Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 3
Útvarp Óþolandi ástand „Það cr óþolandi að menn skuli geta hlaupið svona frá skuldum sínum við opinbera aðila og feng- ið samt leyfi til útvarpsreksturs nokkrum dögum eftir að útvarps- stöðin Stjarnan hefur verið lýst gjaldþrota, en stærsta skuld stöðvarinnar er við menningar- sjóð útvarpsstöðva,“ sagði Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra í gær. Útvarpsréttarnefnd veitti Ólafi Laufdal leyfi til reksturs útvarps á fundi sínum á þriðjudag, en Ólafur var stærsti hluthafinn í Hljóðvarpi hf, sem rak útvarps- stöðina Stjörnuna, sem lýst var gjaldþrota nýlega. Svavar sagði að hann myndi í haust leggja fram frumvarp um endurskoðun á útvarpsréttar- lögum og þar verði gengið þanmg frá hnútunum að ekki verði hægt að endurtaka þennan leik. -Sáf Fjölmiðlun Ný sjón- varpsstöð Fyrirtækinu Sýn hf. sem fæst við gerð sjónvarpsauglýsinga var í gær úthlutað rás 6 á VHF-tíðni fyrir sjónvarpsstöð. Að sögn Björns Br. Björnssonar hjá Sýn hf. er ætlunin að stofna nýja sjón- varpsstöð og hefja útsendingar innan tíðar. Að sögn Björns standa mörg og sterk fyrirtæki að þessari sjón- varpsstöð en ekkert þeirra ætti mjög stóran hlut í henni. „Megin- hugsunin með stofnun þessarar stöðvar er að bjóða upp á gæði en ekki magn. Þess vegna verður einungis sent út gott efni og að- eins um helgar. Við munum bjóða upp á innlenda þætti, er- lendar bíómyndir og þætti, barna- og íþróttaefni. Hins vegar verður ekki lagt kapp á að kaupa sem mest til þess eins að fylla dagskrána.“ Ekki kvað Björn ákveðið hve- nær sjónvarpssendingar hæfust en það yrði ekki á þessu ári. Það gæti þó orðið fljótlega eftir ára- mót. „Undirbúningur hefur stað- ið lengi og það verður ekki flanað að neinu,“ sagði hann. -ÞH Rafiðnaðarsambandið Verkfalls- boðun vefengd Seint í gærkvöld hafði lítt mið- að í samkomulagsátt á milli Raf- iðnaðarsambandsins fyrir hönd rafvirkja og rafeindavirkja hjá ríkinu og samninganefndar ríkis- ins. Þegar blaðið fór í prentun benti fátt til annars en að verkfall rafiðnaðarmanna hjá ríkinu hæf- ist á miðnætti. í gær kannaði ríkislögmaður að ósk samninganefndar ríksins lög- mæti verkfallsboðunar Rafiðnað- arsarhbandsins og komst að þeirri niðurstöðu að hún bryti í bága við lög frá 1915. Samninganefnd Rafiðnaðarsambandsins er hins vegar á öndverðri skoðun og stendur fast á sinni verkfallsboð- un. Svo getur farið að samninga- nefnd ríkisins skjóti þessari deilu um lögmæti verkfallsboðunar- innar til Félagsdóms, og ef það verður raunin er deilan ekki lengur í höndum ríkissáttasemj- ara þar sem hann hefur ekki af- skipti af deilum sem skotið er til Félagsdóms. _grh Óþægingunum frestað Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins hefst eftir viku og á þeim fundi á að marka stefnu flokksins í helstu málaflokkum til frambúð- ar. Má búast við miklum svipt- ingum um stærstu málaflokkana, fiskveiðistefnuna annars vegar, en þar eru formaður og varafor- maður flokksins komnir í hár saman, og stefnuna í landbúnaði hinsvegar, en i þeim málaflokki eru skoðanir einnig mjög skiptar, þó tekist hafí að hamra saman drög að ályktun um landbúnað- armál fyrir fundinn. Ályktun þessi er mjög almennt orðuð og ekkert fjallað beint um búvörusamning við bændur né heldur um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum, sem ungir sjálfstæðismenn hafa haft kröfur um. Lögð er áhersla á sjálfseign- arstefnu í landbúnaði