Þjóðviljinn - 04.10.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Qupperneq 1
Miðvikudagur 4. október 1989 166. tölublað 54. órgangur Rqfiðnaðarmenn Verkfallsátök harðna Útvarpshúsinu lokað fyrír óviðkomandi og skipt um skrá í húsi Sjónvarpsins Geysileg harka virðist vera að færast í verkfall rafiðnaðar- manna hjá ríkinu sem staðið hef- ur frá því á miðvikudag. í gær dró verkfallsnefnd rafiðnaðar- manna til baka allar undanþágur sem veittar höfðu verið til Ríkis- útvarps - Sjónvarps og því svar- aði yfirstjórn Ríkisútvarpsins með því að loka Útvarpshúsinu við Efstaleiti fyrir öllum óvið- komandi og skipt hefur verið um skrá í húsi Sjónvarpsins við Laugaveg. Þá höfnuðu rafiðnaðarmenn öllum undanþágubeiðnum frá Pósti og síma nema þeim sem snúa að öryggismálum og er þeg- ar farið að gæta truflana í síma- kerfi Reykjavíkur. Um 200 6 stafa númer eru óvirk með öllu og erfiðleikum bundið að ná sam- bandi við númer sem byrja á tölu- stöfunum 3 og 8. Einnig er erfitt að ná sambandi í farsímakerfinu vegna álags og bilana. Pá er Mjólkárvirkjun símasambands- laus. A fjölmennum félagsfundi raf- iðnaðarmanna í gærmorgun var samþykkt að draga til baka þær undanþágur sem veittar höfðu verið Ríkisútvarpinu - Sjón- varpi. Að sögn Viðars Oddgeirs- sonar í samninganefnd rafiðnað- armanna var veitt leyfi til útsend- inga með hefðbundnum hætti frá dagskrárbyrjun hvers dags til kvöldfrétta í sjónvarpinu, að því undanskildu að ekki verði sendar út auglýsingar, kynningarefni né dagskrárakynning. Að sögn Viðars geta rafiðnaðarmenn sætt sig við að fréttir verði lesnar af einum fréttamanni og sendar út frá þularklefa aðalstjórnar. Þá samþykktu rafiðnaðarmenn að veðurfræðingi verði gert kleift að sitja við hlið fréttamanns og lýsa veðri og veðurhorfum, en þó án myndbirtinga. Hið sama gildir um útvarpið. Heimild var veitt fyrir fréttalestri frá einum fréttamanni, dánartilk- ynningar leyfðar auk veðurfrétta en þess á milli að spiluð verði ó- kynnt tónlist. Yfirmenn Ríkisútvarpsins funduðu um stöðuna í gær og á- kváðu að reyna til þrautar að halda útsendingum útvarps og sjónvarps áfram í óbreyttri mynd með því að yfirmenn tæknideilda og tæknimenn í BSRB sinni störf- um tæknimanna í verkfalli. í bréfi útvarpsstjóra til verkfallsnefndar er haft í hótunum við verkfalls- menn þar sem útvarpið áskilur sér rétt til að krefja þá starfsmenn Ríkisútvarpsins um skaðabætur sem lagt hafa niður vinnu án lög- mætra ástæðna þar sem ríkislög- maður hefur vefengt lögmæti ver- kfallsins samkvæmt lögum frá 1915. Þessu vísa rafiðnaðarmenn á bug með þeim rökum að með Vinnulöggjöfinni frá 1938 sé öllum aðildarfélögum Alþýðu- sambandsins tryggður verkfalls- og samningsréttur. Þetta mál verður tekið til alvarlegrar um- fjöllunar á miðstjórnarfundi ASÍ sem haldinn verður í dag. -grh Á félagsfundi rafiðnaðarmanna í gær voru allar undanþágur í verkfalli sem varað hafa í fimm daga en sú hönd er að komast í það að vera í dregnartil baka nema þær sem snúa að öryggismálum. „Við höfum kyrrstöðu," sagði Viðar Oddgeirsson í samninganefnd rafiðnaðar- boðið útrétta sáttahönd til lausnar þessari deilu með undanþágum manna, t.h. á innfelldu myndinni. Mynd: Kristinn. Verkamannqfélagið Hlíf Lambakjöt sniðgengið FélagsfundurHlífarávítarríkisstjórnina vegna verðlags. Laun verði vísitölutryggð Borgarráð Dagvistun og strætó hækka Frá og með næstu mánaða- mótum hækka gjöld fyrir for- gangshópa að dagvistun borgar- innar úr 6.700 krónum á mánuði í 7.900 og annarra úr 11.200 krón- um í 13.200 eða um 18%. