Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 2
Skoðanakönnun Halldór á toppnum Steingrímur Hermannsson ekki lengur vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Sjálfstœðisflokkurinn með hreinan meirihluta. Alþýðu- bandalag og Kvennalisti jafnstórir Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra er vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir ef marka má skoðanakönnun sem SKAIS gerði fyrir Stöð 2 og birt var í gær. Ekki nóg með að hann skáki flokks- bróður sínum, Steingrími Her- mannssyni, úr efsta sæti vin- sældalistans heldur er hann einn- ig neðstur á lista yfir þá stjórn- málamenn sem mest eru gagnrýndir fyrir siðferðisbresti í stjórnarháttum. Það rýrir mjög könnun SKÁÍS á afstöðu kjósenda til flokkanna að tæpur helmingur,48,2%, segj- ast ýmist vera óákveðnir, ekki ætla að kjósa eða vilja ekki svara. En þeir sem afstöðu tóku skiptast þannig að 53,3% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk, 14,5% Fram- sókn, 10,9% Kvennalista og Al- þýðubandalag og 7,1% Alþýðu- flokk. Aðrir náðu ekki einu prós- enti. Það telst til tíðinda að Steingrímur skuli vera fallinn úr efsta sæti vinsældalistans en það hefur hann vermt óralengi. Það voru 41,8% 'sem nefndu Halldór, 29,4% Steingrím, 25,9% Þor- stein Pálsson, 13,5% Jón Sig- urðsson, 13,2% Ólaf Ragnar Grímsson og 11,6% Davíð Odds- son. Davíð og Steingrímur eru þeir einu í efstu sætunum sem fá færri tilnefningar en síðast þegar spurt var. Þess má geta að af lista yfir 11 vinsælustu stjórnmála- mennina féll einn frá því síðast var spurt, Friðrik Sophusson, en Steingrímur J. Sigfússon kom í hans stað. Þá eru þátttakendur í könnun- inni beðnir að tilnefna þá stjórnmálamenn sem þeir telja mestrar gagnrýni verða fyrir sið- ferðisbresti í stjórnarháttum. Spurt var um helgina og því engin furða þótt Jón Baldvin Hanni- balsson beri höfuð og herðar yfir aðra á þessum lista. 81,4% til- nefna hann en 41,1% Steingrím Hermannsson. Næstur kemur Ólafur Ragnar Grímsson með 22,9% tilnefninga og Stefán Valgeirsson með 10,9%. Neðstir á þessum 11 manna lista eru þeir flokksbræðurnir Halldór Ás- grfmsson og Jón Helgason. Það vekur athygli að tveir menn sem eiga að teljast hættir að starfa að stjórnmálum eru til- nefndir á þennan svarta lista. Það eru þeir Albert Guðmundsson og Sverrir Hermannsson. -ÞH Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins fagnaði 15 ára afmæli síðast liðinn föstudag. Við það tækifæri var gestum og gangandi boðið upp á afmælistertu í andyri bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar og Lúðrasveit Kópavogs lék nokkur lög í Austurstræti. Þá afhenti Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigðisráðherra, bókagjöf klúbbsins til 25 sjúkrastofn- ana í landinu. En bókaklúbburinn gaf þessum stofnunum allar útgáfu- bækur klúbbsins síðustu 5 ár. Nokkur skáld lásu upp Ijóð sín á afmæl- ishátíðinni og sjást tvö þeirra til hægri við heilbrigðisráðherra. Þau eru Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd: Kristinn Yfirskoðunarmenn Þorlákshöfn Miljón stolið Brotist var inn í Kaupfélag Þorlákshafnar í fyrrinótt og stolið þaðan um einni miljón króna í peningum sem geymdir voru í peningaskáp. Rannsókn málsins er í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins og seinnipartinn í gær hafði enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins sem miðar eftir atvikum að sögn lögreglu. -grh Ekkert samstarf við Jón Baldvin Ekki hlutverk yfirskoðunarmanna að setja reglur heldurfara þeir eingöngu með