Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 6
VIÐHORF MINNING Framhald af síðu 5 stjórnmálamenn sem afmarkað- an og meira og minna samstæðan hóp („sami rassinn undir þeim öllum”, eins og sagt er). Og til þess er vissulega ákveðin til- hneiging hjá atvinnustjórnmála- mönnum. En stjórnmálamenn byrja nú yfirleitt sem baráttu- menn fyrir einhverja hugsjón eða hagsmuni einhvers hóps eða stéttar. Að öðru leyti hafa þeir kannski enga sérstaka ástæðu til að þjóna eignamönnum, nema þeir gjörspilltustu. Og auðvitað eru þeir allir háðir atkvæðum launþega. Þess vegna er til dæmis Morgunblaðið mjög mikilvægt fyrir stjórnmálamenn í Sjálf- stæðisflokknum, og stærð þess og útbreiðsla er auðvitað dæmi um vald auðsins, vaid sem takmarkar Iýðræðið í raun. Og við vitum hvernig oft fer fyrir loforðunum: staða atvinnuveganna krefst þess osfrv. Ýmis hagsmunamál al- þýðu, sem okkur finnast sjálf- sögð nú, tók jafnvel áratugi að fá samþykkt á alþingi, þingmenn sósíalista og stundum krata báru þessi mál upp ár eftir ár, en alltaf voru þau felld af þeim, sem að sögn Stefáns höfðu enga ástæðu til að þjóna eignamönnum og voru háðir atkvæðum launþega. Stundum komust þessi mál ekki í höfn fyrr en eftir harðvítug verk- föll. Hér var yfirleitt um að ræða „saklausar” umbætursem stríddu ekkert gegn lögmálum hagkerfis- ins. En bæði íhaldsamir borgara- legir stjórnmálamenn og um- bótasinnaðir fulltrúar verkalýðs- flokkanna reyna alltaf þegar allt kemur til alls að láta hagkerfið sem við búum við, auðvalds- skipulagið ganga sinn gang, hvort sem það er okkur í hag eða ekki og hvað sem þeim annars finnst um lögmál þess. Það er of róttækt að ráðast til atiögu við þessi lögmál svo að þau hætti að ráða yfir okkur. Það er heldur ekki á færi stjórnmálamannanna einna. Til þess þarf samstilltan vilja meirihluta þjóðarinnar, alþýðu- stéttanna, því að borgarastéttin mun að sjálfsögðu verja þjóð- skipulagið. En auk þess er ekkert þjóðríki einangrað. Við sjáum það best nú með þvf að líta til Nicaragua. Ferskir kratar og dauðir Þess vegna vilja umbóta- sinnaðir stjórnmálamenn á borð við Oskar Lafontaine halda and- stæðunum milli launavinnu og auðmagns, það er andstæðum stéttanna (og þar með fólksins sem tilheyrir þessum stéttum), í skefjum um leið og þeir reyna að kljást við andstæðurnar milli auð- magns og umhverfis (sem hvort- tveggja er ópersónulegt). Því fara þeir í fyrsta lagi varlega í að beita róttækum aðgerðum, í öðru lagi reyna þeir að beita áhrifum sín- um í verkalýðshreyfingunni og meðal verkalýðsstéttarinnar til að halda henni í skefjum, í þriðja lagi reyna þeir að beita áhrifum sínum á ríkisvaldið og meðal borgarastéttarinnar til að ekki verði gengið of nærri verkalýðs- stéttinni, og í fjórða lagi snúast þeir flestir á sveif með borgara- stéttinni ef upp úr sýður. Þegar auðvaldsheimurinn rambaði á barmi heimsstyrjaldar fyrir tæpum átta áratugum var Lenín í forsvari fyrir þeim sem vildu að verkalýðsstéttin hafnaði þátttöku í stríðinu og sneri afli sínu þess í stað gegn því þjóð- skipulagi, sem að þeirra mati ógnaði heimsfriðnum, og valda- mönnum þess. Það var ágreining- ur um það sem gerði útslagið um klofning verkalýðshreyfingar- innar milli kommúnista og sósíal- demókrata. Þeir síðarnefndu gengu í stríðsbandalag með borgarastéttinni hver í sínu landi. Þessa er þeim óhætt að minnast sem setja Lenín á bás með Hitler. Osló í lok september 1989 Einar Ólafsson Eggert Þorbjamarson Fæddur 26. september 1911 - Dáinn 26. september 1989 Eggert Þorbjarnarson andaðist 26. september sl. Það var raunar á afmælisdaginn hans að þessi ötuli baráttumaður kvaddi þenn- an heim, því hann var fæddur 26. september 1911 í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Þorbjörn Eggertsson sjó- maður í Bolungarvík