Þjóðviljinn - 05.10.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 05.10.1989, Page 1
Verðlag Fimmtudagur 5. október 1989 167 tölublað 54. órgangur Kaupmáttaraukning lægstu launa ÓlafurRagnarGrímsson:Ríkisstjórnin hefurstaðið við loforð sín og gottbetur. Kaupmáttaraukning lœgstu launa 1-7%. Ogmundur Jónasson: Kaupmáttur almennt lœkkað r Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að ríkis- stjórnin hafi staðið við þau fyrir- heit sem hún gaf í sambandi við kjarasamninga ríkisins við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og samninga við Alþýðu- samband íslands á vormánuðum. í greinargerð sem ráðuneytið hef- ur tekið saman kemur fram að verð matvöru hafi hækkað minna en kaupmáttur fimm lægstu launaflokka hjá Starfsmannafé- lagi ríkisstofnana og Póst- mannafélaginu. En í þessum flokkum eru uþb. einn fjórði fé- lagsmanna. Ogmundur Jónas- son, formaður BSRB, segir að bandalagið muni sjálft leggja fram sína greinargerð á for- mannafundi þess í dag. Á blaðamánnafundi sem fjár- málaráðherra boðaði til í gær í Miklagarði, sagði hann ríkis- stjórnina hafa gert gott betur en að standa við sín fyrirheit. í kjarasamningum við BSRB hefði verið gefið það fyrirheit, að verð- lag á landbúnaðarvörum ætti að haldast innan þeirra marka að það hækkaði ekki meira en lægstu laun hjá BSRB. Frá því í apríl hefðu lægstu laun hjá BSRB hækkað um 14-18%. Á sama tíma hefði verð á öllum matvæl- um í framfærsluvísitölu hækkað um 10%, sem væri vel undir hækkun lægstu launa. Ef verðlag landbúnaðarvara væri skoðað sérstaklega, kæmi í ljós að það hefði hækkað um 13,3% sem einnig væri minni hækkun en átt hefði sér stað á lægstu launum á Fjármálaráðherra segir kaupmátt lægstu launa BSRB hafa aukist um 1-7% frá því í apríl og þess vegna hafi ríkisstjórnin staðið við sín loforð. Með ráðherra á myndinni er Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður hans. Mynd: Jim Smart. sama tímabili. Kaupmáttur lægstu launa BSRB-félaga hefur hækkað um 1—4% ef miðað er við verðlags- breytingar á landbúnaðarvöru- num einum, frá apríl og fram í september, að sögn Ólafs Ragn- ars. Ef miðað væri við matvæli almennt í framfærsluvísitölunni hefði kaupmátturinn hins vegar aukist um 3-7%. Ólafur Ragnar sagði að ríkisstjórnin hefði ekki gert samkomulag við ASÍ, sem byggði á viðmiðun við kauptaxta, etns og gert hefði verið við BSRB. ASl hefði verið heitið því að niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum yrðu auknar um 5-600 miljónir miðað við fyrri áætlanir. Þetta hefði ríkisstjórnin staðið við og raunar aukið niður- Sambandið Aras á fullorðið folk Fimm starfsmönnumAfurðasölunnar á sjötugsaldri sagt upp störfum og yngri menn ráðnir íþeirra stað. ÞórirKarlJónasson tránaðarmaður: Munum kœra uppsagnirnar vegna ólögmœtis þeirra Fimm starfsmönnum búvöru- deildar Sambandsins var sagt upp störfum í síðustu viku og telja starfsmenn dcildarinnar upp- sagnirnar ólöglegar. Mennirnir fímm eru allir á sjötugsaldri og voru sex yngri menn ráðnir í þeirra stað „vegna skipulags- breytinga“. Uppsagnirnar komu í kjölfar deilna um launakjör starfsmanna búvörudeildarinnar í sumar. - Fimm samstarfsmenn mínir, sem allir eru komnir yfir sextugt, fengu uppsagnarbréf á föstudag og er þegar búið að ráða í þeirra störf. Með þessu er verið að hreinsa vinnustaðinn og er það náttúrlega lygi að skipulagsbreyt- ingar hafi haft áhrif á þetta. Ég vissi ekkert af þessum uppsögn- um og eru þær því algerlega ólög- legar, sagði Þórir Karl Jónasson trúnaðarmaður í Afurðasölu Sambandsins. Forsaga málsins er sú að í sumar áttu starfsmenn Afurða- sölunnar í kjaradeilum við Sam- bandið. Töldu