Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Bæjarmálaráð ABH heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 5. október klukk- an 20,30 í Skélanum Strandgötu 41. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns. 2. Lagabreytingar. 3. Kjör stjórnar. 4. Kjör fulltrúa í meirihlutaráð. 5. Undirbúningur Haustráðstefnu bæjarmálaráðs. 6. Önnur mál. Allir nefndarfulltrúar og aðrir félagar hvattir til að mæta. Formaður Alþýðubandalagið Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður dagana 7. og 8. október 1989. Fundurinn hefst á laugardag 7. október kl. 10.00 í Brydebúð við Víkurbraut, Vík í Mýrdal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Ólafur Ragnar Grímsson og Svanfríður Jónasdóttir. Stjórn kjördæmisráðs Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 19. október klukkan 20,30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á iandsfund Alþýðubandalagsins. 3. Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Landsþing Landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldið laugar- daginn 21. október ídukkan 12.30 að Hverfisgötu 105 Reykjavík. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigfúsína Halldóra Benediktsdóttir frá Hesteyri andaðist í hjúkrunarheimilinu Skjóli, laugardaginn 30. september. Kristinn Gíslason Margrét Jakobsdóttir Hjáimar Gíslason Margrét Guðmundsdóttir Sigurrós Gísladóttir Guðmundur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Drengjahjól Fyrir 9-12 ára, til sölu. Uppl. í síma 23789. Óska eftir ísskáp helst ódýrum. Uppl. í síma 19022. Óska eftir að passa lítið barn frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Er vön. Uppl. í síma 678748. Svalavagn Átt þú svalavagn sem þú vilt selja ódýrt? Ég er 16 mánaða og langar að halda áfram að fá mér blund úti. Mamma kemur og sækir vagninn, hún heitir Elín. Uppl. í síma 14166. Rúm til sölu úr harðviði í antikstíl. 200x125 cm. Uppl. í síma 678752. Sófaborð Ég á mjög vel með farið sófaborð úr tekki sem þú mátt eiga. Uppl. í síma 35682. Margrét. Húsnæði óskast Skosk hjón með tvö börn óska eftir að taka á leigu fjögurra herbergja íbúð staðsetta á Stór-Reykjavíkursvæði, í eitt ár. íbúðin má vera búin húsgögn- um. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 98- 22500. Kastalain. Óska eftir stofuhúsgögnum, eldhúsborði og stólum (má gjarnan vera úr furu). Uppl. í síma 39844. Rósa. Einstæð móðir óskar eftir notuðum leikföngum. Uppl. í síma 656808 á kvöldin. Herstöðvaandstæðingar Landsráðstefna SHA verður haldin 28. október. Stund og staður verður auglýst síðar í Þjóðviljanum. Til sölu Lítið notuð PHILCO þvottavél, verð- hugmynd 15 þúsund. Uppl. í síma 12382. Leita að spænskumælandi stúdent fyrir „inter cambio", spænsk-íslensk. Uppl. í síma 17731. Einar. Til sölu LADA 1300 árgerð ’87, ekinn 31 þús- und km. skoðaður '89. Góður bill. Uppl. í síma 84006. Vantar kæliskáp 85x55 cm. Einnig gönguskíði, stafi og bindingar. Uppl. í síma 16845. Námskeið Haldin verða dagnámskeið í ýmiss- konar föndri til dæmis til jólagjafa fyrir unga og aldna. Námskeiðin eru hald- in eftir 20. október. Rúmt og hlýtt húsnæði. Uppl. í síma 53090. Útungunarvél 1000 eggja, sjálfvirk, FUNKI útung- unarvél til sölu. Einnig 9 aftursæti í frambyggðan rússa. Uppl. í síma 53090. Skrifborð Lítið og vel með farið skrifborð til sölu. Uppl. í síma 34597. Kommóða Gamaldags kommóða óskast keypt. Uppl. í síma 693900 eða 35236. Þóra. Kassagítar Óska eftir að kaupa notaðan kassa- gítar. Uppl. í síma 15807 eftir kl. 18.00. Svefnbekkur og fataskápur Til sölu svefnbekkur með rúmfata- skúffu og gamall lakkaður fataskápur með hillum og slá. Uppl. i síma 688943 eftir kl. 17.00. Til sölu JAMAHA skemmtari. Fæst í skiptum fyrir myndlykil eða leiktölvu. Uppl. í síma 72339. Ýmislegt fyrir börn óskast ódýrt Dagmamma óskar eftir notuðum leik- föngum, barnaborði, göngugrind og stólum. Á sama stað vantar ísskáp. Dagmar í síma 622063. Til sölu hjónarúm úr eik. Verð 3.000,- Einnig tvær árs gamlar springdýnur og nátt- borð. Verð samkomulag. Þar að auki gólfteppi 360x360 cm. Verð 2000.-. Uppl. í síma 681455. Kettlingar Þarf að losna við tvo kettlinga sem allra fyrst. Högni og læða, mjög fal- legir. Uppl. í síma 678748. Óska eftir ódýrri frystikistu. Uppl. í síma 24261 eftir kl. 18.00. Til sölu fyrir mjög lítið SAAB 99 með dráttar- kúlu, útvarpi, pioneer hátölurum og Ijósi í afturrúðu. Gott boddý. Enn- fremur er bíllinn á mjög góðum dekkj- um. Uppl. í síma 73664. Nýjung frá Banana Boat Sólbrúnkufestir fyrir Ijósaböð. E- vítamíngel, græðir exem, psoriasis, ör. Hárnæringarúði, upplitar, lýsir. Græðandi varasalvi. Aloe Vera gel úr töfrajurtinni sem inniheldur yfir 50 ví- tamín og steinefni. Heilsuval, Lauga- vegi 92 (Stjörnubíóplaninu), póstkröfusími 626275, 11275. Hödd, Barónstíg, Árbæjar-, Borgar- og Garðsapótek, Baulan, Borgarfirði, Stúdíó Dan, ísafirði, Ferska, Sauðár- króki, Hlíðarsól, Sigríður Hannes- dóttir, Ólafsfirði, Heilsuhornið, Akur- eyri, Snyrtist. Hilma, Húsavík, Bláa lónið, Grindav., Heilsubúðin, Hafnar- firði, Bergval, Kópav. Heilsuval er einnig með: Megrun, svæðanudd, vítamíngreiningu, orkumælingu, hár- rækt með leiser, rafmagnsnuddi og „akupunktur”. Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um miniar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- •band í síma 91-52502 ámilli kl. 14 og '18 alla daga. Sjóminjasafn íslands. í Kolaportinu geta allir selt nánast hvað sem er. Pantið sölubása í símum 621170 (kl. 16-18) og 687063 (á kvöldin). Útveg- um afgreiðslufólk ef óskað er. Selj- endur notaðra muna fá núna sölu- bása á aðeins kr. 1.500. Kolaportiö - alltaf á laugardögum. Rafmagnsþjónustan og dyrasímaþjónustan Þarftu að láta laga raflögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson rafvirkjameistari, sími 44430. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til náms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi og Sviss 1 • Þýska sendiráðið i Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknastarfa í Sambands- lýðveldinu Þýskalandi á námsárinu 1990-91: a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa um allt að sex mánaða skeið. 2. Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu 15-19 styrki til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1990-91. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og skulu umsækjendur eigi vera eldri en 35 ára. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt með prófi. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. nóvember n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö, 27. september 1989 V ír, 2 ‘iiifi Bílakaup ríkisins 1990 Innkaupastofnun ríkisins áætlar aö kaupa um 125 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1990. Lýsing á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrif- stofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóða bíla sína, að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 27. október n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Hundahreinsun í Reykjavík o.fl. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6 mánaða hreinsaðir af bandormum í október- eða nóvembermánuði ár hvert. Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til starfandi dýralækna í Reykjavík með hreinsun. Við greiðslu árlegs leyfisgjalds þarf að framvísa gildu hundahreinsunarvottorði. Hundaeigendum sem senda heilbrigðiseftir- litinu gilt hundahreinsunarvottorð fyrir 7. des- ember n.k. verður gefinn kostur á að greiða leyfisgjaldið með gíróseðli. Gjalddagi þess verður nú 1. janúar og eindagi 1. mars. Nýja samþykkt um hundahald er unnt að fá á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins og eru hundaeig- endur hvattir til að kynna sér vandlega ákvæði hennar, þar sem veigamiklar breytingar hafa orðið á eldri samþykkt um hundahald í Reykja- v'k. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Hluthafafundur í Steinullarverksmiðjunni Hluthafafundur í Steinullarverksmiðjunni hf. verður haldinn 9. október nk. í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á dagskrá eru tillögur stjórnar annars vegar um hækkun hlutafjár um kr. 91.593.700 og hins vegar um breytingar á sam- þykktum félagsins um aukinn meirihluta at- kvæða til ákvörðunar um hlutafjáraukningu og um heimild til að halda stjórnarfundi símleiðis. AUGLÝSING UM STYRKVEITINGAR til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður (slands auglýsir eftir umsókn- um um styrki til kvikmyndagerðar. Sérstök eyðublöð og leiðbeiningar um notkun þeirra fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Lauga- vegi 24, III. hæð, 150 Reykjavík, og í Mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík. Umsóknin er því aðeins gild að eyðublöð Kvik- myndasjóðs séu útfyllt samkvæmt skilyrðum sjóðsins. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvikmynda- sjóðs fyrir 1. desember 1989. Reykjavík, 30. september, 1989. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu hús og mannvirki á 7200 fer- metra lóð norðan Reykjanesbrautar. M.a. er um að ræða 610 fermetra eldishús, 2.126 fermetra einlyft límtrésbogahús, rafstöð og spennistöð (áður eign Pólarlax hf.). Eignirnar eru boðnar til sölu í einu lagi, en til greina kemur að selja hluta þeirra. Tilboð óskast send til Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, fyrir 20. október n.k., en þar eru einnig veittar nánari upplýs- ingar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.