Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1989, Blaðsíða 7
Búvöruframleiðslan Rammasamningur til aldamóta I ndirbúnineur að nvium bú- áherslu á fullt sanihenpi mi Undirbúningur að nýjum bú- vörusamningi, sem taki við af gildandi samningi 1992 var mikið ræddur á aðalfundi Stétt- arsambandsins. Lagt var til að gerður yrði rammasamningur um þróun búvöruframleiðslunn- ar til aldamóta til að tryggja framgang þeirrar stefnu, sem mörkuð var í 1. gr. búvörulag- anna frá 1985. Stéttarsambandinu var falið að leggja höfuðáherslu á að tryggja hagsmuni framleiðenda, bæði hvað snertir fjárhagslega afkomu og stöðugleika í framleiðsluað- stæðum og markaðsmálum, sem og að tryggja bændum fullt verð fyrir ákveðið framleiðslumagn, líkt og gert er með núgildandi samningi. Með engu móti verði á það fallist að það magn minnki við samdrátt í innanlandsneyslu nema tryggt sé að samkeppnisað- stöðu búvara á markaði sé á eng- an hátt spillt með aðgerðum stjórnvalda eða aðgerðaleysi. í því sambandi er bent á niður- greiðslur, innflutning samkeppn- Hliðsjón höfð af þróun byggðar og landnýtingar isvöru, fjármögnun afurða- og rekstrarlána, skattlagningu að- fanga, verðlagningu rekstrarvara og þjónustu ofl. A undanförnum árum hafa fulltrúar Stéttarsambandsins í frmkvæmdanefnd búvörusamn- inga fallist á að verðtryggingará- kvæðum sé fullnægt með greiðslum fyrir ónotaðan fullvirðisrétt í stað framleiðslu. Þar hefur verið gefið eftir þar sem ávinningurinn er fyrst og fremst ríkisins. Hið sama gildir um hug- myndir um 15% niðurfærslu á virkum fullvirðisrétti í sauðfé verðlagsárin 1990-1992, gegn greiðslu, sem svarar til launaliðar og fasts kostnaðar í grundvallar- verði. Verði af þeirri niðurfærslu er afar mikilvægt að hún verði hjá þeim framleiðendum, sem kynnu að óska eftir því að draga úr fram- leiðslu um meira en það hlutfall svo ekki þurfi að koma til þving- uð niðurfærsla í sama hlutfalli hjá öllum framleiðendum. Skipting slíkrar niðurfærslu á tvö ár myndi auðvelda mjög að ná slíkri lausn. Yrði slík breyting gerð á gildandi samningi, verður að nást ótví- ræður ávinningur á öðrum svið- um. Gæti hann að hluta til verið í því fólginn, að ná viðunandi birgðastöðu kindakjöts. Þá yrði og að krefjast þess, að förgunarbætur fengjust fyrir full- orðið fé, sem slátrað væri til fækkunar fjár. Leggja verður áherslu á fullt samhengi milli uppgjörs ágreiningsatriða, að- lögunar á tveimur árum og nýs búvörusamnings. Þegar lögð eru drög að stjórn- un framleiðslu búvara á næsta áratug er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir áhrifum hennar á þró- un byggðar og landnýtingar og henni verði beitt til að ná skil- greindum markmiðum á þeim sviðum. Einnig verður að sjá til þess að slík þróun nýtist til aukinnar hagkvæmni í fram- leiðslunni, neytendum og bænd- um til hagsbóta. - mhg Bók um þróun heims- mála og Handbók vinnustaðarins komnar út Menningar og fræðslusam- band alþýðu hefur gefið út tvö ný rit, Umheiminn og ábyrð okkar og Handbók vinnustaðarins. Sú fyrrnefnda er einkar athygl- isverð bók um heimsmálin einsog þau líta út í dag og fjallar aðallega um umhverfismál, samstöðu þjóða og þróun heimsmála. Bók- in er einnig gefin út á dönsku, norsku, sænsku og finnsku og er útgáfan liður í samvinnu fræðslu- samtaka verkalýðshreyfingar á Norðurlöndum. í bókinni er fjöldi greina, ljóða og verkefna og er hún að mörgu leyti tilvalin sem umræðugrundvöllur í skólum og námskeiðum um um- hverfismál. Á meðal þeirra sem skrifa í bókina eru Kjartan Jó- hannsson, Magnús Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur Karvel Pálsson. Erlendir höfundar í bókinni eru td. Gro Harlem Brundtland, Inge Thor- son, Pierre Schori og Thorvald Stoltenberg. Handbók vinnustaðarins kem- ur nú út í þriðja sinn, talsvert breytt og endurbætt. 1 henni eru ma. lög sem varða vinnustaði og réttindi og skyldur launafólks og stjórnenda á vinnustöðum og eru birtir margir dómar um þau sam- skipti. Auk þess eru ýmsar upp- lýsingar varðandi starf og skipu- lag ASÍ en bókin er mjög gagnleg og handhæg fyrir hvers konar vinnustaði. ^VEGUR Sífca... ':!W & ; K" ; ......... - - SJ »>< Ú hr V*. 'áfia •.ÍST. * wms> ■Ml1: msea^kæm NÝIJÓNA- SKOÐUNARSTÖÐ Vátryggingafélag íslands hf. opnar í dag nýja tónaskoðunarstöð að Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Þar tökum við framvegis á móti viðskiptavinum sem þurfa að fá metið tjón á ökutækjum sínum. Fullkominn búnaður stöðvarinnar gerir okkur enn frekar kleift að afgreiða mál hratt og vel. VÁTRYGGINGAFÉIAG ÍSLANDS HF Tjónaskoðunarstöð • Smiðjuvegi 2 • Sími 6 70 700 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.