starfsmenn sig eiga rétt á svokallaðri premíu, bónusgreiðslum sem greiddar eru til starfsmanna kjötiðnaðar- stöðvarinnar og Goða. Að sögn Þóris var starfsmönnum Afurða- sölunnar lofað launahækkun en fengu aukagreiðslu aðeins einu sinni, að upphæð 5000 krónur. Vinnumálasamband samvinnuf- élaganna komst að þeirri niður- Rafiðnaðarmenn Arangurslaus sáttafundur „Það var ákveðið að hafa sam- band seinnipartinn í dag til að at- huga hvort einhver grundvöllur væri fyrir samningafundi á morg- un. Eftir fundinn í gær fínnst mér enn töluvert í land og satt að segja fer ekki mikið fyrir bjartsýninni eftir þennan fund,“ sagði Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari. Samninganefnd rafiðnaðar- manna og ríkisins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í gær. Enginn sátta- fundur er boðaður í deilunni í dag og ef ekki verður boðað til fundar á morgun býst sáttasemjari ekki við öðrum fundi fyrr en eftir helgi. Að sögn Guðmundar Gunn- arssonar formanns Félags ís- lenskra rafvirkja sem jafnframt á sæti í samninganefnd rafiðnað- aramanna er staðan óbreytt eftir fundinn og ómögulegt að spá í framhaldið. Aðspurður um ver- kfallsbrot sagði Guðmundur það einungis vera hjá Ríkisútvarpinu - Sjónvarpi. -grh stöðu að ekki væri grundvöllur fyrir afkastatengdu launakerfi við öll störf í Afurðasölunni. - Ég ætla að sjálfsögðu að kæra þessar uppsagnir vegna ó- lögmætis þeirra. Ég á samt ekki von á að þessir starfsmenn fái starf sitt aftur og það er vonlaust fyrir menn á þeirra aldri að fá- vinnu annars staðar. Þetta er hrein og klár árás á fullorðið fólk og það má ekki láta atvinnurek- endaíhaldið kúga sig svona enda- laust, síst af öllu Sambandið. Við þetta má bæta að deildarstjóri Afurðasölunnar, Úlfar Reynis- son, er fyrrverandi kaupfélags- stjóri vestan úr Dölum og þessir sex ungu menn sem ráðnir voru „vegna skipulagsbreytinga" eru allir þaðan. Þessi deildarstjóri hefur einnig beðið mig um að víkja úr starfi „vegna samstarfs- örðugleika", sagði Þórir Karl. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í Árna Jóhannsson framkvæmdastjóra né Úlfar Reynisson deildarstjóra Afurða- sölunnar vegna þessa máls í gær. -þóm greiðslurnar enn meira eða um 700-750 miljónir. Tafla í greinargerð fjármála- ráðuneytisins sýnir að helstu landbúnaðarvörur hafa hækkað minna en lægstu laun BSRB, með nokkrum undantekningum. Nautakjöt í skrokkum hefur hækkað um 19,2%, smjör um 21,4% og rjómi um 30,7%. Hins vegar hefur verð á svínakótilett- um lækkað um 9,4% og á súpukj- öti um 8,2%. í greinargerðinni kemur fram að verð á opinberri þjónustu sem heyrir beint undir ríkið, hefur hækkað um 6,5% frá aprílmánuði fram í september. Olafur sagði ríkið hins vegar ekki hafa talið sig hafa vald til að sporna gegn ýmsum hækkunum fyrirtækja á vegum sveitarfélaga, en þar vægi þyngst hækkun á gjaldskrám hitaveitna. Ögmundur Jónasson sagði Þjóðviljanum, að BSRB myndi leggja fram eigin greinargerð á formannafundi í dag, þar sem kæmi fram að almennt hefði kaupmáttur rýmað á umræddu tímabili en kaupmáttur lægstu launa hefði náð að halda í við verðlagið. Sú staðreynd væri í raun sjálfsagður hlutur þar sem um það hefði verið samið og það væri gott þegar staðið væri við samninga. Engu að síður væri það áhyggjuefni þegar kaupmátt- ur rýrnaði almennt og því þyrfti að snúa við. Það kom fram hjá Svanfríði Jónasdóttur, aðstoðarmanni fjár- málaráðherra, að þær hækkanir sem ættu að koma til fram- kvæmda á landbúnaðarvörum á þessu ári, hefðu þegar komið fram. Laun ættu aftur á móti eftir að hækka fram að áramótum samkvæmt samningum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.