Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 10
FRETTIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Bjami Alþýðubandalag- iðíReykjavík Sameigin- legtfram- boð? Kostir og gallar Samvinna eða samfylking? Miövikudaginn 4. október kl. 20.30 býður Alþýðubandalagið í Reykjavík til opins fundar vegná væntanlegra borgarstjórnarkosn- inga. Fundarstaður: Flokksmiðstöðin, Hverfisgötu 105. Framsögumenn: Bjarni P. Magnússon, Elín G. Ólafsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigurjón Pétursson. Fundarstjóri: Stefanía Traustadóttir formaður ABR. Fundarefni: Samvinna minnihlutans í borgarstjórn þetta kjörtíma- bil. Sérstaöa þessara flokka. Kostir og gallar sameiginiegs tram- boðs. Á eftir framsögum svara framsögumenn fyrirspurnum fundar- manna. Allir velkomnir. Stjórn ABR Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félagsfund í Lárusarhúsi Eiðsvalla- götu 18 miðvikudaginn 4. október klukkan 20,30. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinn. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Alþýðubandalagsins sem haldið verður á Húsavík dagana 21. - 22. október. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Fundir á Austurlandi Eskifjörður - félagsfundur Alþýðubandalagið á Eskifirði heldur félagsfund í Félagsheimilinu Valhöll miðvikudagskvöldið 4. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjcr fulltrúa í kjördæmisráð. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. Staöan í landsmálunum: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 4. Önnur mál. Stjórnin Breiðdalur - félagsfundur Alþýðubandalagsfélag Breiðdals og nágrennis heldur félagsfund í Staðar- borg, Breiðdal, fimmtudagskvöldið 5. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 4. Staðan í landsmálunum: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 4. Önnur mál. Stjórnin Höfn Hornafirði - félagsfundur Alþýðubandalag Austur-Skaftafellssýslu heldur félagsfund í Miðgarði á Höfn föstudagskvöldið 6. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð. 2. Staðan í landsmálunum: Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur. 3. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á Húsavík dagana 21 .-22. október. Dagskrá: Laugardagur 1. Kl. 13.00 Þingsetning skipun starfsnefnda og rannsókn kjörbréfa. 2. Sveitarstjórnarmál - Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga - Staða sveitarfélaga á landsbyggðinni - Sveitarstjórnarkosningar Almennar umræður um málefni sveitarfélaga og komandi kosningar. Fulltrúar og varafulltrúar í sveitarstjórnum, nefndarmenn og annað áhugafólk um sveitarstjórnarmál er sérstaklega boðið velkomið. 3. Kl. 20.00 Léttur kvöldverður og kvöldvaka í umsjá heimamanna. Sunnudagur 4. Kl. 09.30 Venjuleg aðalfundarstörf. 5. Kl. 11.00 Stjórnmálaviðhorfið - þátttaka í ríkisstjórn. Framsaga og al- mennar umræður. Kl. 13.00 Framhald almennra umræðna. 6. Kl. 15.30 Afgreiðsla mála. Kosning stjórnar, fulltrúa í miðstjórn o.fl. 7. Kl. 16.30 Þingslit. Framsögumenn og gestir fundarins verða auglýstir síðar. Stjórn kjördæmisráðs Afmœli Sinfónían fertug Ný íslensk tónverk og Tónaljóð Sibeliusar meðal verkefna á afmœlis- árinu Nú er nýhafið fertugasta starfs- ár Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, en hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika þann 9. mars 1950. Háskólabíó mun eins og mörg undanfarin ár skjóta skjóls- húsi yfir starfsemi hljömsveitar- innar og þar verður haldið upp á fertugsafmælið með tónleikum 9. mars á næsta ári. Verður þá flutt nýtt tónverk eftir Jón Nordal, til- einkað hljómsveitinni í tilefni af afmælinu og Sinfónía nr. 2 eftir Mahler. Aðalstjórnandi á starfs- árinu verður eins og í fyrra fínnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari. Ný tónverk eftir íslenska höf- unda eru stór hluti af verkefna- skrá Sinfóníunnar í vetur. Fiðlu- konsert eftir Atla Heimi Sveins- son verður fluttur í fyrsta sinn hér á landi á aukatónleikum í nóvem- ber. Atli samdi konsertinn fyrir finnska fiðluleikarann Jari Valo, sem frumflutti hann í Finnlandi og mun nú leika hann fyrir ís- lenska áheyrendur. í nóvember verður líka flutt fyrsta hljóm- sveitarverk Kjartans Ólafssonar tónskálds og heitir það Reflex. í janúar leikur hljómsveitin verk sem Hjálmar H. Ragnars- son lauk við í vor og í febrúar frumflytur Martial Nardeau flautuleikari Tilbrigði um silfur, verk fyrir einleiksflautu og hljómsveit, sem Þorkeli Sigur- björnsson samdi fyrir Martial. í apríl er Konsert fyrir hljómsveit, sem Páll P. Pálsson