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar var einnig samþykkt að hækka fullorðinsfargjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur um 10% eða úr 50 krónum hver ferð í 55 krónur. Fargjöld barna hækka um 14% úr 14 krónum í 16 krón- ur. Felld var tillaga frá Kristínu Á. Óiafsdóttur og Sigrúnu Magnús- dóttur að dagvistunargjöld hækk- uðu ekki meir um en um 9% og einnig var tillögu minnihlutans um að nemendur 12 ára og eldri fengju helmingsafslátt í strætó vísað til umsagnar hjá skrifstofu- stjóra SVR. -grh Fundur í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði vítir ríkis- stjórnina fyrir að standa ekki við þau loforð í verðlagsmálum sem hún gaf verkalýðshreyfingunni við gerð síðustu kjarasamninga, segir í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Hlífar á mánudag. í stað þess að standa við loforðin hafi ríkisstjórnin stuðlað að verð- hækkunum á vöru og þjónustu langt umfram launabreytingar. í ályktuninni segir ennfremur að verðhækkanir á landbúnaðar- vörum séu sérstaklega vítaverð- ar, verð á þeim sé ekki lengur í neinu samræmi við almenna kaupgetu í landinu. Hvetur fund- urinn verkalýðshreyfinguna til að standa fyrir víðtækum mótmæl- um gegn fyrrgreindum verð- hækkunum, einkum á landbún- aðarvörum. Fyrsta skrefið í þeim mótmælaaðgerðum eigi að vera áskorun til alls launafólks um að hætta að kaupa dilkakjöt, meðan verð á því sé venjulegu launafólki ofviða. Félagsfundur Hlífar ályktaði einnig um komandi kjarasamn- inga. Þar segir að fundurinn leggi ríka áherslu á að víðtæk samstaða náist um það innan verkalýðs- hreyfingarinnar, að kaupmáttur verði tryggður miðaður við vísi- tölu framfærslukostnaðar. Stór- átak verði gert í byggingu félags- legs húsnæðis svo leysa megi húsnæðisvanda launafólks. Þá vill fundurinn að iðgjalda- greiðslur launafólks í lífeyrissjóði falli niður en að iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda til lífeyrissjóð- anna hækki sem því nemur. Fundurinn vill líka að frjáls inn- flutningur á landbúnaðarvörum verði leyfður, ef ekki komi til verulegrar verðlækkunar á inn- lendum búvörum. -hmp Fjárlög Halliim þrír miljaröar ÓlafurRagnar Grímsson: Vil ekki segja neitt um tölurfjárlagafrumvarps fyrr en það erfrágengið. Fyrsti hlutifrumvarps í prentun í dag Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra vill hvorki stað- festa né neita þeim tölum sem fram hafa komið í fréttum varð- andi niðurstöðutölur fjárlaga- frumvarpsins fyrir næsta ár. En í fréttum sjónvarps á mánudag var sagt að stefnt væri að þriggja miljarða halla á fjárlögum næsta árs, niðurskurði upp á tvo milj- arða og að hallinn á þessu ári yrði að öllum líkindum 5 miljarðar. í samtali við Þjóðviljann sagð- ist Ólafur ekki vilja brjóta þá vinnureglu sem hann hefði haft í fjármálaráðuneytinu, að fjalla ekki um hlutina fyrr en þeir gerð- ust. Þetta gilti einnig um fjárlaga- frumvarpið. Það væri í vinnslu og hann vildi ekki tjá sig um ein- staka hluta þess fyrr en það væri tilbúið. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er sú tala sem sjónvarpið nefndi nærri lagi. í ríkisstjórninni séu menn að tala um halla ein- hvers staðar í kring um 3 milj- arða. Líkur eru á að fyrsti hluti fjárlagafrumvarpsins fari í prent- un í dag og í fjármálaráðuneytinu er enn stefnt að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi þann 11. október nk. en þing kemur saman þann 10. október. -hmp Landgrœðsla Fátt er svo með öllu illt Safnast hafa 1,3 miljónir króna með auglýsingum á plastpokum ATVR Landgræðslu ríkisins voru í gær afhentar 1,3 miljónir króna til starfsemi sinnar til viðbótar við hefðbundnar fjárveitingar. Féð er komið frá auglýsingum á burðarpokum sem ÁTVR ákvað að bjóða viðskiptavinum sínum eftir að sala bjórs hófst 1. mars sl. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra verður fénu ekki varið í eitt ákveðið verkefni heldur fer það í verndun á friðuð- um svæðum á nokkrum stöðum á landinu. Um er að ræða alhliða landgræðslu en Sveinn sagði verkefnin því miður vera ótelj- andi. Það er fyrirtækið Plastprent sem annast hefur gerð allra plastpoka fyrir ÁTVR og seldi auglýsingar á pokana í nafni Landgræðslunnar. í upphafi styrkti Mjólkurdagsnefnd þetta átak en síðar bættust Trygging hf., Osta- og smjörsalan og Vá- tryggingafélag íslands í hópinn. -þóm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.