Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.09.1989, Blaðsíða 12
Guðrún Erna Högnadóttir nemi Nei, mér hefur aldrei veriö boðiö slíkt. Mér finnst að gæta veröi hófs í svona málum í staö þess aö bruðla meö fé almennings. ■■SPURNINGIN— Hefur þú bragðað ráð- herravín? Pétur Edvardsson skrifstofumaöur Nei, aldrei. Þaö er náttúrlega alls ekki nógu gott aö borga vín ofan í þetta fólk og þaö mætti minnka þetta stórlega. Halla Tómasdóttir læknaritari Nei, ég hef ekki komist í kynni viö slíkt. En þaö er nú helvíti hart ef ég þarf aö borga þaö fyrir aðra. Fimmtudagur 28. september 1989 164. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Barnavernd Unnið gegn vandamálinu III meðferð á börnum erstcerra vandamál en margan grunar í velferð- arríkinu íslandi. Nauðsynlegt að opna augu almennings og meta stœrð vandamálsins r Iliðinni viku lauk námstefnu sem haldin var vegna illrar meðferðar á börnum. Að henni stóðu heilsugæslu- og barna- hjúkrunarfræðingar í Hjúkrun- arfélagi Islands og var markmið- ið fyrst og fremst að vekja athygli á þessu falda vandamáli. - Við viljum reyna að fá fag- fólk til að horfast í augu við þetta vandamál og opna umræðu um það, sagði Hertha W. Jónsdóttir fundarstjóri á námstefnunni. - III meðferð á börnum er svo sannar- lega til í velferðarríkinu íslandi. Menn tala sífellt um gott skóla- kerfi hér á landi og gott ung- barnaeftirlit en trúa ekki að ill meðferð sé til staðar. Það er stað- reynd að þetta er talsvert vanda- Frá blaðamannafundi í lok nám- stefnunnar. Per Skjælaaen og Kari Killen Heap. Mynd-Kristinn. mál hér á landi en hversu stórt getum við lítið sagt um því engar rannsókriir hafa verið gerðar á því; sagði Hertha. A námstefnunni var ill með- ferð skilgreind á þrennan veg: sem líkamlegt, andlegt og félags- legt ofbeldi, líkamleg og andleg vanræksla og kynferðisleg mis- notkun. Vildu aðstandendur námstefnunnar undirstrika vand- amálið varðandi vanrækslu á börnum en það vill oft gleymast í þessari umræðu. Gestafyrirlesarar á námstefn- unni voru dr. Kari Killen Heap félagsráðgjafi og Per Skjælaaen yfirlæknir á barna- og unglinga- geðdeild frá Noregi. Þau sögðu ma. að rpjög erfitt hefði verið að fá þetta vandamál viðurkennt í Noregi og hefðu þau mætt tals- verðri andstöðu á sínum tíma. Hefði almenningur, og ekki síst sérfræðingar í háum stöðum innan heilbrigðiskerfisins, ein- faldlega ekki viljað trúað því að þetta væri vandamál. Sama virð- ist vera uppi á teningnum hér á landi að mati þeirra sem að náms- tefnunni stóðu. í kjölfar námstefnunnar var skipaður vinnuhópur með ýms- um sérfræðingum innan heilbrigðis-, félagsmála- og menntakerfisins. Er honum gert að reyna að finna leiðir til að vinna á þessu vandmáli og standa að rannsóknum þar að lútandi. -þóm Aðgát skal höfð í nærvem sálar Náttúruskoðun Ástand fjöiu skoðað og skrað Ahugamannafélög um náttúruvernd takaþátt ífjölþjóðlegusamstarfi umfjöruskoðun. Allirsem vilja geta tekið þátt ískoðuninni semfer fram um nœstu helgi Soffanías Cecilsson útgerðarmaður Já, það hef ég fengið hjá mörgum sjávarútvegsráðherrum. En auövitaö mætti draga saman á því sviði. Sveinbjörn Sigurðsson húsasmiður Ja, ég fékk veitingar hjá VSÍ í ráö- herrabústaðnum í eina tíö en það er orðið langt síðan. Það er allt of mikiö um svona veislur. Islensk áhugamannafélög um náttúruvernd hafa ákveðið að taka þátt í fjölþjóðlegu verkefni um skoðun og skráningu ástands fjara. Um er að ræða samvinnu- verkefni fjölmargra áhugamanna og skóla í 10 Evrópulöndum sem felst í því að fólk fær úthlutað ákveðnum skika fjöruborðs og at- hugar bæði náttúrufar, nýtingu og mengun þess. Athugunin fer fram á sama tíma í öllum löndun- um og verður unnið úr gögnunum á hverjum stað en þau verða einn- ig send til Dyflinar þar sem mið- stöð rannsóknarverkefnisins er staðsett. Með þessu er vonast til að hægt veröi að safna víötækum upplýs- ingum um eðli og ástand stranda margra Vestur Evrópuríkja en megintilgangur strandskoðunar- innar er að fólk gefi fjörum og ástandi þeirra gaum, þannig að það geti lagt eitthvað af mörkum til að vernda þær. Þeir sem hyggj- ast taka þátt í verkefninu geta haft samband við stjórnarmenn náttúruverndarfélaga í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þeir munu sjá um að upplýsa fólk um hvern- ig skal að fjöruskoðuninni staðið og útvega tilheyrandi eyðublöð til að fylla út við skoðunina. fslenskum skólum og og áhugamannafélögum býðst að vera meö í verkefninu. Þeir sem vilja vera með verða að hafa snör handtök, því könnunin þarf að fara fram á tímabilinu 26. sept- ember til 8. október. Vegna þess að stórstreymt er um næstu mán- aðamót, hentar komandi helgi best til athugunarinnar Brýnt er fyrir þeim sem vilja leggja þessu máli lið, að fara vel klæddir og vara sig á að fara ekki langt út á eyrar eða sker, til að lenda ekki á flæðiskeri þegar sjór fellur að. Hver hópur eða ein- staklingur mun taka að sér um 500 metra strandlengju. Nánari upplýsingar er hægt að fá í eftir- farandi símanúmerum á kvöldin: 91-15800, 93-51224, 94-4184, 96- 42076, 97-71799 98-21320. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.