hefur nýlokið við á efnisskrá Sinfóníunnar. í vetur er fyrirhugað að flytja átta helstu tónaljóð finnska tón- skáldsins Jeans Sibeliusar, samin á árunum 1892-1926. Meðal þeirra sem leikin verða á fyrra misseri starfsársins má nefna Dóttur norðursins, sinfónískt ævintýri byggt á kvæðabálkinum Kalevala og Finlandiu, sem lengi var tákn sjálfstæðisbaráttu Finna, en bannað var að flytja verkið á meðan Finnar voru undir stjórn rússneska keisara- dæmisins. A seinna misseri er Tapiola á verkefnaskránni, en verkið er síðasta stórverk Sibe- liusar og ásamt 7. sinfóníu hans talið hápunktur ferils hans. Sinfónían og kór Langholts- kirkju flytja sköpunina eftir Ha- ydn þann 7. desember, en aðrir tónleikar í tilefni jóla og áramóta verða fjölskyldutónleikar á að- ventu, þar sem eins og í fyrra verður leikinn Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj myndskreyttur með rúmlega 300 vatnslitamynd- um eftir Snorra Svein Friðriks- son. Auk þess heldur hljóm- sveitin Vínartónleika í janúar. Síðustu áskriftartónleikar fyrra misseris eru tileinkaðir Jó- hannesi Brahms, en alls eru fimm verk eftir Brahms á verkefnaskrá hljómsveitarinnar í vetur. Á seinna misseri eru tveir gítar- konsertar á vekefnaskránni og er það í fyrsta sinn sem Sinfónían hefur fleiri en einn gítarkonsert á dagskrá á einu starfsári. Fluttur verður konsert eftir eitt merkasta tónskáld Japana, Toru Take- mitsu á aukatónleikum í janúar, en í apríl leikur Arnaldur Arnar- son einleik í Concierto de Aranj- uez eftir Rodrigo. í maí flytur hljómsveitin óperuna Turandot eftir Puccini. Auk áskriftar- og aukatónleika í Háskólabíói áformar hljóm- sveitin tónleikaferð um Vestfirði í september og um Austfirði í lok maí, Vínartónleikarnir verða endurteknir úti á landi, og sem tónleikar með verkum úr amer- ískum söngleikjum í apríl. Eins mun hljómsveitin koma fram á tónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík þegar einleikarapróf skólans verða í febrúar, leika á tvennum tónleikum á Listahátíð 1990, halda skólatónleika og heimsækja sjúkrahús og stofnan- ir. LG Stéttarsamband bænda Langtíma byggða- og búsetustefna Atak í búháttabreytingum Vegna fyrirsjánlegs samdráttar í sauðfjárrækt gerir aðal- fundur Stéttarsambands bænda þá skýlausu kröfu til stjórnvalda, að mörkuð verði ákveðin og markviss byggða- og búsetustefna til lengri tíma. Skipulag búvöru- framleiðslu taki miða af landnýt- ingarsjónarmiðum. Gert verði sérstakt átak í bú- háttabreytingum og Framleiðni- sjóður stórefldur í því skyni. Þeg- ar um er að ræða búhátta- breytingar verði vandlega athug- að hvaða atvinnumöguleikar aðr- ir koma til greina, miðað við á- framhaldandi búsetu á sama stað. Skal kostnaður af þeim greiddur af Framleiðnisjóði en til viðbótar leggi ríkissjóður fram sérstakt fjármagn á næstu árum, sem var- ið verði til að auka atvinnumögu- leika í strjálbýli. Þá gerði fundur- inn þá kröfu til stjórnvalda, í sambandi við eflingu landsbyggð- arinnar, að ákvarðanataka og ábyrgð varðandi ráðstöfun fjár- magns, sem fer til sameiginlegrar ráðstöfunar, færist í auknum mæli til samtáka sveitarfélaga eða sveitastjórna. Eftirgreind atriði vildi fundur- inn sérstaklega undirstrika: a) Fagnað er þeirri þróun, sem orðið hefur hjá Ferðaþjónustu bænda og lögð verði áhersla á framhald þeirrar uppbyggingar. í því sambandi er bent á: 1. Að ferðaþjónustan fái aðild að fram- kvæmdastjórn Ferðamálaráðs. - 2. Að veitt verði fé í þróunar- verkefni til öflunar nýs markaðar og lengingar nýtingartíma gisti- rýmis. - 3. Brýnt er að lækka gjaldtöku ríkisins af matsölu og bflaleigu. b) Fundurinn harmar rekstrar- vanda loðdýraræktarinnar og bendir á, að flestir loðdýrabænd- ur eru ungt fólk, sem framtíð margra byggða byggist á. Því sé alls ótækt að loðdýraræktin og þeir, sem hana stunda, verði gjaldþrota, ásamt fjölmörgu venslafólki loðdýrabænda og bendir á þá gífurlegu verðmæta- sóun og búseturöskun, sem því yrði samfara, þjóðfélaginu til vansa og stórtjóns. Skorar fund- urinn á Alþingi að taka á vanda loðdýrabænda þegar í þingbyrj- un. c) Til að auðvelda kynslóða- skipti á bújörðum þarf að breyta útlánareglum Stofnlánadeildar þannig að jarðakaupalán verði allt að 60% af fasteignamati jarða að frádregnum langtímalánum frá Stofnlánadeild, sem hvíla á viðkomandi jörð. d) Styðja ber við hverskyns smáiðnað og aðrar aukabúgrein- ar. Einnig verði fylgt eftir að Fín- ull hf., afurðastöð loðkanínu- bænda, fái staðið við skuldbind- ingar sínar. - mhg 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.