Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Jafnt í byr sem andbyr Geta félagshyggjuflokkarnir stjórnað á erfiðleikatímum? Þannig hljóðaði spurningin, sem þeim Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Svavari Gestssyni menntamálaráðherra var ætlaðað svara á fundi Alþýðubandalags Reykjavíkur þann 13. sept. s.l. Og hver voru svör ráðherr- anna? „Jú, mér fannst kjarninn í svari forsætisráðherra vera þessi: Ég vona að spurningunni megi svara játandi. Erfiðleikarnir, sem ríkis- stjórnin á við að etja, eru auðvit- að margvíslegir og mun meiri en sjáanlegir voru á yfirborðinu þeg- ar stjórnin var mynduð. Staða út- flutningsatvinnuveganna var t.d. mun verri en álitið var. En eigum við að leggja á flótta fyrir þessum erfiðleikum? Eða höfum við þrek og kjark til þess að vinna saman þegar mikið liggur við, eins og nú? Þegar fyrir liggur að gera þarf grundvallarbreytingar á þjóðfé- laginu? Jú, og vona það svo sann- arlega sagði forsætisráðherra. Er ekki betra að aðrir móti þær breytingar og framkvæmi en íhaldið? Baráttan í heiminum nú stendur um hreint og ómengað umhverfi, hreint loft, hreint vatn og ómenguð matvæli. Við þurf- um að nýta þann auð, sem við eigum í ungu fólki. Það er hlut- verk félagshyggjuflokkanna að berjast fyrir þessum málum og veita þeim brautargengi. . Magnús H. Gíslason skrifar Svar menntamálaráðherra var: - Félagshyggjuflokkarnir eiga verða að koma til skjalanna þeg- ar erfiðleikar steðja að þjóðinni, þegar verja þarf hina félagslegu á því hvort henni tekst að leysa þessi viðfangsefni og önnur af lík- um toga. Og það eigum við að geta. Við Steingrímur ætlum a.m.k. ekki að flýja af hólmi og Því auðvitað eru þau til staðar. En er þá stjórn félagshyggju- manna aðeins nauðsynleg þegar erfiðleikar steðja að? Nei, engan veginn. Stundum er talað um >> Það er þjóðarnauðsyn að félagshyggjufólk fari með völd og móti stjórnarfarið, ekki bara á erfiðleikatímum, heldur einnig þegar vel lœtur í ári“ - M þjónustu. Atvinna er nú mun minni en áður. Einnig kaupmátt- ur. Afleiðingar fjármagnsfrelsis- ins blasa við í gjaldþrotum út um allar jarðir. Okkur hefur ekki tekist að jafna kjörin nægjanlega. Gera þarf átak til jöfnunar á öllum sviðum. Ná þarf stjórn á peningaöflunum og skattleggja fjármagnstekjur. Afnema sjálf- virknina í hagkerfinu. Endur- skoða þarf alla þætti menningar- legrar og félagslegrar þjónustu. Líf núverandi ríkisstjðrnar veltur hleypa íhaldinu að, sagði rnenntamálaráðherra. Þetta verða að teljast afdrátt- arlaus svör, og ekki skal í efa dregið að hugur fylgi máli. Ætla verður, að þeir flokkar, sem kenna sig við félagshyggju, geti náð saman um megin úrræði til lausnar þessum viðfangsefnum. En til þess að svo megi verða, þurfa flokkarnir að geta lagt til hliðar ágreining um einstök mál, eins og forsætisráðherra sagði. fyrirbyggjandi aðgerðir. Þær geta vissulega átt við á þjóðmálasvið- inu. Þær eru í því fólgnar að nýta góðærið til þess að búa þjóðina undir að mæta mögru árunum. Þetta er ákaflega einföld stað- reynd og ætti sannast að segja að liggja hverjum manni í augum uppi. Samt horfum við gjarnan framhjá henni. Þegar vel árar fer þjóðin á peningafyllerí. Þá rjúk- um við til og fjárfestum í öllum mögulegum framkvæmdum, óþörfum jafnt sem þörfum. Und- anfarin ár hefur fjármunamynd- un verið ákaflega mikil í óarð- bærum framkvæmdum. Allskon- ar brask- og fjárplógsfyrirtæki blómstra sem aldrei fyrr, en heilbrigður atvinnurekstur og velferðarkerfið er látið drabbast niður. Nú fara þjóðartekjur minnk- andi. Þá rekum við okkur á að atvinnureksturinn er víða í andarslitrunum. Atvinnuöryggi er í hættu. Kaupmáttur fer lækk- andi. Inn í þetta ástand vorum við að sigla þegar ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar gafst upp. Hún kom sér ekki saman um nein úr- ræði og ráðalausastur allra var forsætisráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann koni í Sjónvarpið og minnti