Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 28. september 1989 164. tölublað 54. órgangur Hqfnarfjörður Ofremdarástand húsnæðismála FormaðurHlífar: Hátt Í300 láglaunafjölskyldur húsnœðíslausar eða eru í ómannsœmandi ogjafnvel heilsuspillandi húsnœði. Bœjaryfirvöld: Þessar tölurkoma verulega á óvart. Mikil uppbygging á íbúðarhúsnœðiáHvaleyrarholti. Húsnœðisstofnun: 40 íbúðirístaðllO. Kjaftshöggframan íhúsnœðislaust launafólk var svar Húsnæðisstofnunar eins Þetta fólk sækir um íbúð hjá Þeir sem nú ráða í bænum hafa oe, kjaftshögg framan í húsnæðis- stjórn verkamannabústaða, en vissulega kippt við sér en það er laust launafólk og ríkinu til fær ekki sökum þess að við fáum við ramman reip að draga þar skammar. ekki leyfi til að byggja nema brot sem var viðskilnaður fyrri bæjar- Sigurður T. Sigurðsson for- maður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarflrði segir að hátt í 300 láglaunafjölskyldur séu nú húsnæðislausar eða séu í ómann- sæmandi og jafnvel heilsuspill- andi húsnæði í Firðinum. Á sama tíma svari stjórnvöld auknum húsnæðisvandræðum láglauna- f'ólks með niðurskurði á fjár- magni til verkamannabústaða. Afleiðingin er að yfir 200 fjöl- skyldur fái enga úrlausn sinna húsnæðis vandræða. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þessar tölur koma sér verulega á óvart, en bendir á að töluvert hafi verið gert til batnaðar í þessum efnum á vegum bæj arins á síðustu þremur árum þó vissulega megi alltaf gera betur. í því sambandi nefndi bæjarstjórinn þá miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem á sér stað á nýju skipulögðu svæði á Hvaleyrarholtinu. Sömu sögu hafði Geir Gunn- arsson alþingismaður að segja aðspurður um þessa fullyrðingu formanns verkamannafélagsins Hlífar. Einar Ingi Magnússon hjá félagsmálastofnun Hafnarfjarðar sagði þessar tölur koma sér á óvart en gat þess jafnframt að hann hefði ekki aðgang að um- sóknum um íbúðir hjá stjórn Verkamannabústaða í Hafnar- firði. Einar sagði hins vegar að í gamla miðbænum byggi fólk í gömlum og lítt uppgerðum timb- urhúsum sem í sjálfu sér væri hægt að nefna sem heilsuspillandi húsnæði. Vilhjálmur Gíslason hjá heilbrigðiseftirliti Hafnarfj arðar Málrœktarátak \\\K málrækt Svavar Gestsson: Mér rennur kalt vatn milli handa ogfóta „Mér rennur kalt vatn milli handa og fóta," sagði Svavar Gestsson við Þjóðviljann í gær þegar hann frétti að Bibba á Brá- vallagötunni ætlaði að styðja Málræktarátak 89. Gríniðjan, menntamálaráðu- neytið og Ríkisútvarpið hafa tekið höndum saman um gerð út- varpsþátta með þátttöku Bibbu. í þáttunum mun Bibba fara í mál- hreinsun og verða þeir fluttir á Rás 2 frá og með 1. október. „Mér hefur alltaf legið þungt á brjóstum hvort ekki væri hægt að fá Bibbu í þetta verkefni og er í sautjánda himni að það tókst," sagði Svavar. Þá hefur Gríniðjan ákveðið að bjóða grunnskólum upp á skólaafslátt á sýninguna „Brá- vallagatan - Arnarnesið". Miða- verð verður 1200 krónur í stað 1600 og af hverjum miða sem skólinn selur renna 25 krónur í sérstakan sjóð til styrktar mál- ræktarátaki. -Sáf sagði að frá sínum bæjardyrum séð væri þessi fullyrðing for- manns Hlífar nánast úti í hafs- auga. Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði sótti um leyfi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins til að hefja byggingu á 110 íbúðum í ár en þess í stað var aðeins veitt leyfi fyrir byggingu 40 íbúða. Bæjar- yfirvöld í Firðinum tóku hins veg- ar jákvæða afstöðu til málsins og samþykktu fyrir sitt leyti að byggðar væru 110 íbúðir. Að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar - Við erum ekki að tála um moldarkofa í þessu sambandi, heldur húsnæði þar sem alltof þröngt er um fólkið og hver hel- vítis smuga er nýtt. Ég kalla það heilsuspillandi húsnæði það húsnæði sem spillir að einhverju leyti eða að hluta til heilsu manna. Ég hef dæmi í mínum bókum um asmaveikt barn sem býr í húsnæði sem það þolir ekki. Þetta fólk sækir um íbúð hjá stjórn verkamannabústaða, en fær ekki sökum þess að við fáum ekki leyfi til að byggja nema brot af því sem við sækjum um. Þá er leigumarkaðurinn bæði þröngur og dýr sem gerir það að verkum að láglaunafólkið er með öllu ós- amkeppnisfært á honum við aðra betur launaða hópa, sagði Sig- urður T. Sigurðsson. - Við höfum sent félagsmála- ráðuneytinu ályktanir okkar um þessi