Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 19
Ásta Jónasdóttir ellilífeyrisþegi LESANDI VIKUNNAR Ég hef svo lítið gagn af að fara í leikhús, vegna þess hve heyrnin er orðin skert. Eg get ekki fylgst nógu vel með. En á hvíta tjaldinu? Nei það get ég varla ímyndað mér. Miðað við þetta ameríska myndarusl sem sýnt er í sjónvarp- inu held ég varla að ég sé að missa af neinu ef það er sömu tegundar. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Eg fylgist alltaf með fréttum. Og svo hlusta ég á alls kyns erindi og viðtöl. í sjónvarpi horfi ég á náttúrulýsingar og hef gaman af, en skrúfa fyrir ruglið. Hefurðu ailtaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Já. Ertu ánægð með frammistöðu þess flokks? Hann ætti að vera róttækari... svo um munaði. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Nei það fer lítið fyrir þeim nú til dags. Ég dáði Einar Olgeirs- son, en menn eins og hann eru Faðir fyrirgef þeim... Hvað ertu að gera núna Ásta? Ekki neitt nema ómerkilega handavinnu. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Þá var ég að flækjast með bóndanum um Spán í heilan vet- ur. Okkur leið vel þar og urðu Spánarferðirnar margar. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Ég er mikið fyrir hannyrðir og lestur, og svo geng ég líklega um það bil 5 kflómetra á hverjum degi. Ég er mikið fyrir selskaps- lífið og finnst gaman að sækja fólk heim. Ég er félagslynd kona og hef yndi af að vera innan um fólk. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Ég er að lesa Kraftaverk einnar kynslóðar eftir Einar Olgeirsson. Það er í annað skiptið sem ég les þá bók og finnst mér að hver ein- asti íslendingur ætti að lesa hana. Bókin er sérstaklega vel skrifuð og ákaflega nákvæmt heimildar- rit. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Eitthvert létt blaðarusl sem ég get orðið syfjuð af. Hver er uppáhaldsbókin þín? Blómakarfan heitir hún. Móð- ir mín átti hana, og þegar við krakkarnir höfðum verið sérstak- lega stillt fengum við að lesa hana. Bóndi minn átti þessa bók en hún fylgdi því miður safninu hans þegar hann gaf það. Ekki man ég hver skrifaði þessa frómu bók, en hún var þýdd. Hvers minnistu helst úr Bibl- íunni? Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir gera. Var höfundur Njálu kvenkyns eða karlkyns? (Rök) Áreiðanlega ekki kvenkyns. Konur þóttu óæðri verur sem ekki tók því að kenna að lesa eða skrifa. En það voru fleiri en einn karlmaður sem skrifuðu Njálu. Hvað sástu síðast í leikhúsi? Ég man það ekki. Er eitthvað á fjölunum núna sem þú vilt síður missa af? fágætir. Hann Einar lét aldrei kaupa sig þó svo að það hafi oft verið reynt. Er landið okkar varið land eða hernumið? Hernumið, svo sannarlega er það hernumið. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Letina, ég er ákaflega löt og letin hún er verst af öllu. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Veistu það að fólk er svo vel upp alið að það lætur ekkert á því bera ef það kann ekki að meta mig. Hvað borðarðu aldrei? Kæsta skötu. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Hvergi. Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? í bifreið. Maður sér svo miklu meira en ef maður ferðast í flug- vél. Hvert langar þig helst til að ferðast? Til Grikklands. Þó svo að ég hafi farið víða hef ég aldrei komið þangað. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Fégræðgi og það siðleysi sem henni fylgir. Fólk er sumt orðið svo ríkt að það getur ekki lifað lífinu. Og svo bætist öfundin aft- an við. En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Góðvild og hjálpsemi. Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? Þar er blómlegt um að litast. Fólkið er friðsamlegt og gott og landið blessunarlega laust við her og hernaðarbrölt. Er ísland á leið í átt að því? Ég veit það varla. Við erum í lægð sem stendur þar sem ekkert virðist skipta máli lengur. Það er eins og allt og allir séu til sölu. Þarf Þjóðviljinn að breytast mikið til að hann geti komið út í því landi? Hann verður að stækka. Fær- ast allur í aukana að innihaldi og gæðum. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu Ásta? Spurðu mig hvar mér líði best. Hvar líður þér best? Meðal ástvina minna og góðra vina. Ég á fáa en góða vini sem mér þykir gott að hitta. Svo er ég alveg á kafi í börnunum, og er alveg vitlaus í þau minnstu. Guðrún ByggÖastofnun RAUÐARARSTlG 25 • SlMT25133» PÖSTHÓLF 5-110 • 125 REYKJAVÍK Fiskiskip til sölu Byggöastofnun auglýsir til sölu fiskiskipið Villa Magg ÍS-87 (skipaskrárnúmer 1784) sem er 145 brl. stálskip smíðað í Hollandi 1987. Nánari upplýsingar veitir lögfræðingur Byggða- stofnunar Karl F. Jóhannsson, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, sími 91-25133. Eiginkona mín og móðir okkar Steinunn Ögmundsdóttir hjúkrunarkona lést 2. október í Hrafnistu í Reykjavík Ólafur Pálsson Jóhanna Ólafsdóttir Helga Ólafsdóttir AUKAVINNA Þjóðviljinn óskar eftir fólki til starfa við áskriftar- söfnun. Nánari upplýsingar veitir afgreiðslustjóri blaðsins, í síma 681333. þJÓÐVILJINN DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 29. sept.-5. okt. er I Holts Apótekiog Laugavegs Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes 1 84 55 Hafnarfj 5 11 66 Garðabær 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavlk 1 11 00 Kópavogur 1 11 00 Seltj.nes 1 11 00 Hafnarfj 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er I Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tlma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lytjaþjónustu eru gefnar I sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin er oþin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s, 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali:alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- __ spttallnn: alladaga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Husavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf tyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félaglðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Slminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 ogkl. 20-22, sími 21500, slmsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrirsifjasþellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, Peint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svaraö er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Biianavakt. rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, féiags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra. Hringið (síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 3. okt. 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.......... 61,31000 Sterlingspund............. 98,56500 Kanadadollar.............. 51,94200 Dönsk króna................ 8,34720 Norskkróna................. 8,81900 Sænsk króna................ 9,48920 Finnsktmark............... 14,22180 Franskurfranki............. 9,59620 Belgískur franki........... 1,54810 Svissn. franki............ 37,44120 Holl.gyllini.............. 28,76310 V.-þýskt mark............. 32.47350 Itölsk líra................ 0,04485 Austurr.sch................ 4,61500 Portúg. escudo............. 0,38490 Spánskur peseti............ 0,51410 Japansktyen................ 0,43505 Irsktpund................. 86,53000 KROSSGÁTA Lárétt: 1 hvítrófu 4jörð 6 barði 7 óhljóð 9 drolla 12miðs14blóm15 smámenni 16 syngja 19 mikill 20 illgresi 21 skýli Lóðrétt: 2 þjóta 3 skaða 4 manneskjur 5 umdæmi 7 henda 8 eft- iriit 10 ríkulegt 11 gæfa 13ræna17gruna18 tfndi Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 snös 4 þvöl 6 kær7safa9ósar12 ortin 14 rör 15 eim 16 nálar19meið20utan 21 rimma Lóðrétt: 2 nfa 3 skar 4 þrói5öra7skráma8 fornir10snerta11 róminn 13 fól 17 áði 18 aum Miðvikudagur 4. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.