einsog lög gera ráð fyrir og þýðingu land- búnaðarins sem undirstöðua- tvinnugreinar í strjálbýlinu. Þá er vakin athygli á háu matvælaverði og sagt að lækkun þess sé sam- eiginlegt hagsmunamál bænda og neytenda. „Því leggur Sjálfstæðisflokkur- inn áherslu á aukna hagkvæmni og sparnað við framleiðslu, vinnslu og sölu landbúnaðar- mála. Dregið verði úr álögum hins opinbera, m.a. á aðföng til landbúnaðarins. Virðisauka- skattur verði í tveimur þrepum, sem feli í sér afnám eða stórlækk- un matarskattsins," segir orðrétt í ályktuninni. Það vekur athygli áð með þess- um orðum er tekið undir sjón- armið ríkisstjórnarinnar um virð- isaukaskatt í tveimur þrepum. En áfram með ályktunina. Jafnvægi á 5 árum „Samkeppni í vinnslu og dreif- ingu verði aukin og sölustarfsemi stórefld. Þess verði gætt að lækk- un á framleiðsluverði til bænda komi fram í lækkuðu útsöluverði. Stefnt verði að því að ná jafnvægi í framleiðslu og sölu mjólkur og kindakjöts á næstu þremur til fimm árum.“ „Það er rétt að í ályktuninni er ekki vikið einu orði að búvöru- samningnum,“ sagði Pálmi Jóns- son þingmaður, en hann var einn fjögurra þingmanna sem sátu í nefnd þeirri sem hafði það hlut- verk að koma saman þessari á- lyktun. Auk hans áttu sæti í nefndinni Egill Jónsson á Selja- völlum og Reykjavíkurþing- mennirnir Friðrik Sóphusson og Birgir ísleifur Gunnarsson. „Við gerum hinsvegar ráð fyrir því að standa við núverandi bú- vörusamning en hann gildir til ársins 1992. Þar sem ályktunin gerir ráð fyrir þriggja til fimm ára aðlögunartíma fyrir landbúnað- inn er gefið undir fótinn með nýj- an búvörusamning til tveggja ára eftir 1992,“ sagði Pálmi. Friðrik Sóphusson sagði að í þessu fælist að Sjálfstæðisflokk- urinn væri tilbúinn til viðræðna um framlengningu núverandi bú- vörusamnings um tvö ár eða við- ræður um nýjan samning til sama tíma. „Við erum hinsvegar ekki til- búnir til viðræðna núna um bú- vörusamning til aldamóta. Það verður þá eitthvað nýtt að koma til. Auðvitað vitum við ekki hver staðan verður árið 1992 en á þess- ari stundu erum við ekki tilbúnir til viðræðna um búvörusamning til aldamóta." Friðrik sagði það sína skoðun að miðstýringarkerfið standist ekki til frambúðar og standi í vegi fyrir eðlilegri þróun og endurnýj- un bændastéttarinnar og að Þeir Friðrik Sóphusson og Pálmi Jónsson eru ósammála um hvernig túlka beri ályktunina. stefna flokksins sé að draga úr þessum opinberu afskiptum. „Til að byrja með á að auka frelsið með því að einstaklingar í hverju byggðalagi geti keypt kvóta hver af öðrum innan svæð- isins. Ég hef skýrt þetta með þeim hætti að ef miðstýringar- kerfið stenst ekki til frambúðar þá sé eðlilegt í lok þessa tíma að ríkið hætti verðábyrgð og út- deilingu á fullvirðisrétti, enda sé þá staðan þannig að það sé jafnvægi í framleiðslunni á milli framleiðslu og neyslu. Þá er eðli- legt að framleiðendur framleiði á sína ábyrgð og geri það einsog þeim sýnist og telja hagkvæmast. Þeir bera þá auðvitað ábyrgð sjálfir á offramleiðslu ef hún verður til staðar,“ sagði Friðrik. Pálmi Jónsson segir að það verði að draga úr opinberri skatt- heimtu á bændur og fylgjast með að lækkun til bænda og aukin hagkvæmni í framleiðslu skili sér í lægra vöruverði. Náist lægra vöruverð megi draga verulega úr framlögum ríkisins til landbúnað- arins. Þetta er vopnahlé Snúum okkur aftur að ályktun- inni: „Með framangreindum hætti (þ.e. að ná jafnvægi í fram- leiðslu og sölu mjólkur