Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 15
SJAVARUTVEGUR Alþjóðasamtök um þjálfun í sjálfsbjörg í sjávarháska ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 FERSKFISKÚTFLYTJENDUR Samkvæmt skýrslu stjórnar Slysavarnafélags íslands frá árinu 1986 um aðild félagsins að al- þjóðasamtökunum um sjóbjörg- unarþjálfun segir: ,,í beinu fram- haldi nokkurra þjálfunarferða, sem félagar úr sjóflokkum hinna ýmsu slysavarnasveita víðast hvar af landinu hafa farið til Skot- lands síðan 1983, ákvað stjórn félagsins að sækja um aðild að Alþjóðasamtökum um sjóbjörg- unarþjálfun (International Ass- ociation for Sea Survival Train- ing, skammstafað IASST.) Var umsókn félagsins um aðild sam- þykkt eftir að send hafði verið greinargerð um starfsemi félags- ins og var félagið skráð sem full- trúi Islands í samtökunum frá 1. janúar 1985 að telja. Samtökin voru stofnuð í Nord- by í Danmörku haustið 1980 að GISLASON and MARR LTD. Gíslason og Marr, Ltd. St. Andrew’s Dock í Hull, umboðsaðilarfyrir íslensk fiskiskip í Hull, Grimsby og Fleetwood. Tilgangur Það er tilgangur þessara sam- taka að skapa þær aðstæður á al- þjóðavettvangi að sérhver ein- staklingur, sem starfar á og við sjó, eigi rétt á þeirri þjálfun sem tryggi honum hámarkslíkur á að halda lífi í bráðri hættu. Slík þjálfun skal viðhöfð reglulega, helst fjarri vinnustað en verður þó að vera í nánum tengslum við starfsvettvang hvers og eins. Því má bæta við að samtökin vinna að því að aðilarnar skiptist á hugmyndum og upplýsingum um þjálfun og menntun í sjó- björgunarntálum og skyldum málaflokkum, hafi með sér sam- starf um stöðlun þjálfunarnám- Gagnkvæm miölun á alþjóðlegri reynslu og þekkingu. Samtökin stofnuð árið 1980 í Nordby í Danmörku. Slysavarna félag íslands aöili fráársbyrjun 1985. Tilgangursamtakannaeraðskapaþæraðstæður á alþjóðavettvangi að hver einstaklingur sem starfar á eða yfir sjó, eigi rétt á þeirri þjálfun sem tryggi honum hámarkslíkur á að halda lífi í bráðri hættu - Aðalávinningur okkar í samstarfinu með þessum al- þjóðasamtökum um þjálfun í sjálfsbjörg í sjávarháska (The International Association for Sea Survial T raining) eru meðal annars skipti á leiðbeinendum og þjálfurum. Að auki kynnumst við þeim viðhorfum sem efst eru á baugi á hverjum tíma erlendis jafnframt sem við miðlum okk- ar þekkingu og reynslu til okk- arerlendu samstarfsaðila, sagði Hannes Þ. Hafstein for- stjóri Slysavarnafélags ís- lands. f sama streng tók Þórir Gunn- arsson formaður Slysavarnaskóla SVFÍ. Aðspurður hvar skórinn kreppir einna helst að í starfi skólans sagði Þórir að þá skorti æfingasvæði til að æfa viðbrögð gegn eldi og ráða niðurlögum hans. Að öðru leyti sagði Þórir að skólinn hefði til þessa fengið mjög góðar viðtökur víðast hvar á landsbyggðinni þó finna mætti undantekningar þar um. Fyrir skömmu var haldinn árs- fundur þessara alþjóðlegu sam- taka hérlendis um fræðslu og þjálfun í slysavarna- og björgun- arstörfum, er lýtur að því að komast lífs af úr hverskonar háska við og á sjó eða í lofti yfir sjó. Slysavarnafélagi íslands var boðin þátttaka í þessum sam- tökum árið 1984 og samþykkt sem fullgilt aðildarfélag í ársbyrj- un 1985. Mun SVFÍ vera eitt frjálsra félagasamtaka sem á að- ild að þessum alþjóða samtökum og hefur félagið átt fulltrúa í stjórnarnefnd þeirra. Þá hafa kennarar og leiðbeinendur Slysa- varnaskóla sjómanna hafa sótt heim skóla og þjálfunarstöðvar samstarfsaðila og notið fyrir- greiðslu um bóklega kennslu og verklega þjálfun í ýmsum þáttum starfseminnar. Einnig hafa um 60 félagar úr sjóflokkum björgunar- sveita Slysavarnafélagsins sótt námskeið í Skotlandi um stjórn á hraðskeiðum harðbotna björg- unarbátum og ýmsum öðrum þáttum er snerta leitar- og björg- unarstörf á sjó. Ennfremur hafa erlendir leiðbeinendur komið hingað til lands og þjálfað sjó- flokka Slysavarnafélags íslands. Fulltrúi íslands frá 1985 Alþjóðleg samtök