endurskoðunar- og eftirlitshlutverk Yfirskoðunarmenn ríkis- reiknings 1988 telja að þeirra hlutverk sé ekki að setja reglur um meðferð risnufjár cða kaup á áfengi fyrir opinbera aðila né heldur að setja reglur um kaup opinberra aðila á áfengi á kostn- aðarverði. Því getur ekki orðið um neitt samstarf þeirra og ein- stakra ráðherra í þeim efnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem yfirskoðunarmenn ríkis- reiknings 1988 sendu frá sér í gær í framhaldi af bréfi sem Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra skrifaði þeim í síðustu viku. Þar fer utanríkisráðherra ma. fram á ýmsar upplýsingar um framkvæmd þessara mála á liðn- um árum og varpar fram spurn- ingum um hvernig verja megi risnufé ráðherra. Einnig er óskað samstarfs við yfirskoðunarmenn um að móta skýrar reglur um þessa framkvæmd. í yfirlýsingu yfirskoðunar- manna segir að „þeir fari ein- vörðungu með endurskoðunar- og eftirlitshlutverk á grundvelli gildandi laga og reglna á hverjum tíma...“ „Ábyrgð þeirra er síðan gagnvart Alþingi en ekki hand- höfum framkvæmdavalds, sem eftiriitshlutverk þeirra beinist þvert á móti að. Þeir munu því ekki taka upp bréfaskipti við ein- staka ráðherra um störf sín og starfshætti.“ -grh Húsaleiga Hækkar um 3,5% Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna hækkar um 3,5% frá óg með 1. október. Þessi hækkun reiknast á þá leigu sem er í september 1989. Síðan helst leiguverð óbreytt næstu tvo mánuði það er í nóvem- ber og desember. -grh Otroönar slóðir Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu íslands, hefur skipað starfshóp vegna undirbúnings að stefnu- mótun í atvinnumálum, sem miði að því að auka hagvöxt og tryggja viðunandi atvinnustig á íslandi. Starfshópurinn á að kanna nýjar hugmyndir og nýjar leiðir í at- vinnumálum Islendinga og fara ótroðnar slóðir í þeim efnum, eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Starfshópurinn ásamt hagstofuráðherra munu eiga náið samstarf við atvinnu- stefnunefnd á vegum forsætisráð- herra en í henni eiga sæti fulltrúar stjórnmálaflokkanna og atvinnu- lífsins. Blásið í Norræna í kvöld klukkan 20.30 heldur Blásarakvintett Reykjavíkur tón- leika í Norræna húsinu. Sömu menn hafa skipað kvintettinn frá upphafi, þeir Bernharður Wilk- inson flautuleikari, Daði Kol- beinsson óbóleikari, Einar Jó- hannesson klarinettleikari, Jos- eph Ognibene hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagott- leikari. Á efnisskránni verða Kvintett op. 43 eftir Carl Nielsen, Sex Bagatellur og Tíu þættir fyrir blásarakvintett eftir György Ligetí og Sextett í F-dúr op. 36 fyrir kvintett og píanó eftir Her- mann D. Koppel. David Know- les leikur á píanóið. Nýtt rækjuverð Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur ákveðið nýtt rækjuverð fyrir tímabilið 1. októbertil31. janúar 1989. Verð á ópillaðri rækju í fyrsta flokki, þar sem 230 eða færri rækjur eru í kílói, verður 81 kr. fyrir kílóið. Verð á rækju í öðrum flokki, með 231-290 rækj- um í kílói verður 73 kr. og í þriðja flokki verður kflóverð 68 kr., en í þeim flokki eru 291-350 stykki í kílói. Fyrir undirmálsrækju, 351 stykki í kílói og fleiri, verða greiddar 30 krónur. ítalskir dagar ítalskir dagar hafa staðið yfir í Kringlunni frá sl. fimmtudegi en þeim lýkur laugardaginn 7. októ- ber. Kynntar eru ferðir til Ítalíu, ítalskar vörur og matur og ítalskir listamenn skemmta gestum og gangandi. Kringlan er sérstak- lega skreytt í tilefni ítölsku dag- anna og margar verslanir hafa einnig skreytt glugga sína