og konu hans Rósa Aradóttur og ef raktar væru ættir hennar kæmi sá ágæti maður Jón skáld á Bægisá Þor- láksson við sögu. Eggert varð ungur hrifinn af hugsjónum sósíalismans og fékk oft að kenna á því hvað baráttan fyrir þeirri hugsjón kostar. Hann gekk í Menntaskólann á Akur- eyri en var brátt (1930) rekinn úr honum er Jónas frá Hriflu hóf of- sóknir sínar gegn róttækum sósí- alistum. Ásgeir Blöndal Magnús- son fór sömu leiðina fyrir grein sem hann skrifaði í Rétt. Ég held að Sigurður skólameistari hafi liðið undir því alla ævi að verða að framkvæma þessa harðstjórn Jónasar. Eggert starfaði löngum bæði í Æskulýðsfylkingunni, Kommún- istafloicknum og Sósíalista- flokknum og gegndi þar bæði trúnaðar- og forustustörfum. Hann var í Dagsbrún og kvað að honum á fundum. Það þoldu valdhafarnir ekki og var hann rekinn úr Dagsbrún 1931 ásamt fleiri kommúnistum. En ofsóknir dugðu ekki. 1938 sigruðu sam- fylkingaröflin í Dagsbrún og Egg- ert varð aftur meðlimur og 1942 ráðsmaður. En baráttan á íslandi harðnaði og það var eigi lengur bara við íslenskt afturhald að fást. 1940 hertók breskur innrásarher ís- land undir mótmælum ríkis- stjórnar, Alþingis og þjóðarinn- ar. í ársbyrjun 1941 höfðu allmörg verkalýðsfélög hafið verkföll, þar á meðal Dagsbrún. En breska innrásarliðið var snar- lega sent út til að brjóta verkfall Dagsbrúnar á bak aftur. Var þá gefinn út dreifimiði til hermann- anna á ensku og skorað á þá að láta ekki nota sig sem verkfalls- brjóta gegn íslenskum verkalýð. Urðu nú foringjar innrásar- hersins æfareiðir og þótt þeir hefðu heitið því að skipta sér ekki af íslenskum innanríkismálum tóku þeir við að fangelsa þá verkamenn er þeir náðu í með flugmiða. Voru nú handteknir af Bretum 7 menn: Helgi Guðlaugs- son, Haraldur Bjarnason, Eggert Þorbjarnarson, Eðvarð Sigurðs- son, Ásgeir Pétursson, Guð- brandur Guðmundsson og Hall- grímur Hallgrímsson. Voru þeir allir fluttir í fangelsi Breta á Kirkjusandi. Þar voru þeir yfir- heyrðir hver á fætur öðrum, hót- að að skjóta þá ef þeir segðu ekki til hver skrifað hefði dreifibréfið. Mundaði Bretinn í sífellu skammbyssuna af miklum myndugieika og gaf þeim tvær mínútur til að svara. Enginn ís- lendinganna svaraði öðru en að þeir vissu það ekki. Bretarnir þorðu ekki að skjóta og íslenska ríkisstjórnin var orðið óróleg yfir þessu ofbeldi. Tókust nú samn- ingar milli innrásarliðsins og ríkisstjórnarinnar um að íslend- ingarnir yrðu afhentir ríkisstjórn- inni gegn því að hún léti dæma a.m.k. nokkra þeirra. Aðbúnað- urinn á Kirkjusandi þá mörgu daga er þeim var haldið þar var í alla staði hinn versti auk lífshætt- unnar sem alltaf vofði yfir þeim. Þetta gerbreyttist við flutninginn á Skólavörðustíg og lífshættan vofði ekki lengur yfir. Fangarnir voru hver í sínum klefa og eru þeir engin fyrirmynd. Þeim Eggert og Hallgrími hug- kvæmdist að fá að tala saman og lét dómarinn að óskum þeirra. Þeir ráðguðust nú um hvað gera skyldi, því hætta væri á að Bret- arnir í ofstæki sínu færu að taka fleiri flokksmenn fasta. Kom þeim saman um að taka á sig „sökina“ fyrir að hafa skrifað dreifibréfið og binda þar með enda á allar rannsóknir og fang- elsanir út af þessu máli. Var það í senn mikil fórnfýsi og ábyrgðar- tilfinning er þeir félagarnir sýndu. Gekk nú allt fljótara, fyrst í undirrétti og síðan í hæstarétti en þá kom „játning“ þeirra fram. Þeir Guðbrandur, Guðmundur, Helgi og Haraldur voru sýknaðir í undirrétti. En síðan fór málið í hæstarétt. Þar hélt Pétur Magnússon forkunnargóða ræðu, en hann varði Eggert og Hallgrím, og kvað þá hafa breytt sem föðurlandsvini gegn erlendu árásarveldi. Bað ég Pétur að fá að birta þá ræðu og Ieyfði hann það. 17. mars kvað hæstiréttur upp dóminn. Eðvarð og Ásgeir fengu 4 mánaða fangelsi, Eggert og