á þing Stjórnarandstöðuþingmenn tóku sæti á ungverska þinginu í gær í fyrsta sinn í 42 ár. Eru þeir fjórir talsins og allir á vegum Ungverska lýðræðismálþingsins, öflugustu stjórnarandstöðusam- taka landsins. Kosningar með þátttöku fleiri flokka en eins hafa ekki farið fram í Ungverjalandi síðan 1947, en hinsvegar fengu stjórnarand- stæðingar að bjóða fram í auka- kosningum í fjórum kjördæmum, sem farið hafa fram s.l. tvo mán- uði. Voru frambjóðendur Ung- verska lýðræðismálþingsins kjörnir í kjördæmum þessum öllum. Fyrir liggja nú drög að lögum um að breyta Ungverja- landi í þingræðisland með fjöl- flokkakerfi, og er búist við að þau verði lögð fyrir þingið og sam- þykkt í næsta mánuði. Kommún- istaflokkur landsins, samtök hon- um tengd og níu stjórnarand- stöðusamtök voru saman um gerð uppkastsins að lögunum. Þegar fjölflokkakerfi hefur verið lögfest, er búist við að stjórnar- andstöðusámtökin breyti sér formlega í stjórnmálaflokka og fyrirhugað er að fyrstu þingkosn- ingar samkvæmt nýja kerfinu fari fram í júní n.á. Reuter/-dþ. Amnesty Ottast um líf kínverskra andófsmanna 242 líflátnir í Kína það sem afer árinu svo vitað sé með vissu en eftil vill miklu fleiri. Langflestar aftökur í Iran Amnesty International, hin al- þjóðlegu baráttusamtök fyrir mannréttindum, er aðsetur hafa í Lundúnum, hafa lýst því yfir í skýrslu að þau óttist um marga af a.m.k. 4000 manns, sem yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að handteknir hafi verið eftir að herinn bældi niður mótmælahreyfingar í júní. Bendir Amnesty á í því sambandi að dauðarefsing sé notuð í Kína í pólitískum tilgangi. í skýrslunni, sem fjallar um af- tökur í heiminum yfirleitt, segir að af 242 mönnum, sem vitað sé að hafi verið teknir af lífi í Kína á þessu ári, hafi 137 verið líflátnir frá því snemma í júní. Um sumt af því fólki sé vitað, að það hafi verið sakað um hlutdeild í kröfu- fundum og mótmælagöngum. En Amnesty óttast um líf miklu fleiri pólitískra andófsmanna þar- lendis, þar eð kínversk stjórnvöld hafa gefið út tilskipun um að af- tökur á „gagnbyltingarmönnum" skuli ekki gefnar upp. í ágúst s.l. tilkynnti Amnesty að um 1000 óbreyttir borgarar a.m.k. hefðu verið drepnir og mörg þúsund særðir dagana 3.- 9. júní s.l., er herinn beitti óspart skotvopnum fyrst gegn mótmæla- fólki á Himinsfriðartorgi og síðan annarsstaðar í Peking. Kínversk stjórnvöld neita því enn að margt mótmælafólk hafi verið drepið. í skýrslunni eru Kína, Iran, írak, Suður-Afríka, Bandaríkin og Sovétríkin hvött til þess að nema dauðarefsingu úr lögum. Langafkastamest við aftökur allra ríkja það sem af er árinu hefur íran verið, því af um 1600 aftökum yfir heiminn allan, sem Amnesty hefur haft spurnir af, hafa um 1200 verið framkvæmdar í því landi. Ríflega helmingur af- tekinna í íran hafði verið dæmdur fyrir smygl og sölu á eiturlyfjum og fíkniefnum, en hundruð manna voru þar einnig líflátin af pólitískum ástæðum. I írak hafa aftökurnar verið næstflestar það sem af er árinu og skipta hundr- uðum, en áreiðanlegra upplýs- inga um það er erfitt að afla þar- lendis, þar eð stjórnvöld gera sitt besta til að leyna aftökum. Að sögn Amnesty hafa 37 menn verið teknir af lífi í Suður- Afríku það sem af er árinu og 13 í Bandaríkjunum, en 2210 dauða- dæmdir menn eru í fangelsum síðarnefnda landsins. í Sovétríkj- unum er það af sem áður var því að ekki veit Amnesty með vissu um nema eina aftöku þarlendis í ár, en fimm dauðadæmdir menn eru þar í fangelsi og hefur náðun- arbeiðnum þeirra verið hafnað. í apríl s.l. lýsti Amnesty yfir alþjóðlegri herferð gegn dauða- refsingu, en síðan hefur aðeins eitt ríki, Kambódía, tilkynnt af- nám dauðarefsingar hjá sér. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 27. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.