Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 7
IÞROTTIR Handbolti Dróttkveðið Stjömuhrap Stjarnan beið afhroð ífyrsta leiksínum í nýrri íþróttahöll í Garðabœ. Sœnska liðið Drottsigraði 14-23 íEvrópukeppni bikarhafa ogStjarnan er nánast úr leik Stjarnan steinlá fyrir sænska liðinu Drott í vígsluleik nýju íþróttahallarinnar í Garðabæ í Evrópukeppni bikarhafa á sunnudag. Stjarnan hafði eðli- lega gert sér vonir um að vinna sigur í lciknum en tapaði með níu marka mun, 14-23. Möguleikar liðsins á að komast áfram í keppninni verða því að teljast alg- erlega úr sögunni. Athyglisveröast við leikinn á sunnudag er hinn hræðilegi síðari hálfleikur Stjörnunnar þarsem liðið nær aðeins að skora fimm sinnum hjá sænsku bikar- meisturunum. Staðan í leikhléi var 9-12 og þrátt fyrir dyggan stuðning áhorfenda gekk ekkert hjá Stjörnunni. Greinilegt er að eitthvað meiriháttar hefur farið úrskeiðis hjá Stjörnunni. Drott náði snemma góðu for- skoti - komst í sex marka forystu í fyrri hálfleik. Stjarnan náði þó að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hlé og réð þar mestu ágæt mark- varsla Ingólfs Ragnarssonar sem kom inná fyrir Brynjar Kvaran. Leikmenn Drott komu hinsvegar tvíefldir til síðari hálfleiks og sókn Stjörnunnar var með öllu bitlaus. Stjarnan átti aldrei möguleika í síðari hálfleik og níu marka sigur Svía í fullu samræmi við gang leiksins. Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgis- son 6/3, Sigurður Bjarnason 4, Sigurjón Bjarnason 2 og Einar Einarsson og Sigurjón Guð- mundsson 1 hvor. Mörk Drott: Jörgen Abraham- son 6, Jan Olaf Jönsson 5, Magn- us Weberg 4, Ola Lindgren 3, Magnus Anderson 2, Göran Bengtson 2 og Henrik Anderson 1. -þóm Gylfi Birgisson skoraði sex mörk gegn Drott en það dugði ekki til. Karate Tveir sigruðu tvöfalt KFR hlautflest verð- laun að vanda Islandsmeistaramótið í karate var haldið um helgina. Halldór Svavarsson og Sigurjón Gunn- steinsson sigruðu báðir tvöfalt á mótinu en þeir eru báðir í KFR sem hlaut flest verðlaun. Halldór sigraði bæði í -65 kg og í opnum flokki í kumite en óvenjulegt er að svo léttur maður vinni sigur í opnum flokki. Sigur- jón sigraði í kata og í -73 kg flokki í kumite. Jónína Olesen sigraði í kata kvenna en tapaði fyrir Odd- björgu Stefánsdóttur í kumite. Þá sigraði Helgi Jóhannesson í -80 kg flokki í kumite og Gunnar Ingi Halldórsson í +80 kg flokki í ku- mite. Norðurlandamótið í karate verður haldið 14. október nk. og hefur íslandsmótið áhrif á val á landsliðinu fyrir mótið. -þóm Karfa Njarðvík vann Hauka Islandsmótið í körfuknattleik hófst um helgina með sigri Njarð- vlkinga á liði Hauka í Hafnar- firði. Nú hefur útlendingum verið leyfð þátttaka á ný og munu þeir vafalaust setja svip sinn á keppn- ina í vetur. 1 fyrstu umferð unnu Islandsmeistarar ÍBK auðveldan sigur á Reyni Sandgerði, sömu- leiðis KR á Þór og þá vami Grindavík lið Vals að Hlíðar- enda. Leikur Hauka og Njarðvíkinga var sviptingasamur og áttu bæði lið góða möguleika á sigri. Njarð- víkingar voru mun betri í fyrri hálfleik og náðu Haukar sér alls ekki á strik. Athygli vakti að Pálmar Sigurðsson skoraði ekki eina körfu í fyrir hálfleik sem er mjög óvenjulegt. Staðan í ieikhléi var 28-38, Njarðvík í vil. Haukar söxuðu jafnt og þétt á forskotið og komust yfir þegar nokkrar mínútur voru eftir leiks. Þá misstu Njarðvíkingar Helga Rafnsson útaf með 5 villur og mátti ætla að Haukar ættu góða möguleika á að sigra en svo fór ekki. Njarðvík skoraði síðustu stigin í leiknum og vann sigur 68- 72. Teitur Örlygsson skoraði flest stig fyrir Njarðvík, 25, og Jó- hannes Kristbjörnsson 17. Hjá Haukum skoraði Jonathan Bow 23 stig og Pálmar Sigurðsson 13. íslandsmeistarar IBK áttu ekki í vandræðum með Reyni í Sand- gerði. Þetta var fyrsti leikur Reynis í úrvalsdeildinni og lauk honum með 33 stiga mun, 64-107, eftir að staðan í leikhléi hafði ver- ið 26-53. John Weargasson og Guðjón Skúlason skoruðu 21 stig hvor fyrir ÍBK en David Grissom skoraði 23 fyrir Reyni og Jón Ben Einarsson og Sveinn Gíslason 12 hvor. KR-ingar áttu í basli með Þórs- ara á Akureyri. