Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Heyskapur allt árið Björn Stefánsson skrifar kaupum á fóðri (á grip) síðan um miðjan síðasta áratug. Bætt fóð- urverkun er háð því að menn slái á kjörtíma. Til mikils er að vinna í ast hann yfir því að heyvinnslu- tæki standi ónotuð 50 vikur á ári, en þannig er þegar menn vinna með náttúrunni, að þar hefur allt skeið, þar til sú hækkun sem verður á búvörum vegna verðs tækjanna nýju hefur skilað sér. Málin eru þannig vaxin að ,Mörgum ofbýður hversu mikill vélakosturer keyptur til heyskapar... Bændur hafa dregið talsvert úrfóðurkaupum. Bœttfóðurverkun er háðþvíað menn slái á kjörtíma. Tilmikils er að vinna íþvíefni til að sparafóðurkaup‘ Mörgum ofbýður hversu mikill vélakostur er keyptur til hey- skapar. A liðnu sumri blasti víða við augum nýmæli sem hefur hlotið hraða útbreiðslu, en það eru rúllubaggar vafðir plasti, oft- ast hvítu. Heyið þarf ekki nema dagsþurrk til að vera tækt í slíka geymslu. Undir plastvafningnum verður loftlaust eftir stuttan tíma, þegar gerlar í heyinu hafa eytt því litla sem komst fyrir af súrefni í bagganum. Þannig geymist heyið vel. Ég kynnti mér framkvæmdina lauslega í einni sveit, Bæjarsveit í Borgarfirði. Þar keypti búnað- rafélag hreppsins vafningstæki og réð ungan mann til að vinna fyrir bændur, en heyið var bundið ým- ist með vélum bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnað- arins á Hvanneyri í Andakíl eða vél bónda eins í Lundfareykjadal sem batt einnig mikið fyrir svejtunga sína. Aðeins reynslan getur sannað notagildi þessarar nýju tækni. Þar munar mestu hvort menn fá betra fóður en með þeim tækjum sem hingað til hafa verið notuð. Bændur hafa dregið talsvert úr því efni til að spara fóðurkaup. Því rek ég þetta hér að Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingur (ÓÁ) lcggur út af útbreiðslu þessarar tækni í grein í blaðinu 21. þ.m. (Landbúnaður á villigötum). Virðist hann telja bændum gangi það helzt til að njóta betri og náð- ugri daga með því að taka þessa nýju tækni í þjónustu sína. Býsn- sitt kjörstig og stundum mjög stutt. Síðan heldur ÓÁ því fram, að bændur borgi „alls ekki rúllu- baggavélarnar og allar hinar græjurnar sem vel má komast af án við heyskapinn úr eigin vasa. Réttara væri að segja að þeir lán- uðu neytendum andvirði tækj- anna um nokkurra mánaða verðlagsráð landbúnaðarins tekur mið af búreikningum vísi- tölubúsins, þ.e. þeim kostnaði sem fylgir því að framleiða bú- vörur á hinu dæmigerða búi. Kerfið virkar þannig að bændum eru ætíð tryggð laun í samræmi við aðrar stéttir, hver svo sem til- kostnaður þeirra er.” Vélvæðing landbúnaðarins er mikið tilfinningamál. Þar eru mörg álitaefni vegna breytilegra ástæðna á búum og breytilegs tíð- arfars. Hitt stenzt vitaskuld ekki að nokkur bóndi ákveði útgjöld sín með það í huga að þau fáist endurgreidd í hærra verði. Hlutur hans er sjaldan meira en brot úr prómilli í kostnaðarhlið vísitölubúsins, Ef svo væri, að þeir framvísuðu útgjöldum svo til eftir hendinni til greiðslu á tekju- hlið vísitölubúsins, hvernig má þá skýra það að bændur hafa dregið úr fóðurkaupum? Þar er þó um að ræða stærri kostnaðarlið en vélarnar. Sá er einnig munurinn að fjármagnskostnaður vélanna dreifist á árin með