Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 13
Hörpudisksmark- aðurinn styrkist Samkvæmt upplýsingum sölu- aðila er verð hækkandi á Bandaríkjamarkaði fyrir hörpu- disk, en lengi hefur þess verið vænst að það hækkaði frá því lág- marki, sem það komst í á síðast- liðnu ári. Gera má ráð fyrir að verðþróunin hafi orðið svipuð því sem hér segir: Birgðir af frosnum hörpudiski hafa minnkað á markaðinum og vekur það vonir um að verð hald- ist a.m.k. í horfinu. Afkoman í hörpu- diskdvinnslunni batnar Pessi hækkun markaðsverðs en þó fyrst og fremst styrking Bandaríkjadollara hefur bætt af- komuna í hörpudisksvinnslunni, en mjög tilfinnanlegt tap hefur verið á þessari vinnslu undanfar- in misseri. Engu að síður verður við núverandi aðstæður ekki náð endum saman nema með verð- jöfnun, sem nú nemur 9.5% á þessar afurðir. Verðáferskum hörpudiski hækkar verulega á haust- vertíð Eins og áður segir lækkaði verð á ferskum hörpudiski þegar markaðsverðið hrundi. Nú þegar markaðsverðið er að hækka og gengi dollara hefur hækkað veru- lega í íslenskum krónum ákvað Verðlagsráð með samkomulagi milli fulltrúa sjómanna, útgerð- armanna og framleiðenda að hækka hráefnisverðið um rúm 15% frá 1. ágúst og því til við- bótar 5% 1. okt. Líklegt má því telja að hörpudisksveiðar færist í svipað horf og áður og er vonandi að þessi ákvðrðun standist og verði til hagsbóta fyrir báða að- 1 ila. Á það er einnig að líta að hver 1000 tonn af veiddum og unnum hörpudiski skila þjóðarbúinu um 35 millj. króna og mun ekki af veita að nýta sér þá auðlind á eðlilegan hátt eins og aðrar. Stærð USD perIbs maí júlí 30/40 3.20 3.20 40/60 2.80 2.98 60/80 2.35 2.60 Vegið meðaltal 2.65 2.84 Þetta jafngildir ísl. kr. per kg.: 351.00 376.00. Fiskifélag íslands Þorskafli dregst saman Urn 10.700 tonnum minni þorskafli en í ágúst 1988 Þorskaflinn í ágúst var 26.229 tonn sem er um 10.700 tonnum minni afli en í fyrra og hefur þorskafli ekki verið minni í ág- ústmánuði síðan 1985. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Fiskifélags íslands um aflayfirlit í ágústmánuði. Á tímabilinu janúar-ágúst er þorskaflinn orðinn 260.467 tonn en það er um 16.200 tonnum minna en á sama tímabili 1988. Miðað við meðalverð á óslægð- um þorski, fyrstu fjóra mánuði ársins er hér um að ræða verð- mætatap sem nemur um 700 milj- ónum króna. Það sem af er árinu er grálúðu- aflinn orðinn um 54.980 tonn sem er um 11.048 tonnum meira en í fyrra. Miðað við sömu verð- lagsforsendur er hér um að ræða verðmætaaukningu sem nemur um 550 miljónum króna. Heildar humaraflinn varð 1646 tonn á vertíðinni og er það um 500 tonnum minna en í fyrra og 1060 tonnum minna en aflaðist á vertíðinni árið 1987. Alls var út- hlutað 2100 tonnum til 76 báta í ár og er þetta annað árið í röð sem verulega vantar á að bátarnir nái að veiða upp í úthlutaðan kvóta. -grh ÚTGERÐARMENN SKIPSTJÓRAR Norska fiskilínan frá Mörenót fæst hjá okkur. Útvegum þorskanet og blýteina með stuttum fyrirvara. Höfum einnig norskt nótaefni á lager. Jón Eggertsson, símar 985-23885 og 92-12775 MASTER * PL-4 VÖKVAVINDA PULLMASTER PL-4 er afkastamikil tveggja tonna vökvavinda, með jafnan vinduhraða í báðar áttir. Knúin vökvadrifnum gírmótor. Sjálfvirkar diskabremsur og öryggisbremsa. Innbyggð vökvakæling gegn ofhitun við mikið álag. Allir snúningsfletir aflokaðir og vinna í olíubaði. Kúlu og keflalegur á öllum snúningsflötum tryggja langa og áfallalausa notkun með lágmarks bilanatíðni. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. PULLMASTER - rökréttur kostur. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Daglega stígur fjöldi Kjörbókareigenda eitt þrep uppá við. Og fær milljónir í staðinn. Þrep Kjörbókarinnar eru atturvirkar vaxtahækkanir reiknaðar á þær inn- stæður sem hafa staðið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði á Kjörbók. Þrepa- hækkun vaxtanna eru fjárhæðirsem skipta milljónum króna og reiknast nú á höfuðstól þúsunda Kjörbóka daglega. Hafðu hugfast að Kjörbókin ber háa vexti auk verðtryggingar- ákvæðis, verðlaunar þá sérstak- lega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.