Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 9
Skylda verður öll fiskiskip til að selja á innlendum mörkuðum Rœða Jóhanns Antonssonar áþingi Fjórðungssambands Norðlendinga Meginvandamál sjávarútvegs á líðandi stund eru fólgin í því að afkastageta greinarinnar er langt umfram þarfirnar. Þetta á bæði við um veiðar og vinnslu. Kvóti á veiðar er ekki orsök þess eins og sumir láta í veðri vaka, heldur er þvert á móti kvóti og stjórnun af- leiðing af of mikilli afkastagetu. Forsenda afnáms kvóta- kerfisins er skipulögð minnkun flotans, sem leitt gæti til jafnvægis milli afrakstursgetu fiskistofnanna og afkastagetu fiskiskipaflotans. Umfram af- kastagetu veiða og vinnslu leiðir af sér að of mikið fjármagn er bundið í greininni. Ég býst við að flestir geri sér grein fyrir réttmæti þessara staðhæfinga varðandi fiskiskipaflotann, en ef til vill gera færri sér grein fyrir að hið sama á einnig við um vinnsluna. Skert úthald fiskiskipa vegna kvótaleysis er áhyggjuefni margra og þá oftast vegna þess að atvinna verði ekki næg á landinu í heild eða í einstaka byggðarlög- um. Það er skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af atvinnuleysi bæði í einstaka byggðarlögum og á landinu öllu, en í raun og veru er það mun stærra áhyggjuefni hve arðsemi sjávarútvegs er lítil, vegna vannýttra framleiðslu- tækja bæði á sjó og landi. Vegna verkefnaskorts fiski- skipanna deila menn vart lengur um að flotinn sé of stór. Það er einungis þráttað um það hversu mikið af stór flotinn kann að vera. En það skiptir ekki máli hvort það þarf að minnka fiskiskipaflotann um 10% eða 50% - leiðir til að minnka hann éru jafn torsóttar eftir sem áður. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn vill verða sá sem sér á eftir skipum. Þjóðhagsstofnun hefur nýlega reiknað út að ef skip yrðu úrelt sem næmi um 10% af flotanum og kvóta þeirra skipa útdeilt á þau skip sem eftir verða - muni afkoma skipanna batna um heil 7% ef engin greiðsla yrði fyrir viðbótarkvótann, en um 5% ef þorskígildið yrði selt á litlar 10 kr. kílóið. Þetta dæmi sýnir í hnot- skurn hvað um er að ræða. Ef staðið yrði með slíkri uppstokkun með sölu á kvóta, verða menn að hafa í huga, að þar með væru út- gerðir að auka hagræðingu og kostnaðurinn yrði ekki nema brot af hinum mögulega ávinn- ingi. Þannig er útí hött að tala um skattlagningu, eins og margir hafa slysast til að gera þegar þessa þjóðþrifahugmynd ber á góma, hugmynd sem felur í sér aukinn gróða fyrir sjávarútveg- inn. Nú eru teikn á lofti um að enn og aftur verði veiðiheimildir tak- markaðar á næsta ári. Þá mun út- reikningur Þjóðhagsstofnunar snúast við; afkoma starfandi út- gerðarfyrirtækja gæti þess vegna rýrnað um 7% vegna afla- samdráttar. Og þá mun enn og aftur verða hrópað á „gengis- lækkun til að leiðrétta rekstrar- grundvöllinn” eins og það er ævinlega orðað. Af hverju á þjóðin alltaf áð sætta sig við gengisfellingar til að „leiðrétta rekstrargrund- völlinn”? Hve lengi verður ásættanlegt að reiknitölur grund- vallarins miðist við of stóran flota og vannýttar fiskvinnslustöðvar? Hvers vegna er ekki hag- kvæmnisleiðin valin? Hvers vegna aukum við ekki frekar arð- semi greinarinnar heldur en fella gengið og lífskjörin með? Harkaleg átök framundan Ég tel að ástæðan fyrir því að við fetum okkur ekki inn á hagkvæmnisleiðina sé sú, að bar- áttan um núverandi kvóta yfir- skyggir alla skynsemi og um leið hagkvæmni. Vissulega hafa menn reynt að þokast í áttina innan núverandi fyrirkomulags. En þvi' miður hafa orðið slys á þeirri leið. Þannig hefur t.d. það tíðkast við úreldingu nokkurra fiskiskipa, að kvótinn hefur verið færður af bátum yfir á togara. Af- leiðing þessa hefur orðið að sífellt fleiri þorsktittir eru í minnkandi kvótatonnum. Nú er þar komið sögu, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að við verðum að fækka verulega togurum. Fyrir því liggja bæði fiskifræðilegar ástæður og arðsemisrök. Að mínu mati þola breytingar á þessu fyrirkomulagi. litla bið. Þau átök sem við höfum orðið vitni að síðustu daga vegna Patreksfjarðar eru aðeins smjör- þefurinn af þeim harkalegu átökum sem framundan eru, verði ekki snarlega farið af þeirri braut sem nú er farin. Hag- kvæmnisleiðin bíður eftir