og kind- akjöts á næstu þremur til fimm árum, innskot Þjóðviljans) má lækka vöruverð og draga stórlega úr framlögum til landbúnaðar- mála. Aukinn innflutningur kem- ur ekki til greina meðan unnið er að aukinni framleiðni og hag- kvæmni með það fyrir augum að ná lægra vöruverði." Þeir Friðrik og Pálmi eru ekki sammála um hvernig beri að túlka þetta. Gefum Friðrik orðið: „Þarna stendur bara að aukinn innflutningur búvara komi ekki til greina á meðan að unnið er að aukinni framleiðni og hag- kvæmni með það fyrir augum að ná lægra vöruverði. Það stendur ekkert annað hér heldur en það að við teljum að það sé ekki hægt að auka innflutninginn á bú- vörum á meðan á þessu tímabili stendur.“ Á þessu fimm ára tímabili? „Já. Það stendur ekkert um það hvað þá tekur við. Það er ekki hægt að hefja slíkan inn- flutning fyrr en innlendir fram- leiðendur sitja við sama borð og erlendir, sem þýðir að það verður að draga úr álögum á þær greinar sem þarna er um að ræða, þ.e. aðallega svínakjötsframleiðsla og framleiðsla á kjúklingum og eggj- um. Það er því opið og spurning hvort það verði gert í lok þessa tímabils. Þetta er bara mitt sjón- armið. f ályktunni stendur þvert á móti að þetta sé ekki til umræðu fyrr en þetta jafnvægi hefur náðst.“ En það á að stefna að þessu jafnvægi á fimm árum? „Já.“ Þannig að það er eðlilegt að í I BRENNIDEPLI íályktun Sjálfstæðis- flokksins um land- búnaðarmál er erfið- ustu málunum frest- að. Friðrik Sóphus- son: Þetta er vopna- hlé en ég tel eðlilegtað aukinn innflutningur á landbúnaðarvörum verði skoðaður eftir fimm ár. Pálmi Jóns- son: Aukinn innflutn- ingur kemur ekki til greina á meðan unnið er að aukinnifram- leiðni og hagkvæmni en það er viðvarandi markmið lok þessa tímabils verði þetta skoðað? „Já. Mér finnst það mjög eðli- legt að það sé skoðað í lok tím- ans. Það er ekki bara nóg að bíða til loka þessa tíma, heldur þarf fleira til að koma. Þá er ég að tala um að innlendu framleiðendurnir sitji við sama borð og erlendu. Því er hinsvegar ekki svarað þarna. Það er ekki sagt að inn- flutningur skuli leyfður, heldur segir bara að það komi ekki til greina á þessu tímabili. Með því er hinsvegar gefið í skyn að þessi mál séu til umræðu í lok tímabils- ins.“ Er þetta skilningur allra nefnd- armanna? „Ég býst við að svona ályktanir einsog þessi sé teygjanleg. Það er ekkert um þetta sagt. Auðvitað geta menn þá haft sína skoðun á því hvað gera eigi í lok tímans. Mín skoðun er sú að þá hljóti þetta að koma til skoðunar, en sjálfsagt hafa aðrir aðra skoðun á því. Hér er bara stillt upp tveimur skilyrðum, annarsvegar að jafnvægi verði ofan á og hinu að það verði sambærileg skilyrði innlendra og erlendra fram- leiðenda. Það er þvf vopnahlé um þetta. Þetta mál er því ekki á dag- skrá fyrr en í lok tímabilsins en þá er eðlilegt að taka það upp.“ Viðvarandi ástand En hvað segir Pálmi Jónsson um þetta? „I ályktuninni segir að aukinn innflutningur komi ekki til greina á meðan unnið er að aukinni hag- kvæmni og framleiðni í þessum framleiðslugreinum í þeim til- gangi að ná lægra vöruverði. Ég segi að það sé auðvitað viðvar- andi markmið. Ef það markmið fer hinsvegar alveg úr böndunum þá verður að skoða málið að nýju.“ Eru þetta þá mismunandi túlk- anir hjá ykkur Friðrik? „Mér finnst nokkuð mikill blæ- munur á þessu og því að segja að skoða eigi þetta eftir fimm ár.“ -Sáf Fimmtudagur 28. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.