mest á fermingardreng, sem gatað hefur í trúarjátningunni. Góðæri á ekki að nota til þess að láta purkunarlausa frjáls- hyggjubraskara fleyta rjómann. Það á að nota til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf, jafna og treysta lífskjör almennings í landinu, andleg jafnt sem efna- leg. Það verður ekki gert af öðr- um en félagshyggjufólki. Því er það þjóðarnauðsyn að það fari með völd og móti stjórnarfarið, ekki bara á erfiðleikatímum, heldur einnig þegar vel lætur í ári. Annars verður góðærið misnot- að, eins og dýrkeypt reynsla ætti að vera búin að færa okkur heim sanninn um. MENNING Ólafur Páll. Steiktir svanir Út er komin ljóðabókin Steiktir svanir eftir Ólaf Pál. Bókin er tekin saman úr röð handrita sem urðu til á árunum 1975-81 og hefur að geyma ljóð ogtexta. Ikynninguábókarkápu segir meðal annars: „Ljóð þessi og texta má skoða sem gegnum- lýsingu ákveðins tímabils, eins- konar þroskasögu." Ólafur Páll er fæddur í Reykja- vík 1960. Efniviður Steiktra svana í núverandi mynd er tekinn saman árið 1082 og hefur ekki áður birst á prenti. Hún er prent- uð í Félagsprentsmiðjunni, kom út í 500 eintökum og fæst í helstu bókaverslunum. Kápumynd gerði Örn Karlsson og Hjördís Brynja sá um útlit og hönnun kápu. Höfundur gefur bókina út. Fjórar nýjar frá Námsgagnastofnun Námsgagnastofnun hefur gefið út tvær léttlestrarbækur, nýja sögubók á léttu máli og nýja nem- endabók. Léttlestrarbækurnar eru Davíð og fiskarnir eftir Bent Faurby, ætluð nemendum á aldr- inum 8 til 10 ára og Sprengjusér- fræðingurinn eftir Hjördísi Varmer, ætluð aldrinum 11-14 ára. Koma bækurnar einnig út á hljómböndum, sem ætluð eru til lestrarþjálfunar. Sérkennararnir Guðfinna Guðmundsdóttir og Valgerður Snæland Jónsdóttir þýddu bækurnar úr dönsku. Sprelligosar heitir ný sögubók eftir Andrés Indriðason mynd- skreytt af Gylfa Gíslasyni. Sagan fjallar um hvernig Ólafi Helga líður eftir að hafa skotið úr túttu- byssu á Tomma besta vin sinn. Sagan er einkum ætluð börnum á aldrinum 11 til 13 ára, sem erfitt eiga með að lesa langan, sam- felldan texta. Bókin kemur einn- ig út á hljómbandi, sem ætlað er til lestarþjálfunar. Að verða fullorðinn heitir bók ætluð nemendum sem af ýmsum ástæðum geta ekki notað al- mennt námsefni, til dæmis vegna takmarkaðs málskilnings, lestr- arerfiðleika og fleira. Nemenda- bókin er uppistaða námsefnisins, en henni fylgja hljóðbók og kennarabók með glærum. Bókin skiptist í níu kafla þar sem fjallað er úm líkamlegar breytingar, hegðun, framkomu, tilfinningar og fleira sem tengist kynþroska- skeiðinu. Höfundar eru sérkenn- ararnir Fjölnir Ásbjörnsson og Sylvía Guðmundsdóttir, sem ásamt Auði Hrólfsdóttur tóku einnig saman kennarabókina. Búi Kristjánsson teiknaði mynd- irnar. Fimm bækur væntanlegar hjá Æskunni Hjá Bókaútgáfu Æskunnar eru væntanlegar fimm bækur á þessu hausti. Fyrir yngstu kynslóðina kemur út sagan Brúðan hans Borgþórs eftir Jónas Jónasson myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn, en fyrir unglingana ný bók eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur, fram- hald af verðlaunabókinni Leður- jökkum og spariskóm. Ævisagnalesendur geta hlakk- að til viðtalsbókar við Árna Helgason, fyrrverandi póstmeistara í Stykkishólmi, sem skráður er af Eðvarð Ingólfssyni, og Ævisögu Hermanns Vil- hjálmssonar, Frændi Konráðs - föðurbróðir minn, eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi ráð- herra. Auk þess ætlar Æskan að endurútgefa þýðingu Hannesar J. Magnússonar á Oliver Twist eftir Charles Dickens í tilefni sýn- ingar Þjóðleikhússins á sam- nefndum söngleik. Er það fjórða útgáfa Æskunnar á sögunni. Fimmta bók Örlagsins Hjá Örlaginu er væntanleg bókin Draumur þinn rætist tvisv- ar eftir Kjartan Árnason. Er hér um að ræða skáldsögu í sextíu og tveimur smáþáttum. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar og jafnframt hans þriðja bók. Ör- lagið er nýlega orðið þriggja ára, en það var stofnað utan um út- gáfu á ljóðabókinni Dagbók Las- arusar eftir Kjartan Árnason. Auk hennar hefur forlagið gefið út smásögur, ljóð og ljóðaþýð- ingar. Draumur þinn rætist tvisv- ar verður fimmta bókin sem út- gáfan stendur að. Ný bók um sveppatínslu Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Villtir mat- sveppir á íslandi. Höfundar eru Ása Margrét Ásgrímsdóttir sem fjallar um greiningu sveppa og sveppalýsingar, Guðrún Magn- úsdóttir sem skrifar kafla með mataruppskriftum og Anna Fjóla Gísladóttir sem tók flestar lit- myndir sem prýða bókina. Bókin er sú fyrsta sinnar teg- undar sem gefin er út um þetta efni fyrir íslenskan markað. í kafla um greiningu sveppa er fjallað um útlit sveppsins, eigin- leika hans, bragð og lykt. Mun bókin væntanlega bægja frá ótta íslendinga við sveppatínslu. Ný bóksöluskrá Bókavarðan, verslun með gamlarognýjarbækur, hefurgef- ið út nýja bóksöluskrá. Að þessu sinni kynnir Varðan 1000 titla um margvíslegustu efni, svo sem ís- lensk fræði og norræn, eldri ævi- sögur og aldarfarslýsingar, hesta og reiðmenn og leikrit. í skránni er auk þess getið tveggja merki- legra handrita, er annað þeirra eftir Indriða Einarsson skáld en hitt eftir Gísla fræðimann Kon- ráðsson, ritað skömmu eftir miðja síðustu öld. Bóksöluskráin er send öllum sem þess óska utan Stórreykja- víkursvæðisins, en öðrum afhent í Bókavörðunni að Hafnarstræti 4, Reykjavík. Einleikur á básúnu Fyrstu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á fer - tugasta starfsárinu verða í kvöld í Háskólabíói cg hefjast kl. 20:30. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníunnar og einleikari Christian Lindberg, básúnu- leikari. Þrjú verk eru á efnisskrá tón- leikanna, Dóttir norðursins eftir Jean Sibelius, Schehereazade eftir Rimsky-Korsakoff og Bás- únukonsert eftir Áskel Másson. Verður það frumflutningur kons- ertsins hér á landi, en Áskell samdi hann fyrir Lindberg fyrir um tveimur árum. Christian Lindberg básúnu- leikari var ráðinn nítján ára til Konunglegu óperuhljómsveitar- innar í Stokkhólmi. Hann ákvað fljótlega að reyna fyrir sér sem einleikari á básúnu og hefur verið eftirsóttur einleikari frá því hann kom fyrst fram sem slíkur, 25 ára gamall. Lindberg er brautryðj- andi sem einleikari á básúnu og hefur einbeitt sér fyrst og fremst að nútímatónlist. Afmælistónleikar Sinfóníunn- ar í tilefni að fertugsafmælinu eru fyrirhugaðir 9. mars 1990. Orgelleikur í Kristskirkju Þýskur orgelleikari, prof. Al- mut Rössler, heldur tónleika í Kristskirkju næstkomandi föstu- dagskvöld og hefjast þeir kl. 20:20. Á efnisskránni eru orgel- verk eftir Olivier Messiaen, Diet- her de la Motte og Jurg Baur. Almut Rössler er stödd hér á landi í boði Musica Nova, Goet- he stofnunarinnar og Listvinafé- lags Hallgrímskirkju. Hún hefur haldið tónleika í flestum löndum Evrópu, Bandaríkjunum, Kana- da og Japan og hefur hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir org- elleik sinn. Hún þykir einn fremsti túlkandi orgelverka Oli- viers Messiaen og hefur leikið öll hans orgelverk inn á hljómplötur auk þess sem tónskáldið valdi hana til að frumflytja nýjasta org- elverk sitt, Livre du Saint Sacra- ment, eða Bókina um heilagt sakramenti, sem samið var 1984 og er eitt umfangsmesta orgel- verk allra tíma. Þetta er í annað sinn sem Rös- sler sækir ísland heim; árið 1979 var hún leiðbeinandi á Messiaen námskeiði á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík og hélt þá þrenna tónleika hér. Sinfoníuhljomsveit æskunnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar flytur Sinfóníu nr. 2 í c-moll eftir Anton Bruckner í Háskólabíói kl. 14 á laugardaginn. Eru tón- leikarnir afrakstur námskeiðs sem hljómsveitin hefur staðið fyrir undanfarnar tvær vikur með þátttöku 60 tónlistarnemenda alls staðar af landinu. Stjórnandi Sinfóníunnar er Paul Zukofsky. LG Fimmtudagur 28. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.