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var staðan í leikhléi 34-40, KR í vil. Munur- inn var þó talsvert meiri í lokin, eða 21 stig, 66-87. Axel Nikulás- son skoraði 26 stig fyrir KR og Páll Kolbeinsson 16 en sovét- maðurinn Anatólíj Kovtoum skoraði aðeins 12 stig. Hjá Þór voru Jón Örn Guðmundsson og Konráð Óskarsson atkvæðamest- ir með 20 og 19 stig en Dan Kenn- ard skoraði 12 stig. Grindvíkingar gerðu góða ferð að Hlíðarenda og unnu þar sigur á Val, 68-75. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og var staðan í leikhléi 27-30, Grindavík í vil. Liðið hafði síðan forystu allan síðari hálfleik og var sigurinn ekki í teljandi hættu. Jeff Null, Guðmundur Bragason og Rúnar Árnason skoruðu nær öll stig UMFG í leiknum. Null skoraði 30 stig, Guðmundur 24 og Rúnar 15 stig en stigahæstir í liði Vals voru Chris Behrends með 21 stig og Svali Björgvinsson með 20 stig. -þóm Fótbolti - Evrópa Real hyggur á hefnd Á meðan RealMadridgengur allt íhaginn erACMilan sem höfuðlaus her. Maradona fór á kostum með Napolí Ef marka má leiki helgarinnar á Real Madrid möguleika á að ná hcfndum gegn AC Milan í Evr- ópukeppni meistaraliða síðar í mánuðinum. ítalska liðið vann sem kunnugt er spænsku meistar- ana með fimm mörkum gegn engu á heimavelli sínum í keppn- inni sl. vor og nú hafa liðin dregist saman á ný. Real Madrid hefur gengið vel í spænsku 1. deildinni en AC Milan tapaði hinsvegar stórt um helgina, 3-0, fyrir Mara- dona og félögum í Napolí. Miklu munar að Hollending- arnir Ruud Gullit og Marco Van Basten hafa ekki leikið með AC Milan að undanförnu vegna meiðsla. Landi þeirra Frank Rijkaard var færður fram en það hefur ekki skilað sér og á sunnu- dag var honum skipt útaf í leikhléi. Napolí er nú á toppi deildarinnar með Argentínu- manninn Maradona í fínu formi. Hann lagði upp bæði mörk Carn- evale og skoraði síðan það þriðja eftir mikinn einleik í 3-0 sigri á AC Milan á sunnudag. Meistararnir frá Mílanó, Int- ernazionale, unnu einnig 3-0 sigur. Liðið lék gegn Roma og voru það V-Þjóðverjarnir þrír, Matthus, Brehme og Klinsmann, sem lögðu grunninn að sigrinum með mörkum tveggja fyrst- nefndu. „Ég hef aldrei séð Lot- har Matthus leika svo vel, hvorki í Bundesligunni né með landslið- inu“, sagði Franz Beckenbauer landsliðseinvaldur V-Þjóðverja sem horfði á landa sína fara á kostum. Á Spáni er Real Madrid enn fremst meðal jafningja. Liðið er nú þegar komið á toppinn, einsog venja er, en urn helgina vann lið- ið Cadiz auðveldlega, 4-1. Engu að síður sagði John Toshack, framkvæmdastjóri liðsins, að þeir hefðu aðeins leikið vel fyrstu 25 mínúturnar. Hjá Barcelona, undir stjórn Johans Cruyff, gengur allt á afturfótunum um þessar mundir. Á sunnudag varð liðið Real Mall- orca að bráð, 1-0, og kenndi Hol- lendingurinn slæmu ástandi vall- arins um hvernig fór. Þetta var þriðji ósigur Barcelona í fimm leikjum en liðið hefur tapað öllum útileikjum sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessum liðum vegnar í Evrópukeppnunum 18. október. Talað er um leik AC Milan og Real Madrid sem úrslitaleik meistarakeppninnar en liðin átt- ust við í undanúrslitunum í fyrra. Þá sigraði AC Milan, 5-0, en staða liðanna í heimalöndum sín- um bendir