fyrningum, en fóðurkaupin vitaskuld ekki. ÓÁ hefur lent á villigötum varðandi starfsemi og stjórnkerfi sem honum er framandi og hefur ekki bei vinnubrögðum sagn- fræðings til að kynna sér, svo sem að kanna málavexti á vettvangi, þar sem þess er kostur, og varast hæpnar heimildir. Framhald greinarinnar ber þess merki sem vonlegt.er. Höfundur er dr. scient. og stundar þjóðfélagsrannsóknir. FRÉTTIR Menntun Helmingur stúdenta hverfur frá námi Könnun gerð á námsgengi í Háskóla Islands Tæpur helmingur þeirra sem innrituðust í Háskólann árið 1982 voru horfnir frá námi árið 1988. Meira en helmingur þeirra fer svo í annað nám. Mun fleiri mennskælingar Ijúka há- skólanámi en fjölbrauta- skólamenn. Þetta eru niðurstöður könnunar á „námsgengi og fráhvarfi” í Háskólan- um sem kennslumála- nefnd skólans hefur gengist fyrir. Hér fer á eftir meginhluti skýrslu nefnarinnar um þessa könnun. Þegar rætt er um Háskóla ís- lands og nemendur hans, berst talið oft að þeim stúdentum sem hverfa frá námi án þess að ljúka prófgráðum sem hafi formlegt gildi. Ymsar fullyrðingar hafa verið á lofti um þettta fráhvarf, svo sem að það sé alltof mikið hlutfallslega og um leið meira en í öðrum háskólum, að í því felist sóun af einhverju tagi, að það lýsi misgengi milli framhaldsskóla og háskóla, og að það tákni einhvers konar skipbrot í lífi þeirra nem- enda sem fyrir því verða. Ef þessar athugasemdir reyndust eiga við rök að styðjast, gætu ýmsar þeirra gefið tilefni til aðgerða af hálfu Háskólans eða annarra. Forysta Háskólans hef- ur því um nokkurt skeið haft hug á að þessi mál yrðu könnuð nán- ar, þannig að umræðan styddist ekki við getgátur einar. Hefur verið unnið að sérstakri könnun á fráhvarfinu á vegum kennslu- málanefndar háskólaráðs um nokkurra ára skeið. Kennslumálanefnd mótaði könnunina í upphafi og fylgdist samfellt með henni til loka. Frið- rik H. Jónsson, Ph.D. í sálar- fræði, hefur séð um framkvæmd könnunarinnar, skipulagt viðtöl og aflað annarra írumgagna, unnið úr þeim og túlkað í samráði við Þorstein Vilhjálmsson, for- mann kennslumálanefndar og nefndina í heild. Ýmsir aðrir hafa lagt hönd á plóginn með upplýs- ingum og ábendingum. 36% luku námi Könnunin fjallar um þá 1177 nemendur sem innrituðust til náms við Háskóla íslands í fyrsta sinn haustið 1982. Af þeim höfðu 47% horfið frá námi sumarið 1988, 36% höfðu lokið námi og 17% voru enn í námi og líklegir til að Ijúka því. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru sem hér segir: Ekki er ljóst að fráhvarf frá námi við Háskóla íslands sé hlut- fallslega meira en tíðkast í sambærilegum skólurn erlendis - Árið 1982 voru þeir sem innrituðust í fyrsta sinn frá Menntaskólanum á Laugarvatni, Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskóla íslands jafnmargir og nýstúdentar sama ár, eða jafnvel nokkru fleiri. Frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, Menntáskólanum á ísafirði, Fjölbrautaskólanum Ármúla, Fjölbrautaskólanum Breiðholti, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Flensborg var fjöldi innriaðra hins vegar aðeins helmingur af fjölda nýstúdenta. - Af þeim sem innritast er fráhvarfshlutfall einn- ig talsvert mismunandi eftir skólum, eða frá því um 35% frá Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Laugarvatni