Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 3
BÆKUR Ljóðabók eftir Stefán Hörð í gær kom út hjá Máli og menn- ingu ný Ijóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson, og er það jafn- framt fyrsta jólabók forlagsins. Bókin nefnist Yfir heiðan morgun og hefur undirtitilinn Ljóð ‘87- ‘89. Hún geymir 43 Ijóð og skipt- ist í fjóra hluta sem nefnast Tónar frá ánni, Hliðar, Hvítir teningar og Dægur. Yfir heiðan morgun er sjötta ljóðabók Stefáns Harðar, en íyrsta ljóðabók hans, Glugginn snýr í norður, kom út 1946. Síð- ast sendi hann frá sér safnið Tengsl árið 1987. Yfir heiðan morgun er 64 blaðsíður að stærð. FRETTIR Vöruskiptajöfnuður Hagstæður um 4 miljarða Hagtíðindi: Vörurfluttar útfyrir37,9 miljarða og innfyrir33,9 miljarðafyrstu sex mánuði ársins. Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstœð- ur um 1,2 miljarða á sama tíma ífyrra Fyrstu sex mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 37,9 miljarða en inn fyrir rösklega Borgarminjavörður Umsóknarfrestur útmnninn Menningarmálanefnd borgarinnar ekki upplýst um umsœkjendur Umsóknarfrestur um stöðu borgarminjavarðar hjá Reykjavíkurborg rann út fyrir tæpum hálfum mánuði, en Ragn- heiður Þórarinsdóttir borgar- minjavörður hefur sagt starfinu lausu. Samkvæmt reglugerð á borg- arráð að- ráða í stöðuna eftir um- sögn menningarmálanefndar. Við fyrirspurn frá Kristínu Á. Ólafsdóttur á fundi nefndarinnar síðastliðinn fimmtudag kom hins vegar í ljós að borgarstjóri hafði ekki upplýst nefndina um um- sækjendur, þannig að hún gæti tekið afstöðu til málsins. Kristín bar fram þá tillögu á fundinum, að nefndin samþykkti að fela fráfarandi borgarminja- verði ásamt 2 fulltrúum tilnefnd- um af Félagi safnamanna og Heimspekideild Háskólans að framkvæma faglegt mat á hæfni umsækjenda áður en nefndin gæfi álit sitt. Ekki var tekin af- staða til tillögunnar á fundinum en nefndin mun nú bíða þess að borgarstjóri upplýsi hverjir hafa sótt um stöðuna. -ólg 33,9 miljarða fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn á þessum tíma var því hagstæður um nær 4 miljarða en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 1,2 á sama gengi. Þetta kemur fram í ágústhefti Hagtíðinda sem gefíð er út af Hagstofu íslands. í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir röskar 7.500 miljónir króna og inn fyrir nær 6.300 milj- ónir króna fob. Vöruskiptajöfnu- ðurinn í júní var því hagstæður um 1.250 miljónir króna en í júní í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um röskar 500 milj- ónir króna á sama gengi. Fyrstu sex mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 10% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 73% alls útflutningsins og voru um 5% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 25% meiri og útflutningur kísil- járns var 53% meiri en á sama tíma á síðastliðnu ári. Útflutn- ingsverðmæti annarrar vöru að frátöldum skipum og flugvélum, var 4% meira en á fyrri hluta árs- ins 1988. Verðmæti vöruinnflutningsins fob fyrstu sex mánuði ársins var 5% minni en á sama tíma f fyrra. Verðmæti innflutnings til stór- iðju var 5% meira en í fyrra en verðmæti olíuinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var rösklega fjórðungi rneira en á sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Þessir innflutningsliðir ásamt innflutn- ingi skipa og flugvéla eru jafnan breytilegir frá einu tímabili til annars, en séu þeir frátaldir reynist annar innflutningur (75% af heildinni) hafa orðið um 17% minni en