mál aftur og aftur, ár eftir ár og einnig talað við bæjaryfirvöld. stjórnarmeirihluta sem sinnti þessum málum vægast sagt ákaf- lega lítið. Ofan á þetta bætist svo núverandi samdráttarskeið í efnahagslífi þjóðarinnar og þá er byrjað á því að láta þeim sem minnst mega sín blæða, en hinir komast áfram, sagði Sigurður T. Sigurðsson formaður verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði. -grh Sjötta ársþing Tannlæknafélagsins stendur nú yfir á Hótel Sögu. Af því tilefni efndu ársþings- og endurmenntunarnefnd til sýningar á gömlum tækjum og tólum sem notuð voru til tannlækninga fyrir margt löngu. Á myndinni bregða nokkrir þeirra á leik í tækjakosti sem notaður var ma. af Halli Hallssyni eldri á þriðja áratugnum. Þeir eru fv. Svend Richter, Sigurður Viggósson, Halldóra Bergmann, Hannes Ríkharðsson, Börkur Thoroddsen og Jón Birgir Jónsson. MýnrJ-Jim Smart. Jafnrétti Kynjamisretti hjá AST? LiljaMósesdóttir,fyrrverandihagfrœðingurASÍ, lét af störfum vegna óánœgju meðmisréttií launamálum. JónA. Eggertsson,formaður launanefndar ASÍ: Fráleitt að verið sé að mismuna Það hefur vakið nokkra athygli að Lilja Mósesdóttir sem starfað hefur í tæpt ár sem annar hag- fræðingur hjá Alþýðusambandi íslands lét af störfum þar með litl- um fyrirvara fyrir skömmu. Ber hún ma. við óánægju með þróun launamála. „Það voru þrjár ástæður fyrir uppsögn minni," sagði Lilja í samtali við Þjóðviljann. „í fyrsta lagi hafði launamunur milli fyrsta og annars hagfræðings Alþýðu- sambandsins margfaldast eftir að ég tók til starfa. f öðru lagi hækk- aði nýráðinn skrifstofustjóri, sem er karlkyns, upp fyrir annan hag- fræðing í launum, en það hefur aldrei gerst áður. í þriðja lagi fannst mér starf mitt vera að þró- ast í þá átt að ég væri eingöngu í því að vinna að verkefnum sem fólu í sér litla ábyrgð og völd. Það var eins og skilgreiningu starfsins hefði verið breytt að mér óafvitandi og mér fannst það ekki lengur vera að öllu leyti í sam- ræmi við mína menntun. Þegar ég hætti var ég að semja erindi um konur á íslenskum vinnumarkaði sem ég á að flytja á ráðstefnu í Bergen á næstunni. Það var löngu ákveðið að ég færi á þessa ráð- stefnu en vegna þess að ég fékk engan frið til að semja erindið hætti ég nokkrum dögum fyrr en ég ætlaði og eyði nú sumarfríinu mínu í að semja það. Þegar ég var ráðin til starfa var mér tjáð að á skrifstofu ASÍ væri reynt að halda launakostnaði í skefjum. Það virtist hins vegar ekki gilda um skrifstofustjórann sem hækkaði verulega í launum frá því sem forveri hans, kven- kyns, hafði haft. Ég hef enga skýringu á þessari þróun aðra en þá að verið sé að mismuna mér vegna kynferðisins, þótt það sé eflaust ómeðvitað af hálfu yfir- manna minna. Af þessu má hins vegar draga þá ályktun að ekki sé að vænta neins frumkvæðis í jafnréttismálum frá forystu Al- þýðusambandsins því valdaupp- byggingin þar virðist endurspegla það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu," sagði Lilja Móses- dóttir. Launakjör starfsfólks Alþýð- usambandsins eru ákveðin af launanefnd en formaður hennar er Jón A. Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Hann sagði að við ákvörðun launakjara yrði nefndin að taka tillit til starfsreynslu viðkomandi og þegar skrifstofustjóri var ráð- inn í sumar hafi verið tekið mið af því að Þráinn Hallgrímsson hafði starfað í mörg ár hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu og hafði sambærilega menntun og Lilja. „Það er hins vegar ekki rétt að vitna til þess að á milli fyrsta og annars hagfræðings sé aðeins 3% launamunur, það gilti þegar þess- um störfum gegndu tveir menn með mjög áþekkan starfsaldur. Lilja var á reynslutíma og hafði aðeins starfað síðan 1. nóvember í fyrra, en Ari Skúlason hefur 5-6 ára starfsreynslu, fyrst hjá Kjar- arannsóknanefnd en síðan hjá ASÍ. Það er því ekki rétt að launamunur milli hagfræðing- anna hafi breyst. Og það er frá- leitt að verið sé að mismuna fólki eftir kynferði þess, það er starfs- reynslan ein sem ræður," sagði Jón. Við ákvörðun launa á skrif- stofu ASÍ er oftast miðað við taxta Verslunarmannafélags Reykjavfkur. f efsta launaflokki þess félags er sá sem hefur 5-7 ára starfsaldur með 8,1% hærri laun en sá sem hefur unnið í eitt ár. Munurinn á launum Lilju og Ara mun hins vegar hafa verið um 20%. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.