Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 7
MINNING Fangarnir í dreifibréfsmálinu heimsóttir að Litla-Hrauni 1941. Fremri röð f. v.: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson, Dýrleif Árnadóttir, Hallgrímur Hallgrímsson. Aftari röð f.v.: Ásgeir Pétursson, Eggert Þorbjarnarson, Brynjólfur Bjarnason og Eðvarð Sigurðsson. 1938 vann Eggert manna mest við sameiningarmál yngri jafnað- armanna og ungra kommúnista. Þetta var hluti af sameiningu vinstri arma Alþýðuflokksins og kommúnista. Sósíalistaflokkur- inn, sameiningarflokkur alþýðu, varð til á þessu ári og Æskulýðs- fylkingin, samtök ungra sósíal- ista. Eggert var fyrsti forseti Æskulýðsfylkingarinnar. Nutu þau samtök stjórnvisku hans og annarra mannskosta um 2ja ára- tuga skeið að minnsta kosti. Við sem urðum sendisveinar á þessum árum nutum mikils góðs af öflugri starfsemi Sendi- sveinafélags Reykjavíkur, sem stofnað var 1933. Málgagn þess hét Blossi. Stefán Oddur Magnússon vinur og félagi Egg- erts var um skeið í forystu félags- ins á kreppuárunum. Hann lýsir því vel í afmælisgrein um Eggert fimmtugan (1961), hve hann var þessum yngstu verkamönnum Reykjavíkur mikill ráðgjafi. Á þessum tíma atvinnuleysis voru mánaðarlaun sendisveins 60-70 krónur og oft einu tekjur alþýðu- heimila langtímum saman. Meðal bestu vina Eggerts var Hallgrímur Hallgrímsson sem barðist í borgarastyrjöldinni á Spáni og skrifaði bókina Undir fána lýðveldisins um þá viðburði. Svo vill til þessar vikurnar, að at- burðir frá þessum tíma hafa verið rifjaðir upp í sjónvarpsþáttunum um spænska skáldið Federico García Lorca. Reynsla þessara tveggja fóstbræðra í baráttu verkalýðsins á þessum árum var bæði óvenjuleg og stórmerkileg og því ekki nema eðlilegt að um nöfn þeirra tveggja félaga léki mikill frægðar- og ævintýraljómi í augum samherja og fleiri sem fylgdust grannt með stéttabaráttu þessara ára. Á 30 ára tímabili frá 1938-1968 er Eggert jafnan í forystusveit sósíalista í Sósíalistaflokknum og verkalýðshreyfingunni. Hann á mikinn og góðan hlut að vel- gengni hreyfingar sósíalista á þessu tímabili. Um 1960 fannst fyrir áhuga og framkvæmdakrafti hans í menn- ingarmálum, þegar hann hóf að undirbúa endurútgáfu á bók Frakkans Gaimards um íslands, sem kom út 1968. Það er vegleg- asta öndvegisrit um landið okkar sem samið hefur verið af er- lendum manni. Jónas Hallgríms- son orti frægt þakkarkvæði „Til herra Páls Gaimard", þar sem standa hin fleygu orð „Vísindin efla alla dáð“. Þau urðu einkunn- arorð Háskóla íslands. Við get- um þakkað Eggerti þetta mikla afrek í útgáfumálum, og sam- starfsmanni hans Haraldi Sig- urðssyni bókaverði. í Eggerti blundaði mikill fræði- maður. Hann var mönnum oft innan handar um vinnslu, frá- gang og vélritun á fræðiritgerð- um. Hann gaf út „Samlokur í sjó“ eftir Ingimar Óskarsson og lét prenta landakort Guðbrandar biskups. Hann dró sig að mestu í hlé frá stjórnmálastarfi um 1970. Hann stundaði eftir það bankastörf. Honum gafst þá tóm til að sinna ýmsum áhugamálum. Þau hjónin hafa stundað bóksölu um árabil og Eggert átti drjúgan þátt í að byggja upp fornbókaverslunina Bókina. Eggert og Guðrún eignuðust tvö börn: Rafn Þorbjörn, renn- ismið og Rósu Guðrúnu kennara. Alsystir Eggerts er Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikkona. Þau áttu mörg hálfsystkini frá fyrra hjónabandi móður þeirra, Rósu Aradóttur. Hún var af Arnar- dalsætt. Tímarnir, sem við lifum á eru breyttir frá því þegar Eggert var ungur og stóð í baráttu fyrir rétt- indum vinnandi fólks í landinu. Nú þekkja verkamenn samtak- amáttinn og með sameiginlegri baráttu hafa þeim hlotnast ýmis hlunnindi, sem áður þekktust ekki. Þar með hafa Eggert og hans félagar séð marga sína fram- tíðardrauma rætast. Við sendum Guðrúnu, börn- um hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Olafur Jensson og Erla ísleifsdóttir í hugskoti okkar, sem vorum ungir kommar á 6. og 7. áratugn- um, var Eggert Þorbjarnarson einn merkasti leiðtogi sósíalískr- ar hreyfingar og verkalýðshreyf- ingar. Þegar ég kom til landsins 1966 eftir langa námsdvöl er- lendis var það því eðlilegt að leita til hans til þess að ræða hvað helst væri til ráða. Það var ömurlegt að horfa upp á undanhald sósíalískra hug- mynda á íslandi á sama tfma og þær voru þá sem óðast að vaxa til nýs lífs um alla Evrópu. Þetta undanhald fannst okkur birtast í því m.a. að það var verið að leggja niður Sósíalistaflokkinn og byggja upp Alþýðuabandlag í hans stað. Þetta var okkar fyrsta spjall og ég held ég muni það helsta úr því ennþá. Hann kom mér fyrir sjón- ir sem einlægur og ábyrgur bar- áttumaður fyrir hugsjónum og hagsmunum verkalýðsstéttarinn- ar. Ég virti hann áður fyrir að vera einn af þessum mönnum sem höfðu brotið að baki sér allar brýr hinna venjulegu framavona. Frami hans var fólginn í því að vera góður liðsmaður þeirra sem minna máttu sín og hugsjónir só- síalismans. Spjallið varð síst til að draga úr þessari virðingu minni. Mér finnst margir góðir sósíal- istar og kommúnistar láti lítið fara fyrir sér um þessar mundir, allt of lítið. Það er eins og þeir vilji taka á sínar herðar allt sem miður hefur farið á baráttuleið sósíalismans. En það uppgjör sem nú stendur sem hæst beinist, þegar allt kemur til alls, ekki gegn þeim sem barist hafa fyrir sósíalisma. Það beinist gegn þeim sem brugðist hafa þeirri baráttu, hvort sem það var fyrir hagnaðar- von eða valdastóla. Eggert Þor- bjarnarson og hans líkar brugð- ust henni aldrei. Og þótt barátta íslenskrar verkalýðshreyfingar virðist stundum rislág um þessar mundir, þá er hitt víst að margt það bésta í fari hreyfingarinnar eigum við að þakka óeigingjörnu starfi manna á borð við Eggert Þorbjarnarson. Ég sendi aðstandendum Egg- erts og öllum verkalýðssinnum og sósíalistum samúðarkveðjur. Ragnar Stefánsson Eggert Þorbjarnarson fæddist í Bolungarvík 1911, og voru for- eldrar hans hjónin Þorbjörn Eggertsson og Rósa Aradóttir. Eggert hóf nám við Mennta- skólann á Akureyri (1928). Þar varð hann fljótlega sósíalisti og sannfærður marxisti, eftir að hann tók að sækja leshringi Ein- ars Olgeirssonar. Sem öðrum ís- lenskum kommúnistum á þriðja áratugnum fannst honum sem ný siðmenning hefði hafist í Rúss- landi eftir byltinguna og liðnar aldir væru nálega forsaga. Sem sín eigin mun honum þá hafa fundist hin fleygu orð: „...réttar- hugtakið komst allt í einu til vegs og gegn því mátti hin aldna spila- borg óréttlætisins sín einskis... Þetta voru tímar upphafinnar hrifningar, veröldin var gagn- tekin af guðmóði andans, líkt og guðdómurinn hefði nú fyrst sæst við heiminn.” Á nemendafundum varð Egg- ert óþreytandi málsvari sósíal- isma og rússnesku byltingarinnar (að samnemandi hans einn segir frá), en skólastjórnin tók til sinna ráða. Vorið 1930 var Eggerti sagt að hann yrði ekki tekinn í skólann að hausti. Skólafélagi hans einn varð þá svo djarfur að safna undirskriftum á meðal nemenda undir beiðni um, að skólastjórnin kunngerði ástæð- una fyrir brottvísan Eggerts, og var sá sjálfur brott rekinn, áður en árið var á enda. Andsvar, „Skólafasismi”, mun Eggert hafa birt í Verkalýðsblaðinu 30. sept- ember 1930, en þar sagði m.a.: „Hinn borgaralegi menntaskóli er til þess sniðinn að ala upp þæga og trygga þjóna þessa borgara- lega skipulags... (Mann- kynssagan) er saga slunginna stjórnmálamanna og himinhárra vísindamanna, er efla þjóðirnar og leiðaU framfarabraut. Hún skýrir eigi þær efnalegu og þjóð- félagslegu aðstæður, er sköpuðu svo að segja þetta verk...” Eggert Þorbjarnarson gekk í Kommúnistaflokk