Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýdshreyfingar KLIPPT OG SKQRIÐ Framb'ð Þýskalands Á síðustu vikum hafa þúsundir manna frá DDR, Austur- Þýskalandi, flúið til Vestur-Þýskalands einkum um Ung- verjaland - nú síðast var samið um að þeir sem höfðu leitað hælast á lóð vesturþýska sendiráðsins í Prag fengju að fara sömu leið. Austurþýskir fjölmiðlar fara nú, að því er fregnir herma, hinum hörðustu orðum um þetta fólk. Sá reiðilestur fær að sjálfsögðu engu um það haggað, að þessi flótta- mannastraumur er í sjálfu sér hörð gagnrýni á ráðamenn DDR: Ekkerteralgengaraenflóttafólkið kvartiyfirþvíað það hafi verið orðið úrkula vonar um að umbætur í átt til blandaðs hagkerfis, fjölhyggju og málfrelsis, sem hafa þegar breytt mörgu í Sovétríkjunum, Ungverjalandi og Póllandi, nái til þess ríkis sem fyrir um það bil 40 árum var gefið nafn Þýska alþýðulýðveldisins. Þessi framvinda mála minnir bæði á það hve ólík ríki Austur-Evrópu eru um margt innbyrðis (og hafa lengi verið) og svo á sérstöðu einmitt Austur-Þýskalands. Ungverjaland og Pólland eru fyrst og síðast þjóðríki - þau eru reyndar hvort með sínum hætti sterk áminning um að þjóðernis- hyggja er mun sterkara afl í samfélögum en bæði marxismi og frjálshyggja gerðu ráð fyrir. Austur-Þýskaland eða DDR varð hinsvegar til upp úr þeirri staðreynd að sigurvegararnir í stríðinu gegn Hitler skiptu Þýskalandi í hernámssvæði og gátu ekki komið sér saman um pólitíska framtíð þess. DDR hafði á lofti þá réttlætingu að þar væri verið að byggja upp sósíalisma sem hefði ýmsa yfirburði yfir vesturþýskan kapít- alisma. Sá málflutningur hefur fengið mjög holan hljóm, ekki síst á síðastliðnum árum stöðnunarí austurþýsku efnahags- lífi. Og gangi þróun i álfunni allri einkum í þá átt, að smám saman dragi úr mun á stjórnsýslu og efnahagskerfum austurs og vesturs, þá leiðir það af sjálfu sér að þær stoðir rýrna verulega sem DDR hefur hvílt á. Þessi staða útskýrir að nokkru, hvers vegna ráðamenn DDR eru íhaldssamari en flestir aðrir í þeirra heimshluta á það flokksræði sem við lýði hefur verið. Þeir eiga enn erfið- ara en t.d ungverskir og pólskir kommúnistaforingjar að fóta sig í þeirri þróun sem við tekur þegar valdseinokuninni i sleppir. En um leið kemur upp annað mál: ef að tilvistargrund- i völlur DDR rýrnar, er þá endursameining Þýskalands ekki j komin aftur á dagskrá? Það var siður fyrst eftir stríð að gjalda | varaþjónustu þeirri hugmynd að vitaskuld ætti Þýskaland að sameinast. Lítil alvara fylgdi svo því máli - svo lítil, að það varð seinna viðurkenndur mælikvarði á raunsæi að viður- kenna að þýsku ríkin væru tvö og yrðu tvö. Þetta stafaði m.a. af því að tvískiptingin var bæði austri og vestri í hag. Sovét- ríkin héldu herstöðvum i hjarta Evrópu, Vesturveldin eignuö- ust í Vestur-Þýskalandi sterkan bandamann, sem var samt sem áður ekki svo sterkur að við hann yrði ekki ráðið. Það sem nú síðast var nefnt er ástæða fyrir því að banda- ríska vikuritið Time kallaði á dögunum drauminn um endur- sameiningu Þýskalands „martröð fyrir alla“. Blátt áfram vegna þess að vesturþýskt efnahagslíf er hið öflugasta í j Vestur-Evrópu og austurþýskt er hið afkastamesta í Austur- 1 Evrópu. Ef þessi ríki næðu saman í eitt eða tengdust í náið ! bandalag, þá mundi það ráða lögum og lofum í þeirri Evrópu sem gerir sig líklega til að verða risaveldið þriðja. Af þessu eru Frakkar lítt hrifnir eða Bretar, og Bandaríkjamenn eru þegar farnar að hafa af því miklar áhyggjur hvað slík samein- ingarþróun gæti þýtt bæði fyrir þeirra viðskiptahagsmuni í Evrópu og fyrir framtíð Nató. ÁB Gleðin yfir samkeppninni. Það er fastur liður í guðsótta og góðum siðum þeirra sem fyrir- tækjum stjórna að játa trúna á blessunarríka samkeppni. Þegar nýir aðilar koma fram og segjast ætla að gera allt betur en þeir sem fyrir voru, þá er það skylda að setja upp fallegt bros og segja: Að sjálfsögðu fögnum við aukinni samkeppni. Sá sem skerst úr leik í þessu, hann hefur brotið gegn þeirri helgu trú, að samkeppnin sé alltaf af hinu góða fyrir neytand- ann. En allir eru, samkvæmt leiksins reglum, skyldugir til að láta sem þeir elski neytandann ekki eins og sjálfan sig, heldur meir en sjálfan sig. En um leið og menn hafa lokið því af að fara með blessunarorðin rjúka þeir af stað í leit að skjót- virkum ráðum til að koma heittelskuðum keppinaut fyrir kattarnef og lengra ef hægt er. Indælt gosstríð. Nú verður því ekki neitað, að samkeppnin milli framleiðenda og frambjóðanda þjónustu er nokkur vörn neytandanum gegn þeim yfirgangi sem oftast nær er fólginn í einokuninni. Oftast nær sögðum við, vegna þess