Hallgrímur 15 mánaða fangelsi. (Samtímis vorum við blaðamenn Þjóðviljans dæmdir fyrir að hafa varið þá og áfellst Bretana, en það er önnur saga.) Fangarnir fóru fram á að kveðja konur sínar en því var öllu neitað. Framkoma íslenskra yfir- vaida varð þeim til ævarandi skammar. Það gekk svo langt að eftir að þeir félagarnir voru komnir á Litla-Hraun og fara varð með Hallgrím til lækningar einn daginn í kjallara Landspítal- ans, þá stungu hjúkrunarkonurn- ar (meðal þeirra var Auður síðar kona Halldórs Laxness) upp á því við lækninn að Hallgrímur fengi að líta upp á fæðingardeildina augnablik en þar var kona hans með nýfætt barn þeirra. En því var þverneitað. Það var harka í framkomu íslenskra yfirvalda á þessum árum. Eftir að við fangarnir í Eng- landi komum heim tókst að fá fangavistina ofurlítið stytta og skyldi séra Bjarni Jónsson vera „sálargæslumaður“ þeirra á þeim tíma. Gekk það ágætlega. En hvað um dreifibréfið sem þeir urðu að þola svo mikið fyrir? Það er best að nokkuð af sannleikanum komi í ljós. Á þessum árum var mikið um kom- múnista í Oxford og Cambridge. Ýmsir þeirra lentu í hernum á ís- landi og í trúnaðarstörfum. Einn þessara stúdenta skrifaði bréfið, því er enskan svo góð. Sá ágæti félagi féll skömmu síðar í stríðinu og nafn hans verður ekki gefið upp svo breskir yfirstéttar- bandittar geti níðst á því. Eggert tók til óspilltra starfa fyrir flokkinn er hann var laus úr prísundinni. Góðar kveðjur og þakkir til hans birtust í Þjóðvilj- anum er hann varð bæði fimm- tugur og sjötugur. Mér fannst hinsvegar rétt að rifja upp þessa sögu frá þrítugs aldri nú, er hann er allur og hálfrar aldar baráttu og afrek eru orðin færrum kunn. Eggert giftist 7. nóvember 1934 Guðrúnu Rafnsdóttur og lifir hún mann sinn. Hefur hún reynst honum hin besta stoð og stytta á stormasamri ævi. Tvö börn eiga þau: Rafn Þorbjörn og Rósu Guðrúnu. Það eykur máske á skilninginn á hlutskipti þessara kvenna þeirra Eggerts og Hallgríms að fyrstu börn þeirra fæddust ein- mitt er þeirEjáðust í fangavist. Svona var á Islandi eitt sinn. Við skulum vona það komi ekki aft- ur. Alsystur á Eggert eina, Guð- björgu leikkonu. Svo skal Eggert kvaddur með þökkum fyrir fórnfýsi hans og langt og erfitt starf. Áðstandend- um hans er vottuð innileg samúð og þakkir fyrir allt sem þeir voru honum. Einar Olgeirsson P.S. Þeim sem vilja kynna sér nánar sögu dreifibréfsmálsins skal bent á II. bindi af riti Gunnars M. Magnúss, Virkið í norðri, kafl- ann „Dreifibréfsmálið" bls. 409- 427. Látinn er tengdafaðir minn Eggert Þorbjarnarson Langholts- vegi 33 Reykjavík. Eg ætla ekki að rekja ættir hans né gera æviferli hans skil svo nokkru nemi af þeirri einföldu ástæðu að til þess hef ég ekki næga þekkingu og þar að auki þarf talsvert meira til en stutta minningargrein. Ég læt mér nægja nokkur orð um þann eldri mann sem ég kynntist árið 1974 og dvaldist síðan hjá í þau mörgu skipti sem ég hef verið í Reykja- vík. Mann sem þá hafði fyrir alllöngu staðið fremstur í flokki vinstri manna hér á landi, dvalið í Moskvu og farið til Kína svo eitthvað sé nefnt. Við okkur kynni hafði hann hætt öllum af- skiptum af stjórn- og verkalýð- smálum, vann í banka og rak fornbókasölu sem hann starf- rækti til síðasta dags. Þegar við Eggert hittumst, hvort sem það var norðan eða sunnan heiða, ræddum við málin eins og það er kallað. Umræðu- efnin voru mjög margvísleg, um innlenda atburði og erlenda, bækur, ferðalög, horfna lífshætti og framtíð okkar og annarra svo dæmi séu tekin. Frá þessum stundum er mér tvennt minnis- stæðast. Það er hve oft komu upp bjartari hliðar lífsins og stutt var í hláturinn og hin góða yfirsýn sem hann hafði á menn og málefni. Aldrei man ég til þess að Eggert hallaði máli á nokkurn mann, jafnvel ekki þá sem