íslands við stofnun hans í desember 1930, og eftir stofnun félaga ungra kommúnista varð hann ritari sambandssstjórnar þeirra. Þótt hann ynni verkamannavinnu þá um veturinn í Reykjavík, varð vera hans í Dagsbrún endaslepp. Honum var vikið úr félaginu í mars 1931 (sakir ágreinings við félagsstjórnina um stöðu sendi- sveina, að sagt er). Það mun hafa verið 1931, að Eggert fór til Ráðstjórnar- ríkjanna til alllangrar dvalar. Mun hann þar hafa gengið á stjórnmálaskóla 3. Alþjóðasam- bandsins, Lenín-skólann í Mos- kvu. í Rússlandsför sinni virðist hann hafa mjög tekið út þroska sinn. Hennar sá stað í viðhorfum hans upp frá því. Heimkominn hélt Eggert Þorbjarnarson til ísafjarðar. Þar var hann kjörinn bæjarfulltrúi 20. janúar 1934 og varð þá odda- maður í níu manna bæjarstjórn. Alþýðuflokkurinn gekk ekki að samvinnutilboði hans í allmörg- um liðum, og hlutkesti um bæjar- stjóra vann Sjálfstæðisflokkur- inn. Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, kom þegar eftir stofnun sína 1938 upp æsku- lýðssamtökum, og varð Eggert Þorbjarnarson fyrsti forseti sam- bandsstjórnarþeirra. Á hinu örð- uga skeiði flokksins frá hausti 1939 fram í janúar 1942 mun Egg- ert hafa notið sín best. Hlutur hans í dreifibréfsmálinu er lands- kunnur. Ásamt Þorsteini Péturs- syni vann hann síðan að skipu- lagningu skæru-verkfalla við Reykjavíkurhöfn 1942. Um þau birti Eggert grein, „Skæru- hernaðurinn 1942” í Vinnunni 1944 og sagði m.a.: „Sú breyting gerðist á högum íslenskra verka- manna eftir hernám landsins vor- ið 1940, að atvinnuleysið hvarf ...skyndilega var farið að leggja annan mælikvarða á gildi vinuafls vinnandi stéttanna en áður var. Vinnuaflið varð eftirsótt vara, hin dýrmætasta, sú, sem síst af öllu varð án verið... Um ára- mótin 1941-1942 sögðu járn- iðnaðarmenn, rafvirkjar, skipa- smiðir, prentarar og bókbindarar upp samningum og2. janúar 1942 hófu öll þessi félög verkföll. Dagsbrún og Hlíf, tvö stærstu fé- lögin, stóðu hins vegar utan við þessar kaupdeilur. - Nokkrum dögum síðar gaf þjóðstjórnin svonefnda út bráðabirgðalög, en samkvæmt þeim var settur á fót hinn alræmdi gerðardómur í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Lög þessi bönnuðu allar grunn- kaupshækkanir á árinu nema til samræmingar. Öll verkföll til breytinga á kaupi og kjörum voru bönnuð... í kjölfar janúar-verk- fallanna fór óánægja launþega yfir kaupi og kjörum hraðvax- andi. Víða fóru atvinnurekendur að greiða hærra kaup og menn skiptu iðulega um vinnustaði eftir því hvar best var borgað. Ó- ánægjunnar gætti ekki hvað síst hjá hafnarverkamönnum í Reykjavík, ...Miðvikudaginn 10. júní gerðist svo sá atburður, að Eimskipafélag íslands bað sem oftar um leyfi Dagsbrúnar til að láta vinna næturvinnu eftir kl. 10 um kvöldið. Dagsbrún leyfi það með nokkrum skilyrðum, sem Eimskipafélagið gekk ekki að. Dagsbrúnarmenn hættu því vinnu kl. 10, en þá voru erlendir hermenn látnir halda áfram vinnu þeirra... Daginn eftir mætti enginn íslenskur verkamaður til vinnu hjá Eimskip... Fór nú nefnd hafnarverkamanna á fund forstjóra Eimskipafélagsins og lagði fram kröfur sínar... Eimskipafélagið gekk ekki að kröfum hafnarverkamanna og hættu þeir því vinnu aftur... Þann 25. júní setti Vinnuveitenda- félagið verkbann á alla þá verka- menn, sem ekki höfðu mætt til vinnu... Stjórn Dagsbrúnar til- kynnti samstundis, að ef verk- bannið væri ekki tafarlaust aftur- kallað, yrði verkbann sett á alla meðlimi Vinnuveitendafélagsins. Kl. 3.30 sama dag hafði Vinnu- veitendafélagið afturkallað verk- bann sitt... Þann 25. júní var undirritað samkomulag milli hafnarverkamanna annars vegar og Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins hins veg- ar. Samkvæmt því hækkaði kaup verkamanna í yfirvinnu og nætur- vinna