Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 11
 f > KXRCH Tn HÁÞRÝSTIDÆLA Vandad, sérlega handhægt vestur-þýskt tæki fyrir atvinnumenn HEFUR: • þrískiptan stút • handfang meö snúanlegri slöngu • 10 metra háþrýstislöngu Vinnuvistfræðileg hönnun, góð ending, tímasparnaður. RAFVER HF SKEIRJNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117 FRAMLEIÐENDUR SJÁVARAFURÐA Fiytjum út frosnar sjávarafurðir undir alþjóðlegu vörumerki. Viljum aðeins vandaða vöru. Erum í viðskiptum við MJÖG ÁREIÐANLEGA erlenda kaupendur. Markaðssetjum tilbúna fiskrétti. Tökum til sölumeðferðar fersk fiskflök. Sækjumst eftir langtímaviðskiptum við trausta framleiðendur. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu okkar. 5J0VIK li.F. Bæjarhraun 16 ■ 220 Hafnarfjörður S 91-652715 • Fax: 91-652716 Telex no: 3159-SJOVIK-IS TVEGUR Hagstætt verð - leitið upplýsinga. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 mesta hjálpargagn íslensks sjávarútvegs. Ásíðasta ári, 1988, var ávöxtun eigin fjár þessa sjóðs hvorki meira né minna en rúm 35%. Eigið fé jókst úr rúmum 2 milljörðum króna í rúma 2,7 milljarða króna eða raunávöxtun umfram verðtryggingu var 13,6%!!. En eins og allir vita, var árið 1988 eitt allra erfiðasta ár sjávarútvegsins, sérstaklega vegna þungs fjármagns- kostnaðar. Engu að síður taldi þessi sjóður nauðsynlegt að auka ávöxtun sína enn meira og í júnímánuði sl. hækkaði hann vexti á velflestum lánaflokkum sínum úr 8,75% upp í 9,75%. Þannig að menn þurfa ekki að gráta þó þessi sjóður yrði rekinn með öðrum hætti en í dag - hann verði rekinn miðað við að auka hagkvæmni í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu. Ágætu tilheyrendur. Ég þykist vita að margir ykkar telji að ég sé að reifa hugmyndir sem feli ekki í sér bjartar horfur fyrir Norður- land, að svarið við spurningunni Stefnir byggðaþróun á Norður- landi í blindgötur? sé jafnvel sterkara já en áður. En ég er á algerlega öndverðri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að sjávarút- vegur á íslandi sé í blindgötu. Þetta land byggi ein þjóð og sú þjóð lifir af sjávarútvegi. Því skynsamlegri, hagkvæmari sjávarútvegur og þeim mun meiri arður sem af honum er, þeim mun meiri líkur á góðu efnahags- lífi um land allt. Þess utan tel ég nýja fyrirkomulagið með skyldusölu á íslenskum fiski á íslenskum mörkuðum, fela í sér gífurlega sóknarmöguleika fyrir Norðlend- inga. Með nýja fyrirkomulaginu mun þekking, reynsla og markaðssetning færast inn á svæðin, þar sem salan fer fram. Og þar með einnig inn í fyrir- tækin sem vinna úr hráefninu. Það verður að sjálfsögðu bein lyftistöng fyrir atvinnulífið á Norðurlandi. Þess utan mun meira fjármagn og mun fyrr kom- ast í hendur þeirra sem selja fiskinn, þ.e. Norðlendinga sjálfra. Atvinnulíf á Norðurlandi getur því átt bjarta framtíð fyrir höndum. Við þurfum bara nýtt fyrirkomulag. MORSE CONTROL Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Mikiö úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Stýrisvélar og stýri fyrir allar vélategundir og bátagerðir. Kársneshöfn er vestast á Kársnesi og hefur mannvirkið verið nýtt að einhverju marki um árabil. Mynd: Jim Smart. Kópavogur Flotbryggja fyrír 40 smábáta Hafist var handa við byggingu Kársneshafnar árið 1952. Frá 1982 hefur verið varið 33 miljón- um króna á núvirði til hafnarframkvœmdanna. Fuílbúin verða legupláss fyrir 110 báta Hafnargerð Kópavogs á þess- um stað hófst árið 1952 að frum- kvæði Finnboga Rúts Valdimars- sonar. Sú vinna var í rauninni fyrsta framkvæmd hins nýja sveitarfélags sem Kópavogur var þá. Þarna var byggður á næstu Nýlega var tekin formlega í notkun fullkomin flotbryggja í Kópavogi fyrir 40 litla báta og er hún í besta skjóli fyrir öllum átt- um. Þegar uppbyggingu á hafn- arsvæðinu verður lokið eftir þrjú ár, eins og stefnt er að, geta í það minnsta 110 bátar, trillur og dekkbátar, fengið legurými í höfninni. Það er vilji yfirvalda í Kópa- vogi að stuðlað verði að aukinni útgerð fiskibáta frá bænum, fisk- vinnslu ýmiskonar og athafna- semi í tengslum við útgerð smá- báta. Fyrstu skrefin í þá átt hafa verið stigin og ljóst að áhugi er meðal bæjarbúa og fleiri aðila á framkvæmdunum við Kársnes- höfn. árum lítill bryggjusporður sem nýttist þó nokkuð, bæði fyrir fiskiskip og farskip. Ekki varð þó af frekari framkvæmdum við höfnina um árabil eða þar til árið 1982 að farið var að veita fé tii hafnargerðarinnar úr bæjarsjóði. Frá þeim tíma hefur orðið stór- breyting á öllum brag við höfn- ina. - __ Á þessu ári hefur verið unnið samkvæmt framkvæmdaáætlun að frekari stækkun hafnarinnar og nær sú áætlun til ársins 1992 og er fyrstu tveimur áföngunum nú lokið. Þegar hefur verið lokið við gerð mikils grjótgarðs, auk flot- bryggjunnar, en auk þess er gert ráð fyrir tveimur leguköntum fyrir stór skip. Frá árinu 1982 hefur Kópa- vogskaupstaður varið 33 miljón- um króna á núvirði til hafnar- gerðarinnar en ekki fékkst fé af fjárlögum fvrr en í ár eða um 2 miljónir króna. A hafnarsvæði Kópavogs eru nokkur fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi; frystihús og fisk- verkun, vélsmiðjur og aðsetur Síldarútvegsnefndar. Á næstu grösum eru bækistöðvar Vita- og hafnamálastjórnar sem senn flytur þangað með stjórnstöð sína og skrifstofur. Á hafnarsvæðinu hafa bæjaryfirvöld fullan hug á að í framtíðinni verði hafnsækin starfsemi hverskonar. Framund- an er skipulag svæðisins og yerð- ur þess gætt að gera það á allan hátt sem hentugast fyrir útgerð lítilla fiskibáta. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.