harðast veittust að honum í verkalýðsbar- áttunni fyrir á árum. Er það trú mín að hann hafi alla tíð verið mjög heiðarlegur baráttumaður og varið skoðanir sínar af einurð og rökfestu. Með rekstri fornbókasölunnar hafði Eggert undirbúið vel þau tímamót að láta af störfum sem bankamaður. Hann hafði mikið starfsþrek til síðasta dags og sinnti bóksölunni alla tíð af kostgæfni. Hann sá til þess að hafa alltaf nóg fyrir stafni og stundum þótti okkur aðstand- endum hans kappið fullmikið og ótrúlegt hverju hann kom í verk. En það að hafa mikið umleikis varð til þess að hann hafði engan tíma til að eldast, það var aðeins árafjöldinn sem sagði til um aldurinn. Sem dæmi um atorku Eggerts langar mig að nefna að um sjötugt aflaði hann sér skip- stjórnarréttinda á báta allt að 30 tonnum. í gegnum bóksöluna eignaðist Eggert marga fasta viðskiptavini víða um land. Við þá hafði hann samband nokkuð reglulega sem varð til þess að það voru ekki ein- göngu fjölmiðlar sem fluttu hon- um fréttir af landsmálum og hann einangraðist ekki þótt aldur færð- ist yfir. Nú fæ ég ekki lengur sömu höfðinglegu móttökurnar á Reykjavíkurflugvelli og síðast liðin fimmtán ár, en þar var Egg- ert undantekningarlítið mættur kæmi ég þá leiðina til höfuð- borgarinnar. Og ekki hlýt ég hans hlýlegu kveðjur við brottförina né boð um að taka nú þær bækur með norður er hugur stæði til. Við þessu er ekkert að segja, þetta er lífsins gangur og það væri ósanngjarnt að kvarta þegar ald- raður maður kveður, maður sem hefur 78 ár að baki og haldið hef- ur fullri starfsorku til síðasta dags. En áfram mun ég heimsækja Langholtsveginn og njóta ein- lægrar gestrisni og vináttu minnar elskulegu tengdamóður, Guð- rúnar Rafnsdóttur, sem nú hefur svo mikils misst. Ég sendi henni, börnum þeirra Eggerts, systkinum hans og öðrum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Jónsson Sólgarði, Eyjafirði Eggert Halldór Þorbjarnar- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sósíalistaflokksins, lést á heimili sínu, Langholtsvegi 33 í Reykjavík að kvöldi 26. sept- ember sl. á 78. afmælisdegi sín- um. Eggert var fríður sýnum, prúður í allri framkomu og hjart- ahlýr maður. Honum vegnaði vel í öllum störfum sem hann tók að sér vegna þess að hann var áreið- anlegur og samviskusamur. Hann átti hugsjónir um jöfnuð í þjóðfélaginu og betra mannlíf þeim til handa sem báru skarðan hlut frá borði. Hann naut þeirrar gæfu að geta stærstan hluta af ævinni helgað sitt starf þeirri hug- sjón sem hann heillaðist af í æsku. Til þess lífsverks átti hann Guðrúnu Rafnsdóttur að lífsförunaut, sem alla tíð stóð við hlið hans, skilningsrík og fórnfús. í þeirra búskap voru tekjur heimilisins oft óvissar og löngum vann hún við saumaskap til að bæta fjárhag heimilisins. Hann var frá ísafirði og komst á uppvaxtarárunum þar í kynni við stjórnmálastefnu jafnaðar- manna, sem á þeim tíma var bor- in uppi af Vilmundi Jónssyni, síð- ar landlækni og fleiri brautryðj- endum sósíalismans. Þegar Egg- ert er sendur til Akureyrar 1929 og settist í 2. bekk Mennta- skólans þar 18 ára gamall, gekk hann í félag ungra jafnaðar- manna og sótti leshring um marx- isk fræði. Þetta gerði líka skóla- bróðir hans, Ásgeir Blöndal Magnússon, hinn þekkti fræði- maður um sósíalisma og síðar Orðabókarritstjóri. Báðum var þeim Eggerti og Ásgeiri vikið úr skóla af menntamálaráðherra og skólayfirvöldum þeirra tíma fyrir að „sinna pólitískri starfsemi utan skólans", sem bannað var með sérstakri reglugerð. Frá þessum tíma tekur við samfellt stjórnmálastarf og verkalýðsbar- átta hjá Eggerti, sem nær yfir meira en fjóra áratugi. Um skeið var hann á stjórnmálaskóla í So- vétríkjunum. Hann kvæntist 1934 Guðrúnu sem lifir mann sinn. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.