Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 5
« » Sykurmolarnir Slá öll met erlendis Nýja breiðskífa Sykyrmolanna seldist íl50þúsund eintökum áfyrsta útgáfudegi í Bandaríkjunum. Hljómsveitin á tónleikaferðalagifram í mars Velgengni Sykurmolanna í Bandaríkjunum er með óllkindum. Rafiðnaðarmenn Nýja breiðskífa Sykurmolanna, „Here Today Tomorrow Next Week“, kom samtímis út í Bret- landi og Bandaríkjunum sl. mán- udag. Þegar á fyrsta degi seldust 150 þúsund eintök af plötunni í Bandaríkjunum sem nægði til að koma henni í 112. sæti Billboard listans. Þessi árangur er framar björtustu vonum segja þeir hjá Smekkleysu. En það tók Syk- urmolana marga mánuði að selja fystu breiðskífu sína í þessu upp- lagi í Bandaríkjunum í fyrra. „Here Today Tomorrow Next Week“ kom út á íslandi á þriðju- dag og fór í gull þegar á fyrsta degi, seldist í yfir 3,000 ein- tökum. Fyrstu söludagar í Bret- landi eru mun betri en þegar „Life‘s Too Good“ kom út og hefur nýja platan náð tvöföldum árangri hennar. Gallupstofnunin birti söluspá sína í gær og spáir stofnunin því að „Here Today Tomorrow Next Week“ fari í átt- unda sæti sölulistans breska í byrjun næstu viku. Ef þessi spá gengur eftir er ekki lengur neinn vafi á því að Sykurmolarnir eru með stærstu nöfnunum í dægurl- agaheiminum í dag. Sölutölur sem þessar á fyrstu dögum útgáfu gætu þýtt að platan seldist í það heila í nokkur hundruð þúsund eintökum ef ekki eitthvað yfir eina milljón. íslenska útgáfa plötunnar dregst eitthvað fram í næstu viku. Eftirspurnin eftir ensku útgáf- unni var slík, að sögn fulltrúa Smekkleysu, að ekki var hægt að pressa íslensku útgáfuna fyrst eins og til stóð. Undanfarnar vik- ur hafa birst viðtöl við Sykurmo- lana í öllum helstu tónlistartím- aritum Bretlands og það vekur athygli að breska pressan sótti molana heim hingað til fslands. Þá hafa útvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum tekið nýju plötunni eins og um risapoppgoð væri að ræða og hljóma lög plötunnar í hundruðum útvarpsstöðva um öll Bandaríkin. -hmp Stuggað við verkfallsmönnum Þegar sí'ðast fréttist hafði ríkis- sáttasemjari ekki boðað til sátta- fundar sem stóð til að reyna að halda í dag í deilu rafiðnaðar- manna við ríkið. í gær kölluðu verkfallsmen út lið til að sinna vcrkfallsvörslu og var hvergi am- ast við þeim nema við hús Sjón- varpsins þar sem stuggað var við þeim. Á formannafundi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í gær var þeim eindregnu tilmælum beint til félagsmanna BSRB að ganga ekki í störf þeirra sem nú eiga í verkfalli. Þá hafa rafiðnaðarmenn kært Gísla Alfreðsson Þjóðleikhús- stjóra fyrir ríkissaksóknara, en eins og kunnugt er hefur Gísli stjórnað ljósaborði leikhússins við sýningar á söngleiknum Oli- ver frá því verkfallið hófst. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra vildi ekki tjá sig um verkfall rafíðnaðarmanna í gær né um meint verkfallsbrot í Ríkis- útvarpi - Sjónvarpi og Þjóð- leikhúsi. Þá náðist ekki í Olaf Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra í gær. -grh BSRB Leigjendum mun fjölga Greiðslubyrði húsnæðiskaupenda hefur þyngst um 45% frá 1980. Á sama tíma hefur kaupgeta almennings minnkað um allt að 30% Misgengi lánskjara og launa undanfarin ár hefur haft meiri áhrif en almennt er talið. Ætla má að grciðslubyrði hús- æðiskaupenda hafi þyngst um 45% frá 1980. Á sama tíma má ætla að kaupgeta almennings hafi minnkað um allt að 30%. Um 200 - 300 fjölskyldur sem hefðu getað keypt eigið húsnæði undanfarna áratugi geta það ekki lengur sökum aukinnar greiðslu- byrði. Því mun leigjendum f röðum launamanna fjölga stöðugt á næstu árum. Nauðsyn- legt er að huga að hag þeirra bet- ur en nú er gert. Þá er mikil nauð- syn að vinna að lækkun á bygg- ingarkostnaði og kostnaði við viðhald húsnæðis. Þetta eru aðalniðurstöður könnunar sem Stefán Ingólfsson hefur gert á áhrifum misgengis lánskjara og launa undanfarin ár á greiðslubyrði almennra launa- manna og kaupgetu þeirra sem birtar voru á formannaráðstefnu BSRB í gær. Með misgengi er átt við þann mismun á því hvernig afborganir, vextir og verðbætur af lánum þróast borið saman við launatekjur. -grh Dagsbrúnarmenn hættir Aðal- og varamaður Dagsbrúnar munu ekki sœkjafleiri miðstjórnar- fundiþað sem eftir er ársins. Ástœðan: Sakaðir um að ganga erinda ákveðinna aðila tilað ófrægjaforsetaASÍþegarþeirgagnrýndu afstöðu hans til nýafstaðinna vaxtahœkkana