í fyrra reiknað á föstu gengi. -grh Einsetinn skóli - einföld lausn Einsetinn grunnskóli er nokkuð sem allir virðast sammáia um að sé eitt mesta þjóðþrifaverk í nútíma skólakerfi. Undanfarin ár hefur hver nefndin eftir aðra skilað jákvæðu áliti um málið en samt virðist sem framkvæmdin ætli að dragast á langinn. Þegar fjallað er um einsetinn skóla hafa flestir verið, óháð flokkadrátt- um, einhuga um nauðsyn hans en þegar komið er að kostnaðinum við þessa byltingu í skólakerfinu draga sumir í land og bregða fyrir sig peningaleysi. Það er því ekki að ástæðulausu að helstu stuð- ingsmenn einsetins skóla örvænti um málalok einsetins skóla á ís- landi. Af hverju einsetinn skóla? Það hefur verið markmið æðstu yfirmanna menntamála í landinu um langt árabil að breyta umgjörð skólastarfs í grunn- skólum. Veigamestu þættirnir í því sambandi hafa ávallt verið samfelldur skóladagur, lenging skóladags yngri aldurshópanna og einsetinn skóli þannig að allir nemendur geti verið í skóla á sama tíma á besta tíma dagsins. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þróun heimilislífs á ís- landi, og þá sérstaklega í þéttbýli, hefur verið á þá leið að báðir for- eldrar starfa utan heimilis. Þann- ig hafa böm í yngstu bekkjunum, sem aðeins eru hálfan daginn í skólanum, verið nokkuð utan- veltu hluta úr degi. Þessum böm- um er ýmist komið fyrir „í pössun“ einhvers staðar úti í bæ ellegar eru þau ein heima, sem er enn verri kostur. Minna má á að í nýlegri umræðu um illa meðferð á börnum var vanræksla á börn- um lögð að jöfnu við líkamlegt og andlegt ofbeldi. Það er því ljóst að breytinga er þörf. Alvarlegasti þátturinn í þessu sambandi er að allir virðast sammála um nauðsyn breyting- anna en sumir leiða samt hjá sér mikilvægi framkvæmdanna. Það er sem menn eigi erfitt með að horfast í augu við lifnaðarhætti nútímafólks á íslandi, sem er utan heimilis amk. 8-10 tíma á hverjum degi. Lausnin er sumsé einsetinn skóli. Þar geta allir nemendur verið í skólanum á sama tíma og haft þar góða starfsaðstöðu. Hver bekkjardeild myndi hafa sína kennslustofu fyrir sig þannig að hún yrði einsetin - ekki tvíset- in einsog nú er. Skóladagurinn yrði að sjálfsögðu samfelldur og þegar honum lyki ættu foreldrar kost á að hafa börn sín í gæslu í skólanum. Þannig væri á auðveldan hátt hægt að flétta saman leik og starf og þau börn sem þiggja gæslu klára sitt heima- nám í skólanum. Auk þess kæmi mun meiri regla á allt skólastarf og umstang foreldra í kringum það. í stuttu máli, bylting í þjón- ustu skólakerfisins við umbjóð- endur sína. Ljón á veginum En hvað er í vegi? Hvers vegna er íslenskt skólakerfi ekki svona rétt einsog á öðrum Vestur- löndum? Þetta einfalda og jafn- framt fallega skólakerfi hefur öll rök með sér en er samt ekki kom- ið til framkvæmda. Auðvitað kostar þetta allt saman peninga og hefur að vissu leyti strandað á því en eitthvað annað hlýtur að liggja einnig þar að baki. Boðber- um einsetins skóla finnst nú mál að linni og vilja að ráðamenn sýni vilja sinn í verki en ekki orðum. Á undanförnum árum hafa amk. þrír menntamálaráðherrar haft lengingu skóladags og ein- setinn skóla á stefnuskrá sinni án þess að nokkur árangur hafi náðst af því starfi. Snemma eftir í BRENNIDEPLI að Svavar Gestsson tók við lykl- um að ráðuneytinu skipaði hann vinnuhóp sem fjalla skyldi um þetta málefni. í honum sátu GerðurG. Óskarsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Jón Torfi Jónas- son og skilaði sá síðastnefndi skýrslu hópsins í mars sl. í