okkur. Undirrót átakanna um kvót- ann er að fiskvinnslan í landinu býr við minnkandi hráefni og hef- ur ekki aðlagast að þeim breytingum sem orðið hafa í sjávarútvegi á undanförnum árum. Fjármagn sem bundið er í vinnslunni ber ekki þann arð sem eðlilegt getur talist. Frysting og vinnsla um borð í skipum sem aukist hefur að und- anförnu þýðir í raun að minna hráefni kemur til vinnslu í landi. Aukinn útflutningur á ísvörðum fiski í gámum hefur sömu áhrif - þ.e. minni hráefnisvinnslu í landi. Fiskvinnslan á íslandi býr um þessar mundir við mun meira óöryggi varðandi hráefni en vinnsla á Humbersvæðinu í Bret- landi og svæðinu í N-Þýskalandi í kringum Cuxhaven og Bremer- haven. íslenskir útgerðarmenn (sem eins og kunnugt er eru aðal- eigendur íslenskrar fiskvinnslu) skipuleggja landanir erlendis hálft ár fram í tímann og miða við að jafnt og nægt framboð sé á ísfiski þar. íslenskir fiskframleiðendur geta e.t.v. best tryggt sér hráefni með því að kaupa á mörkuðunum á Hull og í Cuxhaven! Það kann líka vel að vera við ákveðnar að- stæður að það borgi sig frekar í raun fyrir íslenska framleiðendur að kaupa hráefni á mörkuðunum í Bretlandi og Þýskalandi, ef hrá- efnið þyldi flutninginn heim aftur heldur en að kaupa skip á upp- sprengdu verði til að fá aðgang að kvótanum! Öfugt við það sem ætla mætti eykst ásókn í siglingar skipa og gámaútflutning með minnkandi kvóta. Öfugt segi ég, m.a. vegna þess að Iang stærstur hluti ís- lenskrar útgerðar er á sömu hendi og fiskvinnslan í landi. Einnig þetta minnkar umsvifin í landi. Þörf fiskvinnslunnar fyrir kaup á nýjum bátum og togurum eykst auðvitað við þetta og ef bátar eru keyptir á uppsprengdu verði, þarf að drýgja tekjur með sölu afla erlendis til að endar nái saman. Við erum sem sagt í víta- hring sem við verðum að koma út úr. Ef við drögum saman sem ég hef hér verið að segja í stuttu máli, þá lítur dæmið þannig út að rekstrargrundvöllur sjávarútvegs er brostinn vegna þess, að framleiðslutækin eru miðuð við framleiðsluhætti og markaði eins og þeir voru fyrir tíu árum. Eng- inn gengisfelling getur gert það sem þarf að gera - fækka fiski- skipum og auka hagkvæmni fisk- vinnslunnar. Síðustu tímar hafa fært okkur mörg ný og freistandi tækifæri til að auka arðsemi sjávarútvegsins en hinir nýju möguleikar sem eru fyrir hendi hafa ekki verið nýttir vegna þess að skipulagið er drepið í dróma gærdagsins. Knúnir til aðgerða Við íslendingar erum knúnir til aðgerða. Við lifum í heimi þar sem allir vilja mikið frjálsræði í viðskiptum. Og samfara auknu frjálsræði hefur hagsæld aukist. Við erum að komast inn á stóra markaði með öðrum hætti en áður. En jafnvel þau lönd sem geta státað af hvað mestu frjálsræði hafa einhverja ramma eða reglur til að ýta undir efnahagslíf í höndum eigin þjóð- ar. Þannig hafa Bandaríkjamenn t.d. þá reglu að bannað er að flytja arð af erlendri atvinnustarf- semi þar úr landi. Sú hugmynd sem felur í sér hvort tveggja í senn meira frjáls- ræði í viðskiptum við aðrar þjóðir og hina óhjákvæmilegu hag- ræðingu sem ég áður minntist á, er í þessum dúr: skylda verður öll fískiskip til að selja fískinn á íslenskum fískmörkuðum. Þessi hugmynd lætur ekki mikið yfir sér, en þegar grannt er skoðað gæti hún uppfyllt þarfir okkar um meiri hagkvæmni í sjávarútvegi, meiri arðsemi fyrir þjóðarbúið og valdið byltingu í lífskjörum þjóð- arinnar. Með hinum nýja íslenska fisk- markaði myndi markaðs- starfsemi sú, sem nú fer fram með íslenskar afurðir á Humber- svæðinu og í Cuxhaven færast inn í landið. Þar með gæti íslenska fisk- vinnslan keypt það sem hún þarf og vill hér á mörkuðum svo fremi að hún sé samkeppnisfær í verði við erlenda aðila. Því auðvitað er óhjákvæmilegt að leyfa erlendum aðilum að bjóða í fiskinn á ís- lensku mörkuðunum. Á hinn bóginn getum við gert eins og Evrópuríkin mörg gera, - sett kvóta á magnið sem útlendingar geta keypt á mörkuðum okkar hérlendis. Reyndar búum við okkur í leiðinni til góða Hönnum og smíðum ýmsan ryðfrían búnað til meðhöndlunar á fiski svosem: Færibönd Þvottakör Já Snyrtiborð A Safnkassa M Rekka Rennur j Æ o.fl. Leitið nánari upplýsinga utgerðarmenn Pósthólf 437 602 Akureyri Sími 96-27300

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.