Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. október 1989 166. tölublað 54. árgangur Vaxtahœkkanir Bönd á gráa markaðinn Stjórn Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafírði fordæmir boðaðar vaxtahækkan- ir og segir þær tilefnislausar og ætlast til þess ríkisstjórnin stöðvi þær tafarlaust. En einkabank- arnir hafa tilkynnt um 3-5% vaxtahækkun óverðtryggðra reikninga frá og með mánaðar- mótum. Asmundur Stefánsson, formaður bankaráðs Alþýðu- bankans og Útvegsbankans og forseti ASÍ, segir að með vaxta- hækkununum sé verið að jafna kjör verðtryggðra og óverð- tryggðra kjara og bankarnir verði að taka mið af samkeppnis- aðilum á peningamarkaði. Björn Grétar segir launafólk standa með ríkisstjórn í vaxalækkunum en biður guð að hjálpa henni geri hún það ekki. í ályktun stjórnar Jökuls segir aö vaxtahækkunin sé ein sú versta kjaraskerðing sem lögð hafi verið á heimili launafólks á undanförnum misserum. „Við hljótum áð minna á hvaðan þær fjárfúlgur eru sóttar sem nú á að hirða í formi okurvaxta", segir orðrétt í ályktuninni. Ef ríkis- stjórnin grípi ekki tafarlaustinn í þennan gjörning og komi í veg fyrir hann, áskilji Jökull sér rétt til að ganga til næstu kjarasamn- inga með sama ábyrgðarlausa hugarfarinu og þeir sem stjórni fjármagninu. Þá skorar stjórn Jökuls á forseta ASÍ að kalla þeg- ar á sinn fund formenn bankar- áða viðkomandi banka og mót- mæla vaxtahækkununum fyrir hönd launafólks. Ásmundur Stefánsson sagði Þjóðviljanum að bankarnir hlytu að taka tillit til tveggja atriða við ákvörðun vaxta. Samkeppni við aðra á peningamarkaði, eins og ríkissjóð sem nú væri að hækka vexti á sínum bréfum sem væru verðtryggð og samkeppni við verðbréfasjóði og affallamark- aði. Bankarnir yrði einnig að sjá til þess að samræmi væri á kjörum verðtryggðra vaxta og nafnvaxta. Þeir væru ekki að breyta verð- tryggðum kjörum sínum og bættu ekki með þessari ákvörðun sam- Hœkkun eftirlaunaaldurs Ráðist á fullorðið fólk Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar mótmælir algerlega öllum áformum um hækkun eftir- launaaldurs, eins og margítrekað hafi komið fram í yfirlýsingum nefndar á vegum heilbrigðisráðu- neytis, að hún ætli að leggja til við rflrisstjórnina. En nefndin leggur til að eftirlaunaaldur verði hækk- aður úr 67 árum i 70 ár. í ályktun stjórnar Dagsbrúnar er bent á, að sívaxandi tilhnei- gingar gæti hjá atvinnurekendum að segja mönnum upp störfum 65 ára og eldri. Mjög erfitt sé fyrir fólk á þessum aldri að fá vinnu við sitt hæfi og margir eigi þegar í erfiðleikum af þeim sökum. Stjórn Dagsbrúnar segir þessar tillögur árás á fullorðið fólk, sem þegar hafi skilað miklu starfi, margt af því útslitið fyrir aldur fram eftir að hafa unnið hörðum höndum frá barnsaldri. -hmp Björn Grétar S veinsson: Guð hjálpi ríkisstjórninni efvextir lœkka ekki. Ásmundur Stefánsson: Verið að jafna verðtryggð og óverðtryggð kjör keppnisstöðu sína gagnvart ríkis- sjóði og gráa markaðnum. „Hins vegar tek ég undir það sjónarmið sem kemur fram í á- lyktun stjórnar Jökuls, að það skiptir miklu máli að ná vöxtum niður í þjóðfélaginu og ég hef sagt að beita ætti nánast öllum ráðum til þess,“ sagði Ásmund- ur. Taka ætti á affallamarkaðn- um fyrst og fremst, sem byði hæstu vextina og dregið hefði til sín stóraukið fé á undanförnum misserum. Um hvort ekki hefði verið nær fyrir bankana að þrýsta á um að tekið yrði á gráa markaðnum í stað þess að hækka vextina, sagði Ásmundur að hann hefði lýst þeim skoðunum sínum í mörg ár en fengið skýr og afdráttarlaus svör frá stjórnvöldum um að ekki kæmi til greina að hreyfa við af- fallmarkaðnum. Björn Grétar sagði Þjóöviljan- um að rök um samkeppni við gráa markaðinn væru haldlítil. Það þýddi lítið að