hófst kl. 8 sd. í stað kl. 10. ...Sigri hafnarverkamanna var alls staðar tekið með miklum fögnuði meðal hins vinnandi fólks... Allan júlí-mánuð leið varla nokkur dagur svo að ekki mynduðust meira og minna víð- tæk samtök á vinnustöðvum um kaup- og kjarabætur og nýrir sigr- ar væru unnir... Skæru- hernaðurinn sumarið 1942 var glæsilegt tákn um vaxandi sam- tök íslensks verkalýðs.” Framkvæmdastjóri Sósíalista- flokksins varð Eggert Þorbjarn- arson 1944 (eða síðla árs 1943). Um það leyti var ég farinn að starfa í Æskulýðsfylkingunni, sem honum var enn hugleikin, og varð ég honum málkunnugur um sumarið. Eiginlegur kunnings- skapur tókst þó ekki með okkur fyrr en nokkrum árum síðar, 1948-49. Þau tvö ár, 1953-55, sem ég var áheyrnarfulltrúi Æskulýðsfylkingarinnar á fund- um framkvæmdanefndar Sósíal- istaflokksins, kynntist ég vel póli- tísku starfi hans og viðhorfum. Sjóndeildarhringur Eggerts var ekki mjög víður, en innan hans var hann glöggskyggn. Mál kynnti hann sér eftir föngum og lét ekki til sín heyra, nema hann hefði til mála að leggja. Hann lagði öðrum meiri áherslu á sam- starf og samhygð sósíalískra flokka í kapítalískum löndurn með bræðraflokkum í sósíal- iskum löndum, sjálfs sín vegna ekki síður en þeirra, að hann sagði. - Að kunningjum, innan flokksins, átti hann aðallega, eða nær einvörðungu, gamla félaga sína úr Kommúnistaflokknum. Stöku sinnum heyrði ég hann fara með sögulega fróðleiksmola, en mér er ókunnugt um, hvort hann lagði sig eftir þeim hlutum. Eggert Þorbjarnarson lét af starfi framkvæmdastjóra Sósíal- istaflokksins 1957 sakir van- heilsu. Undir árslok 1958 varð hann starfsmaður Útflutnings- sjóðs, þá 1961-65 í Mars Trading Co hjá Ægi Ólafssyni og síðan í Útvegsbanka íslands í Kópavogi, uns hann fór á eftirlaun. Eftir það kom hann upp fornbóksölu. í vendingum í Sósíalista- flokknum frá 1944, stóðum við Eggert Þorbjarnarson jafnan sömu megin, þótt oft litum við mál ólíkum augum. Eftir að Sósíalistaflokkurinn var lagður niður síðla árs 1968, starfaði Egg- ert með Sósíalistafélagi Reykja- víkur í nokkur ár, en dró sig síðan í hlé. - Síðasta sinni ræddi ég við hann í sumar, þá í síma, og æskti að eiga við hann viðtal til birting- ar. A því gaf hann ekki kost, en kvaðst mundu festa nokkur atriði á minnisblöð. Reykjavík, 2. október 1989. Haraldur Jóhannsson í kjölfar uppskipta á vinstri væng stjórnmála á 4. áratugnum átti sér stað söguleg sameining sambands ungra kommúnista og sambands ungra jafnaðarmanna. Stofnþing hins nýja félags fór fram í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu í Reykjavík þann 6. nóvem- ber 1938. Af því tilefni hélt Æskulýðs- fylking Alþýðubandalagsins af- mælisbarninu veislu í fyrra og blaðið Birtir var tileinkað þessu „fimmtuga félagi.“ Eitt af því sem okkur þótti vænst um var að ná tali af Eggerti Þorbjarnarsyni fyrsta forseta Æskulýðsfylkingarinnar og að geta birt við hann viðtal í Birti. Þar sagði Eggert m.a. að samein- ing ungliðahreyfinganna hefði leyst úr læðingi mikla og fjöl- breytta starfsemi í nýju Æsku- lýðsfylkingunni: „Margvíslegri félagsstarfsemi var komið á fót, fræðsluhópar o.fl. starfræktir ásamt ferðalögum og útilegum.” Af þessum rótum spratt öflug Æskulýðsfylking sem margir áttu eftir að leggja leið sína um. Egg- ert Þorbjarnarson var einn þeirra sem lagði grunninn að frjósömu og öflugu starfi í þágu sósíalisma, sem félagar Æskulýðsfylkingar- innar fyrr og síðar hafa notið góðs af. Til þess vitna margar greinar og ávörp sem Eggert skrifaði í Landnemann, fyrsta málgagn Æskulýðsfylkingarinnar. Eftirlifandi eiginkonu og öðr- um aðstandendum óskum við samúðar við fráfall hans. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Miðvikudagur 4. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.