Aðal- og varamaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í miðstjórn Alþýðusambands Is- lands þeir Halldór Björnsson og Leifur Guðjónsson hafa tilkynnt að þeir muni ekki sækja fundi miðstjórnar það sem eftir er árs 1989. Ástæðuna fyrir þessari ákvörð- un sinni segja tvímenningarnar sé vegna þeirra „óskammfeilnu að- dróttana 1. varaforseta Arnar Friðrikssonar um að við værum að ganga erinda ákveðinna aðila til að ófrægja forseta ASÍ“, eins og segir orðrétt í bréfi þeirra til miðstjórnarinnar í gær. Á fundi miðstjórnar ASÍ í fyrradag fluttu þeir Halldór, Leifur og Þórður Ólafsson for- maður verkalýðsfélagsins Boð- ans í Þorlákshöfn tillögu þar sem mótmælt var harðlega 5% vaxta-j hækkun einkabankana og þeirri afstöðu Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ og formanns banka- ráðs Alþýðubankans að verja hana opinberlega í stað þess að berjast gegn henni með oddi og egg- Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans innan miðstjórnarinnar er þessi harða afstaða tvímenning- a;nna að hætta að mæta á fundi miðstjórnar út af orðaskaki eins- dæmi á seinni árum. Oft hefur heiftarlega kastast í kekki á milli manna á miðstjórnarfundum án þess að viðkomandi aðilar hafi brugðist jafn hart við og raun varð á að þessu sinni. Þá hefur Þjóðviljinn heimildir fyrir því að þetta mál verði tekið upp á stjórnarfundi í Dagsbrún von bráðar, jafnvel strax í dag og eftirmálin geti orðið afdrifaríkari en margan grunar í samskiptum Dagsbrúnar og forystu ASI. -grh Landsfundur Sjálfstœðisflokks Almennt orðað stefnuleysi Þorsteinn Pálsson: Engan grunaði aðflokkurinn myndi klofna Tuttugasti og áttundi lands- fundur Sjálfstæðisflokksins var settur í gær í Laugardalshöll. Þeir sem beðið höfðu eftir ræðu formannsins, Þorsteins Páls- sonar, í von um að hann setti fram nýjar og ferskar hugmyndir til lausnar vandamálum þjóðarinn- ar, hijóta að hafa orðið fyrir von- brigðum, þar sem ræða hans var almennt orðuð og ekki hægt að festa hönd á neina ákveðna stefnu í neinum málum. Helst gætti festu f Brennidepli Þjóðviljans í gær var haft eftir Svani Kristjánssyni, stjórnmálafræðingi, að það væri engin smáræðis yfirlýsing sem höfð væri eftir áhrifamanni í Sjálfstæðisflokknum, í Morgun- blaðinu... urn „að Davíð væri framtíðarformannsefni flokks- ins”. Það rétta er að Svanur vakti athygli á þeirri niðurstöðu blaða- manns Morgunblaðsins um „að Sjálfstæðismenn virtust almennt líta á Davíð Oddsson sem fram- tíðarformann Sjálfstæðis- hjá Þorsteini þegar hann sagði mestu ósvinnu ríkisstjórnarinnar vera stórhækkun cignaskatta. Það yrði fyrsta verk sjálfstæðis- , manna að afnema þann skatt, sem hefði komið sem níðingshögg á fjölda fólks. I greiningu sinni á stjórnarsam- starfi með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki, sagði Þor- steinn að nauðsynlegt hefði verið að halda vaxtastigi háu á meðan ráðist væri gegn viðskiptahalla og flokksins”. Þetta sagði Svanur vera stóra yfirlýsingu. Þá var það haft eftir Svani að það myndi ekki koma honum á óvart að Davíð fengi öllu fleiri atkvæði til varaformanns nú en á síðasta landsfundi. Hér skolaðist eitthvað til hjá blaðamanni, því Svanur var að sjálfsögðu að vísa til landsfundarins árið 1979. Er Svanur Kristjánsson beðinn vel- virðingar á þessum mistökum. -hmp vaxandi verðbólgu. Það hefði hins vegar valdið vonbrigðum að framsóknarmenn hefði skort dug til að standa að baki þeirrar stefnu. Á opinberum vettvangi hefðu framsóknarmenn verið í stjórnarandstöðu, þrátt fyrir að þessi vaxtastefna hefði sýnt ár- angur þegar á haustdögum 1988. Formaðurinn lýsti því hvernig Framsóknarflokkurinn hefði mjög snemma í stjórnarsamstarf- inu hlaupið undan merkjum. Á vormánuðum hefðu alþýðu- flokksmenn síðan fylgt í kjölfar- ið, en ef til vill hefði mátt rekja upphaf stjórnarslitanna til þess þegar Sjálfstæðisflokknum hefði tekist að koma í veg fyrir tilraunir Sambandsins til að gleypa Út- vegsbankann. Alþýðuflokkurinn hefði gengið til stjórnarsamstarfs með yfirlýsingum um endurnýjun viðreisnarstefnunnar en fljótlega hefði komið í ljós, að eina áhug- amál hans hefði verið hækkun skatta og framkvæmd efnahags- stefnu sem haldið hefði útflutn- ingsgreinum í spennitreyju. -hmp Leiðrétting Þorsteinn Pálsson formaður ávarpar flokkssystkini sín við upphaf landsfundarins í gær. Mynd; Jim Smart. Föstudagur 6. október 1989; NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.