grafa yfir eina skítahrúguna með annárri. Ríkis- stjórnin hefði verið mynduð til að ná niður vöxtum og ef hún vildi njóta trausts launafólks ætti hún að gera það. Nú væru raunvextir á bilinu 11-12% og raunar hærri ef þjónustugjöld bankanna væru tekin með. í fyrra haust hefði Áhrifa verkfalls rafiðnaðar manna hjá ríkinu gætir viða þjóðfélaginu og ma. hefur orð- mikil röskun á allri dagskrárgerð hjá Rikisútvarpi - Sjónvarpi. Mynd: Kristinn. verðbólga verið 1-2% en þá hefðu bankarnir verið með 16- 18% raunvexti. Að sögn Björns eru skilaboð launafólks skýr, það á að láta peningamenn landsins hlýða boðum um vaxtalækkun. Vext- irnir hefðu verið þáttur í kjara- samningum alveg eins og verð landbúnaðarafurða. Ríkisstjórn- in ætti vísan stuðning launafólks ef hún gengi eftir vaxtalækkun- um. „En guð hjálpi ríkisstjórn- inni ef hún gerir það ekki,“ sagði Björn Grétar. -hmp Rafiðnaðarsambandið Óbreytt staða Arangurslaus sátta- fundurígœr. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun í gær var haldinn árangurslaus sáttafundur í deilu rafiðnaðar- manna og rflrisins hjá ríkissátta- semjara. Stóð fundurinn yfir í eina klukkustund og hefur annar fundur verið boðaður á morgun miðvikudag. Sáttafundurinn í gær var sá fyrsti sem haldinn er frá því verk- fall rafiðnaðarmanna hjá ríkinu hófst á miðvikudagskvöld en þá fyrr um kvöldið slitnaði uppúr samningaviðræðum deiluaðila. í dag verður félagsfundur hjá rafiðnaðarmönnum sem vinna hjá ríkinu og þar verður tekin ákvörðun um hvert framhaldið verður varðandi undanþágur frá verkfallinu. Fyrir liggur sam- þykkt félagsfundar frá föstudegi að draga til baka allar undanþág- ur nema þær sem snúa að örygg- ismálum. Ljóst er að sú ákvörðun þjóðleikhússtjóra að stjórna ljósaborði leikhússins við sýning- ar á söngleiknum Oliver, ásamt áliti ríkislögmanns þar sem ver- kfallsboðun rafiðnaðarmanna er vefengd, hefur ekki orðið til þess að liðka fyrir um lausn deilunnar. -grh r Hafnarfíörður Ovissa um mengunariiættu Efasemdir hafa verið uppi um mengunarhœttu áHvaleyrarholti. GunnarRafn bœjarritari: Treystum stjórnvöldum til að tryggja öryggi Hafnfirðinga Nýtt álver á ekki að hafa nein áhrif á byggð á Hvaleyrar- holti. Ef og þegar nýtt álver rís í Straumsvík verður því vafalaust komið þannig fyrir að ekki stafi hætta af, sagði Gunnar Rafn Sig- urbjörnsson bæjarritari í Hafn- arfirði. Nú er í undirbúningi bygging á nýju íbúðarhverfi á Hvaleyrarholti og hafa spurning- ar vaknað um hvort ekki stafi hættu af áiverinu í næsta ná- grenni, sérstaklega ef ákveðið verði að stækka það. - Við lifum á allt öðrum tíma en árið 1967 og menn hafa lært mikið af reynslunni frá þeim tíma. Menn eru betur meðvitaðir um hættuna frá álverinu og munu ekki láta álverið verða mengun- arvaldandi. Við treystum því auðvitað að stjórnvöld tryggi ör- yggi Hafnfirðinga þannig að eng- in hætta stafi af nýju álveri. Við eigum því alls ekki von á öðru en að fá skipulagið samþykkt af Skipulagsstjórn ríkisins og bíðum einmitt eftir því nú, sagði Gunnar Rafn. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar frá 1983 er gert ráð fyrir nýju íbúðarhverfi á Hvaleyrarholti. Því hefur verið breytt lítillega en áætlað er að um 1700 manna byggð verði á svæðinu með allri nauðsynlegri þjónustu. Þetta er lang stærsta hverfabygging í Hafnarfirði nú eftir að Setbergs- landið hefur verið byggt. íbúðir á Hvaleyrarholtinu verða einkum í fjölbýlishúsum og er stefnt að því að halda íbúðaverði sem mest niðri. Undirbúningur er hafinn á skóla í hvefinu og verður hann væntanlega byggður á næsta ári. Þá hefur þegar verið úthlutað lóðum í hverfinu og því aðeins beðið eftir samþykki Skipulags- stjórnar ríkisins. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.