og Menntaskólanum í Reykja- vík, og upp í um 60% frá Fjölbrautaskólanum Breiðholti og Fjölbrautaskólanum Ármúla. Svipað verður uppi á teningnum ef aðrar breytur um námsgengi í HÍ eru athugaðar, svo sem með- aleinkunn á prófum þar. Þessi munur á innritunarhlutfalli og námsgengi eftir skólum endur- speglast einnig í svörum nemend- anna sjálfra um eigin undirbún- ing undir það nám sem þeir hefja. Meðaleinkunn hópanna á stúdentsprófi er alls ekki endi- lega hærra hjá þeim sem gengur best í háskóla. Fráhvarfs- hlutfallið er einnig talsvert mis- munandi eftir brautum fram- haldsskóla, eða frá 35% fyrir ne- mendur frá eðlisfræði- og nátt- úrufræðibrautum upp í um 50% á nýmála- og félagsfræðabrautum. - Hópurinn sem hverfur frá námi við HÍ hefur að meðaltali fengið um 0,5 lægri aðaleinkunn á stúdentsprófi en þeir sem ljúka námi. Þessi ntunur er talsvert meiri í stærðfræði en í íslensku og ensku. Hvers vegna? Af þeim sem hverfa frá námi á annað borð hafa um 73% þegar gert það í lok fyrsta árs frá innritun. Fæstir þeirra sem hætta hafa því lagt eitthvað verulegt undiríháskólanámi, fjárhagslega eða tilfinningalega. Þetta kemur einnig fram í því að tímasókn þeirra sem síðar hverfa frá námi er miklu minni en hinna strax á fyrsta misseri, þeir tengjast síður Háskólanum sem vinnustað, vinna síður með öðrum nemend- um, t.d. fyrir próf, og taka minni þátt í félagslífi. Mikill meirihluti (71%) þeirra sem hurfu frá námi segist ekki sjá eftir að hafa hætt, og um 62% þeirra fara í annað nám og ljúka því nær allir. Um 69% fráhvarfshópsins telja nám- ið í HÍ hafa nýst sér í starfi að einhverju leyti. - Þeir sem hverfa frá námi tilgreina margar og mis- munandi ástæður fyrir því og dreifing svara er nokkuð jöfn, en flestir nefna að námið hafi verið of þungt og ekki skírskotað til nemandans (32%). Þegar túlka skal niðurstöður könnunar sem þessarar er margs að gæta... Hér verða þess vegna aðeins nefnd nokkur atriði les- andanum til umhugsunar. - Þar eð könnunin beinist að þeim sem innrituðust í Háskólann fyrir 7 árum, er orðið langt síðan þeir voru í framhaldsskóla. Auk þess er á stundum um fámenna hópa að ræða. Því ber að taka niður- stöðum um einstaka framhalds- skóla með varúð, einkum ef þeir eru litlir og hafa e.t.v. breyst verulega á síðustu 7-10 árum. Þá ber að hafa ríkt í huga að fram- haldsskólar hafa mörg önnur mikilvæg markmið en þau að undirbúa nemendur undir nám við Háskóla íslands. Sömuleiðis má nefna að skólamenntun for- eldra er talsvert mismunandi eftir framhaldsskólum, og í könnu- ninni kemur einmitt fram nokk- urt samband hennar við fráhvarf nemenda frá námi. Að öllu þessu athuguðu verður varla lesið út úr þessari könun neitt endanlegt mat á því starfi sem fram fer í hverjum framhaldsskóla um sig. Hins vegar kann að mega lesaúr henni eitthvað í þá veru að skólar gefi nemendum stundum villandi vitnisburð eða hugmyndir um sjálfa sig, sem verði síðan til þess að þeir reyni fyrir sér í háskóla- námi sem þeir eiga ekkert erindi í. Einnig má e.t.v. lesa úr könnu- ninni þörf fyrir að háskólastig skólakerfisins breytist í framhaldi af þeirri breytingu sem orðið hef- ur í framhaldsskólum. Þriðjudagur 3. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.