að sam- keppnin er tvíbent í sínum afleið- ingum og til eru þau svið þar sem kostir hennar verða mjög rýrir en gallarnir þeim mun stærri. Til dæmis að taka má það vel vera, að neytendur geti glaðst yfir gosstríðinu mikla sem nú er háð milli Vifilfells og Sanitas með harðorðum yfirlýsingum um yfir- gang og ólöglega viðskiptahætti. Maður verður að sönnu meir hissa en hrifinn yfir því firna- magni af gostegundum og pakkn- ingum sem upp hlaðast í verslun- um: okkur gæti jafnvel dottið í huga að óttast að bráðum yrði ekki pláss fyrir annað en gos í hinum smærri búðum. En sem sagt: allt er það í lagi svo lengi sem þeir drepa ekki húskarla hver fyrir öðrum, eins og Njálu- stórveldin gerðu á sinni tíð. Kæruleysi um rásastríð En aftur á móti er annað stríð... og það er háð um útvarps- bylgjur og sjónvarpsrásir. Ut- varpsstöðvar deyja og rísa upp á þriðja degi og það er verið að halda því fram að þrjár nýjar sjónvarpsrásir ætli senn að skera íslenskt Ioft. Mesta alvaran sýnist vera í áformum Sýnar hf. um helgarsjónvarp. Það skrýtna við þetta stríð er, að það er eins og notendur kæri sig kollótta um það hver aðila fær sár eða bana. Þetta er ofur skiljanlegt með útvarpsstöðvarn- ar frjálsu - menn eru hættir að gera sér rellu út af þeim, hvort sem þeir eru sjálfir vandlætingar- fullir menningarvitar eða popp- vinir: Menn vita sem er, að form- úlan fyrir þessum stöðvum öllum verður á endanum ósköp svipuð og má einu gilda hvort þær eru ein eða fimm: framboðið er nóg. Og þótt það sé í sjáifu sér ekki slæm formúla sem Sýnarmenn bera á borð (þeir eru að lofa „gæðasjónvarpi" um helgar) þá fer enginn að ræða dagskrármál þeirrar stöðvar eða annarra í al- vöru. Miklu heldur að menn hafi áhuga á að fylgjast með því, hverjir eiga hvað og hverjir eru að kaupa hvaða menn upp og þar fram eftir götum. Meira af því sama Þetta kæruleysi stafar líklega af því, að fólk trúir ekki lengur á það, að meira framboð og meiri samkeppni á sviði sjónvarps leiði til þeirrar fjölbreytni sem öll sam- keppni lofar. Það sannast hér sem annarsstaðar, að því meira sem framboð er í ljósvakanum, þeim mun meir dregur hver rásin dám af annarri. Auk þess vitum við að íslenskur markaður er afar lakmarkaður: við höfum ekki trú á því að nýjar rásir eigi eitthvað sem heitir aflögu í íslenska dag- skrárgerð (fyrir utan kannski ódýra spjallþæti og spurninga- hasar). Og við nennum því ómögulega að hafa áhuga á því til eða frá, hvort tvær eða fjórar rás- ir bjóði upp á tuttugu eða fjörtíu bandarískar meðalkvikmyndir eða formúlulanglokur á viku. Misskilningur um ríkisútvarpið Það er stundum verið að kvarta yfir því (síðast í leiðara DV á mánudaginn) að dagskrár einka- stöðva ýmiskonar séu lélegri en skyldi vegna þess að Ríkisútvarp- ið hafi svo mikil forréttindi fram yfir þær: bæði afnotagjöld og að- gang að auglýsingamarkaði. Vissulega er það mikið forskot - og megum við heldur ekki gleyma því að Ríkisútvarpið - hljóðvarp og sjónvarp - hefur líka fleiri skyldum að gegna en einkastöðvar. Hitt er svo algjör misskilningur, sem stundum er haldið fram, að ef Ríkisútvarpinu væri bannað að safna auglýsing- um, þá mundu „frjálsu" stöðv- arnar hressast að mun og þær standa sig mun betur í þeirri inn- lendu dagskrárgerð, sem allir segjast vilja efla svo þjóðin verði langlíf í landinu. Við vitum af reynslunni að á íslandi gera allir út á hverja gróð- avon sem vettlingi geta valdið og tíu í viðbót. Ef Ríkisútvarpið væri rekið út af auglýsingamarkaði gerðist þetta hér: Við mundum borga hærri afnotagjöld og fá í staðinn rýrari dagskrárgerð á ríkisrásum - blátt áfram vegna þess að það munar svo miklu um auglýsingatekjurnar. Auglýsing- atekjurnar mundu náttúrlega vaxa hjá einkastöðvunum - en þær mundu samt ekki duga til að breyta dagskrárstefnunni að ráði - blátt áfram vegna þess að stöðv- unum mundi fjölga upp fyrir það sem markaðurinn ber. Og við sætum eftir með meiri samkeppni - og verra útvarp og verrasjónvarp. Af þeirri einföldu ástæðu að menningarstarfsemi passar ekki inn í kenningar þeirra sem trúa því að í hlýðni við mark- aðslögmálin sé allra meina bót. Allra síst menningarstarfsemi á borð við sjónvarpsrekstur fyrir 250 þúsund sálir. ÁB. ÞiÓÐVILIINN Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími: 68133 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. FramkvœmdastjóriiHallurPállJónsson. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (íþr.), Þröstur Haraldsson. ' Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir. Simavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í iausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.