sér- staklega og kynna ítalskar vörur. ítalska ferðamannaráðið efndi til sérstakrar samkeppni um bestu ítölsku kynninguna og hreppti Gunnhildur Þórarinsdóttir verð- launin, ferð fyrir tvo með dvöl á góðu hóteli í Lignano, fyrir út- stillingu sína í versluninni Kosta Boda. Skyndihjálp kennd Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands gengst fyrir námskeiði í skyndihjálp fyrir almenning sem hefst á morgun kl 20.00 að Ár- múla 34. Öllum sem orðnir eru 15 ára er boðið að taka þátt í nám skeiðinu þar sem m.a. verður kennd endurlífgun, stöðvun blæðinga og margt fleira. Reynt verður að heimfæra hjálpina við aðstæður í byggð og óbyggðum og er rjúpnaveiðimönnum bent á að nú sé tækifæri til að hressa upp á þekkingu þeirra í skyndihjálp, þar sem rjúpnaveiðitíminn gangi senn í garð. Skrifstofa RKÍ á Öldugötu 4 veitir allar frekari upplýsingar um námskeiðið. Nýr þingflokksformaður Þingflokkur Kvennalistans hefur valið sér nýjan formann. Á kom- andi þingi mun Kristín Einars- dóttir gegna starfi þingflokksfor- manns og Málmfríður Sigurðar- dóttir verður varaformaður. Á síðasta þingi var Danfríður Skarphéðinsdóttir formaður þingflokks Kvennalistans og í til- kynningu frá Kvennalistanum segir að skiptin séu liður í vinnu- reglum Kvennalistans. Steingrímur J. í Egyptalandi Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hélt á laugardag í opinberra heimsókna til Egypta- lands. Hann mun eiga fund með egypskum starfsbróður sínum og ræða við hann um samstarf land- anna á sviði ferðamála. Við- skiptmál og tvíhliða samskipti landanna almennt verða einnig rædd. Samgönguráðherra hefur í farteskinu orðsendingu frá ríkis- stjórn íslands til Hosni Mubar- aks, forseta Egyptalands. Þar er þess óskað að heimsókrrin stuðli að aukinni samvinnu landanna og látin í ljós sú skoðun, að unnt sé að treysta enn frekar bönd á milli íslands og Arabalanda. f yfirlýs- ingunni er jafnframt lýst yfir ánægju með friðarumleitanir Eg- yptalandsforseta til að stuðla að lausn deilumála og friðsamlegri sambúð þjóða fyrir botni Mið- jarðarhafs. í för með samgöngu- ráðherra er eiginkona hans, Ber- gný Marvinsdóttir ásamt deildar- stjóra úr samgönguráðuneyti, forstjóra Samvinnuferða Land- sýnar, deildarstjóra frá ferða- skrifstofunni Útsýn-Úrval, fyrrum formaður ferðamálaráðs, fulltrúar Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda og fréttamenn sj ón varpsstöðvanna. Fötluðum hjálpað Menntaskólinn í Kópavogi býður upp á nám á félagsbraut í vetur eins og undanfarin ár, í stuðningi við fötluð ungmenni. Námið felst í því að nemendur fylgja fötluð- um ungmennum í félags- og skemmtanalífi. Þau fötluð ung- menni sem vilja nýta sér námið þurfa að hafa samband við Garð- ar Gíslason menntaskólakennara á skrifstofu skólans. Þátttakan er ekki bundin við Kópavog. Heimaslátrað hættulegt Heimaslátrað kjöt getur verið hættulegt til neyslu, sérstaklega ef ekki er vitað um uppruna þess, segir í tilkynningu frá Hollustu- vernd ríkisins. Þegar uppruni sé ekki þekktur sé heldur ekkert vit- að um hreinlætið við slátrunina eða vitað hvort skepnurnar hafi verið heilbrigðar. Hollustuvernd vekur athygli á að breytingar hafi verið gerðar á heilbrigðisreg- lugerð í síðasta mánuði. Sam- kvæmt henni er öll heimaslátrun bönnuð utan kaupstaða og kauptúna. Bóndi í strjálbýli má þó slátra til eigin nota hæfilegu magni en má hvorki gefa né selja það kjöt eða dreifa því á annan hátt. Áður var aðeins bannað að slátra utan sláturhúsa í þéttbýli. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.