skýrslunni eru kostir einsetins skóla rækilega útlistaðir og gerð Enda þóttmenntamálaráðherrar Sjálf- stœðisflokksins hafi unnið að lengingu skóladags hefur Ihaldið í Reykjavík snúist gegn þeirri stefnu. Samt eru líkur á að einsetinn skóli verði að veruleika innan fárra ára er grein fyrir þeim kostnaði sem yrði af því að einsetja alla skóla landsins. Þar kemur fram að bæta þyrfti við 467-632 skólastofum til að ná fram einsetningu árið 1995. í fjárlögum árið 1989 var kostn- aður við skólabvggingar 385 milj- ónir sem er ekíci langt frá þeirri upphæð sem þyrfti að nota á hverju ári til fjölgunar skóla- stofa. En í einsetningu myndi kostn- aðurinn dreifast á nokkra aðila. Grundvallar hugsun á bak við þessar tölur er að ríkið bæti við amk. 5 kennslustundum á viku á hvern árgang, en auk þess þarf forskólinn að fá jafn marga tíma og 1. og2. bekkur. Sveitarfélögin myndu byggja skólahúsnæðið og koma fyrir skóladagheimili en foreldrar myndu jafnframt borga fyrir gæsluna. Þannig sameinast ríki, sveitarfélög og heimilin í landinu í að búa til einsetinn skóla. íhaldið snýst gegn sjálfu sér Stóra spurningin er því: Hvað gerist í þessu máli á þingi í vetur og mun verða gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu til fjölgunar skólastofa í fjárlögum? Miðað við þá áherslu sem Svavar Gests- son hefur lagt á þetta mál ættu boðberar einsetins skóla að vera Börn sem eru aðeins hálfan dag- inn í skóla vantar oft samastað hluta dagsins í þjóðfélagi sem knýr báða foreldra til að vinna úti. Lausninereinsetinnskóli. Mynd: Kristinn. nokkuð bjartsýnir en afstaða sveitarfélaganna liggur þó ekki nógu vel fyrir. Það virðist sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn ætli ekki að taka undir þessa stefnu. Ekki eru nema tvær vikur síðan tillögu sjórnarand- stöðunnar um að koma á einsetn- ingu í öllum skólum skólaárið 1994-95 var vísað til gerðar fjár- hagsáætlunar. Þannig vildi Sjálf- stæðisflokkurinn ekki taka af skarið og standa með öðrum flokkum um þetta þjóðþrifamál enda þótt menntamálaráðherrar flokksins undanfarin ár hafi verið málefnalega fylgjandi þessari stefnu. Tillaga stjómarandstöðunnar í borgarstjórn gerir ráð fyrir að 100 miljónum króna verði varið aukalega til fjölgunar á skólastof- um. Jafnvirði þessa fjár verði síð- an einnig varið á sama hátt næstu fimm árin og er þá miðað við að alls vanti 163 skólastofur eða 32 stofur á ári. í greinargerð með tillögunni er vitnað í fyrmefnda skýrslu Jóns Torfa Jónassonar þarsem þess er getið að Reykjavík er versta fræðsluumdæmið hvað varðar einsetinn skóla. „Þetta er í ósam- ræmi við þá staðreynd að Reykja- vík er rík borg. í Reykjavík á að vera tiltölulega auðvelt að koma á einsetnum skóla ef vilji er fyrir hendi,“ segir ma. í greinargerð- inni. Þá hafa Einar Þorsteinsson og Hilmar Ingólfsson flutt samskon- ar tillögu fyrir bæjarráði Garða- bæjar og verður hún afgreidd á fimmtudag. Fylgi Sjálfstæðis- flokkurinn í Garðabæ bræðmm sínum í Reykjavík má búast við að tillögunni verði vísað frá en í henni er einnig gert ráð fyrir byggingu nýs tilraunaskóla í Hofsstaðamýri. Þannig hefur íhaldið snúist gegn sjálfu sér í máli sem þótti þverpólitískt fyrir nokkmm árum. Menntamálaráðherrar flokksins höfðu í raun unnið að sömu grundvallar hugmyndum og Svavar Gestsson ætlar að hrinda í framkvæmd í vetur. Hinsvegar hefur íhaldið í Reykjavík allt annað við pening- ana að gera en að nota þá í þágu barna sinna. -þóm Þriðjudagur 3. október 1989 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.