til að spænska liðið muni amk. ekki tapa svo stórt. Van Basten mun líklega hefja leik að nýju á sunnudag en óvíst er hvort Gullit verður með í Evrópukeppninni. Þá lentu PSV Eindhoven og Steaua Búkarest einnig saman en Steaua lék til úrslita í keppninni sl. vor. Hins- vegar vann PSV þessa keppni 1988 þannig að segja má að þetta verði einnig úrslitaleikur. Hvað hin liðin varðar má minna á að Barcelona mun leika gegn Arnóri Guðjohnsen og fé- lögum í Anderlecht. Napolí á hinsvegar nokkuð auðvelt verk- efni framundan og leikur gegn Wettingen en Inter Milan féll óvænt úr keppni eftir leik gegn Malmö í sl. viku. -þóm Enska knattspyrnan Úrslit 1. deild AstonVilla-Derby................1-0 Chelsea-Arsenal.................0-0 Cr. Palace-Everton.............2-1 Man. City-Luton................3-1 Millwall-Norwich...............0-1 Nott. Forest-Charlton...........2-0 Sheff. Wed.-Coventry............0-0 Southampton-Wimbledon...........2-2 Tottenham-QPR...................3-2 Liverpool-Man. Utd..............fr. 2. deild Blackburn-Barnsley..............5-0 Bradford-Swindon...............1-1 Hull-Newcastle..................1-3 Ipswich-Stoke...................2-2 Oldham-Leicester................1-0 Oxford-Bournemouth ..............1-2 Plymouth-Brighton..............2-1 Port Vale-Leeds ................0-0 Sunderland-Sheff. Utd..........1-1 Watford-Middlesbrough...........1-0 WestHam-WBA.....................2-3 Wolves-Portsmouth...............5-0 Staðan 1. deild Liverpool 7 4 3 0 19-3 15 Chelsea 8 4 3 1 13-7 15 Arsenal 7 4 2 1 11-5 14 Norwich 8 3 5 0 12-7 14 Millwall 8 4 2 2 14-12 14 Everton 8 4 1 3 12-11 13 Coventry 8 4 1 3 7-8 13 Southampton 8 3 3 2 13-14 12 Cr. Palace 8 3 2 3 7-15 11 Man. City 8 3 1 4 13-11 10 QPR 8 2 3 3 8-7 9 Nott. Forest.... 8 2 3 3 9-9 9 Aston Villa 8 2 3 3 8-9 9 Luton 8 2 3 3 6-7 9 Wimbledon.... 8 1 5 2 7-9 8 Derby 8 2 2 4 5-8 8 Tottenham .... 7 2 2 3 10-14 8 Man. Utd 7 2 1 4 13-15 7 Charlton 8 1 3 4 6-8 6 Sheff.Wed. ... 8 1 2. deild 2 5 2-16 5 Sheff. Utd 9 5 4 0 18-9 19 Blackburn 9 4 5 0 17-8 17 Newcaslte 9 5 2 2 17-11 17 Sunderland ... 9 4 4 1 16-10 16 Leeds 9 4 4 1 14-10 16 Brighton 9 5 0 4 17-12 15 WestHam 9 4 3 2 12-11 15 Oldham 9 4 2 3 13-12 14 Bournemouth 9 4 2 3 16-16 14 Watford 9 4 2 3 9-10 14 Plymouth 9 4 1 4 13-12 13 Wolves 9 3 3 3 17-15 12 WBA 9 3 3 3 15-16 12 Barnsley 9 3 3 3 11-15 12 Middlesbro .... 9 3 2 4 14-15 11 Ipswich 9 2 4 3 14-15 10 Swindon 9 2 4 3 10-13 10 Oxford 9 2 3 4 13-16 9 Bradford 9 1 5 3 9-12 8 PortVale 9 1 5 3 6-9 8 Stoke 9 0 7 2 9-11 7 Portsmouth ... 9 1 3 5 6-15 6 Hull 9 0 5 4 10-15 5 Leicester 9 1 2 6 8-16 5 Markahæstir 1. deild MikeNewill, Everton.................7 John Barnes, Liverpool,.............6 lan Rush, Liverpool.................6 Mark Hughes, Man. Utd...............6 David Platt, Aston Villa............6 lanWright, Cr. Palace...............6 Skotland Rangers-Hearts ....................1-0 Aberdeen-Celtic....................1-1 Hibernian-Dunfermline..............2-2 Dundee Utd.-St. Mirren.............0-0 Mothenvell-Dundee..................3-0 Staðan Aberdeen 7 4 2 1 7-3 10 Hibernian 7 7 2 2 9-5 8 Motherwell 7 2 4 1 10-7 8 Celtic 7 2 4 1 9-7 8 Hearts 7 3 2 2 10-9 8 Rangers 7 2 3 2 6-7 7 DundeeUtd 7 1 4 2 9-11 6 Dunfermline 7 1 3 3 8-10 5 Dundee 7 1 3 3 9-13 5 St. Mirren 7 2 1 4 5-10 5 Þriðjudagur 3. október 1989 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 7 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í hreinsikerfi fyrir sundlaugar í Laugardal. Um er að ræða tvö kerfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 25. október 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.