Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 16
Daníel Helgason fyrrum flugumferðarstjóri: Það fer eftir því hvaða efni þær munu sýna og hvað það mun kosta. Því ekkert af þessu verður náttúrlega frítt. En það er jákvæð þróun að fá þær sem flestar. ■■SPURNINGIN"" Hvernig líst þér á aö fá nýjar sjónvarpsstöðvar? Svavar Sigurjónsson ellilífeyrisþegi: Það er svo sem ágætt fyrir þá sem mikið eru fyrir sjónvarp. Per- sónulega er ein stöð alveg nóg fyrir mig og yfirleitt finnst mér sjónvarpsefnið vera óttaleg vit- leysa. Þór Melsted Steindórsson nemi í MS.: Mér líst mjög vel á það og ekki veitir þeim sem fyrir eru af góðri samkeppni. Jóhann Þór Hopkins sölustjóri: Mér finnst alveg sjálfsagt að fá nýjar stöðvar ef fólk hefur á ann- að borð tíma til að horfa á efni þeirra. Hvort þær bera sig svo eða ekki er síðan höfuðverkur þeirra sem að þeim standa en ekki okkar neytenda. Axel Öriygsson sendibílstjóri: Mér finnst það bara vera af hinu góða. En hvort einhver þörf er fyrir þær, mun síðan bara koma í Ijós. Nú, ef maður er óánægður með viðkomandi efni er ekkert auðveldara en að slökkva á tæk- inu. Þriðjudagur 3. október 1989 166. tölublað 54. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Afmœli Tækniskóli Islands 25 ára Knútur Hallsson: Stofnun skólans mikilvœgur áfangi í menntunar- og sjálfstœðismálum þjóðarinnar Eg óska þjóðinni til hamingju með það unga fólk sem býr sig undir hin vandasömustu störf innan okkar menntakerfis sagði Bjarni Kristjánsson rektor Tækniskóla Islands í lok hátíð- arræðunnar sem hann hélt á 25 ára afmælishátíð skólans í gær. Fleiri urðu til þess að óska skóla- num til hamingju með afmælið í fjölmörgum ræðum sem fluttar voru áður en nemendur kennarar og gestir settust að hlöðnum kaffi- borðum í matsal skólans, sem er til húsa að Höfðabakka í Reykja- vík. Meðal ræðumanna var Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, sem talaði í fjarvist menntamálaráð- herra. Knútur rakti aðdragand- ann að stofnun skólans, en hann sat á sínum tíma í nefnd þeirri sem Gylfi Þ. Gíslason þáverandi menntamálaráðherra skipaði til að undirbúa stofnun skólans og setja honum reglugerð. Knútur sagði meðal annars að stofnun Tækniskólans hefði á sín- um tíma verið stór áfangi í sjálfstæðis- og menntunarmálum þjóðarinnar. Ásgeir Pétursson bæjarfógeti, sem einnig átti sæti í undirbúningsnefndinni, tók þó enn dýpra í árinni og sagði stofn- un skólans hafa verið brýnustu umbótina sem gerð hefði verið í menntunarmálum þjóðarinnar frá því að Háskóli íslands var stofnaður 1911. En hvert er þá hið mikilvæga hlutverk Tækni- skóla íslands? í ræðu sinni sagði Bjarni Krist- jánsson rektor að frumhlutverk skólans væri að veita iðnaðar- mönnum framhaldsmenntun. í þessu skyni er skólanum skipt í námsbrautir, og hefur þeim fjölg- að á s.l. 25 árum úr 4 í 14. Meginverkefni skólans felast annars vegar í að veita almenna menntun til undirbúnings sér- náms, og hins vegar sérnám í hin- um ólíkustu greinum, sem sumar hverjar eru á háskólastigi. Hver námsbraut veitir bæði réttindi til starfsheitis og frekara framhalds- náms. Sérnámi getur lokið með iðn- fræðiprófi í byggingartækni, vél- tækni og raftækni. Frekara fram- haldsnám veitir svo tæknifræði- réttindi í sömu greinum, en einn- ig á sviði útvegstækni, iðntækni og iðnrekstrarfræði. Þá er við skólann sérstök heilbrigðisdeild, sem veitir nám til B.sc.-gráðu í meinatækni og röntgentækni. í ræðu rektors kom fram að alls Bjarni Kristjánsson rektor Tækniskóla (slands heldur hátíðarræðu í tilefni 25 ára afmælis skólans... hefur skólinn útskrifað um 1600 einstaklinga á þeim 25 árum sem liðin eru frá stofnun hans. Og í ræðu Sveins Frímannssonar for- manns Tæknifræðingafélags ís- lands kom einnig fram að hér á landi eru nú starfandi um 1000 tæknifræðingar, þar af um 700 félagsbundnir. í ræðum manna kom einnig fram að óvissa ríkti nú um framhald þeirrar góðu fyr- irgreiðslu sem íslenskir tækni- fræðinemar hefðu til þessa notið við framhaldsnám erlendis, eink- um í Danmörku. En með hinum opna markaði Evrópubandalags- ins munu aðildarlönd þess njóta gagnkvæmra forréttinda að námi. Nú munu um 100 íslend- ingar vera við framhaldsnám í tæknifræði erlendis, einkum í Danmörku. Þótt viðurkennt sé að Tækni- skóli íslands hafi á liðnum aldar- fjórðungi unnið merkt brautryðj- endastarf í menntamálum þjóð- arinnar með því að opna nýjar námsbrautir og ryðja gömlum fordómum í menntamálum úr vegi, þá urðu margir ræðumenn í gær til þess að benda á að fjár- veitingavaldið hefði brugðist í einu veigamiklu atriði gagnvart þessum skóla: hann býr enn við leiguhúsnæði eftir 25 ár og ekki bólar á því sérhannaða húsi sem eitt sinn var talað um að reisa ætti yfir skólann á Keldnaholti í ná- býli við rannsóknastofnanir at- vinnuveganna. -ölg. ...og nemendur gæða sér á brauðtertum og öðru góðgæti í tilefni dagsins. Mynd Jim Smart. —BBBM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.