slysavarnafélaga héldu nýlega ársfund sinn í húsakynnum Slysavarnafélags íslands. Frá vinstri: Ritari og gjaldkeri samtakanna R. W. Jaughin frá Englandi, Hannes Þ. Hafstein forstjóri SVFÍ, S. Pinderup frá Danmörku sem er forseti samtakanna, D. Schornagel frá Hollandi sem er varaforseti þeirra og Þórir Gunnarsson formaður Slysavarnaskóla sjómanna. Mynd: Kristinn. loknum umræðum á Alþjóða öryggis- og björgunarmálaþingi sem haldið var í Aberdeen í Skot- landi í apríl sama ár. Stofnfélög voru níu en fjöldi aðildarfélaga innan IASST hefur vaxið hröðum skrefum. Aðildarfélög og auka- félög eru nú orðin 50 talsins í meira en 15 löndum víða um heim. Samtökin sinna þjálfun í slysavörnum af öllu tagi - þar á meðal á sjó, baráttu við elds- voða, fyrstu hjálp, leitar- og björgunarstörfum - og sinna þjálfunarstörfum á farskipum, fiskiskipum, skemmtiskipum og við atvinnurekendur með strönd- um fram. Raunar fullnægja sam- tökin þörfum allra, sem fást við einhverskonar athafnir eða starf- semi við og á sjó og í lofti yfir sjó. skeiða og samræmingu þjálfun- arreglna, reki alþjóðlega ráðgjaf- arþjónustu um slíka þjálfun og önnur skyld mál og vinni að rann- sóknum á öllum þáttum sjóbjörg- unar og skyldum málaflokkum. Samtökin hafa þegar samið leiðbeiningar til að reyna að sam- ræma þjálfunarreglur í þágu allra þeirra sem hafa starfa sinn á sjó. Þær eru í raun miðaðar við allt er snertir sjósókn og siglingar, þarf- ir fiskveiða, farmennsku, olíu- vinnslu á sjó og síðast en ekki síst sjóbjörgunarfélaga og hliðstæðra samtaka um allan heim. Aðalfundir og ráðstefnur eru haldin ár hvert og skiptast að- ildarfélögin á urn að halda slíka fundi. Þar eru lögð fram erindi og tillögur er snerta starfsemi sam- takanna og greint frá nýrri tækni í öryggisbúnaði. í framkvæmda- stjórn situr fulltrúi frá hverju að- ildarríki. Hefur Hannes Þ. Haf- stein forstjóri Slysavarnafélags- ins verið fulltrúi félagsins þar. Mætti hann í fyrsta sinn fyrir fyrir hönd félagsins á aðalfund og ráð- stefnu samtakanna haustið 1986 í Englandi. Þar flutti hann erindi um starfsemi SVFÍ og greindi sér- staklega frá starfi félagsins að námskeiðahaldi meðal sjómanna um öryggismál. Vakti það sér- staklega athygli fulltrúa þegar greint var frá því að í undirbún- ingi væri að taka varðskipið Þór í noktun sem sérstakan slysa- varnaskóla og sem miðstöð fræðslu og þjálfunar fyrir sjó- menn. Aðild að IASST Samtökum, sem eru starfandi og fást að staðaldri við þjálfun og fræðslu um neyðarbjörgun á sjó, gefst kostur á að gerast aðalfé- lagar að samtökunum. Þó verður þjálfunarstarfsemin að fullnægja kröfum IASST og vera í samræmi við reglur þeirra í því efni. Hver umsækjandi um aðild verður að hafa hlotið meðmæli að minnsta kosti eins meðlima stjórnar- nefndar sem verður síðan að sam- þykkja aðildina. Einstaklingar eða samtök með starfsemi eða áhugamál sem eru í tengslum við björgunarþjálfun á eða við sjó geta orðið aukafé- lagar en þó ekki með atkvæðis- rétt. Stjórn samtakanna skipa þeir S. Pinderup forseti frá Dan- mörku, varaforseti er D. Schorn- agel frá Hollandi og gjaldkeri og ritari er R. W. Jaughin frá Eng- landi. -grh Vetur, sumar, vor og haust velur þú Gíslason & Marr sem umboðsmann þinn, og tryggirþér bestuþjónustuna og tryggustu greiðsluna. Erum með lægstu umboðslaunin á Humbersvæðinu bæði úr gámum og skipum; 2% úr gámum og 1,75 úr skipum. Erum vaxandi söluaðili á frosnum afurðum. Veitum allar upplýsingar í síma: 9044 482 27873 Baldvin Gíslason heimasími .................. 9044 482 632150 bflasími........................... 9044 860 816115 Gísli Rúnar Baldvinsson heimasími........... 9044 482 632150 bflasími ............. 9044 860 617701 Charles Marr heimasími....................... 9044 482 815463 Upplýsingar á íslandi veitir: Landssamband íslenskra útvegsmanna, sínti 29500 Hafíð samband það gæti orðið báðum til góðs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.